Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 11. október 2007
Þegar enginn mígur lengur á almannafæri..
..undir árifum áfengis, þegar miðbærinn verður gönguferðarhæfur um helgar, þegar ofbeldinu linnir og það þarf ekki sérsveitarmenn á göturnar, þegar Jón Jónsson, dettur í það, þá má skoða það, að gefa áfengissölu frjálsa.
Þangað til held ég að við ættum að vera róleg á frjálsræðinu í áfengismálunum.
Erþaeggibarra?
Úje
![]() |
Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Af klámi á skiljanlegu mannamáli
Í gær skrifaði ég færslu um auglýsingu frá JBS þar sem hjúkrunarkona er sýnd í vægast sagt klámfenginni stellingu. Hún er að auglýsa karlmannsnærbuxur og er að þefa af þeim. En nú skrifar Dúa vinkona mín færslu um klám, sem er að mínu viti afskaplega vel ígrunduð færsla á klámi og skilgreiningu á því. Ég hvet þá sem hér lesa til að kynna sér færsluna.
Er svo erfitt að skilgreina klám?
Hvar eru mörkin?
Minni á að klám er bannað með lögum.
Er það ekki kjarni málsins?
Út með klámblöðin úr hillum verslana, út með klámmyndir af vídeóleigum.
Eru ekki allir sammála um að það sé tímabært að hætta að brjóta lögin?
Ég held nú það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Á morgun,á morgun..
..eða réttara sagt í dag, á eftir eða um hádegi, fer ég til læknisins og fæ hina langþráðu niðurstöðu úr beinmergsprufunni ógurlegu, sem ég bloggaði svo fjálglega um, um daginn.
Það er svo merkilegt, að þegar maður bíður og það er vitað að biðin getur orðið löng, þá tekur maður æðruleysið á hlutina, en svo á síðustu metrunum, eins og í mínu tilfelli núna, er ég búin að æsa sjálfa mig upp í spennu, arg, og það svona rétt fyrir svefninn.
Annars er mér engin vorkunn, ég finn það á mér að allt verður í lagi og ég kem út úr þessu með eitthvað smá vesen á blóðbúskapnum eða eitthvað og með reynsluna af mergprufunni í ofanálag (hm, hefði nú alveg viljað verða af þeirri reynslu.. hmprf).
En.. þar sem ég er svo mikið fyrir varnagla, þá þigg ég alveg einn og einn smjútsara frá ykkur, gestir góðir. Bara svona huglæg knús.
Ég er nefnilega viss um að það skaðar ekki baun.
Sjáumst í villtu fimmtudagsstuði á morgun.
Lífið er flott, og ég líka.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Fordæmum pyntingarbúðirnar í Guantánamobúðunum
Þingmenn VG hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæm ólöglega og ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantánamo-flóa á Kúbu.
Nú bíð ég spennt eftir að sjá afdrif ályktunarinnar, en ég er að vona að Alþingi Íslendinga sjái sóma sinn í að fordæma þessar hryllilegu fangabúðir, sem þeir halda utan heimalandsins og þurfa þess vegna ekki að fara að lögum um meðferð fanga.
Við höfum haft fangaflugvélarnar á Íslenskri grundu án þess að grafast fyrir um þær og/eða látið eins og ekkert væri.
Við getum nú hysjað upp um okkur og fordæmt þessa hroðalegu meðferð á fólki sem Bandaríkjamenn stunda óáreittir fyrir heiminum og bætt þar með fyrir að hafa lokað augunum fyrir því sem Búskarnir eru búnir að vera að gera, í t.d. með fangafluginu.
Komasho.
![]() |
Vilja að Alþingi fordæmi mannréttindabrot í Guantánamobúðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Borgarstjórnarfundurinn í dag - mín upplifun
Ég er búin að sitja yfir fundinum títtnefnda, reglulega frá byrjun til enda. Reyndar tók ég smá pásu á meðan Bingi hélt sjálfsmæringarræðuna og ég var nokkuð viss um að Bingi og spegilmynd væru ákaflega ástfangnir hvor að öðrum, og yfir sig ánægðir með sitt framlag til mannkynssögunnar.
Ég er svo stolt af henni Svandísi og mér finnst að Reykvíkingar (og landsmenn allir reyndar) geti þakkað hennar einurð til að grafast fyrir um hvað væri í gangi, að þetta mál lak ekki, án viðstöðu í gegn, þegjandi og hljóðalaust. Svandís mætti vera til í mörgum eintökum. Ég er örugg með að þetta mál verður skoðað ofaní kjölinn af því hún hefur tekið það að sér.
Samfylkingin er höll undir einkavæðingu opinberra fyrirtækja og ég get ekki alveg tekið þá alvarlega í þessari umræðu. Finnst eins og þeir séu móðgaðir yfir framgangsmátanum, allt hitt sé í lagi.
Margrét Sverris var flott að vanda, ég er ekki sammála henni í pólitík, en ég ber heilmikla virðingu fyrir henni.
Borgarstjórinn, ó Borgarstjórinn! Ég engist og finn til meðaumkunar vegna þeirrar stöðu sem hann er í. Allt upp í loft í hans eigin flokki og samstarfið við hinn eina Framsóknarmann í meirihlutanum í hættu. Það gerist hjá Vilhjálmi, eins og gerist hjá öllum, þegar þeir reyna að sigla milli skers og báru. Allir rosa pirraðir og enginn ánægður.
Svo er það voða slæmt hvað mikið minnisleysi hrjáir manninn þessa dagana, einkum og sér í lagi varðandi sum atriði, sko þessum sem þjóðin stendur á öndinni yfir.
Ójá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Hjúkrunarfræðingar klámgerðir!
Nú er það á hreinu. Ég mun ekki kaupa mér fleiri boli frá JBS fyrirtækinu, sem nú auglýsir nærföt sín á vægast sagt niðurlægjandi máta, gagnvart kvenkyns hjúkrunarfræðingum.
Danskar hjúkrunarkonur eru æfar út í nýjustu auglýsingaherferð nærfataframleiðandans JBS og segja að í henni séu hjúkrunarkonur sýndar sem vændiskonur. Hefur stéttarfélag hjúkrunarkvenna nú hvatt almenning í Danmörku til að sniðganga vörur JBS í verslunum.
Um er að ræða auglýsingar um nýja línu í herranærbuxum sem ætlaðar eru aldurshópnum frá 17 til 35 ára. Dorte Steenberg varaformaður Dansk Sygeplejeråd segir að auglýsingin gefi karlmönum í skyn að eðlilegt sé að meðhöndla hjúkrunarkonur sem kynlífsleikföng.
"Þessi auglýsingaherferð far langt yfir strikið í markaðssetningu JBS á vörum sínum," segir Dorte í samtali við blaðið Politiken og hún hvetur forráðamenn JBS að draga hana til baka.
Talskona JBS, Mari Holen, sér hinsvegar ekkert athugavert við auglýsinguna.
Það er með ólíkindum að fyrirtæki sem vill láta taka sig alvarlega, fari niður á þetta plan, til að selja vöru sína.
Ég gef þeim frí, þrátt fyrir asskoti vandaða vöru.
Æmfjúríus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Löggan í Þvagleggnum drepur mig úr hlátri..
..einhvern daginn. Þeir fengu "ábendingu" um að það væri verið að selja fínkornað neftóbak í söluturni á Selfossi (úff, ég blikna frammi fyrir einbeittum brotavilja íslenskra sjoppueiganda). Hugrakkir eins og þeir eru í Þvagleggsumdæminu, létu þeir sig ekki muna um að taka tollinn með sér í heimsókn til sjoppumannsins ógurlega og þeir leituðu í versluninni, við hættulegar aðstæður (hm). Við leitina fundust á ANNAN TUG tóbaksdósa, sem voru auðvitað gerðar upptækar að staðnum. Þó það nú væri.
Og þeir afrekuðu fleira í umdæminu. Einhver stórglæpamaður henti hálfétinni pylsu sinni ásamt BRÉFINU, já þið lásuð rétt, út um gluggann á bílnum sínum og hann neitaði sök, ódámurinn sáarna. Halló! Siðlaust þetta fólk sem verslar í sjoppum og kaupir pylsur, svo maður ekki tali um sjoppueigendurna sem selja viðbjóðinn. Kominn tími á að gera rassíu á ótýnda, samviskulausa glæpamenn, sem engu eira.
Hvað um það, þar sem pylsuætan neitaði sök, þá var tekinn á hann þvagleggur, nei, reyni aftur. Þar sem hann neitaði sök þá verður ákært í málinu.
"Jón Jónsson, pylsuæta hér í bæ, sýndi af sér einlægan og markvissan brotavilja er hann þrykkti hálfétinni pylsu sinni og bréfi utan af henni, út um gluggann á bifreið sinni. Hann mun sæta fangelsi allt að 3 árum og til frádráttar koma þeir 5 mánuðir sem sjoppufæðisætan sat í gæsluvarðhaldi, á meðan á rannsókn málsins stóð."
Þvagleggurinn er athyglissjúkur. Er hann á leiðinni í forsetaframboð jú þeink?
Eru engin stórvægilegri "brot" að kljást við?
Þeir fá sér ekki kaffibolla í Þvagleggslöggunni án þess að senda um það fréttatilkynningu á blöðin, svei mér þá..
Ójá.
![]() |
Verslun á Selfossi seldi snuff" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Miðvikudagur, 10. október 2007
Af þúsundum stórkostlegra sóla, óléttu, Bördí Jennýjarsyni og skoðanakönnun!
Saran mín, sú yngsta, kom hér í gær með gjöf handa mömmu sinni, alveg að tilefnislausu. Hún færði mér nýju bókina hans Khaled Hossini (höfundur Flugdrekahlauparans) "A thousand splendid suns" og ég hef varla getað litið upp úr henni. Ég hafði lesið neikvæða gagnrýni um bókina, en þar sem það er yfirlýst stefna hér á bæ, að láta ekki segja mér, hvað mér eigi að finnast um listrænar upplifanir, þá er ég nú á kafi í stórkostlegri sögu, grípandi og skelfilegri en samt svo fallegri. Dætur mínar vita allar hvernig þær geta glatt mömmu sína, mest og best.
Saran á að eiga á jóladag. Við vorum að ræða fæðingar og óléttu og henni finnst að um leið og fór að sjá á henni, þá telji fólk sig í fullum rétti til að kommentera á þyngd, stærð kúlu, þrota í andliti og svo finnst henni eins og önnur hver manneskja skelli lúkunum á kúluna. Hún hló mikið þegar hún ræddi þetta en sagði jafnfram að hún hafi stökkbreyst í útungunarvél, sem mætti pota í, skoða og gagnrýna, að vild. Ég man reyndar eftir þessu líka og mér er sem ég sæi einhvern klappa manni á magann, undir öðrum kringumstæðum, bara sí svona. Að tala um nánd og káf. Ópal auglýsingin hvað?
Bördí Jennýarson, er með alvarleg hegðunarvandamál. Það er að segja, hann lifir sínu prívatlífi hér á bæ, án nokkurs tillit til annarra íbúa hússins. Nú liggur hann á bókastaflanum uppi á bókahillunni, en bókin sem hann valdi sér fyrst til álegu, var sjálfur Brekkukotsannáll Nóbelskáldsins og mér fannst ég ekki geta verið þekkt fyrir að nota þá dásamlegu bók, fyrir fuglsbæli, þannig að nú hefur verið skipt um skruddu í hlaðanum og Bítlaávarpið varð fyrir valinu. Voða Bítlalegt allt þessa dagana. Fyrirgefðu Einar Már.
81,1% aðspurðra í skoðanakönnun á visi.is vilja að Vilhjálmur, borgarstjóri segi af sér. Ég er ekki hissa. En hvarflar að mér að hann geri það, ónei. Það er aldrei við hæfi að segja af sér í íslenskri pólitík.
Þetta er ég fyrir svefn,
Kem í miklu stuði og sterk inn í fyrramálið.
Ég er nú hrædd um það börnin góð.
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Ég varð öll væmin innan í mér...
..og táraðist og allt, þegar þeir kveiktu á súlunni. Ég hætti við grillpartíið úti á Köllunkletti af því að það rann upp fyrir mér að ég væri forréttindapíka, sem gæti horft á tendrunina í beinni, í hlýjunni heima í stofu sem er þá nokkurs konar VIP-lounge.
Ég sum sé táraðist og allt. Það verður ekki á mig logið tilfinningaseminni og þrátt fyrir köld vatnsböð og aðrar pyntigaaðferðir, hefur ekki tekist að herða mig tilfinningalega og sarga úr mér væmnina.
Það gerði mig enn meyrari, að konurnar og börnin voru að koma frá Kólumbíu og eiga nú möguleika á að lifa í friði og verða hamingjusamir landsmenn þessarar þjóðar. Ég vildi að við tækjum fleiri. Saga þessarra kvenna og barna, er svo skelfileg, að við ættum að leggja nótt við dag, að styðja sem flesta og koma í öruggt skjól. Nóg er um fólk í heiminum, sem þjáist.
Ég er ennþá smá mössí-mössí og það er í góðu. Ætla að reyna að halda í tilfinninguna og "HUGSA MÉR FRIÐ".
Þá er á hreinu að ég má ekki láta hugann missa sig í Binga og Bill, því þá fer í verra.
Úje
![]() |
Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Þriðjudagur, 9. október 2007
Nauðgarinn er í fríi..
í útlöndum, sagði lögmaður hans um það leyti sem dómur yfir manninum var kveðinn upp. Hann er enn í fríi en mun hafa haft samband við Fangelsismálastofnum til að grafast fyrir um hvenær hann á að mæta í afplánun.
Það er sennilega eitthvað að viðhorfi mínu til "fólks", en mér finnst svo afskaplega ósennilegt að viðkomandi nauðgari láti sjá sig hér aftur, en svo má vel vera að maðurinn sé sómakær með afbrigðum og stimpli sig inn í fangelsið á "dottinu", af því hann má ekki vamm sitt vita.
Miðað við alvarleika þessa tiltekna brots, má segja að maðurinn hafi dottið í lukkupottinn. Svona vel hefði hann ekki sloppið, víðast hvar á byggðu bóli.
En við bíðum og sjáum til.
![]() |
Dæmdur nauðgari mun hefja afplánun í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr