Leita í fréttum mbl.is

Ég varð öll væmin innan í mér...

1 

..og táraðist og allt, þegar þeir kveiktu á súlunni.  Ég hætti við grillpartíið úti á Köllunkletti af því að það rann upp fyrir mér að ég væri forréttindapíka, sem gæti horft á tendrunina í beinni, í hlýjunni heima í stofu sem er þá nokkurs konar VIP-lounge.

Ég sum sé táraðist og allt.  Það verður ekki á mig logið tilfinningaseminni og þrátt fyrir köld vatnsböð og aðrar pyntigaaðferðir, hefur ekki tekist að herða mig tilfinningalega og sarga úr mér væmnina. 

Það gerði mig enn meyrari, að konurnar og börnin voru að koma frá Kólumbíu og eiga nú möguleika á að lifa í friði og verða hamingjusamir landsmenn þessarar þjóðar.  Ég vildi að við tækjum fleiri.  Saga þessarra kvenna og barna, er svo skelfileg, að við ættum að leggja nótt við dag, að styðja sem flesta og koma í öruggt skjól.  Nóg er um fólk í heiminum, sem þjáist.

Ég er ennþá smá mössí-mössí og það er í góðu.  Ætla að reyna að halda í tilfinninguna og "HUGSA MÉR FRIÐ".

Þá er á hreinu að ég má ekki láta hugann missa sig í Binga og Bill, því þá fer í verra.

Úje


mbl.is „Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Sona sona gamla mín. Vertu bara væmin í kvöld Bing og Bill fara ekkert, þú nærð þeim á morgun. Nokkuð sammála færslunni og meyrnaði smá inní mér þegar flóttafólkið kom til landsins.

Þröstur Unnar, 9.10.2007 kl. 21:02

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, þetta var krúttlegur dagur!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.10.2007 kl. 21:04

3 identicon

Hvað ég deili þessum hughrifum með þér,sá ljósið bláa hér frá heimii mínu.Fegurðin og ljótleikinn hvarflaði ekki að mér þá stundina.Velti því þó fyrir mér hvað það hefði verið gott að ein af konunum sem ræsti Orkuveituhúsið...............með ca 120 kall á mánuði og eiga kost á að ávaxta mitt pund.Er svo hrædd um að einhver eyðileggjandi öfl komi í veg fyrir það.Ég lýg ekki.Vegna þess að ég hef einfaldlega ekki verið spurð í hvað ég vilji að útsvarið mitt far.

Hallgerður Langbrók... (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:08

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er flott súla og mjög táknræn

Huld S. Ringsted, 9.10.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: halkatla

ég þarf alls ekki neina friðarsúlu til þess að vona á hverjum degi og leggja alla mína hugarorku til í einlægri bæn, við að óska eftir friði öllum heimsbúum til handa... ég skil ekki pointið með því að planta þessu áminningarshowi niður hér (nema augljóslega afþví að galdrakrafturinn er svo sterkur hjá okkur). En þetta skaðar svosem ekkert heldur, ég bara skil ekki hvernig það geta ennþá fundist einstaklingar sem þurfa áminningu, þ.e einhverjir sem óska ekki öllum sömu lífsgæða og við erum svo heppin við að njóta hér á Íslandi. Auðvitað á ekki að þurfa að áminna fólk um það að heimurinn er að mestu í dáldið miklum voða og gríðarlega illa er farið með fólk víða. En reyndar er lífstíll margra íslendinga ekki til fyrirmyndar, kannski áminnir þessi súla þannig séð einhverja um að vera minna gráðugir, eigingjarnir og stressaðir og fara í stað þess að hugsa um þá sem minna mega sín. Við skulum vona það. Og já, mikið var æðislegt að fá þessa flóttamenn til landsins. Það væri gæfa að fá sem flesta

halkatla, 9.10.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Súlan er auðvitað bara symbol og vonandi kallar hún á fallegar hugsanir.  Ég má amk ekki heyra Imagne öðruvísi en að tárast enda sökker fyrir Lennon.

Sammála um að við eigum að taka mikið fleira fólk frá þessum hrjáðu löndum hingað en auðvitað á heimurinn í heild að hysja upp um sig og láta ekki fara illa með nokkurn mann, en mig grunar að ég lifi það ekki.  Dæs.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 21:27

7 Smámynd: krossgata

En hvað með Dr. Gunna?  Bíður hann úti á kletti? 

krossgata, 9.10.2007 kl. 21:53

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Imagen all the people.. living life in peace. júhúúúúú....

dúllan mín. Eins og Heiða ertu nagli að utan kona en mjúk eins og heit marsipanfylling að innan. Ég er að spotta ykkur hér á netinu... ykkur marsipankellingarnar

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 22:02

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Forréttindapíkan þín addna... Við stóðum öll í herbergi Gelgjunnar áðan og störðum á ljósið. Sá Einhverfi vissi ekkert á hvað við vorum að horfa en hann tók samt þátt.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 22:03

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er ekki hægt annað en að tárast yfir fallega friðardraumnum, enda felldi ég nokkur tár með ykkur hinum. Reyndar rifjaðist líka upp fyrir mér morguninn erfiði þegar Lennon var myrtur, grét hástöfum þegar ég afhenti dagmömmu börnin mín og fór í vinnuna, dagmömmunni góðu til mikillar furðu. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2007 kl. 22:05

11 Smámynd: halkatla

jiminn, þetta ljós á eftir að rugla alla!  ég er dauðhrædd sko - híhí.

halkatla, 9.10.2007 kl. 22:05

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Buuuhuuu. Mig langar heimmmm. Dauðlangar að berja súluna augum.

Skil vel þessa væmni er sjálf eins og grenjudúkka .....stundum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:09

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þú ert svo mikil rúsina, dúllan mín

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 22:15

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú þarna Lassiez-Faire ert með jafn neikvæðari mönnum sem ég hef rekist á.  Svei mér þá.  Rímar! Lalalala

Þið eruð öll dúllur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 22:23

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Dóttir mín hringdi í mig á meðan útsendingin var, m.a. til að segja mér að hún gæti aldrei haldið aftur að sér tárunum þegar hún hlustar á Imagne, ég sagði að það færu allir að grenja þegar hlustað væri á það!

Er það einhver vitleysa?  Loksins getur maður notað gráttáknið.

Edda Agnarsdóttir, 9.10.2007 kl. 22:25

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei Edda það er hárrétt, allavega klökknum við konur, svo mikið er víst.

Jóna, ég sé ykkur í anda við gluggann, starandi opinmynnt út í náttmyrkrið.  Æi krútt

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2007 kl. 22:30

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég grenjaði ekki baun þótt ég væri að horfa, enginn geisli barst austur og ég alveg laus við tár, en lagið Imagine, kemur út á mér gæsahúð eins og á meðal broddgelti.  Er reyndar að slakna í geðvonskunni.  Have a nice blue night.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 22:35

18 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...sá ekki súluna....heyrði ekki imagine og sá ekki konurnar og börnin heldur...en ég tárast samt með ykkur í anda, algjörlega. Þetta hefur ábyggilega verið nokkurra tára virði, efast ekki um það þegar imagine er annars vegar !

Sunna Dóra Möller, 9.10.2007 kl. 22:46

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Væluskjóður.

Þröstur Unnar, 9.10.2007 kl. 22:50

20 identicon

Heyrði lagið og sé súluna útum stofugluggann á íbúðinni minni sem er í úthverfi í Reykjavík og ég er líka forréttindapíka eins og hinar sem héngu yfir sjónvarpsskjánum. Ég táraðist ekki og grét ekki enda mikill jaxl.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:09

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nú líka svona með marsipanfyllingu og næfurþunnum súkkulaðihjúp, sem bráðnar við minnstu hlýju. Kannski er þetta bara kostur hjá okkur rykpissum.  Ég fékk svona hnút í brjóstið og volgnaði um augun við  að sjá blessaðar konurnar og börnin frá Kólumbú. Mikill léttir hlýtur það að vera að vera heimtur úr slíkri helju.  Við getum sennilega ekki bjargað heiminum en þetta viðvik sýnir þó huginn og líknar nokkrum sálum. Vona að við sýnum uppburði og úthald og leiðum þessa nýju Íslendinga til hamingjusams lífs.  Hér er gott að vera, svona miðað við allt og allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.10.2007 kl. 00:00

22 Smámynd: Jens Guð

  Laissez-Faire,  þegar að ég sem barn ólst upp við kaldastríðshugsun sjöunda áratugarins þá kveiktu lög Bítlanna og síðar sólóplötur/lög Lennons í mér. All You Need is Love,  Give Peace a ChanceImagineog fleiri lög hreyfðu virkilega við mér.  Ég var alinn upp í Sjálfstæðisflokknum og af Morgunblaðinu sem að dásömuðu og vörðu stríðsglæpi Bandóðuríkjanna í Víetnam og víðar. 

  Tilgreind lög og fleiri,  ásamt viðtölum við Bítlana,  opnuðu augu mín fyrir því hversu stríðsrekstur,  hernaður og yfirgangur eru vond fyrirbæri.  Ég fór í uppreisn gegn stríði og hernaði.  Sem að varir enn þegar að ég er kominn á sextugsaldur. 

  Hugmyndafræði Lennons og Yoko(ar) hafði djúpstæð áhrif á mig.  Og klárlega marga fleiri.  Dropinn holar steininn.  War is Over (if you want it).   

Jens Guð, 10.10.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2985794

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband