Mánudagur, 7. september 2009
Ég málefnaleg? Nei, enda ekki í vinnunni
Mörg dæmi um skýr lögbrot segir Gunnar Andersen forstjóri Fjármálaeftirlits.
Okei, hvernig væri þá að einbeita sér að þeim málum og láta fréttamenn á þessu landi í friði kallinn minn?
Hvernig á maður að hafa tiltrú á eftirlitsstofnunum sem eltast við þá sem afla upplýsinga fyrir almenning sem situr eftir í skuldapollinum sem aðrir bjuggu til?
Bankaleynd, smankaleynd!
Það er ekki eins og það sé verið að veita upplýsingar af sparisjóðsbók Jón Einskismanns og konu hans, sem bæði eru á strípuðum töxtum, versla í Bónus, taka slátur og fara í strætó, heldur eru upplýsingarnar sem viðkomandi fimmmenningar hafa náð að koma á framfæri af þeirri stærðargráðu að þær eiga fullt erindi við almenning.
Og hafðu það Gunnar Andersen, sem mér reyndar líst mun betur á en þann sem áður var vermdi stólinn þinn.
Gunnar Andersen kann að tala og allt og ég hef heyrt það.
Líst ágætlega á hann.
Svo geta saksóknarar, sérstakir og óbreyttir og algjörlega normal einbeitt sér af glæpunum og látið fréttamenn í friði á meðan þeir eru að veita okkur bráðnauðsynlegar upplýsingar.
Málefnalegt hjá mér?
Nei, ekki afturenda, enda er ég bara frú Nóboddí með ekkert vægi.
Skál í partíinu.
Mörg dæmi um lögbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 6. september 2009
Veðmál um svefn eða skó
Talandi um kvikmyndir. Úff, ég er í vandræðum.
Málið er að ég horfi ekki á hryllingsmyndir nema með örfáum undantekningum.
Ég lenti nefnilega í skelfilegri upplifun þegar ég bjó í Gautaborg um árið og leigði mér "Shining".
Mikið rosalega hræddi hún mig sú mynd.
Ómæ hvað Jack Nicholson var mikill ógeðismaður í þeirri rullu.
Samt man ég ekki mikið úr myndinni nema hversu hrædd ég var, andrúmsloft illsku og svo man ég að konan hans Jack í myndinni var eins og hún væri að deyja úr berklum eða eitthvað. Alveg ferlega þreytuleg konan.
Ég veit að ég er ekki í lagi en eftirköstin af því að horfa á þessa mynd voru langvarandi og skelfileg fyrir mig. Nema hvað.
Ég þorði ekki að sofna í myrkri í fleiri mánuði á eftir.
En málið gerðist alvarlegra en svo því þetta þróaðist út í það að geta ekki sofið við ljós heldur.
Ég hætti einfaldlega að sofa á tímabili.
Í hausinn á mér komu aftur og aftur flashback úr myndarfjandanum.
Here´s Johnny var eitt.
Þegar Jack var á barnum með manninum frá helvíti var önnur.
En þetta vandamál með myndina hefur elt mig uppi.
Ég hef nefnilega veðjað við hinn helminginn af kærleiks að ég þori alveg að sjá hana núna þrjátíu árum síðar eða svo.
Hann vil meina að ég sé ennþá skíthrædd og taugaveikluð og muni verða andvaka fram að jólum.
Ég í öllum mínum hortugheitum þverneita því og hef veðjað við hann um málið.
Þess vegna er mér þessi vandi á höndum.
Hvort er mikilvægara?
Að sofa eða vinna rándýru stígvélin sem veðmálið gengur út á?
Sjitt.
Verða kvikmyndir leigðar út og seldar á YouTube? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 6. september 2009
Ljótur leikur
Það er ábyggilega ekki auðvelt að vera stjórnmálamaður á tímum internetsins þar sem nafnleysingjar geta stundað rógburð óáreittir.
Ég hef reyndar ekkert á móti því að fólk taki þátt í umræðu án nafns, þ.e. þegar það er innan eðlilegra velsæmismarka.
Auðvitað er gagnrýnin grimm á stjórnmálamenn í þessu ástandi sem nú ríkir en þeir sem skrifa undir fullu nafni stíga auðvitað varlegar til jarðar en þeir sem fela sig í hugleysi við tölvurnar sínar bak við byrgða glugga.
Ég hef algjöra samúð með Björgvini G. Sigurðssyni sem nú er verið að vega að úr launsátri.
Nafnlausir rógberar segja að Björgvin sé á fylleríi á skemmtistöðum og á kvennafari.
Maðurinn er í sambúð. Halló ógeðin ykkar sem svona gerið.
Hvað er eiginlega að fólki sem fær út úr svona ljótum leik?
Ég veit ekki betur en við sem erum með bloggsíður á Mogganum séum ábyrg fyrir þeim athugasemdum sem koma við færslurnar okkar.
En er það nóg?
Þarf sá sem hýsir bloggin ekki að taka hina endanlegu ábyrgð?
Mér finnst þetta dálítið brennandi spurning í deginum.
Það eru nefnilega allir að fara á límingunum í þessu þjóðfélagi.
Fjandinn hreinlega laus.
Hvar setjum við mörkin krakkar?
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 6. september 2009
Atli Húnakonungur nútímans
Ég hef sagt það áður og segi það enn að kreppan hefur gert manni hluti.
Bæði góða og slæma.
Jón Daníelsson var í Silfrinu og var nokkuð bjartsýnn á að nú færi ástandið hér að lagast.
Ég hlustaði og ég skildi en trúði ekki.
Það er nefnilega það vonda sem kreppan hefur gert mér að ég gef lítið fyrir alls kyns yfirlýsingar sérfræðinga.
Tek öllu með gífurlega miklum fyrirvara.
Þetta á einkum við sérfræðinga eins og þá sem kenna sig við hagfræði vegna þess að skoðanir þeirra á hvað beri að gera og hvernig mál standa, skarast eilíflega.
Það er vont að treysta engu(m)...
Nú eða fáu(m).
Illugi Gunnarsson er að ég held ágætis maður og í betri kantinum miðað við þann flokk sem hann tilheyrir.
En sorrí Illugi, ég fæ beisíklí óbragð í munninn þegar þið Sjálfstæðismenn byrjið að gagnrýna stjórnvöld af því mér finnst að þið hafið hreinlega ekki efni á því.
Þið eruð svo bullandi sekir maður minn.
Allir aðrir (ókei, ekki Framsókn) geta gagnrýnt sig bláa í framan og ég skal hlusta.
En ekki sjálfur hrunflokkurinn.
Samt má Illugi eiga það að hann er málefnalegur í sínum málflutningi oftast nær.
En að missa traust á öllu og öllum er vont fyrir sálina.
Það getum við þakkað bévuðum stjórnvöldum sem hönnuðu umhverfið fyrir banka og útrásir ásamt útrásardólgunum sem gáfu Atla Húnakonungi ekkert eftir í yfirferð sinni um akurinn, só tú spík.
Súmítúðekor.
Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. september 2009
Haustfréttir frá menningarheimilinu í 101
Undirrituð hefur aldrei á Ljósanótt Reykjanesbæjar farið.
Fremur en aðrar svona bæjarhátíðir.
Er í raun ekkert spennt fyrir svona fyrirkomulögum en Ljósanóttin er mér kær.
Af hverju spyrð þú og missir augabrúnir upp á enni.
Jú, Ljósanótt er merkið sem ég gef mér um að formlegt haust sé hafið.
Ég elska haustið.
Litina, lyktina, skerpuna sem kemur í lungun þegar ég anda að mér haustloftinu.
Fyrir suma eru réttir og sláturgerð merki um haust, en ég þekki ekki sláturfólk. Það er of blóðugt og villimannslegt fyrir mína fínhekluðu sál og blúndulagt sinnið.
Silfrið byrjar aftur í dag eftir sumarfrí (sem er allt of langt). Það er líka merki um að haustið sé komið.
Sumarið er fínt, en haust og vetur er minn tími.
Á sumrin þarf maður nefnilega að hafa afsökun til að vera ekki að fara eitthvað, gera eitthvað.
Það eru bókstaflega allir eilíflega farandi eða rétt ókomnir til þess eins að rjúka aftur af stað á sumrin.
Fólk eins og ég situr heima á svipinn eins og hertur handavinnupoki og fer í felur með að það vill bara sitja inni og lesa. Okei, úti á svölum í besta falli.
Nú get ég kveikt á kertum og lesið eins og enginn sé morgundagurinn og verið góð með það.
Er að lesa tvær bækur núna börnin mín á galeiðunni.
Önnur er "Undir kalstjörnu" og hún er ótrúlega falleg og ljót, ljúf og sár, beitt og blíð, kom út 1979 að mig minnir en er núna komin í kilju.
Hin er nýja smásagnasafnið hans Þórarins Eldjárns, "Alltaf sama sagan" en hann er einn af mínum uppáhalds.
Þórarinn Eldjárn hefur einn svakalegan galla. Galla sem ekki er hægt að horfa framhjá. Honum er gjörsamlega fyrirmunað að valda manni vonbrigðum.
Bibb og búbb.
Skál í haustpartíinu frá menningarheimili mínu í 101.
Ljósadýrð í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. september 2009
Mótmælt fram í rauðan dauðann
Hvað á að troða hóteli á sjálft Ingólfstorgið?
Skemma götumyndina?
Eyðileggja gamla Sigtún - láta það hverfa?
Ég vil ekki hafa þennan fíflagang.
Það er merkilegt með Íslendinga (suma) hvernig þeir vilja troða öllu á sama reitinn.
Og byggja háhýsi líka, eins og hroðbjóðinn á Höfðatorgi.
Ef íhaldið í borginni hefði fengið að ráða væri Torfan minni eitt.
Moggahöllinn er svona dæmi um skelfilegan arkitektúr og kumbalda sem var troðið niður í gamla miðbæinn.
Mogahöllin er reyndar svo ljót að mér er farið að finnast hún falleg, verra verður það ekki.
Við skulum ekki tala um ráðhúsið.
Manni líður eins og Gúliver hafi tekið með sér heimili sitt til Putalands og slengt því ofan í tjörnina.
Látið Ingólfstorg vera mig langar til að borgin mín eigi sér einhverja húsasögu.
Að virðing sé borin fyrir því gamla.
Hlustið á það yfirvöld.
Annars getið þið þarna hjá borginni átt okkur á fæti.
Við munum einfaldlega mótmæla þessum gjörningi fram í rauðan dauðann.
Baráttutónleikar á Ingólfstorgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 5. september 2009
Álfarnir voru bankamenn
Hvernig er hægt að taka þjóð alvarlega sem lætur taka viðtal við sig um álfa í umfjöllun um efnahagshrunið?
Það er kona í þessu myndbandi sem fer alveg með mig.
Hún bendir á stokka og steina og bendir á hreyfingu í grasinu og sýnir svo álfadúkku til að sýna stærð þessara "lífvera".
Krúttlegt en það eru líka þjóðsögurnar og ævintýrin og fín til heimabrúks.
En annars er þetta fínn þáttur hjá ástralska 60 minutes.
Fín viðtöl við fólk, líka sjómanninn sem varð að bankamanni.
Ef við gætum nú sleppt þessu víkinga- og álfakjaftæði alltaf hreint þá gætum við svei mér þá verið tekin í fullorðinna manna tölu.
Ég varð svo hrygg þegar ég sá þetta klipp sem fylgir fréttinni.
Mikið skelfing erum við búin að vera.
En þá er að bretta upp ermar.
Köllum álfana til hjálpar.
Annar sjómaður sem talað var við var algjörlega að mínu skapi.
Aðspurður hvort hann tryði á tilvist álfa svaraði hann á þá leið að þeir álfar sem hann vissu um hefðu allir verið bankamenn.
Spot on.
Uppskrift að stórslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 5. september 2009
Ég þekki fólk
Ég þekki slatta af fólki sem litlar líkur eru á að deyji fyrir aldur fram af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Jamm og sjúkkitt.
Hættulegt að vera með mjó læri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. september 2009
Lúserar aldarinnar
Þegar vertíðin í útrásinni er lokið hvað gera menn þá?
Jú, Björgólfur I og II, Karl Wernersson og eflaust einhverjir fleiri heiðursmenn stefna fréttamönnum og fjölmiðlum.
Það er ekki líðandi að fréttamenn skuli sífellt vera að segja frá bömmerum þessara snillinga.
Eru ekki fleiri matarholur sem má stinga gullslegnu trýninu ofan í?
Það má auðvitað halda sér í æfingu og stefna aumum bloggurum líka.
Sem sífellt tala niður hina íslensku fjármálasnillinga.
Hvernig væri að þessir menn færu að láta rofa til í hausnum á sér?
Og læra svo að skammast sín?
Neh, hvernig læt ég.
Þeir eru ekki enn búnir að ná því að þeir eru og verða lúserar aldarinnar.
Get fucking over it.
Karl höfðar mál gegn fréttamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 4. september 2009
Þjóðin á þing - úje og allir glaðir í boðinu
Heiða vinkona mín og fleira gott fólk ætlar að bjóða sig fram sem hópur til stjórnar í Borgarahreyfingunni á komandi landsfundi.
Vefstjóri heimasíðu Borgarahreyfingarinnar hefur verið að lenda í tækni sem er kvikindislega stríðin eins og tækni ein getur verið, m.a. misst út eitt komment í umræðu á síðunni úr miðri umræðu.
Nú eru nokkrir dagar síðan hópurinn góði tilkynnti um framboð sitt til stjórnar og enn hefur ekki tekist að koma þessari tilkynningu inn á síðu hreyfingarinnar og því datt mér í hug að koma til aðstoðar og birta þetta hjá mér því skilaboðin eiga auðvitað erindi til allra sem áhuga hafa á málefnum BH og vilja jafnvel ganga í hreyfinguna til að vera þátttakendur í nýjum stjórnmálum á nýju Íslandi, þar sem allt er opið, frjáls og uppiáborðiliggjandi sýnilegt öllum.
Hér koma skilaboðin:
"Þjóðin á þing
Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi
Slagorðið þjóðin á þing er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.
Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.
Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.
Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur. Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.
Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða hér: Þjóðiná þing - framboð til stjórnar
Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.
Ásthildur Jónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Skúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðsson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður Ragna Skúladóttir, Jón Kr. Arnarson, Lilja Skaftadóttir, Sigurður Hr. Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð."
Ég veit að allir meðlimir hreyfingarinnar fagna þessu framtaki mínu.
Ásamt því að allir miðlar að vefsíðu BH undantekinni hafa verið duglegir að segja frá þessu.
Ekkert að þakka elskurnar mínar.
Geri bara mína "borgaralegu" skyldu. Móðir Theresa hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr