Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

BLOGGVINAFOK

Þrjár afskaplega óhamingjusamar manneskjur fuku út af bloggvinalistanum í dag. Hvers vegna?  Jú vegna þess að bloggvinatiltekt er fastur liður hjá mér og ég verð að geta skrifað eitthvað um tiltektina í hverri viku.  Annars voru þessir þrír hættir að blogga.  Minnir mig (hehe).  Það er svo gaman að skrifa um bloggvinatiltektir, þá verður svo mikil þátttaka í kommentakerfinu. 

Annars fuku ljót orð, mikið var grátið þegar við fórum á kaffihús í dag og gerðum upp okkar mál, ég og þessar þrjár ólukkulegu mannverur.  Við skildum ekki sátt en ætlum að láta þetta malla og endurnýja kunningsskapinn í haust.

Þetta vildi ég láta ykkur vita elskurnar.

Síjúinalittulvæl.


HVERNIG HEFÐUM VIÐ FARIÐ AÐ..

 

..hefði ekki París Hilton sagt okkur að akstur og áfengisneysla eigi ekki saman?  Hérna erum við búin að vaða í villu en spekingurinn mikli frá Beverly Hills deilir með okkur af rausnarskap sínum.

Ég er komin með króniskt ofnæmi fyrir PH.  Tekur þetta aldrei enda? 


mbl.is Akstur og áfengisneysla eiga ekki samleið að sögn Parisar Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMARIÐ HENNAR JENNYAR UNU

Hér kemur sumarsyrpa af henni Jenny Unu Errriksdótturrrrr, fólki til yndisauka.

Gjörsvovel!

001003006

Jenny og Sara "binkona"            Ef þú smælar framan í heiminn þá mun..           ég fæ franskar hjá ömmu og Einarrrri

0040050002

Jenny hugleiðir                  og skellihlær                  og blæs sápukúlur með Isabellu

Sumarið er svo dásamlegt þegar maður er tveggja árrrrrrra.


ÞÚSUNDIR MANNA Í KÓPAVOG..

..til að mótmæla því að Goldfinger verði opinn áfram.  Mikill hugur er í fólki þar sem það streymir gegnum Fossvogsdalinn, með mótmælaspjöld, allir sameinaðir í markmiðinu, Íslendingar, útlendingar, konur og menn.  Loksins náðist samstaða.

Óviðeigandi tenging við frétt? Ó nei, þetta er óskalisti sem ég er að birta hérna í von um að samvinna náist á Stór-Reykjavíkursvæðinu að leggjast á eitt, gegn vændi, mansali og súludönsum.  Hvar sem þá er að finna.  Þá verður gott að búa í Kópavogi og Reykjavík (segi svona).

Annars verður mikið um dýrðir í Kópavoginum annað kvöld því þá fagnar Ungmennafélag Íslands 100 ára afmæli sínu með stærsta landsmóti sem haldið hefur verið hér á landi. 

Úje!


mbl.is Þúsundir manna á leið í Kópavoginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ LIFA MÝTUNA

1

Mér er illa við goðsagnir.  Sérstaklega þær sem lúta að samskiptum kynjanna.  Arg hvað þær fara í taugarnar á mér og vó hvað þær eiga sjaldan rétt á sér.  Mýtur eins og t.d.

Konur elda af nauðsyn, karlar elda af ástríðu.

Tengdamæður eru ömurlega við tengdadætur/tengdasyni.

Karlmenn kunna ekki á þvottavélar konur geta ekki skipt um dekk.

Konur kunna ekki að keyra.

Konur eru kaupóðar karlar hata stórmarkaði.  Hm.. þessi situr svolítið í mér.  Í mínu tilfelli og húsbandsins er klisjan nefnilega sönn.  Ca. einu sinni í mánuði dreg ég hann með mér í Kringluna og kaupi það sem ég nenni ekki að kaupa dags daglega.  Í dag vorum við að versla í matinn, húsbandið var að kaupa sér skó, ég þurfti í snyrtivörubúð og svona annað smálegt og gott bara.  Húsbandið segir að ég fái "hillusvip" í búðum.  Að ég verði dreymin á svip og til alls líkleg þegar ég stend frammi fyrir miklu hilluplássi fullu af góssi.  Þannig að einu sinni í mánuði lifi ég bölvaða mýtuna og ég hata það.  Ég reyni að lokka húsband með að benda honum á tónlistardeildina, kaffihúsin, græjudeildina og sjónvarpsdeildina en hann víkur ekki frá mér.  Svo illa lifir hann sig inn í mýtuna um kaupóðu konuna að þegar við komum að kassanum, visakortið er rifið upp, þá stendur hann eins og dauðadæmdur maður þangað til upphæðin er nefnd.  Í hvert skipti færis svipur óheyrilegs léttis yfir andlitið og hann lítur á mig þakklátum augum, svona líka glaður með að ég hafi ekki sett okkur á vákortalista kortafyrirtækisins.  Alltaf svo hissa.  Einu sinni í mánuði alveg standandi hissa. 

Ég get svarið það.  Ég vil ekki vera klisja.  Ég fer með vinkonum mínum eða dætrum næst.

Síjúgæs

 


BÚHÚFÆRSLUJÖFNUN

124

Hér má sjá hetju dagsins hann Oliver við ýmis tilefni.   Nú er sérfræðingur búinn að skoða fótinn og gifsið (eða gipsið) nær nú bara upp að hné og hann hendist um allt, alveg rosa glaður.  Mamman og pabbinn fara með kvöldfluginu til Spánar þannig að þetta fór nú betur en á horfðist.

Ég talaði við Oliver í símann áðan hann sagði "noine" (9) fyrir Granny-J svo hún gæti fengið sitt daglega krúttukast og sagði líka "love you amma".  KRÚTTMUNDUR DJÓNS.!Þannig að nú eru allir glaðir, enginn rosalegur skaði skeður, börn gróa fljótt.  Nú mætti bara bévítans hryðjuverkaógninni létta af London og helst auðvitað öllum heiminum svo amman geti slappað af.

Síjúgæs


HILARY HVAÐA?

Hillary á heljarþröm er yfirskrift viðtengdar fréttar með þessari færslu.  Ég er aðdáandi Hillary Clinton og brá nokkuð þegar ég las þessa mögnuðu setningu.  Hvað hafði komið fyrir?  Var karlinn búinn að hoppa upp á framhjáhaldsvagninn einn ganginn enn?  Var hún að dala í skoðanakönnunum?  Var hún komin á barm taugaáfalls af álaginu.

Ég las fréttina og vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta.  Þarna var bara verið að fjalla um unglingsstúlku sem heitir Hillary og ég vissi ekki einu sinni að væri til, hvað þá heldur að hún væri fræg.  Ég hlýt að hafa misst af miklu því það stendur að hún sé "gríðarlega fræg stórstjarna".  Ég er greinilega ekki eins mikið með á nótunum og ég hélt.

Bítsmí!


mbl.is Hilary á heljarþröm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á HLIÐARLÍNUNNI

Læknirinn í Svíþjóð sem er að bjóða ódýrari lyf á heimasíðu sinni, gæti gert góðan bissness.  Það er öllu nær að hafa lyf á eðlilegu verði hér á landi svo fólk þurfi ekki panta sér þau á netinu í sparnaðarskyni.

Læknirinn hlýtur að eiga að vera einhversstaðar að lækna hrjáða.


mbl.is Býður ódýrari lyf á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER EINHVER...

 

..ekki með alveg fulla fimm í fréttaskrifum Moggans þessa dagana.  Fyrr má nú vera skortur á vinnuafli.  Ég var búin að rýna í þessa margoft og var að reyna að átta mig á hvað yfirskriftin þýddi og loksins kviknaði ljós.

Ætli það sé átt við hjálparstörf?  Ef svo er þá er bara að taka ofan fyrir Sólveigu Þorsteinsdóttir og hugsa hlýlega til höfundar fyrirsagnarinnar.

Gúddnætgæs!


mbl.is Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOTT DAGSETNING

 

Það telst nú varla til frétta að einhver ætli að gifta sig 070707, svo fyrirsjáanlegt eitthvað.  Eins og ég hef áður sagt þekki ég til götumanns sem ætlar að verða edrú á þessum degi.  Það eru fréttir.

Ætli þessi dagur verði öðruvísi en aðrir dagar?  Svo flott að skrifa dagsetninguna.  Ég kaupi mér kvittanahefti.

Úje


mbl.is Eva Longoria og Tony Parker gifta sig 07.07.07
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2988373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.