Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 17. september 2007
Krúttblogg!
Nýjustu myndir af Jenný Unu, Oliver í London með Helgu frænkusín (Helga er frumburðurinn) og Jökull Bjarki elsta barnabarnið sem vill stundum ekki vera með á mynd. Í þessari röð og ekki öðruvísi.
Jenný í flotta kjólnum sem pabbi hennar keypti í sjálfri höfuðborg Kínaveldis þegar hann var að spila þar í fyrra.
Oliver og Helga frænka voru í góðum fíling í London í síðustu viku. Ekki amalegt að láta spilla sér smá.
Klakinn ekki alltaf í stuði til að vera með á mynd. Verst hvað ég á fáar nýjar myndir af elsta barnabarninu, hann hefur stækkað svo breyst á stuttum tíma. Drengurinn er óguðlega sætur. Þið verðið að taka mín orð fyrir því.
Ég held nú það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 17. september 2007
Lítill drengur hefði átt afmæli í dag!
Eitt barnabarna minna, hann Aron Örn Jóhannsson, hefði orðið 10 ára í dag, þ. 17. september, hefði hann lifað.
Hann dó ungur, og við sem eftir lifum höfum reynt að muna hverja stund, hvert augnablik sem við fengum að vera með þessum yndislega dreng.
Maysan mín er mamma hans Arons og hún er líka mamma hans Olivers, sem er gleðigjafinn okkar allra.
Amma gleymir aldrei litla drengnum sem brosti og hjalaði svo fallega.
Í dag kveiki ég á kerti og hugsa til hans.
Maysa mín, knús á þig duglega og hugrakka stelpan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Sunnudagur, 16. september 2007
Leiðarvísir II
Einhver talaði um það í kommentakerfinu við færsluna um greinina í Djöflaeyjunni, þar sem fíkniefnaleiðarvísinn er að finna, að þetta væri nú ekki svo alvarlegt mál, eins og ég vildi vera láta. Ég ætti að kynna mér efni greinarinnar betur áður en ég færi að rífa mig. Ég er búin að því. Gjörsvovel:
"Kókaín: Svalasta dópið. Sértu á leiðinni inn í leiklistina eða á listasviðið almennt er eiginlega skylda að sjúga þetta hvíta gull. Það veitir eldi í persónuleikann. Skundaðu niðurá Sirkus og sofðu hjá einum af bóhemunum, þá færðu líklegast eina línu að launum."
"Ketamín (smjörsýra): Nauðgunardjúsinn, bráðnauðsynlegt á allar útihátíðir og ef þú ert almennt ljótari en fólk flest. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhyggjur að því að sæta stelpan sé hrifin af þér, þú þarft bara að komast nógu nálægt henni til að geta teygt þig í glasið hennar."
"Amfetamín: Námsmannadópið. Þú ræður hvað þú gerir, spítt gefur þér kraftinn."
"Þú einfaldlega röltir út á bensínstöð og kaupir þér eitt stykki flösku af vel sterku lími. Skellir því í poka og dregur djúpt andann."
" Viltu hafa sögu að segja í öllum jólaboðum og öllum áramótapartýunum þangað til þú verður fertugur? Droppaðu smá sýru og áttu skrýtnustu 48 klukkutíma í lífi þínu."
Þetta breytir öllu. Alveg er ég viss um að þolendur stefnumótanauðgana, garga úr hlátri við þennan lestur. Og allir aðstandendur sem misst hafa sína nánustu út í neyslu fíkniefna, þar sem neyslan hefur stundum endað með geðveiki eða dauða, hlýtur að vera afskaplega skemmt.
Húmorinn hjá Baltasar Breka Baltasarssyni, sem segir í Fréttablaðinu að þeir sem ekki fatta að þessi grein sé djók, séu hvort sem er þegar á dópi, er alveg að slá í gegn. Merkilegt að skólastjóri Menntaskólans við Sund er líka húmorslaus eins og ég (er hann á dópi?) en hann ætlar að henda blaðinu rakleiðis út í gám.
Kva!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Sunnudagur, 16. september 2007
Spaugstofupæling
Fyrir utan skort á samkennd með félaga sínum Randveri, er afskaplega lítið hægt að segja um Spaugstofuna.
Þess vegna skil ég ekki hvernig sumir geta talað sig heita og bloggað með sterkum lýsingarorðum um Spaugstofuna í gærkveldi. Gamanþáttur verður varla SVO dramatískur, eða er það?
Hef rekist á blogg þar sem fólk talar sér til hita um Spaugstofuna, eins og um þjóðþrifamál sé að ræða.
Auðvitað er húmor mannbætandi.
Mér er ekki ljúft að viðurkenna það, þar sem mér finnast þeir Spaugstofumenn svo leim í samstöðunni með félaga sínum sem var látinn taka pokann sinn, en ég skellihló nokkrum sinnum í gærkvöldi.
Húmor lengir lífið. Fjandinn hafi það.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 16. september 2007
Bráðnauðsynlegur leiðarvísir fyrir ungt fólk!
"kókaín er svalasta dópið, amfetamín er námsmannadópið og smjörsýra er nauðsynlegt nauðgunarlyf fyrir ófrítt fólk."
Hahahahaha, þetta er grín segir hann Baltasar Breki Baltasarsson. Þá hlær maður bara.
Ef svo ólíklega vill til að ritstjórar Djöflaeyjunnar lesi bloggið mitt þá vil ég benda þeim á eftirfarandi:
Það vantar algjörlega leiðarvísi um búðarþjófnað, skilríkjafölsun, hvernig ræna skuli banka, brugga landa og selja dópið sem nefnt er í "brandaranum" hér að ofan. Hvernig eiga framhalds- og háskólanemar að geta brotið lögin almennilega ef aðferðarfræðin er ekki á hreinu?
Þetta er svo fyndið hjá þeim strákum að ég get bara ekki hætt að hlægja. Er nokkuð fyndnara en jákvæð umfjöllun um dóp og nauðganir? Svo ku vera þessi fíni leiðarvísir um hvernig nálgast megi fíkniefnin, í greininni. Hahahahaha
Með fyrirfram þökk!
![]() |
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 16. september 2007
Þvagleggshvetjandi ofbeldi!
Hey karlinn, það er bannað að slá. Algjörlega blátt bann við ofbeldi hér vinurinn og maður lemur ekki lögguna þrátt fyrir að það sé búið að hella í sig einhverjum helling af brennivíni.
Er ég að missa vitið? Mér finnst ég alltaf vera að lesa um að djammararnir í hátíðarskapinu séu að slá löggur, ráðast á þær, slá af þeim húfurnar og fleira í þessum dúr. Algjört lögguofbeldi bara, nema á hinn veginn. Ætli löggur séu með atvinnutryggingu?
Mér brá þegar ég fyrirsögnina á fréttinni. Já, auðvitað er ég að koma að þvagleggnum. Ég læt ekkert tækifæri ónotað til að þvagleggsblogga. Mér datt nefnilega svona í hug þegar ég las fyrirsögnina, "vá hvað ég vona að viðkomandi árásaraðili búi ekki í Selfossumdæminu, því þetta er þá pottþéttur þvagleggjari".
Sjúkkit, þetta var á Suðurnesjum, þar er bara notaður þvagleggur á sjúkrahúsinu, í læknisfræðilegum tilgangi.
Pissípissí!
Úje
![]() |
Sló til lögreglumanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 16. september 2007
Bömmer..
..að rasistarapparinn Eminem er hættur við að hætta.
Ég hef ekki gramm af tolerans gagnvart þessum nábleika rappara.
Fari hann og veri.
Úje
![]() |
Eminem hættur við að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 16. september 2007
Jenný er í helgargistingu..
..hjá ömmu sinni og Einarrrri. Í gær fór hún í bíó í fyrsta skipti og sá mörrrgæsina. Það var skemmtilett. Jenný hefur frá mörgu að segja eins og vanalega. Dæmi:
Strákurinn á leiksskóla mín bítti mér fast amma. Ég grátti mikið í gær. Það má ekki bíta hana Jenný, aleg bannað. En ég bítti hana Söru () og hún grátti og grátti. Ég bítti bara pínulítið. (Barn forstokkað í framan).
Amma, Jenný ekki borða matinn sín, é borða mikið, mikið á leikskólann minn.... í gær!
Og að lokum..
Emma bara stundum glöð en Jenný er alltaf glöð, alltaf góð og alltaf að skiptast á!!
Og með þessa hugmyndafræði höldum við nöfnurnar inn í daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 16. september 2007
Enn einn vibbinn settur inn..
..vegna vörslu barnakláms. Chris Langham, breski leikarinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir það.
Og hvaða skýringu gaf leikarinn, sem harðneitar auðvitað að vera haldinn barnagirnd? Ójú, hann var að vinna undirbúningsvinnu fyrir hlutverk. Hafið þið heyrt þennan áður? Þeir eru algjörlega hugmyndasnauðir þessir ræflar og eru allir að "vinna" að verkefnum og eru neyddir til að kynna sér barnaklám.
Einn níðingur er kominn í fangelsi í stuttan tíma. Hvað tekur svo við? Er ekkert hægt að gera til að stoppa þessa menn?
Ég spyr og spyr. Ég næ því ekki að þessir menn skuli tilheyra mannkyninu. Það er eitthvað svo ógeðslega bogið við þá.
![]() |
Kunnur breskur leikari dæmdur fyrir að hafa barnaklám undir höndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 15. september 2007
Pirringsblogg, arg!!!
Ég gleðst auðvitað með konunni í Åkarp í Svíþjóð sem má aftur reykja í garðinum sínum. En þessi leiðindagaur, nágranni hennar, sem er svo viðkvæmur fyrir reyk, að hann þurfti að setja upp grímu til að komast inn til sín, fer ekki lítið í taugarnar á mér. Svona vælukjóar gera mig ekki bara tens, heldur koma mér í brjálað skap. Þetta er hóst, hóst, týpa. Maður sem leggst í rúmið þegar hann fær kvef, hann stendur tímunum saman, fyrir framan spegilinn og plokkar úr sér nefhárin og sendir þau í bakteríu- og útblástursgreiningu. Hann veit upp á krónu hvað hann á að borga, ÁÐUR en kassinn er búinn að reikna saman í matvörubúðinni og hann telur afganginn, vandlega úr lófa afgreiðslustúlkunnar. Þetta er maðurinn sem er búinn að hringja og kvarta tíu mínútum yfir 10 ef einhver er að spila Bítlana. Þetta er maðurinn sem setur "bannað að reykja í hverfinu" á útidyrnar og hann gengur um allt með broddstaf og poka og týnir upp rusl og röflar í leiðinni, að heimur versnandi fari.
Maðurinn með grímuna sem fór í mál við konuna sem reykti í garðinum sínum, er allsstaðar. Hann er nágranni þinn, hann er húsvarðartýpa, hann á kraftgalla og lopahúfu, til að geta verið rétt græjaður í snjómoksturinn. Vandamálið er að honum finnst sér koma það við hvort þú eigir ekki líka kraftgalla og réttu skófluna, því hann deilir ekki sinni skóflu með nokkrum manni. Hann gengur með húsvörðinn í maganum og hann heitir örgla Þórður, Thor, Anderson, Petterson, Sigurður eða Marteinn.
Hann er óþolandi.
Mér líður betur. Mikið djö.. myndi ég reykja þessari konu til samlætis ef ég þekkti hana.
Ójá
![]() |
Má aftur reykja á lóðinni sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr