Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 3. október 2007
Kryddsprengja í London
Mér þykir chili gott, alveg svakalega gott en samt finnst mér það í leiðinni alveg viðbjóðslega vont. Ég er í ástar-haturssambandi við helvítis vöxtinn. Það er með chili eins og sumt skemmtilegt fólk, þegar það fer yfir mörkin (mætir t.d. með hjólhýsið í heimsókn og parkerar sér í garðinum, til dvalar) eða mætir í kvöldmatinn hjá manni upp á dag í mánuð, þá hættir það að vera skemmtilegt. Það verður einfaldlega viðbjóðslega leiðinlegt.
Chilisulta er frábær. Ég elska hana.
Chilióðir kokkar geta drepið í manni bragðlaukana og lífslöngunina ef út í það er farið.
Þess vegna legg ég til að þeir í London ásamt okkur hér, seljum bara ákveðið magn af þessari jurt, á mann.
Nú fríka frelsisdýrkendurnir út. Það er mannréttindabrot að skammta grænmeti/lkryddvexti.
En þess ber að geta að stundum læt ég einfaldlega eins og fíbbbbl.
Úje
![]() |
Eiturefnaárásin reyndist chili-pottur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Aumingja stelpan..
..sem fær ekki einu sinni séns á að verða edrú í meðferðinni. Allir í meðferðinni að keppast um að vera vinir hennar, bjóðast til að smygla vodka í vatnsflösku inn á AA-fundi fyrir hana, svo eru örgla einhverjir að redda henni kókaíninu sem fannst í blóðinu hennar. Hvernig á stúlkan að verða edrú við þessar aðstæður? Jú þetta heitir kaldhæðni. Ég er að grínast. Já, já og nú fær hún ekki að útskrifast úr meðferðinni en hún fær samt að fara í ferðalag upp í fjöll með pabbasín í nokkra daga. Meira fórnarlambið stelpan. Heimurinn bara sameinast í að halda henni í neyslu. Það er spurning hvað konan er að hanga þarna nema hún hafi farið í meðferðina til að redda sér fyrir horn, vegna annarlegs ástands við akstur.
Ég sæi þetta gerast á Vogi eða hitt þó heldur. Þeir þurfa að fara að senda starfsfólkið á kúrsa til Þórarins og kó, þarna í Ameríkunni. Hjá SÁÁ er boðið upp á meðferð, ekki búllsjitt.
Úje
![]() |
Lindsay Lohan féll á lyfjaprófi í meðferðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Mergjuð sjúkrasaga
Þar sem ég er á annað borð farin að blogga um sjúkdóma og mergsýnatökur, þá er best að missa sig algjörlega í sjúkdómatalinu og ræða um hægðir og þvag. Nei, ég er að grínast. En ég lenti í "skemmtilegri" lífsreynslu fyrir tveimur árum úti á Spáni, þegar ég var flutt fársjúk á sjúkrahús, þar sem ég eyddi sumarfríinu, nánast öllu og það var lífsreynsla. Sólin skein og útsýnið úr sjúkrahúsglugganum var nokkuð fallegt. Ólívulundir og svoleiðis.
Hvað um það, ég ætla ekki að fara tíunda ævintýri mín á þessu sjúkrahúsi, enda vart til frásagnar um þau þar sem ég var veik á meðan ég dvaldi þar (merkilegt hvað ég er öðruvísi en annað fólk, bara veik á spítala, hm..). Það sem hinsvegar var eftirtektarvert og minnistætt eru læknar þessa eðla spítala.
Þá daga sem ég var á röltinu, fór ég niður í kaffiteríuna og fékk mér sígó. Þar sátu læknarnir, hver um annan reykjandi og með bjór. Á miðjum degi. Þar í hóp var læknir sem fór með mig í CT-skann og hann þekkti mig og kom vaðandi að borðinu mínu og bað mig á sinni takmörkuðu ensku, um sígó, hvort ég gæti lánað sér eina. Svo var hann svo uppveðraður yfir þessum hálfa pakka sem ég rétti að honum, að hann vildi endilega gefa mér bjór í staðinn, Cervesa Grande, ekkert fingurbjargarglas.
Þar sem ég lá þarna vegna bólgu í brisi, tilkomnu vegna drykkju, þá finnst mér þetta smá stílbrot svona eftir á að hyggja, en ég sagði nei takk, því jafnvel harðsvíruðum alkanum mér, fannst full langt gengið að vera sjúklingur á spítala, þambandi bjór, með lækninum sem átti að bjarga lífi mínu, svo ég taki nú smá Lúkas á málið.
Ef þið eigið eftir að lenda á sjúkrahúsi á Spáni (Mallorca), þá get ég lofað að þar er standandi lifnaður, nánast allan sólarhringinn og læknarnir eru vel mildir, með sígópakkann í brjóstvasanum.
Þorgrímur Þráinsson, hættu að skrifa um samskipti kynjanna, sem þú hefur ekki hundsvit á og drífðu þig til Spánar. Þar bíða verðug verkefni.
Bráðum ætla ég að blogga um fjöldasönginn á sjúkraherbergjunum. Það er saga út af fyrir sig.
Bætmí.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Innilokun!
Enginn manneskja vill láta loka sig inni. Það er okkur eiginlegt að reyna að brjóta af okkur fjötrana þegar við lendum í þeim aðstæðum að vera svipt frelsinu. Annars væru fangelsi varla læst, er það?
Ég lét mér detta í hug þegar ég las nýlega um nýja AA-deild á vegum fangelsanna, þar sem talsmaður fanga sagði að föngum væri treyst t.d. til að fara á fundi í bænum, að það væri sennilega tímaspursmál hvenær það hlypi strok í einhvern.
Nú eru tveir á flótta, eftir að hafa stungið af eftir AA-fund. Ég vona að þetta séu ekki hættulegir menn og að þeir finnist fljótlega.
Svo er líka vonandi að þetta skemmi ekki fundarfrjálsræðið hjá hinum sem reynst hafa traustsins verðir.
Ætli það sé útópía að hægt sé að gefa föngum þetta frelsi?
Ædóntnó.
![]() |
Leitað árangurslaust að strokuföngum í alla nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 3. október 2007
Af frumburði - reykingum og fugli með persónuleikaröskun
Frumburðurinn minn hún Helga Björk reykir. Ekki mikið en samt. Þegar ég las færsluna hennar Röggu vinkonu minnar um að sonur hennar væri farinn að reykja, mundi ég eftir einum stærsta blekkingarleik sem hefur verið leikinn í minni familíu af öðrum en mér sjálfri auðvitað. En ég hef sögu um miklar blekkingar og sjónhverfingar allt fram til októbermánaðar á síðasta ári, þegar ég haskaði mér í meðferð og hætti að ljúga.
Nú. Eins og svo margir foreldrar var ég dedd á því að stelpurnar mínar myndu ekki reykja. Þorgrímur Þráinsson er frjálslyndur og kærulaus í sinni reykingapólitík miðað við mig á þessum tíma, en þó skilur á milli feigs og ófeigs þar, vegna þess að ég reykti sjálf eins og vitfirt kona. Það var uppeldisaðferðin "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri" sem ég keyrði á í reykingarfyrirlestrunum.
Helga Björk byrjaði að reykja í menntó. Ég hafði ekki hugmynd um það. Hún fór í lögfræðina og reykti, sat á kaffihúsum og reykti, reykti heima hjá sér og ég vissi ekki neitt. Þegar hún var að útskrifast úr lögfræðinni, kom hún til mín að kvöldi til og sagði mér, náföl í framan, að nú gæfist hún upp. Væri orðin þreytt á að fela myndaalbúm (myndir þar sem hún hélt á síunni), fela öskubakka, bursta tennur (eins og ég hefði fundið lykt, angandi sjálf), í hvert sinn sem von var á mér í heimsókn, og gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar voru, til að halda móðurinni fastri í alsælu blekkingarinnar. Ég datt nærri því af stólnum svo hissa varð ég við játninguna Saklausa dóttir mín, var harðsvíraður blekkingarmeistari. En mikið var ég stolt yfir því að hún skyldi leggja svona mikið á sig, til að gera mömmuna ekki leiða.
Hvað um það. Bördí Jennýjarson, er með persónuleikaröskun. Hann er alveg sjúr á því að hann sé örn. Sá grunur var staðfestur eftir að hann fór að hnita hringa hér yfir höfðum okkar í kvöld og hann gerði sig, svei mér þá, grimman í framan. Svo skipti hann um hlutverk, endasentist um allt gólf var í stökkstöðu og það var ljóst að hann upplifði sig sem kött.
Ég verð að setja hann á bekkinn hjá sála, hm.. eða láta höfuðbeina- og spjaldhryggsjafna vængberann. Segi sonna.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 2. október 2007
S.k. nauðgunarlyf verður ekki tekið af markaði.
Grunur um misnotkun lyfja til að sljóvga fórnarlömb í nauðgunarmálum hefur ekki verið staðfestur hér á landi. Þetta má lesa á vef landlæknisembættisins. Flunitrazepam hefur aldrei fundist í sýnum frá fórnarlömbum nauðgana hér á landi.
"Umræður hafa skapast í fjölmiðlum á síðustu mánuðum, þar sem talið er að eftirritunarskylda svefnlyfið flunitrazepam sé misnotað af nauðgurum og öðrum ofbeldismönnum til þess að sljóvga fórnarlambið, t.d. með því að lauma því í drykki. Því þótti ástæða til þess að kanna þessi mál ofan í kjölinn og leita upplýsinga frá lögreglu, neyðarmóttöku Landspítala og frá Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði, auk þess sem leitað var í erlendum fræðigreinum um efnið."
Það er auðvitað bara frábært ef þetta reynist rétt.
Það eru því miður, ekki allir þolendur nauðgana sem leita sér aðstoðar á neyðarmóttöku. Er líklegt að konur sem hafa orðið fyrir nauðgun og eru með algjört minnistap, leiti aðstoðar?
Það þætti mér fróðlegt að vita.
Landlæknir sér ekki ástæðu til að taka Flunitrazepam af markaði.
Nú er ég blönk.
![]() |
Flunitrazepam hefur aldrei fundist í fórnarlömbum nauðgana hérlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Þriðjudagur, 2. október 2007
Ég lifði af - Nananabúbú!!
Ég er á lífi, dramadrottningin sjálf. Ég stóð mig eins og hetja, segir húsbandið, sem hélt í hendurnar á mér meðan læknirinn þrælaði 14 feta sprautunni sem var 90 cm í þvermál (ok, ýki smá) í beinið á mér og dró út merginn.
Að fara í mergsýnatöku er lífsreynsla.
Áhugasamir hafi samband.
Nú bíð ég í viku eftir niðurstöðum og á meðan ætla ég að hafa gaman.
Lalalala
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 2. október 2007
Varúð - Stress er hættulegt!
Í dag er ég arfastressuð, enda að bíða eftir að komast í mergsýnatökuna. Til að stytta mér stundir og komast hjá því að flippa út á biðinni, hef ég tekið mér ýmislegt fyrir hendur. Þar var þar sem vandamálin byrjuðu.
Ég ákvað að baka. Niðurstaða: Ég setti hrærivél á fullt en hafði gleymt vökvanum. Eldhús ásamt bakara hulið hvítum salla.
Ég hálsbraut mig nánast á ryksugusnúrunni, þar sem húsbandið var að ryksuga í rólegheitum. Ástæða: Síminn hringdi og ég varð að ná honum strax. Vegna álags var ég löngu búin að gleyma tækniundrinu númerabirti.
Týndi Bördí, sem er á heimilinu í lausagöngu (flugi). Vissi ekki að ég hefði týnt fugli fyrr en hann skilaði sér sjálfur. Hann lagðist til svefns á bak við bækur í bókahillunni og gaf sig fram þegar hann var orðinn úrkula vonar um að matmóðir hans saknaði hans. Fugl heldur annars að hann sé örn, liggur á bókastafla, flesta daga og horfir yfir ríki sitt. Mergjaður karakter, Bördí Jennýjarson.
Nú er ég að ná mér niður. Það er bannað að keyra undir áhrifum áfengis. Það ætti líka að vera bannað að ráðast í verkefni eins og notkun rafmagnstækja undir álagi, að viðlögðum sektum og hræravélasvipti.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 2. október 2007
Ekki full en aldrei edrú
Þegar ég sá þessa frétt og tilvitnuna í hana Valgerði Rúnarsdóttur, lækni, hugsaði ég; noh, ég bara uppi á töflu á ráðstefnunni hjá SÁÁ en samtökin eru þrjátíu ára um þessar mundir. En ég er auðvitað bara smásteinn á alkaströndinni.
Valgerður segir:
"Á sama tíma sjáum við breytingu sem felst í því að það hefur orðið tvöföldun á dagdrykkju hjá þeim sem eru að koma í meðferð," sagði Valgerður. "Það hefur ekki verið dæmigert fyrir Íslendinga að drekka þannig. Við höfum drukkið um helgar og farið á fyllirí, en þessi hópur er að sulla í áfengi flesta daga. Það er aldrei edrú, en kannski aldrei drukkið heldur. Þetta skapar mikil félagsleg vandamál. Fólk getur ekki keyrt, ekki passað barnabörnin og ýmislegt annað." Samkvæmt tölum frá SÁÁ hefur dagdrykkjufólki í sjúklingahópi Sjúkrahússins Vogs fjölgað hlutfallslega undanfarin ár. Árin 2005 og 2006 fór þetta hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum yfir 30% hvort ár um sig en tímabilið 1994-1996 var það rúm 15%.
Þarna er mér og mínum drykkjuvenjum lýst nákvæmlega. Auðvitað er ég í hópi fjölda fólks sem hefur haft sama drykkjumynstur og því er það svo algengt þegar hlustað er á fyrirlestrana á Vogi að fólki finnst eins og verið sé að skrifa það persónulega upp á töflu. Alkarnir alltaf samir við sig, halda að heimurinn snúist um þá og enga aðra. Hmmmm...
Ég var a.m.k. sjaldnast edrú og sjaldan full, bara þarna mitt á milli. Það segir sig sjálft að þegar drykkja er orðin að vandamáli, þá er hún ekki framin til þess að fara á fyllerí með gleðilátum upp á gamla mátann. Það er einfaldlega drukkið (dópað) til að deyfa tilfinningar og koma í veg fyrir að horfast í augu við lífið.
Á föstudaginn er ár liðið frá því að ég fór inn á Vog. Þar fékk ég lífið mitt til baka, svei mér þá. Mikið rosalega erum við Íslendingar heppnir að eiga aðgang að frábærum sérfræðingum hjá SÁÁ. Það er dýrmætara en margir eru meðvitaðir um. Við sem höfum notið þessarar þjónustu og þeir sem að okkur standa eru að sjálfsögðu óendalega þakklátir.
![]() |
Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 2. október 2007
Huggun!
Á morgun er töff dagur framundan hjá mér. Ég er að fara í mergsýnitöku eða hvað það nú heitir. Þetta hefur haft langan aðdraganda og ég var að vona að ég slyppi við þetta inngrip. En ekki þýðir að gráta Björn bónda, heldur safna liði og all that shit". Sum sé, ég þarf að taka á honum stóra mínum þar til seinni partinn á morgun.
Ég hef ekki trú á stjörnuspám en hef gert stólpagrín að þeim hér á blogginu í sumar. En nú hentar mér að taka hana alvarlega. Spá dagsins (þriðjudags er svona):
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr