Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 13. október 2007
Merkisberar mannkærleiks, umburðarlyndis og víðsýni!
Enn eru kaþólikkar að halda á lofti öllu því sem kristin trú stendur fyrir og nefnt er hér í fyrirsögn. Er það ekki dásamlegt að hafa þessar nútímasprengjur að fyrirmynd?
Það er auðvitað dauðasök að játa samkynhneigð sína og vera prestur.
En ekki svo mikið mál að misnota unga drengi sem kirkjunni hefur verið treyst fyrir, í gegnum aldir.
Svo er kvenfyrirlitningin söm við sig og telst ekki einu sinni fréttaefni. Fóstureyðingar bannaðar og skilnaðir líka.
Almáttugur að fólk skuli aðhyllast þennan miðaldaboðskap.
GMG
![]() |
Vatíkanið vísar samkynhneigðum presti á dyr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 13. október 2007
Af sætaferðum í Ikea og fleira "laufardagslegu" athæfi
Héðan frá kærleiksheimilinu verður farin sætaferð í IKEA og nú mun hver sótraftur á sjó dreginn. Híhí og góðan daginn "kids". Ég er á leiðinni í IKEA ásamt Söru, Jennýju Unu Eriksdóttur, Erik pabbanum,Helgu frumburði, og ef um semst Jökli gelgjubarni, Dúu-Dásó-Dúsk og Völuskottinu hennar. Húsband neitar að fylgja með, í þessari plebbalegu fjöldaferð og ætlar til gítarsmiðs í staðinn. Svona geta karlmenn verið ógeðslega ömurlegir.
Þar sem líf mitt er bæði spennuhlaðið, örlagaríkt og fullt af ótrúlegum ævintýrum, finnst mér að þið verðið að vera með í geiminu. Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allir sem njóta þeirra forréttinda að lifa svona lífi "on the fast lane". Úje. Ég er að hugsa um að hringja í hana Jónu vinkonu mína og bjóða henni með, vona að það sé ekki búið að læsa hana inni í skáp einn ganginn enn.
Mig vantar þrennt, bráðnauðsynlega úr IKEA. Styttu, blóm og ausu. Segi svona. Mig vantar gardínur, gólfmottu (enginn boðið sig fram í það hér) og kjötbollur. Nú má spyrja, hvernig hægt sé að vanta, bráðnauðsynlega, kjötbollur, og því er auðsvarað. Mig vantar þær bráðnauðsynlega, því litli matargikkurinn hún Jenný Una, elskar kjötbollur og hún ætlar að vera hjá okkur í nótt. Sara dóttir mín lætur yfirleitt undan vælinu í okkur, um að fá barnið og pabbi hennar Jennýjar gefur leyfi sitt líka, af því hann er góður maður, en ég held að þeim þyki nóg um stundum. Ég legg þá sektarflipp á Söruna og bendi henni á að Jökullinn er orðinn gelgja og fer sínar eigin leiðir auðvitað og Óliver prins, er í London og fjarri Granny-J. Annars er amma-Brynja að fara til þeirra á mánudaginn (þessar fluffur, aldrei heima, hehe)og mun taka myndir og segja mér frá öllu í smáatriðum. Svei mér þá ef hún Brynja er ekki jafn flott amma og ég og þá er nú mikið sagt. Hef ég nefnt það við ykkur áður, hvað ég er hógvær að eðlisfari?
Hm. Nú má ég ekki vera að þessu lengur, í bili að minnsta kosti. Skyldan kallar (). Er að þvo, baka, sulta og strauja. Okok dragið frá 75% og fáið út þvottahús.
Held áfram að uppfæra, eftir IKEA-ferð og þið krakkar mínir sem viljið fara í orgíu til hinnar sænsku verslunarhallar, látið vita, enn eru nokkur sæti laus.
Á "laufardögum" fáum við "pínulítið" nammi, "pínulítið" ömmukók og horfum á "Grekamyndir" út í eitt. Jenný Una sem þessa dagana fær "HUMYNDIR" alveg stöðugt, bað mig að koma þessu á framfæri.
Á morgun plana ég að hitta frumburðin og gelgjuna og kíkja á þeirra nýja ættarsetur í Vesturbænum, hvar þau hafa nýlega hreiðrað um sig.
Síjúgæs!
Úje.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 13. október 2007
Þegar karlmenn verða einmana!
Jæja börnin mín falleg og góð. Ég lofaði ykkur um daginn öðru sýnishorni úr þeirri merkilegu bók, "Hversvegna elska karlmenn konur - Hvers vegna yfirgefa karlmenn konur". Þrátt fyrir að textinn sé nítjándualdarlegur þá er þessi bók útgefin á árinu 1989 og skrifuð í fullri alvöru af tveimur Amerískum sálfræðingum.
Nú kíkjum við á kaflann "Þegar karlmenn verða einmana". Það sem er innansviga og dökkletrað er mitt, en stundum bara verð ég að láta eitthvað fjúka með frá eigin brjósti.
"Þeir karlmenn eru fáir sem ekki óska eftir unaði innileikans jafnvel þótt þeir kunni að vera tregir til að leggja af mörkum sinn helming af því sem þarf til að öðlast hann (gat verið, gerum þá stikkfrí). Konur sem vinna gegn innileika auka grundvallarótta karlmanna (hvað sagði ég ekki, allt okkur að kenna). Þegar ástríki vantar verður maðurinn einmana og finnst hann vanræktur (skamm). Ef hann reynir að tjá þessar tilfinningar er eins víst að hann telji sig auðmýktan vegna þess að hann opinberar umkomuleysi sitt og ósjálfstæði (agú). Og hann er auðmýktur ef tilraun hans til að tjá ósk sína eftir nánari og fyllri samskiptum við konu fellur á dauf eyru.
Þegar kona neitar manni um ást og innileika sem hann þarfnast geta viðbrögð hans orðið með ýmsu móti. Í fyrsta lagi getur hann kennt vonbrigða og gremju sem hann sennilega blygðast sín fyrir að játa fyrir henni og jafnvel sjálfum sér....
Lokastigið gæti orðið augljóst og ódulið afskiptaleysi gagnvart konunni, sem oft er ómeðvituð hefnd fyrir vanrækslu hennar. En menn hörfa oftast fremur en að reyna að hefna sín. Maðurinn gæti hætt tjáskiptum, leitað athvarfs í vinnunni eða íþróttum, misst áhuga á kynlífi eða haldið framhjá (vá hvað það kostar að krefjast þess að karlmenn deili tilfinningum sínum)!!!"
Svona skrifa þeir sálfræðingarnir Dr. Covan og Dr. Kinder og þeir eru ekki að grínast. Ég veit ekki með ameríska karlmenn, en ég held ekki að ég þekki einn einasta karlmann sem er svona mikil töffluhetja og flónelsplebbi.
Hvað með ykkur?
Cry me a river!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 12. október 2007
Rýtingar í bak Vilhjálms
Ég ætla rétt að vona að Villi Vill hafi breitt og sterkt bak.
Í fréttatíma Stöðvar 2 núna áðan var bakið á Vilhjálmi til umræðu tvisvar.
Einn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sagði að Björn Ingi hafi rekið RÝTING í bak Vilhjálms.
Skömmu seinna fullyrti Bingi, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi rekið RÝTING í sama bak Vilhjálms.
Voðalegar atlögur eru þetta að baki mannsins,
eða eru stjórnmálamenn dagsins algjörar dramadrottningar?
Get a live!
Svo bókstaflega GRÉT Bingi í fréttunum.
Búhú.
Áfallahjálp á Hverfisgötuna takk fyrir.
Súmíbítmíbætmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 12. október 2007
Ofbeldisdómur VI - Skilorðsbundinn!
Eins og okkur grunaði þá er nóg að gera á dómaravaktinni. Nú leggur Héraðsdómur Austurlands til efni þessa pistils og sendir okkur skilaboð um að ofbeldi sé ekki svo alvarlegt mál þegar allt kemur til alls. Það hækkar og hækkar í skilorðsbundna dómapottinum. Hver skyldi eiga vinninginn þegar upp verður staðið? Hvaða Héraðsdómur gefur mestan skít í þolendur ofbeldis á þessu landi?
Hér má berja innihald fréttarinnar augum, í heilu lagi:
"Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo karlmenn í 45 daga skilorðsbundið fangelsi hvorn fyrir að slá þriðja manninn í gangstétti á Eskifirði í apríl sl. Mennirnir spörkuðu síðan í liggjandi manninn með þeim afleiðingum m.a. að framtönn í efri góm brotnaði og önnur losnaði.
Mennirnir, sem játuðu brotið, voru einnig dæmdir til að greiða þeim sem þeir réðust á 471 þúsund krónur í bætur.
Þá var 18 ára gamall piltur dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá annan mann margoft með krepptum hnefa í höfuð og andlit bæði utan við samkomuhús í Fellabæ í mars. Einnig veitti pilturinn manninum fleiri áverka. Hann játaði brotið."
Need I say more?
ARG
![]() |
Dæmdir fyrir líkamsárásir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 12. október 2007
Svo fegin og glöð..
..að aumingja Súlugeiri komst í smá frí frá Goldfinger. Hann náði að gista á hæsta hóteli í heimi sem er í Dubæ, sjö stjörnu hótelinu Arabaturninum, hann var samt ekki í svítu, bara herbergi.
Hann fór með þyrlu í hótelið sem er náttúrlega það eina sem passar fyrir þennan mann með mjög svo einfaldan smekk. Það má reyndar geta þess að aðeins er hægt að komast að hóteli þessu með þyrlu eða limmó. Úff, live´s a bitch.
Ég er glöð með að hann átti afgang eftir að hafa séð útlendum konum fyrir "vinnu", þannig að þær getið séð sér og sínum farborða.
Það er ósköp gott að geta glaðst með smáfuglunum.
Ala-Akabar.
Úje
![]() |
Geiri á sjö stjörnu hóteli í Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Föstudagur, 12. október 2007
Bingó - í borginni
Það er ekki hægt að leggjast til svefns, án þess að skrifa eina smá færslu um nýja meirihlutann. En í þessari færslu er hann ekki í aðalhlutverki.
Ég elska bakgrunn. Þegar ég horfi á bíómyndir, gleymi ég mér oft í að glápa á fólk sem er ekki með í myndinni. Tékka á hvað það er að gera og svona. Þess vegna er ég að pæla í eftirfarandi:
Hafið þið velt fyrir ykkur öllu veseninu þegar það er skipt um valdabatterí í ráðuneytum og ráðhúsum? Ég sá að Villi verður borgarstjóri þangað til á þriðjudag. Þegar það eru kosningar, þá hefur sitjandi valdhafi haft tíma til að taka til í möppum, taka hálspillurnar, níkótíntyggjóið og tissjúið upp úr skrifborðsskúffunum og svona, en núna gerist þetta hviss-bang, þannig að ég sé Villa alveg fyrir mér, í aukavinnu að tæma skrifstofuna og gera klárt. Grey hann.
Og allir ritararnir, nýbúnir að læra á siðina hjá nýja meirihlutanum. Og ritarar lenda oft í að ná í kaffi (eða einhver annar aðstoðar, been there, seen it, done it) og það þarf að læra á hvernig nýi valdhafinn vil kaffið sitt, hvernig hann vill að svarað sé í símann. Fólk þarf að vita; er viðkomandi líbó, eða stífur, rólegur eða æstur og allt fer upp í loft í fyrirkomulaginu.
Verðirnir í Ráðhúsinu og móttökufólkið þarf að snúa við goggunarröðinni í höfuðnikkunum, þessi sem fékk snubbótt nikk, fær núna djúpt og v.v.
Það fer sum sé í gang, tryllt umskólun og kúrsar í nýjum siðum. Er það nema von að það sé ekki kosið nema á fjögurra ára fresti?
Við í bloggnefndinni sendum starfsfólki Ráðhúss Reykjavíkur, baráttu og stuðningskveðjur, með laginu; ekki skamma mig ég er bara að reyna að vinna fyrir minni ómegð, kæri borgarfulltrúi
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Svo undarlegur dagur - upp á gott og illt!
Það er eins gott að það eru ekki margir dagar á ári, þar sem fjandinn verður laus, í bókstaflegum skilningi og orðsins örgustu.
Ég er enn með stressverk fyrir hjartanu eftir hamaganginn í pólitíkinni í dag, þar sem mikil hamingja og stórar tragedíur voru viðraðar í beinni.
Það er amk komin félagshyggjustjórn í Reykjavík, ekki græt ég það. En ég tek Binga með fyrirvara um mögulegt brotthlaup. Ég myndi ekki hleypa honum heim í hádeginu.
En auðvitað vona ég að þessir flokkar geti starfað saman og auðvitað treysti ég VG og Samfó alveg ágætlega til verksins.
Ég fór og fékk mergniðurstöðu og mergur bara frískur og kátur.
Þarf að fara í annað útilokunardæmi í næstu viku, þannig að alltaf færist ég nær því að eiga óvissuna að baki.
Að þessu öllu sögðu þá get ég með góðri samvisku, haldið því fram að dagurinn hafi verið nokkuð góður og spennandi.
En......
Ég fór fram í eldhús áðan, svo glöð í sinni og nældi mér í Dietkók sem ég réðst á og opnaði með handafli. Einhver hefur misst þessa flösku (eða látið hana detta, muhahaha), áður en hún kom í mitt hús og í stuttu máli sagt: S.l. klukkutímann hef ég þrifið, veggi, borð og gólf og ég er ekki búin enn.
Að því sögðu má segja að dagurinn hafi verið svona lala góður.
Hm....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Er ekki enn búin að átta mig..
..á breyttu stjórnarmynstri í borginni. Ég hef setið eins og líf mitt liggi við, yfir sjónvarpinu og reynt að melta þessar hröðu breytingar.
Mér finnst Bingi ekki hafa staðið vel að málum.
Ég finn smá til með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, þeir eru svo innilega hissa og ég held að það sé engin blekking.
Ég skil ekki afhverju Svandís varð ekki Borgarstjóri, hennar vinna leiddi til þess að boltinn fór að rúlla.
Hm..
Farin að horfa á Kastljós
Djö.. sem það er mikið að gera hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Meirihlutinn sprunginn - Bingi sleit!
Meirihlutinn er ekki lengur til staðar í borginni.
Bingi gerði sér lítið fyrir og sleit samstarfinu og hefur gengið til liðs við sjórnandstöðuna.
Talið er að Dagur verði borgarstjóri, þó mér persónulega finnist að það ætti að koma í hlut Svandísar Svavarsdóttur, sem hefur heldur betur stimplað sig inn sem ötull talsmaður okkar Reykvíkinga.
Og enn lafir Framsókn við völd í borginni, skv. þessu.
Aukafréttatími verður á RÚV kl. 16,00
OMG
![]() |
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988494
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr