Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 22. júní 2007
ÁSKORUN TIL MOGGANS
Ég mælist til þess við ritstjóra Moggabloggs að þeir taki sig til og geri einhverjar ráðstafanir varðandi þetta blogg. http://www.mikka20.blog.is. Þarna er höfundur á mynd með látnum fyrirbura og mér varð beinlínis óglatt þegar ég fór inn á síðuna vegna ábendingar frá svampi bloggara sem gerir vafasamar bloggsíður að umtalsefni.
Einhver mörk verða að vera á því sem leyfilegt er með allri virðingu fyrir frelsinu, að sjálfsögðu.
Mér er óglatt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Föstudagur, 22. júní 2007
REYKHERBERGJUM Á LSH LOKAÐ...
..eða eru þeir alveg að missa það svona almennt og yfirleitt á Mogganum? "Reykherbergjum á LSH verður lokað á næstunni"! Þannig hljóðar fyrirsögnin að þessari frétt sem ég set hér á síðuna mín. Þar sem ég er áhugamaður um málefnið (reykingar sko) fór ég gírug inn á fréttina og þar blasti við allt annað en fyrirsögnin segir til um, þe. fréttir af því að ekkert lægi fyrir um dánarorsök stúlkunnar sem dó um helgina við vægast sagt undarlegar aðstæður á LSH. Það verður nú aðeins að gæta að því hvernig fólk vinnur vinnuna sína. Dálítið ömurlegt, svo ekki sé meira sagt, þegar verið er að klúðra umfjöllum um persónulega harma fólks.
Hvar er hin rétta "frétt" um mína harma ef reykherbergjum verður lokað á LSH?
![]() |
Reykherbergjum á LSH verður lokað á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. júní 2007
KRYDD
Þykir einhverjum athugavert við að Kryddpíurnar megi ekki verða óléttar, vegna væntanlegrar endurkomu þeirra? Er í lagi að banna fólki að eignast börn? Þetta er fegurðarsamkeppnis fyrirkomulag. Kvenfyrirlitning streymir frá Simon Fuller, þeim arma manni. Mér er sem ég sjái Fuller banna karlkyns skemmtikröftum sínum það sama. En konur eru auðvitað ekki til neins brúks óléttar. Það er löngu vitað.
Sveiattann!
P.s. Tek fram að ég þoli ekki þennan stelpukór svona músíklega séð en það skiptir að sjálfsögðu ekki máli.
![]() |
Ekki fleiri börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
FLUGHRÆÐSLA MÍN..
..ágerist um helming þegar ég les svona fréttir. Ég sem er á leiðinni til London í ágúst. Jesúsinn minn, Maysa ég kem með skipi.
Það yrði ekki mikið eftir af undirritaðri ef einhver óður náungi myndi reyna að opna neyðarútgang á ferð. Ég var að lesa að með því að tjá tilfinningar gæti maður dregið úr depurð og ofsahræðslu. Ég fer í svona therapíu.
Gúddnætgæs!
![]() |
Óður farþegi reyndi að opna neyðarútgang á flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
ÉG HEYRI HLJÓÐ
..og er búin að gera í allt kvöld. Það er sama hvar ég er í íbúðinni, ég heyri slitróttan són eins og í síma sem gleymst hefur að leggja á. Ég er að missa það. Er ég að verða veik á sinni ofan á alltsaman? Einhverjum hlýtur að vera illa við mig og hefur plantað símanum á góðan stað hérna heima hjá mér og óstöðvandi sónninn gerir það að verkum að ég get ekki einbeitt mér. Ég er faktískt ekki að grínast þrátt fyrir að ýkja stórlega. OMG!
Nú myndi ég hringja á Símann ef ég væri ekki hjá Hive!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
EFTIRLITSLAUS BÖRN
Ofsalega varð ég hissa og reið þegar ég heyrði starfsmann í Nauthólsvík lýsa því yfir að foreldrar skildu börn sín eftirlitslaus á ströndinni, þe kæmu þeim á staðinn og færu svo. Sem dæmi tók þessi starfsmaður dreng sem pabbinn hafði komið með kl. 10 í morgunn og var ekki búinn að ná í hann kl. 16.
Ég hélt í alvörunni að þetta hefði breyst eitthvað á undanförnum árum, þe að börn væru ekki skilin eftir lengur, við leiki, látin fara ein í sund frá 8 ára aldri og að þvælast ein út um allt. Ég kalla þetta "þetta reddast" uppeldisaðferðina og mér hugnast hún ekki par. Forgangurinn í þjóðfélaginu hefur ansi mikið breyst. Réttlætingar á skorti samvista barna við foreldra sinna er að það þurfi að vinna svo mikið, til að geta lifað mannsæmandi lífi. En hvað er mannsæmandi líf? Er það ekki að búa sem best að börnunum okkar og þá á ég ekki við að fylla líf þeirra gerviþörfum sem þau hafa ekkert við að gera. Ég veit að margir þurfa að virkilega að leggja á sig til að hafa fyrir salti í grautinn en margir reisa sér nú öllu hærri minnisvarða, í formi fasteigna, bíla, ferðalaga og þ.h.
Æi ég vill ekki vera svona mikill tuðari en mér ofbýður kæruleysið sem ég alltof oft verð vitni að þegar börn og gæsla á þeim er annars vegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
ERFITT AÐ SKILJA..
..að kona, dönsk að uppruna skuli sjálfviljug byrja að hylja andlit sitt með búrku, eftir að hún tók múslimatrú. Ég skil að hún hafi verið rekin af barnaheimilinu þar sem hún starfaði því ég myndi ekki kæra mig um að manneskja með hulið andlit væri að ala upp börn mín eða barnabörn. Ég er svo hissa yfir því hversu sumir, svo auðveldlega, fórna mannréttindum sínum í skjóli trúar sem er það að auki svo kredduföst og kvenfjandsamleg.
Ég ætti auðveldara með að skilja þetta ef konan væri alin upp meðal múslima og þetta því hluti að hennar sjálfsmynd, þótt það sé hryllingur að einhver þurfi að bera kinnroða fyrir því að láta sjást í andlit sér.
![]() |
Má reka konur í búrkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
MAÍSTÖNGIN REIST..
.. í tilefni Jónsmessunnar, hinnar gömlu frjósemishátíðar í Svíþjóð um helgina. Æi hvað mig langar að taka þátt með vinum mínum í yndislega sænska sumrinu. Það verður næst. Ég óska Ek fjölskyldunni gleðilegrar hátíðar og vona að þau borði yfir sig af maríneraðri síld með nýjum kartöflum, sænskum jarðaberjum og alvöru þeyttum rjóma. Smjúts.
Ætli við Jenny, ásamt fjölskyldu drífum okkur ekki í Maístangardans í Norræna húsið, þe ef ekki er búið að loka því, en hversu hallærislegt er að loka vegna breytinga á miðru sumri þegar allt er fullt að ferðamönnum sem vilja heimsækja staðinn? Bítsmí.
Síjúgæs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
BANNAÐ AÐ REYKJA
Reykingafólki verður meinað að taka að sér börn undir fimm ára aldri samkvæmt nýjum viðmiðunarreglum sem birtar verða þegar ný lög um reykingar taka gildi í Bretlandi þann 1. júlí n.k.
Ég reyki, eins og strompur, það viðurkennist en ég myndi aldrei láta mig dreyma um að gera það þannig að börnum stæði hætta af. Ég reikna með að flestir séu sama sinnis. En fósturbarn færðu ekki ef þú ert í nikótíninu. Það fer að verða vandlifað í þessum heimi.
Látum foreldralaus börn deyja úr sulti og vosbúð eða hírast inni á stofnunum frekar en að koma þeim fyrir hjá fólki sem vill eignast börn. Ekki spurning því vesalings börnin gætu mögulega orðið fyrir óbeinum reykingum þar sem foreldrarnir standa úti á svölum og reykja.
Ég á ekki orð.
![]() |
Breskir reykingamenn fá ekki að verða fósturforeldrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
ÉG MYNDI LEGGJA MIG INN..
...á stundinni, sæi ég hest sem kæmi upp úr sjónum og stigi á land. Ég myndi auðvitað ekki halda að sæhestur væri á ferðinni en mikið svakalega væri ég viss um að ég væri orðin geðveik.
"Fólk sem dvaldi í sumarbústað sínum í Straumfirði á Mýrum í gær vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hestur kom syndandi af hafi og gekk á land. Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að ekki hafi fengist skýringar á þessu ferðalagi hestsins en helst sé talið að hann hafi strokið úr Hjörsey, sem þarna er ekki langt frá landi."
Ég óska þessari fjölskyldu til hamingju með sumarleyfið og andlegt heilbrigði sitt.
![]() |
Sæhestur" nam land í Straumfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 2988368
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr