Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 23. júní 2007
ÞAÐ SVÍÐUR BEINLÍNIS UNDAN AGÚRKUNNI
Ég var ekki að setja á mig agúrku maska eða neitt svoleiðis heldur svíður mér undan gúrkutíðinni í fréttunum. Það er fátt bitastætt þessa dagana enda sér maður það á allri umfjölluninni um lítið sem ekkert, þar sem smæstu málum er gerð góð skil. Svo góð að eftir lesturinn áttar maður sig á að fréttagildið er ekkert.
Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, breytti nafni á lagi á nýrri plötu sveitarinnar, vegna heimsóknar til Ísafjarðar. Lag sem hét BBQ-rigs heitir nú Muurikka. En það er finnsk panna sem þeir félagarnir fengu steikta lúðu af í matinn.
Kannski eru engar fréttir góðar fréttir en það er nú alveg óþarfi að drepa mann úr leiðindum.
Hér fyrir neðan er svo mynd af merkispönnunni Muurikku!
![]() |
Breyttu lagatitli eftir Ísafjarðardvöl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 23. júní 2007
ÉG ER EKKI BLOGGLÝÐUR..
..heldur er ég, ásamt mínum bloggvinum, eðalbloggarar. Við förum ekki í sumarfrí eins og hinir arfavinsælu bloggarar sem skilja mann eftir í víðtæku fári yfir brotthvarfi sínu, með fráhvarfseinkenni á háu stigi.
Hafa þetta rétt strákar mínir, blogglýður, fyrirfinnst ekki á Moggabloggi nema með örfáum undantekningum. Og ekki segja mér að lýður sé gott orð. Ég veit það.
![]() |
Bloggarar taka sér sumarfrí eins og aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 23. júní 2007
ÉG MÆLI MEÐ ÞVÍ..
..að biðja um gistingu hjá löggunni ef fólk er í ferðalögum og veðrið til dæmis reynist óhagstætt. Eini kostnaðurinn við það er að skutla í sig töluvert af eldvatni, verða þvoglumæltur og láta smá ófriðlega. Þetta er bókað gistirýmis-sukksess.
Ég prófaði þetta einu sinni í Kebblavík, þegar ég hafði farið í Stapann með vinkonunum og við fengum flotta gistingu í fangaklefa hjá löggunni. Klefinn var reyndar töluvert undir sjávarmáli, dálítið rakur svona en sviðakjammarnir sem við höfðum með okkur í ferðalagið, brögðuðust yndislega vel. Þetta var því notaleg gisting.
Síjúgæs!
![]() |
Bað um að gista í fangageymslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. júní 2007
IMELDU MARKOSAR HEILKENNIÐ
Ég elska skó, sérstaklega háhælur. Ég er í fjölskyldu sem er brjáluð í skó. Systurnar mínar sex eru allar meira og minna skótrylltar. Í gegnum árin höfum við haft vöruskipti í skóm. Ágirnumst alltaf fótabúnað hvor annarrar og höfum lagt heilmikið á okkur til að ná honum af hvor annarri.. Sama máli gegnir með dætur mínar. Skór eru uppáhalds. Maysan mín sem skildi eftir afganginn af fötunum sínum hjá mér (eftir að hafa selt góðan hluta þeirra áður en hún flutti út) er með stóran kassa afgangs af skóm í geymslunni hjá mér. Ætli þetta sé eitthvað sem Erfðagreining ætti að rannsaka?
Ég á hóp af hælaháum. Rosaflottum og nánast ónotuðum. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig en ég er meira og minna alltaf í sömu skónum núorðið. Þe. svona fimm pör í gangi og engar háhælur. Er ég orðin gömul? Get ég ekki gengið eins lengur létt á fæti eins og það sé ekki stórmál að vera á pinnum? Að það sé bara asskoti þægilegt? Nógu vön er ég enda með meirapróf í að klæða mig til ólífis. Ég held að ég viti núna hvar "skóinn kreppir". Tilfellunum til að klæðast fótabúnaði dauðans hefur fækkað. Ég er ekki lengur í háhælubransanum. Ég er orðin svo svakalega dómestikk. Núna sit ég með flottu skóna, strýk þeim og legg þá undir vangann en skelli mér svo í einhverja þægilega og tekst á við lífið. Tímarnir eru svo sannarlega breyttir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 23. júní 2007
AÐ EIGA GÓÐA AÐ
Ég á fullt af góðum vinum. Þá meina ég vinum sem vilja allt fyrir mig gera. Þeir elska mig skefjalaust og gera allt sem þeir mögulega geta til að gera veg minn sem mestan. Það er auðvitað af því ég er svo æðisleg og rosalega fjölhæf á mörgum sviðum. Ég er t.d. alveg rosalega góður kokkur. Jamie, vinur minn Oliver, er alveg æstur í uppskriftirnar mínar og vill að ég fái minn eigin þátt um mat í Bretlandi. Maðurinn lætur mig ekki í friði. Ég er mjög góður jóðlari líka og stór hópur vina minna í Austurríki vilja að ég flytjist þangað og gerist atvinnujóðlari. Þeir eru með mottóið: "Jenny má jóðla" að leiðarljósi og liggja á línunni og spyrja mig hvort ég ætli ekki að flytjast út en þeir ætla að borga til að fá notið hæfileika minna. Svo er ég hógvær með afbrigðum. Mannréttindasamtök á Indlandi vilja gera mig að yfirmanni samtakanna og gera mig í leiðinni að nýrri móður Theresu.
Þrátt fyrir þetta, er ég minn eginn PR-maður, af því ég er óhrædd við að koma mér á framfæri. Ég held að það sé enginn til sem myndi geta selt mig betur en ég sjálf en ég hef auðvitað frá fyrstu hendi hvað ég er æðisleg.
Geir Sinatra Ólafsson er örugglega ekki heldur með PR-mann frekar en ég. Hann á líka svo góða vini hann Geir og hógværðin er hans helsti kostur.
Lofjúgæs!
![]() |
Geir á góða vini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 22. júní 2007
AÐ KVÖLDI DAGS!
Ég reyni oftast að gera samantekt á deginum áður en ég fer að sofa. Ég ætla ekki að hafa um hann mörg orð. Mér komu á óvart rosaleg viðbrögð sumra við færsluna mína hér fyrir neðan þar sem ég kalla ritstjórn Moggans til ábyrgðar á hlutum sem geta misboðið fólki alvarlega og birtast á blogginu. Ég var hissa á að flestir gætu ekki fallist á það sjónarmið mitt og margra annarra, að einhver mörk þyrftu að vera varðandi hvað við getum sett á bloggið.
En hvað um það, svo lengi lærir sem lifir.
Las að Katrín (www.katrinsnaeholm.blog.is) vinkona mín er að hætta að blogga. Það finnst mér leiðinlegt ef rétt er. Vona að hún endurskoði hug sinn.
Á morgun kemur Jenny Una Errriksdóttirrr til okkar og við ætlum að dekra hana til tunglsins og hafa svakalega gaman.
Skellti inn einni mynd af litlu gullmolunum mínum Jenny og Oliver. Þau bæta, hressa og kæta.
Gúddnæt gæs!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 22. júní 2007
ÞÓTT FYRR HEFÐI VERIÐ?
Nú vill ríkisstjórn Bandaríkjanna loka pyntingarbúðunum í Guantánamo Flóa. Þeir vilja fangana í fangelsi í sínum eigin löndum og vilja tam. hjálpa til við að byggja fangelsi í Afganistan. Ég spyr eins og asni? Hví fangelsi? Hafa þessir menn verið dæmdir fyrir eitthvað? Það hefur amk. farið fram hjá mér.
Því fyrr sem þessum skelfilegu búðum verður lokað, því betra og ég held að Bandaríkjamenn ættu að láta heimalönd þessara manna um afdrif þeirra. Þetta er orðið gott hjá þeim.
![]() |
Guantánamo fangar fari til síns heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 22. júní 2007
FYRIRSAGNAFRASI DAGSINS ER..
..STELPURNAR OKKAR! Dálítið einhæft finnst mér en ágætis tilbreyting frá hinum frasanum: STRÁKUNUM OKKAR. Áfram kvennaíþróttir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 22. júní 2007
MÉR ER ÞAÐ ÞVERT UM GEÐ..
..að blogga um "fræga" fólkið, líka það sem frægt er að endemum en ég get ekki orða bundist núna. Það er ekki oft sem hægt er að lesa þróun alkahólisma, afneitunina á ástandinu og reiðina út í þá sem vilja aðstoða, svo skýrt og vel eins og með því að lesa fréttir af Britney Spears. Frá hárrakstrinum, inn og út úr meðferð dæminu á nokkrum dögum, útskriftina þaðan hvar hún lýsti því yfir að hún væri ekki alkahólisti og væri bara undir svo miklu álagi. Nýjasta þróun stúlkunnar í sínum bullandi veikindum er að íhuga nálgunarbann á móður sína og varna henni umgengni við börn sín. Þetta ætlar stúlkan að gera vegna þess að móðir hennar stuðlaði að því að koma henni í meðferð.
Þetta er ekki einsdæmi hjá virkum ölkum. Eitthvað þessu líkt á sér stað á hverjum degi, einhversstaðar á meðal okkar en sjaldan gefst okkur tækifæri til að fylgjast með þeim fjölskylduharmleik sem alkahólismi stuðlar að. Spears er ekki eini alkinn sem fer í meðferð og kemst að þeim vafasömu sannindum að vera ekki alki. Ég vona að allir alkar, alls staðar nái botni og beri gæfu til að gefast upp og leita aðstoðar. Ég hef verið svo gæfusöm og ég vil gjarnan sjá sem flesta rata heim.
![]() |
Spears sögð íhuga nálgunarbann á móður sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 22. júní 2007
GÖNGUHÆF STÍGVÉLI Á LEIÐINNI?
Gönguhæf stígvél gætu verið á leiðinni til landsins með Nancy Sinatra innanborðs ef hinn Íslenski pabbi stelpunnar, unglingurinn Geir Ólafsson fær einhverju um það ráðið. Hver er tilgangurinn? Fyrir utan að vera dóttir Sinatra hefur konan átt 3 hittara um ævina og enginn þeirra getur talist vera einhver megabomba. En Geir Ólafsson vill endilega fá hana og hefur unnið að málinu í 4 ár. Sumir reyna að bjarga heiminum en sumir eru í .... öðru.
![]() |
Nancy Sinatra til landsins? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 17
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 2988369
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr