Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 21. júní 2007
LÚKULÁKI
Mohammad Kahtami, fyrrum forseti Írans, neitaði því staðfastlega í dag að hann hefði brotið íslamskar reglur með því að taka í hendur kvenna á meðan hann var í heimsókn á Ítalíu. Þetta gera allir perrar, þeir neita alltaf. Bölvaður viðbjóður er þetta, að taka í höndina á konu og það ítalskri konu. Ég á ekki orð.
![]() |
Fyrrum Íransforseti sakaður um að snerta konur á almannafæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
HVAÐ SELUR?
Hef gert ítarlegar rannsóknir á hvað það er sem selur og er vænlegt til að ýta bloggurum upp vinsældalistann. Þetta sá ég fyrir mér að ég yrði að vita upp á hár og herðar þegar bloggfrægðin skall á mér í gær. Ég verð að halda áfram að klifra listann. Svo hefur verið mikil umræða um nýtt bloggsvæði og hvort það muni verða betra en Moggabloggið. Eftirfarandi þættir eru pottþétt fínir að hafa með sér í baráttunni um efsta sætið (híhí).
Að vera þekkt andlit
Að blogga um kynlíf
Að blogga um persónulegan bömmer og gera eldheitar játningar úr prívatlífinu
Sumum gagnast vel að hafa vald á hinu skrifaða orði en það er engin pottþétt ávísun á vinsældir
Ég játningablogga reglulega. Þe ég segi frá minni edrúmennsku. Ég hef ekki tíundað það hvernig ég var meðan ég var á fylleríi. Úlala þegar ég fer að gera það, þá fer ég pottþétt í fyrsta sæti.
Það er svo erfitt að vera frægur. Ég hef gert viðhlítandi ráðstafanir á heimilinu og mun ALDREI skilja við mig tölvuna. Ég er á frægðarvaktinni alltaf-allsstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
ÞAÐ HLJÓP Á SNÆRIÐ..
..hjá Mogganum þegar ég byrjaði að blogga í lok febrúar á þessu ári. Jesús minn hvað þeir voru heppnir. Að hugsa sér ef ég hefði farið yfir á vísi.is. Þeir væru ekki glaðir á ritstjórninni núna, það get ég sagt ykkur. Allavega þá er ég nr. 9 á vinsældarlistanum. Ég er ekki hissa enda veit ég að ég er mjög góður bloggari. Soldið pirruð samt yfir að hafa náð þetta langt, vera þekkt nafn á landinu og svona. Er bæði hógvær og inni í mér og vill fá að eiga mitt prívatlíf í friði. Það verður ekkert farið í myndatökur eða viðtöl hér (nema fyrir rétta upphæð).
Þegar ég fæddist sagði Ljóshæna frænka mín (og sú sá lengra en nef hennar nær) bara beint út við mömmu, þar sem ég lá svo falleg í vöggunni og agúaði með sjálfri mér: það verður Nóbelinn eða amk. bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Bara sí svona kjéddlan. Ekkert að skafa utan af því. Síðan hafa væntingar staðið til þess í minni fjölskyldu að ég yrði eitthvað. Ég bjóst nú aldrei við að meika það á Moggabloggi enda ekki neinir aukvisar þar að etja kappi við.
En nú er ég í stökustu vandræðum. Ég verð að fara að skrifa blátt, helblátt. Ég verð að slá Ellý við, það er ekki spurning. Fólk ætlast til þess af mér nú þegar ég er orðin þekkt nafn. Ég bara finn það. Leiðinlegt að taka athyglina frá stelpunni og Egill Helga er svakalega spældur úti í Grikklandi, það hef ég frá fyrstu hendi.
Ég veit að blaðamennirnir koma strax í býtið á morgun þannig að ég þarf að fara að hafa mig til (boðaði til blaðamannafundar í kvöld í þetta eina sinn til að losna við böggið bara) þannig að ég heyri í ykkur seinna. Þið skiljið nottla að ég get ekki lesið hjá neinum lengur og frá og með nú verður lokað fyrir athugasemdir á mínu bloggi. Við fræga fólkið GETUM ekki verið að taka við endalausum skilaboðum sem varða okkar prívatlíf, það hljótið þið að skilja. Við erum að blogga fyrir ykkur elskurnar.
Æi man einhver fleiri orð yfir klobba? Ég verð að blogga eina safaríka fyrir morguninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 21. júní 2007
AF ÞVOTTHÚSFERÐ OG DÝRALÍFINU ÞAR
Nú fór í verra. Í fyrsta lagi þá gleymdi ég að setja inn rapport um þvottahúsferðina sem var fremur ævintýraleg. Í öðru lagi þá endaði ferðin með ósköpum og í annað sinn lokaðist ég inni í þvottahúsinu eftir æðisgenginn flótta frá ókunnugum dýrum sem hafa tekið sér bólfestu í kjallaranum. Ég hef konuna sem er á móti því að ég koggi, grunaða um að vera dýrasmyglari og henni er ekki par við að ég sé að þvælast um á hennar veiðilendum. Hún var eitthvað að snuddast niðir þegar ég kom og sendi mér ekki blíðlegt augnaráð get ég sagt ykkur. Hún steytti svo hnefann framan í mig og rauk út með töluverðum pilsaþyt.
Nú, ég skutlaði í vél og kíkti í dýrahornið þar sem ég sá eftirfarandi óbjóð. 4 Anímur rauðbrúnar og viðbjóðslega kræklóttar, engin beltisdýr og 1 hellisljón. Litur óræður. Þarna var silfurskotturáðstefna í fullum gangi og það sindraði á þær í sólskininu. Ég var u.þ.b. að snúa mér við og fara þegar stór tarantúlla, græn á lit, með fjögur börn í eftirdagi, kom stökkvandi í átt að mér. Það var þá sem ég læsti mig inni í þvottavélinni einn ganginn enn. Húsbandið kom eftir 2 klukkutíma og hleypti mér út, en hann var orðinn svangur og mundi þá eftir að húsþjónninn var á brott. Mikið skelfing var yndislegt að sjá hann þessa elsku, þrátt fyrir að hann væri smá pírí út í mig fyrir aumingjaskapinn.
OMG ég er hálfviti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
BARNAKLÁM GERT UPPTÆKT..
.. að þessu sinni á Spáni og eru sex í haldi. Þetta minnir mig alltaf jafn óþægilega á þennan nöturlega raunveruleika þar sem börn eru myrt og svívirt viðsvegar um heim. Það er alltaf gott þegar upp kemst um svíðingana.
![]() |
Mikið magn af barnaklámi gert upptækt á Spáni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
SEX BLOGGVINIR..
..komu að máli við mig þar sem ég var í minni vikulegu bloggvinatiltekt en það stendur í mínum bloggvísi að bloggvinalistinn megi ekki vera lengri en sem nemur 15 cm. En hvað um það, þeir komu prúðbúnir og buðu mér í mat á Hamborgarabúllunni, en þau höfðu slegið saman í púkk til að bjóða mér með sér. Þegar við snæddum eftirréttin þá sögðu þeir mér upp vináttunni, sögðust vilja verða fyrri til. Ég sagði auðvitað já því ég er vel upp alin. Það var ákaflega létt yfir þeim öllum og þeir ákveðnir að halda á vit nýrra ævintýra.
Þannig var nú það. Bloggvinalistinn er nú 12 og 1/2 cm. þannig að nú fer ég og næ mér í nokkra nýja.
Síjúgæs!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
GÖMUL SAGA
Björk segir Breta vera þá fyrstu til að skilja tónlistina sína. "Á Íslandi, meira að segja á unglingsárum mínum, fannst þeim ég vera frekar undarleg" sagði Björk þegar hún fékk innblástursverðlaun tímaritsins Mojo á árlegum tónlistarverðlaunum þess.
Þarna er ekkert nýtt á ferðinni. Björk HEFUR alltaf verið undarleg og er enn. Skemmtilega undarleg.
![]() |
Björk þakkar Bretum skilninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
FERÐ TIL AMERÍKU
Þegar Hillary Clinton er orðin forseti Bandaríkjanna (og til vara Ombama) þá tekst ég á hendur ferð þangað. Fyrr ekki. Mér er slétt sama hvort fólk þurfi að skrá ferðaáætlun sína 48 klukkustundum fyrir brottför til USA, ef fólk vill fara þangað núna, meðan persónunjósnir og paranoja varðandi útlendinga, ríður yfir þetta stórkostlega land, undir stjórn skjálfandi handa Búska forseta.
![]() |
Hert á komureglum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
ÁTTA MÁNAÐA SNÚRA
Mikið rosalega líður tíminn fljótt. Það er svo stutt síðan að ég bloggaði um sjö mánaða snúruafmælið. Þið verðið að umbera mínar afmælisfærslur, kæru bloggvinir og aðrir gestir, þar sem þetta er liður í edrúmennskunni. Ég og edrúmennskan erum eitt, fúnkerum bara saman. Alla vega er ég í vondum málum ef snúrubloggin hætta að birtast. Ef svo verður, sendið á mig mann með alvæpni andans.
Annars er þessi mánuður búin að vera mér erfiður. Ekki vegna löngunar í brennivín og læknadóp, alls ekki, en allskonar hliðarvinklar hafa verið í mínu annars reglubundna lífi, eins og heimsóknir frá útlöndum, með öllu því skemmtilega sem tilheyrir, en töluvert út fyrir rammann og svefntíminn hefur td fokkast upp. En það verður að taka lífið eins og það er. Ég get ekki hætt að lifa eðlilegu lífi en það er töluvert erfitt að láta berast með straumnum um leið og maður reynir að halda höfðinu köldu og taka ábyrgð á sínum sjúkdómi.
Annars er ég brött á þessum áttundamánaðar afmælisdegi. Hlakka til daganna framundan og ég er að fara til London í ágúst. Eins gott að undirbúa sig fyrir það. Maysan mín here I come.
Nú fer ég í þvottahúsið og tek út dýralífið. Skýrsla varðandi dýrahald í neðra verður birt seinna í dag. Húsdýragarðurinn hva!!!
Sjáumst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 20. júní 2007
OG ÉG VISSI ÞAÐ
Undirmenn karlkyns stjórnenda taka styttra fæðingarorlof, skipta orlofinu oftar upp í nokkra hluta og sinna starfinu frekar að einhverju leyti á meðan á því stendur. Konum þykir fæðingarorlofið frekar ógna starfsöryggi sínu ef þær vinna undir stjórn karlmanns.
Höfum við stelpurnar ekki verið að tuða um það í áraraðir, að það þurfi að fjölga konum í stjórnunarstöðum í þessu karlæga þjóðfélagi? Ha? Segið svo að það skipti ekki máli!
Iss
![]() |
Fæðingarorlof styttra þar sem karlmenn stjórna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 11
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988363
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr