Leita í fréttum mbl.is

EFTIRLITSLAUS BÖRN

 

Ofsalega varð ég hissa og reið þegar ég heyrði starfsmann í Nauthólsvík lýsa því yfir að foreldrar skildu börn sín eftirlitslaus á ströndinni, þe kæmu þeim á staðinn og færu svo.  Sem dæmi tók þessi starfsmaður dreng sem pabbinn hafði komið með kl. 10 í morgunn og var ekki búinn að ná í hann kl. 16.

Ég hélt í alvörunni að þetta hefði breyst eitthvað á undanförnum árum, þe að börn væru ekki skilin eftir lengur,  við leiki, látin fara ein í sund frá 8 ára aldri og að þvælast ein út um allt.  Ég kalla þetta "þetta reddast" uppeldisaðferðina og mér hugnast hún ekki par.  Forgangurinn í þjóðfélaginu hefur ansi mikið breyst.  Réttlætingar á skorti samvista barna við foreldra sinna er að það þurfi að vinna svo mikið, til að geta lifað mannsæmandi lífi.  En hvað er mannsæmandi líf?  Er það ekki að búa sem best að börnunum okkar og þá á ég ekki við að fylla líf þeirra gerviþörfum sem þau hafa ekkert við að gera.  Ég veit að margir þurfa að virkilega að leggja á sig til að hafa fyrir salti í grautinn en margir reisa sér nú öllu hærri  minnisvarða, í formi fasteigna, bíla, ferðalaga og þ.h. 

Æi ég vill ekki vera svona mikill tuðari en mér ofbýður kæruleysið sem ég alltof oft verð vitni að þegar börn og gæsla á þeim er annars vegar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sammála. Reyni eins og ég get að hafa við þér - bara hér í kommentum.

Edda Agnarsdóttir, 21.6.2007 kl. 20:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg ótrúlegt kæruleysi.  Svona foreldrar ættu að skammast sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.6.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ótrúlegur andskoti!

Heiða Þórðar, 21.6.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Alveg óskiljanlegt að þora að gera þetta! Þjóðfélagið okkar er ekki lengur næstum hættulaust, eins og í "gamla daga". Sumum foreldrum er hreinlega illa við börn, svipað og þegar börn eru ekki höfð í öryggisbelti í bíl ... eða fá að fara niður í bæ á fyllerí um helgar ... eða eftirlitslaus á útihátíðir. Hvað þarf að gerast til að þetta breytist?

Guðríður Haraldsdóttir, 21.6.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Slysin á undanförnum árum hafa amk ekki verið mikill fælingarmáttur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.