Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
NÚ ER FOKIÐ Í FLEST
Héraðsdómur sýknaði í dag manninn sem ákærður var fyrir nauðgun sem átti að eiga sér stað inni á salerni á Hótel Sögu. Ef ég skil þetta rétt þá er röksemdafærsla dómaranna einhvernveginn svona:
Konan barðist ekki á móti á leiðinni á klósettið, maðurinn hélt jafnvel utanum hana.
Frásögn konunnar studd af læknisvottorði gerir hana trúverðuga.
Maðurinn sýknaður þar sem hann er ekki sekur um ofbeldi skv. skilgreiningu hegningarlaga.
Er verið að segja manni að nauðgun sé ekki ofbeldi skv. íslenskum lögum? Það skiptir ekki máli heldur að talið er að nauðgun hafi átt sér stað. Maðurinn labbar út frjáls maður.
Mér fallast hendur og ég meina það.
Ef ég er að misskilja eitthvað endilega útskýrið fyrir mér.
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
TÖLVUHRYÐJUVERK
Maður sem kallar sig "heilan" (Moggin svo skemmtilegur í orðunum þessa dagana)stríðsmanninn James Bond hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að reka fjölda öfgafullra heimasíða og hvetja til hryðjuverka m.a.
Það er gott og gilt, greinilega snarruglað eintak þessi maður en hvers vegna er andlitið á honum allt í áverkum? Hvernig yfirheyrslutækni er notuð þarna í Bretlandi eiginlega?
Vonvonders!
![]() |
Dæmdur fyrir öfgafullan boðskap á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
SJÁLFSMÆRING
Einhver verður að mæra mann, ég mæri sjálfa mig af og til af því ég er svo æðisleg. (roðnu- og skömmustukarl). Ég tók ekki eftir því að það eru komnar yfir 200.000 flettingar á síðuna mína og ég byrjaði að blogga 26. febrúar. Er það kúl eða er það kúl? Ég held að rós vikunnar fari til mín að þessu sinni, enda hörgull á rósahöfum þessa dagana (ég meina það ekki, á bestu bloggvini ever).
Jenny Anna I love you to pieces, you are simply the greatest.
Nú fer ég og kasta upp, afsakið á meðan ég bregð mér á salernið. En þetta eru doldið margar heimsóknir ha? Erþaðeggibara? Ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
FÓTBOLTI OG HEITAR TILFINNINGAR
Ég veit minna en ekki neitt um fótbolta og hef raunar engan áhuga á að kynna mér hann heldur. Ég veit hins vegar að hann kallar á heitar tilfinningar í umræðunni, eins og t.d. núna, þar sem fram fer blótsyrða- og ærumeiðingarmót inni á bloggi greifans (held ég að hann kalli sig) þar sem karlmenn aðallega spúa galli í kommentakerfinu eftir vægast sagt ómerkilega færslu hjá bloggaranum sjálfum um Bjarna Guðjónsson (sem ég veit ekkert um), að hann sé jafn ömurlegur og pabbi hans (sem ég veit ekkert um heldur).
Hvernig getur boltaíþrótt orðið að eldheitum trúarbrögðum? Hvernig getur íþrótt kallað fram alls konar neikvæða hegðun hjá fólki (lesist karlmönnum) og í verstu tilfellunum orsakað óreiðir og vitfirringu sem allir þekkja afleiðingar að.
Ég á ekki orð. Maðurinn þurfti lögreglufylgd heim.
Gróöppgæs!
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
KYNSJÚKDÓMAVÖRNINA MEÐ Í BÍLINN, BÁTINN, FLUGVÉLINA, TJALDIÐ, FELLIHÝSIÐ OG BEÐJUNA AUÐVITAÐ
Í fyrra greindust 1729 klamydíutilfelli á landinu. Ég var mjög hissa þegar ég las hversu margir eru að koma sér upp kynsjúkdómum í upplýstu þjóðfélagi.
Einu sinni var læknir nokkur sem var með ráðleggingardálk í blöðunum, hann var með sérfræðingskunnáttu á allt sem kemur upp í lífinu eins og td. að setja upp gluggatjöld, kaupa nýjan bíl, kaupa gamlan bíl, að bóna gólf, að vera kona, að vera með túrverki, að kaupa sumarbústað, að mála húsið, að fara í megrun og fleira slíkt sem við gerum í lífinu.
Ég man hins vegar ekki til að þessi sami maður hafi vitað eitthvað um kynsjúkdóma. Ég er hins vegar með lausn á þessu fyrir bráðláta Íslendinga sem hoppa upp í án þess að biðja um kennitölu og skóstærð liggiflélagans. Landlæknisembættið verður að útbúa "kitt" fyrir almennan markað þar sem hægt er að taka "instant" kynsjúkdómatest á viðkomandi, áður en fólk hendir sér í leikinn, ekki bara fyrir klamydíu heldur líka fyrir lekanda. Því hann grasserar ennþá.
Ég hef boðið mig fram til starfa á fjölmiðlum landsins, var rétt í þessu að senda þeim bréf þar sem ég mun selja mig hæstbjóðanda og verð þá með ráðleggingardálk sem mun heita því hnitmiðaða nafni "spyrjið Jenny um hvaðeina".
Það er ekki grín gerandi að kynsjúkdómum. Það vitið þið auðvitað.
![]() |
1729 klamydíutilfelli á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
ÉG ER AÐ MISSA ÞAÐ - GJÖRSAMLEGA AÐ TAPA MÉR
Í gær var ég sjálfri mér og öðrum til skemmtunar í Kringlunni. Mér til skemmtunar af því ég gekk á milli búða. Gestum og gangandi til ómældrar ánægju þar sem ég gekk hnarreist um með gleraugun á nefinu og sólgeraugun á hausnum.
Það snérust hálsar. Ég hélt að það væri vegna óumræðilegs glæsileika mín.
Læfsökks!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
AUMINGJA TAKERU GREYIÐ
Takeru "flóðbylgja" tapaði í pylsukeppninni fyrir Joey Chestnut í pylsuátskeppninni í New York í gær. Ég er dálítið leið vegna Takeru. Hann er búinn að vera lengi í æfingabúðum, var vel trimmaður, sterkur og bardagaglaður þegar hann mætti til leiks að þessu sinni, tilbúin í enn einn sigurinn í þessari erfiðu íþrótt, þar sem snerpa, greind og hungur í bikarinn skiptir öllu máli. Sálfræðilegt ástand Takeru var hins vegar ekki alveg nógu gott og hann missti einbeitinguna á fyrstu mínútunum.
Arg, hann vinnur næst, það er ég viss um.
Minn maður flóðbylgjan.
![]() |
Nýr pylsuátsmeistari krýndur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
MÓTEFNABLOGG LIGGUR NIÐRI...
.. þar til á föstudaginn vegna efnisskorts. Allar mínar leiðinlegu vinkonur eru svo fágaðar þessa dagana, hanga bara á kaffihúsum eða við baðstaði borgarinnar (alla 500) og njóta lífsins. Ég talaði við nokkrar þeirra og fyrir utan að vera sármóðgaðar yfir því að ég opinberaði þessar slöku hliðar á þeim, þá voru þær ekki glaðar með að ég skyldi upplýsa lesendur bloggsins um að mér fyndist þær leiðinlegar, taktlausar og þul. Ég sagði þeim reyndar að það væri alls ekki kvenfyrirlitning fólgin í því að gera lítið úr konum. Ósei,sei nei. Það hefur upplýsingagildi og þegar best lætur hvetur það til opnari umræðu, tam um kynlíf. Merkilegt en satt. Að níða skóinn af konum hefur því afspyrnu jákvæða merkingu. Sérstaklega þegar það er gert af kynsystrum þeirra.
Ég var að velta því fyrir mér hvort sólin hafi ekki jákvæð áhrifa á fólk í þá veru að það þoli sjálft sig aðeins betur. Þurfi ekki að hlaupa um allt til að leita að fólki til að spegla sig í. Þessar konur eru amk. ákaflega sáttar við sjálfa sig en á meðan er ég efnislaus sem er auðvitað slæmt því "the show must go on".
En þar sem allt fer í hringi, líka við stelpurnar, þá bíð ég róleg eftir að næsta fár gangi yfir og þá neyðist ég líka til að blogga um það en það geri ég bara sem innlegg í kvennabaráttuna.
Muhahahahaha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 5. júlí 2007
NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST
Sko ef hún Laufey bloggvinkona og einn af nágrönnum heimilisins fyrir heimilislausa við Njálsgötu, væri ekki í London og ég í öruggu skjóli, þá þyrði ég ekki að skrifa um þetta mál eitt einasta orð. Sko ég skil ekki þessi læti sem verða oftast, hvar sem er í borginni ef opna á einhvers konar heimili fyrir illa statt fólk. Auðvitað er þetta ákveðið álag á nágranna, en oftar en ekki rætist úr svona starfsemi og fyrr en varir eru allir ánægðir.
Það sem mér finnst hallærisleg málamiðlun hjá borginni að fækka vistmönnum niður í 8 í stað 10 sem upphaflega var áætlað að byggju þarna. Ég held að það skipti varla miklu máli. Allavega opnar heimilið eigi síðar en 1. október nk.
Ég held að nú verði allt vitlaust út af þessu máli.
En hvernig er það; eru heimilislausir ekki hættir að vera það þegar þeir flytja þarna inn?
Laufey súmí
![]() |
Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
ÓTAMDAR ÁSTRÍÐUR, LÍKAMSVESSAR, DÓP OG DJÖFULGANGUR, DRYKKJULÆTI OG DJÚSÍ FRÉTTIR!!!
Þið eruð nú meir perrarnir kæru vinir. Ráðist hingað inn alveg að drepast úr forvitni og haldið að hér sé einhver vímuefnaorgía í gangi. Sjáið Ellý og Jónínu Ben! Er einhver innistæða fyrir þeirra fyrirsögnum?
Frusssssssss
Hér erum við að biðja bænir sko.
AMEN
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 2988374
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr