Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

ALVÖRU BÚHÚ BLOGG

23

Barnið að springa úr hamingju í gær eftir að amma-Brynja mætti á svæðið

Í dag varð hann Oliver fyrir smá slysi.  Smá er kannski ekki rétta orðið en hann brákaðist á fæti þegar hann var að leika sér í kvöld.  Mamman og pabbinn voru á leiðinni til Spánar á morgun og amma-Brynja og Gunnur stórafrænka komnar út til að passa og svo gerist þetta.  Nú er Oliver í gifsi og á morgunn þarf að fara með hann til sérfræðings til að skoða fótinn betur.  Hvers lags óheppni er þetta eiginlega?  Í mars þegar litla fjölskyldan ætlaði að koma til landsins í heimsókn fékk elsku dúllan hlaupabólu og þau frestuðu ferðinni.  Æi hvað ömmunni finnst vont að litla krúttið hafi meitt sig.  En svo getur maður tekið Pollýönnu á dæmið og þakkað fyrir að hann brákaðist bara.

Elsku Mays, Robbi, Brynja Gunnur og Oliver.  Bítið á jaxlinn, þetta reddast.

Meðfylgjandi myndir eru frá í dag.  M.a. þegar gifsið var sett á Oliverinn.  Amma-Brynja nottla á ömmuvaktinni.

456

Gunnur stórafrænka og A-Brynja      Gunnur og Maysan               Robbinn og Oliver á spítalanum í kvöld

7

Og Jesúsminn þarna er verið að setja á mann gifsið.


FANTALEG FIMMHUNDRUÐ FERLÍKJA FRAMKOMA, VAR Í ÆSKUÁSTINNI ÞEGAR ÉG HITTI HANN Í DAG," ÝLFRAÐI FORTÍÐARFÍKIN VINKONA MÍN, SEM MÉR FINNST EKKI SKEMMTILEG OG SEM ALLTAF LEITAR AFTURÁBAK EFTIR ELSKHUGUM

1

Úff hugsaði ég, hvaða fortíðardraug hefur hún nú elt uppi að,vitandi að hún lætur ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að upplifa á ný löngu liðnar unaðsstundir.  "Jenny ég sá hann fyrir utan bankann og hann var jafnfallegur og í denn bara sköllóttur og ég gekk að honum og spurði hvort hann héti ekki Mávur Sílason.  Sko hann mældi mig út, ferlega skrýtinn á svipinn, eins og hann vildi ekki þekkja mig og sagði; nei en ég er statívið fyrir hárkolluna hans".

Þorrí vinkonur mínar eru bilaðar, ég er hins vegar fullkomin.

Er eiginlega alveg að hætta að mótefnisblogga.

Kannski bara einusinni enn.

Síjúgæs


LYKTAROFSKYNJANIR FRÚ JENNYAR

1

Eftir að ég varð edrú og flott hefur lífið leikið við mig.  Slæmu dagarnir heyra til undantekninga og eru ekkert, bókstaflega nada, í samanburði við það helvíti sem fylgir virkum alkahólisma.  Nóg um það í bili.

Þegar ég verð þreytt hins vegar, trassa svefninn minn og máltíðirnar, sem stundum kemur fyrir (okokok ég veit að þið bloggvinir mínir eru sannfærðir um að ég sé fullkomin) fæ ég stundum "flashback" í formi lyktar.  Þetta er oft "lyktarminni" frá erfiðum tímum, eins og þegar ég var lögð inn á spítala á Spáni, lyktin af olíunni, matnum og dauðhreinsuðu umhverfi, skellur fyrir vit mér af öllu afli.  Þetta gerðist síðast í morgun.  Ég fæ líka stundum lykt í nefið sem er eins og lykt á bar, svona súr rauðvínslykt, rykug, klístruð með úldnu nikótínívafi.  Ákaflega yndisleg nostalgia eins og fólk getur ímyndað sér.

En stundum sigrar maður í ofskynjunardeildinni.  Þar sem ég sat hérna áðan úti á svölum þá fann ég allt í einu sterka rjúpulykt.  Lynglyktina sem kemur þegar ég sýð rjúpur, alveg jóla sko.  Ég leið nánast út af af hamingju, þefaði út í loftið eins og perrinn í "parfume" og lyktin varð bara sterkari og sterkari.  Jesús ég er komin í jólaskap og það í byrjun júlí þegar lyktin á að vera af nýslegnu grasi, óhollum grillmat og sætri blómaangan.

Mig langar svo í rjúpu.

Sorry Anna Karen

Síjúgæs


"RÚKJANDI RAGNARÖK; HANN GERÐI MIG AÐ ALGJÖRU FÍFLI JENNY", KVEIN Í TAKTLAUSU VINKONU MINNI, SEM ELSKAR AÐ DANSA SIG Í BEÐJUNA MEÐ ELSKHUGUNUM, EN ER EINS OG TAUGATREKKTUR TRÉKARL MEÐ RIÐUVEIKI Á DANSGÓLFINU.

1

Nú, nú, hugsaði ég ætli hún hafi í þetta skiptið toppað sjálfa sig í því sem hún kallar að dansa?  "Og hvernig gerði hann þig að fífli" spurði ég þunglyndislega? Jenny ég get svarið það, maðurinn er illur, hann gekk að mér á ballinu, bauð mér upp í dans og ég sagði auðvitað já og þá benti hann út á dansgólfið og sagði svo kvikindislegri röddu; dansaðu þá og svo gekk hann á brott".

Þorrí ég er með jónínubenheilkennið, alltaf að lofa að hætta en stend aldrei við það.  Nú er ég sko hætt.


SKELFILEGUR RAUNVERULEIKI

1

Fimmta hvern barn á grunnskólaaldri hér á landi hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfall svipað á vettvangi skólans.  Þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi og eitt af hverjum tíu segir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.

Þetta kemur mér ekki á óvart.  Það vita allir sem fylgst hafa með rannsóknum um heimilisofbeldi, að ofbeldi á börnum hér á landi er því miður, algengt og hluti af heildarmyndinni.  Það er auðvitað bara gott ef börn eru farin að segja frá og raunveruleikinn kemur upp á yfirborðið.  Aðeins þannig er hægt að taka á vandamálinu.

 

 


mbl.is Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hefur sætt líkamlegu ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁSTARÆFINTÝRI ALDARINNAR

 

...er hið eldheita samband sem Geir Ólafsson á við sjálfan sig.

Sumir eru óheppnir í ástum.

Þíjú!


mbl.is Geir Ólafs hafnar ásökunum um falsað bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞREMILL OG ÞRUMUVEÐUR", GARGAÐI BÚNINGAÓÐA VINKONA MÍN, SEM ÉG HEF ALDREI ÞOLAÐ, ÞEGAR HÚN KOM AF DEITINU VIÐ MANNINN SEM HÚN FANN Á EINKAMÁLUM OG VILDI AÐ HÚN KÆMI HEIM TIL HANS Í KANÍNUBÚNINGI UM HÁBJARTAN DAG. "HVAÐ HELDURÐU JENNY AÐ HAFI GERST"..

1

..hrópaði hún brostinni röddu og ég vitandi að hún klæðist búningum við hvert tækifæri, var viss um að nú hefði hún sennilega ekki getað opna rassalokuna á kanínunni, spurði þreytulega hvað hefði nú dunið yfir.  "Þegar ég mætti í þetta rosalega einbýlishús í kanínubúningnum sem aldrei klikkar, þá benti hann mér upp stigann og sagði ískaldri röddu: barnaafmælið er byrjað fyrir 10 mínútum, það er beðið eftir þér".

Þorrí, það er ljótur og vondur skrifandi í mér.

Geri ekki aftur, ég lofa.


NÚ ER ÉG VISS, SÖNNUN Í SJÓNMÁLI

28

..nú veit ég að Sigurrós er í alvörunni til.  Hún les bloggið mitt og sýður svo saman stjörnuspá steingeitarinnar í stíl við það.  Um daginn var hún með nærbuxnabrandara en hún hefur sennilega lesið færsluna um hversu kynferðislega hömluð ég er í eðli mínu, eftir að hafa vaðið í myrkri fáfræðinnar öll mín uppvaxtarár.

Nú í dag hef ég svolítið verið að blogga móteitursblogg eins og ég kalla þau, en ég fer ekki nánar út í hvað það þýðir.  Ef þið lesendur mínir eruð með greindarvísitölu ofar stofuhita þá finnið þið það út. Stjörnuspá sólarhringsins er:

"Steingeit: Þú ert frakkur og fyndinn. En ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. Vertu varkár og taktu tillit, en vertu klikkaður um leið!"

Þetta skýrir sig sjálft, ég veit það.

Dem, Sigurrós, hættessuaddna.

Farin að móteitursblogga.


I SAY NO TO HOLLYWOOD..

1

..segir Mahmoud Ahmadinedjad, forseti Írans.  Hann vildi ekki vera með í mynd Oliver Stone, þar sem sá síðarnefndi ætlaði að gera heimildarmynd um forsetann.

Ástæðan er einföld, forsetinn telur að Hollywood sé hluti af stefnumörkun Bandaríkjanna og afskræmi ímynd Írans á alþjóðavísu.

Ekki veit ég um það og ekki kalla Bandaríkjamenn allt ömmu sína í áróðursmálum en það er alveg á hreinu að forsetinn sér sjálfur um sitt slæma PR og þarf þar engrar aðstoðar við.

Góman.


mbl.is Ahmadinejad vill ekki vera með í Hollywood-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JESÚS PÉTUR SAGÐI HUNDLEIÐINLEGA VINKONA MÍN SEM ALLTAF RÍFUR SIG ÚR FÖTUNUM EF HÚN HITTIR MENN ÚR VESTURBÆNUM, OG VEISTU JENNY HVAÐ MAÐURINN Á ÞORSKVALLAGÖTU SAGÐI ÞEGAR ÉG KLÆDDI MIG ÚR?

1

Nei sagði ég, vitandi að nú hefði hún gert sig að fífli ganginn enn.  Hún stundi vandræðalega og á innsoginu.  "Sko hann sagði; hvar finnur þú til vinan?".

Enn hefur einhver fjárinn komist í tölvuna mína.

Þorrí aftur, passa þetta næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2988373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.