Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 1. október 2007
Ég er skjálfandi á beinunum..
..eftir að hafa séð Pétur Tyrfingsson, hella úr skálum reiði sinnar og lýsa yfir vanþóknun sinni á því sem hann nefnir kukl, í Kastljósinu í kvöld. Þar sem Pétur er heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur eftir hinum "einu réttu" leikreglum hefði ég kosið að hann væri örlítið málefnalegri í gagnrýni sinni og minna háðskur.
Ég veit ekkert um þessa höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, né margar af þeim óhefðbundnu aðferðum við lækningar sem í boði eru. Ég er að vissu leyti sammála Pétri um að fagaðili eigi ekki að vera að ástunda eitthvað sem engar sannanir eru fyrir að skili árangri. Samt skil ég vel að þeir sem eru vonlausir um bót meina sinna leiti sér aðstoðar út fyrir hinn hefðbundna ramma heilbrigðiskerfisins.
En það skiptir engu máli hér hvað mér finnst um óhefðbundnar lækningar. Þar er sjálfsagt bæði gott og slæmt að finna. Það skiptir mig heldur engu höfuðmáli að Pétur Tyrfingsson skuli vera að kafna úr reiði yfir þessari eða hinni aðferðinni úti í bæ. Það sem mér finnst óþolandi er þessi hrokafulla afstaða, að ekkert sé brúklegt nema það hafi verið kannað með þeim hætti sem hann telur til þess bæran.
Það er eins gott að til er leitandi fólk. Hvernig í ósköpunum ættu hlutirnir að þróast ef enginn spyrði spurninga og prófaði sig áfram?
En höfuðbeina- og spjaldhryggs vottever.
Ædónþeinksó.
Þar er ég sammála hinum bálilla manni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 1. október 2007
Færeyjafrændinn Bill
Fyrir hina háu upphæð sem Clinton tók fyrir að koma til Færeyja og halda þar ræðu á ráðstefnu, myndi ég líka segjast finna til skyldleika með Færeyingum. Fjandinn hafi það, ég myndi sækja um ríkisborgararétt og éta skerpukjöt fyrir upphæðina sem er svo há að hún er ekki gefin upp.
En Clinton er krútt. Maðurinn er giftur næsta forseta Bandaríkjann. Ekki lélegt það.
Já ég er forspá, hún verður næsti forseti.
Levinský hvað.
Súmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 1. október 2007
Hálf milljón manna
Það er að bresta á með fimmhundruðþúsundasta gestinum á síðunni minni. Hm.. auðvitað margir sem koma aftur og aftur, mér er sama, þetta er skolli há tala. Ég hugsa aldrei út í að það eru hinir og þessir sem eru inni á síðunni minni sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru, enda er ég alveg sátt við það. Stundum skilur fólk eftir kvitt í gestabók, en annars er það meira og minna sama fólkið sem ég sé í kommentakerfinu, þ.e. mínir elskuðu bloggvinir.
Nú, það væri gaman að fá kvitt í tilefni dagsins, ef fók nennir, ekki að það skipti máli.
Ég byrjaði að blogga 26. febrúar og manísk eins og ég er, þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur, þá hef ég bloggað upp á dag síðan.
En þetta er hálfmilludagur Jennýjar Önnu og ég óska mér hjartanlega til hamingju með það.
Lalalala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
Mánudagur, 1. október 2007
Ofbeldisdómur IV - Skilorðsbundinn
Ég held áfram að blogga um skilorðsbundna ofbeldisdóma. Eins og ég sagði um daginn, þá einsetti ég mér að blogga um hvern einasta einn, þ.e. "klappákollinn" dómana, þar sem ofbeldi er gengisfellt hrapalega og ég hef nóg að gera í því.
Nú leggur Héraðsdómurinn í Þvagleggnum í púkkið. Eftirfarandi mál var dæmt þar í dag.
"Maðurinn var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 18. nóvember 2006, í anddyri veitinga- og skemmtistaðarins Pakkhússins á Selfossi, slegið karlmann þungu höggi í andlitið þannig að hann féll afturfyrir sig og síðan sparkað einu föstu sparki í andlit mannsins, þar sem hann lá á gólfi staðarins, allt með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, neðri kjálki brotnaði vinstra megin niður í gegnum neðri brún neðri kjálka og stæði tannar 38, þannig að mikil hreyfing var um brotið og bit sjúklings fór algerlega úr skorðum, auk þess sem tilfinning í neðri vör hans skertist. Var hinum ákærða gert að greiða fórnarlambinu tæplega 500 þúsund krónur í skaðabætur"
Fjórir mánuðir skilorðsbundnir. Vá hann hlýtur að vera skelfingu lostinn maðurinn. Þvílík eftirmál. ´
Bíðið á meðan ég frem Harakiri af ánægju yfir að dómarar landsins skuli senda svona sterk skilaboð út í samfélagið. Þau skilaboð að ofbeldi sé tertubiti. Gott að viðkomandi stal sér ekki hangikjötslæri til matar. Þá hefði hrikt í stoðum réttarkerfisins.
Ég á dómaravaktinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 1. október 2007
Heyrið þið það, þarna fólk..
..sem eruð að láta skap ykkar bitna á blásaklausum nýjum Íslendingum, sem þjónusta okkur við kassann í stórmörkuðunum, að þið eigið ekki lögvarinn rétt til að versla á íslensku.
Annars er auðvitað sjálfsagt og rétt að gera nýjum Íslendingum kleyft að læra íslenskuna og þá ekki á eigin kostnað. Íslenskunámið á að vera sjálfsagður hluti af þeirri þjónustu sem boðið er upp á fyrir fólk sem er að aðlagast nýju þjóðfélagi.
Það er bara ekki við afgreiðslufólkið að sakast, gott fólk, það er launastefnunni í landinu að kenna, og eigendum verslananna, sem borga lúsarlaun fyrir þjónustustörfin.
Nú er bara að taka upp frasabækurnar á hinum ýmsu tungumálum og ræða Göthe og Plató við kassann.
Úje
![]() |
Neytendur eiga ekki lögvarinn rétt á að versla á íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 1. október 2007
Pabbi hennar Jennýjar..
..hann Erik Quick, á afmæli í dag. Fyrir utan að vera brilljant tónlistarmaður og kennari, þá er hann með betri pöbbum á norðurhveli jarðar. Hef ég sagt það áður hversu heppin ég er með tengdasyni? Allir þrír alveg brilljant menn.
En í dag á Erik afmæli og ég veit að hann hefur fengið morgunmatinn í rúmið í morgun, og þar hefur farið fyrir flokki (tveggja kvenna) hún Jenný Una Eriksdóttir og ég veit að hún hefur sungið afmælissönginn, bæði á sænsku og íslensku, "hátt og njallt", eins og hennar er von og vísa.
Grattis på födelsedagen Erik.
Lalalalala!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 30. september 2007
Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur?..
..er helmingur titils á bók, sem ég var að finna í dag og mun, merkilegt nokk, tilheyra mér. Ég fékk bókakassa með gömlum bókum, sem frumburðurinn geymdi fyrir mig, en hún var að flytja í nýtt húsnæði í síðustu viku. Það var nú svo sem ekkert sprengiefni í kössunum, aðallega allskyns orðabækur og námsbækur frá Svíþjóðarárunum. En ein bókin, enn í plastinu, lá þarna og gargað á mig, knallrauð og fögur. "Hversvegna elska konur karlmenn og hversvegna yfirgefa karlmenn konur" Þegar stórt er spurt, hm.. Nei, þetta er ekki bók sem gefin er út í byrjun síðustu aldar, heldur árið 1989, þ.e. fyrir tæpum tuttugu árum. Ekki veit ég hver hefur þorað að gefa mér hana, en sú manneskja hefur verið barnalega hugrökk.
Ég er búin að liggja í hlátri yfir þessari skruddu í dag. Dæmi I (þau verða fleiri seinna og það sem er innansviga er frá mér komið):
"Þegar karlmanni finnst hann kúgaður
Karlmönnum er meinilla við að láta stjórna sér ()Það vekur ósjálfrátt frumstæðar og fráfælandi minningar um umkomuleysi bernsku og æsku og harðstjórn móðurinnar (gat verið mömmunni að kenna). Þegar karlmönnum finnst þeim vera stjórnað af konu og stjórnunni linnir ekki, líður þeim jafnvel verr - þeim finnst þeir sviptir karlmennsku sinni (mí tarsan jú djein).....
Þegar maður býr með mjög ráðríkri konu finnst honum hann oft vera í úlfakreppu ef hann lætur undan ráðríki konunnar af því hann vill þóknast henni, óttast hann að hún muni telja hann ístöðulausan aumingja. Karlmenn vita (meira en ég veit, það er á hreinu) að konur kæra sig innst inni ekki um að stjórna þeim. Fyrstu viðbrögð mannsins verða því að reyna að gera konunni til geðs jafnframt því sem hann er hræddur um að vera talinn dula ef hann er of eftirgefanlegur....
Konur sem stjórna karlmönnum gera það yfirleitt í góðri trú og af umhyggjusemi. Venjulega gera þær það óafvitandi og óviljandi (auðvitað við erum í svo lélegum tengslum við okkur sjálfar að við erum eins og jurtirnar, allar í ósjálfráðum kippum og viðbrögðum). Þrátt fyrir það er slík framkoma eigingjörn og óskynsamleg og verður sjaldan til þess að afla konunni þeirrar ástar sem hún þráir."
Ég verð að hryggja ykkur með því að þetta er með því skárra og ég er ekki að ljúga til um ártalið á útkomu bókarinnar. Því miður.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 30. september 2007
Steindur Georg!
Hm. það er eiins og ég hafi heyrt þennan áður. Ég ætla að drekka/reykja/dópa aðeins minna. Ég ætla að hætta að drekka Vodka og fara yfir í Breezer, þá verður drykkjan ekkert vandamál. Ég ætla að fá mér sjaldnar í glas, bara um helgar og þá hættir þetta að verða vandamál. Ég ætla að hætta í bjór og fara yfir í rauðvín (þessi er eign höfundar og var mikið notaður), ég hlýt að vera komin með ofnæmi fyrir bjór. Ég á ekki við áfengis/dóp vandamál að stríða, ég var bara svo þreyttur þegar ég rústaði íbúðinni, eða var það ekki ég sem rústaði henni? Híhí. Alkar í afneitun, svo viðbjóðslega magnaðir.
George Michael segist vilja nota minna marijúana, en hann kannast ekki við að neyslan sé vandamál hjá sér, þrátt fyrir að hafa lent í útistöðum við lögin, vegna neyslu. Ónei, hann er mjög hamingjusamur maður með fulla stjórn á lífinu. Merkilegt að hann skuli vilja minnka skammtinn þó allt sé svona líka í himnalagi.
Fíknisjúkdómar láta ekki að sér hæða. Mið djö... fokka þeir upp heilanum á manni og steikja hann.
Æmsóberandklír.
Úje
![]() |
George Michael segist vilja nota minna marijúana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 30. september 2007
Íslandsvinur - GMG
Var að lesa á visi.is að "Íslandsvinurinn"Kiefer Sutherland gæti átt á hættu að lenda í fangelsi fyrir ölvunarakstur. Það truflar mig nákvæmlega ekkert, hvort karlinn fer í fangelsi eður ei, enda fjarlægur mér og öðrum vegfarendum á Íslandi. Þó óska ég þess að hann hætti þessum lífshættulega ávana. Þó ekki væri nema vegna mögulegra þolenda í umferðinni, þar sem hann er.
En er maðurinn einn af þeim fjölmörgu sem lent hafa í Keflavík og með því stofnað til sterkra og ævarandi vinuáttutengsla við íslensku þjóðina? Það vissi ég ekki. Hann hlýtur að hafa gert það áður en ég fór í meðferð því ég man andskotann ekkert áður en af mér rann.
Leiðinlegt að hafa ekki tékk á vinum móðurlandsins.
Jeræt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 30. september 2007
Frá einum sjálfsdýrkanda til annars!
Elton John er sjálfsdýrkandi, um það er engum blöðum að fletta, þó segja megi að hann hafi látið fara minna fyrir sér undanfarin ár, enda maðurinn kominn á "aðlaðan" aldur tónlistarmanns. Áður en einhver missir sig þá er ég ekki að gagnrýna músíkina hans, sem mér þykir verulega vænt um.
Madonna er virkur sjálfsdýrkandi. Hún gengur langt til að fá athygli og henni finnst ekki leiðinlegt að láta tala um sig. Ég er ekki hrifin af músíkinni hennar, en ég dáist að mörgu í fari hennar samt. Hún er kventöffari og fer ekki troðnar slóðir. Henni fyrirgefst minna en Elton, þar sem hún er kona.
Nú hafa þau sæst, skötuhjúin Elton og Madonna. Þau munu jafnvel vinna saman í nánustu framtíð. Þetta er flott ókeypis auglýsing fyrir þessa tvo narsisista. Fyrst móðgar Elton hana (umtal), svo biðst hann afsökunar (umtal) og svo eiga þau mögulega eftir að vinna saman (umtal).
Omg er enginn endir á þessu?
En þau eru bæði voða kjút.
Ég vildi ekki vera í sama herbergi og þau tvö með einn spegil. Baráttan um spegilinn yrði blóðug.
Æpromiss!
Úje
![]() |
Bað Madonnu afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2988478
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr