Föstudagur, 4. september 2009
"Meira af henni en minna af mér"
Á sumum menningarsvæðum þykja holdugar konur fallegar.
Merki um velmegun og það er logískt finnst mér.
En við vestrænar konur viljum helst hverfa af yfirborði jarðar ef þess er nokkur kostur.
Þessi mynd vakti hjá mér viðbrögð sem mig langar ekkert að kannast við.
Fyrst hugsaði ég ég með mér hversu falleg þessi kona væri, að hún geislaði af heilbrigði.
Svo festist ég í lærunum.
Alveg: Eru þau ekki af einhverjum öðrum, mömmu hennar eða jafnvel eiginmanni? Þau eru hjúmongus.
Mér fannst þau alveg dekka heilt búningsherbergi, að það væri hægt að byggja á þeim heilt úthverfi nánast.
Ég skammast mín fyrir hversu móttækileg ég hef verið fyrir heilaþvotti tísku- og útlitsómenningarinnar.
Samt vinn ég í því á fullu að losa mig við þetta fáránlega mat á kvenlegum formum sem er búið til af fatahönnuðum og snyrtivöruframleiðendum og hefur orðið mörgum konum og stúlkum að aldurtila vegna átröskunarsjúkdóma.
"Meira af henni en minna af mér" var auglýsing sem gekk ljósum logum á markaði fyrir þetta 15 árum eða svo.
Kona vel í holdum horfði á spegilmynd sína sem var svo horuð að hún gaf sveltandi börnum í Afríku ekkert eftir í holdleysi.
En hvað um það, Lizzie Miller er falleg.
Það er heilaþvottastöðin sem er að trufla sjónina í mér og fleirum og það ætti að vera verkefni okkar allra að útrýma stöðluðum markaðshugmyndum um hvernig við eigum að líta út.
Gínukonan er ekki til nema í heimi tískunnar þar sem örlítil prósenta kvenna gengur um deyjandi úr hor og átröskunarsjúkdómum og gefa tóninn.
Út með gínukonuna og inn með hina venjulegu konu sem er alls konar í laginu og nánast aldrei eins og gína.
Nú eða barbídúkka sem samkvæmt nákvæmum útreikningum gæti ekki gengið upprétt eins og hún er í laginu.
Algjörlega flott kona hún Lizzie Miller, læri og allt - og ekki orð um það meir.
Þrýstnar línur vekja fögnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 4. september 2009
Löglegir og siðlausir í Landsbanka?
Eftir hrun hafa bankadólgar og aðrir græðgifurstar og stundum stjórnmálamenn svarað uppkominni gagnrýni á eftirfarandi hátt:
Engin lög hafa verið brotin, ekki reglur heldur. Allt eftir bókinni.
Vilmundur heitinn talaði mikið um hugtakið löglegt en siðlaust og þannig er uppgjörið við bankahrunið afgreitt af þeim sem að því stóðu.
Oftast löglegt en alltaf siðlaust.
Núna Segir Páll Benediktsson, talsmaður Landsbankans að meðferð bankans á Styrktarsjóði hjartveikra barna hafi verið lögleg. Farið hafi verið að reglum og þegið þið svo.
Þetta lið ber fyrir sig lögum til að verja siðleysið, græðgina og samviskuleysið.
Svona lög eru þá ólög og það ber að breyta þeim núna!
Fullt af fólki missti aleigu sína við fall bankanna.
Það situr nú uppi með sárt ennið.
Starfsfólk bankans hringdi í akkorði mánuðina fyrir hrun til að fá fólk til að færa peningana sína út af öruggum reikningum yfir í sjóði.
Það er auðvitað líka löglegt trúi ég.
Ég ráðlegg þessum kverúlöntum að segja sem minnst og skoða á sér höfuðið í staðinn.
Uppgjörið mun eiga sér stað.
Væntanlega með siðleysisfaktornum inniföldum.
Arg.
Bankinn fór að reglum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Bannað að míga og æla á almanna færi?
Ég veit að löggan var að sekta og taka fólk höndum í fyrra í einhverri rassíu.
Eða var það í hitteðfyrra? Skiptir ekki máli. Fólk var að minnsta kosti sett í járn og það með réttu þegar það meig og ældi utan í byggingarnar í miðbænum.
Svo sá ég þessa fínu mynd utan á forsíðu Fréttablaðsins í dag.
Af landsliði karla í fótbolta.
Þar voru tveir landsliðsdrengir mígandi utan í vegg eða gám, hvað veit ég.
En þá hét það að "vökva náttúruna" eða eitthvað viðlíka væmið og and-krúttlegt.
Tvískinningur here you come.
Ef það eru "strákarnir okkar" í einhverju samhengi þá mættu þeir örugglega æla á götuna sér til hugarhægðar ef þeir væru með óskir þar um.
Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir bjarg.
Ókei, ég hendi mér ekki út af þessu mígildismáli.
En ég garga mig hása.
Kapíss?
Atli Viðar: Stórt skref á ferli mínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Ó Sara
Fyrrverandi tengdasonur Söru Palin segir hana eiga fátt sameiginlegt með ímyndinni.
Ég alveg: Sjúkkitt, þá er hún ekki fáfrótt "airhead" eftir allt konan, hugsaði ég.
Veit alveg hvar Rússland er á kortinu og svona og að það er til Asía og Evrópa líka.
Nebb, barnsfaðirinn vill meina að hún sé ekkert alltaf eldandi og alandi upp börnin sín.
Voðalegur skandall er það.
Ég sem hélt einmitt að kona í framboði til varaforseta Bandaríkjanna myndi hafa svo mikinn tíma í dúllerí heima í eldhúsi.
Og svona af því ég er byrjuð þá gæti mér ekki staðið meira á sama um Söru þessa og allt hennar slekti, bæði nú og fyrr.
Það sem gleður mig hinsvegar óendanlega mikið að þessi húsmóðir frá Alaska skuli ekki hafa komist nálægt valdabatteríi Washingtonborgar.
Vá hvað heimurinn væri ekki í góðum málum með Söru og Jón við stjórnvölinn.
Hvað varðar svo ímynd hins s.k. fræga fólks þá held ég að hún sé sjaldnast annað en heimagert plott hjá PR-fólkinu.
Úje.
Palin á fátt sameiginlegt með ímyndinni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Algjört einkaframtak án innblöndunar
Nýju myndina um hrunið sem verður frumsýnd 9. október og heitir "Guð blessi Ísland", ætla ég að sjá, það er á hreinu.
Þá verður liðið ár frá þeim degi sem allt hrundi svona formlega þó auðvitað hafi allt farið í vaskinn löngu áður en okkur starfsmönnum á plani haldið í ástandi hins hamingjusama hálfvita eins lengi og nokkur kostur var.
Ég ætla að sjá hana þó ekki væri nema nafnsins vegna sem er auðvitað tilvísun í orð Geirs Haarde þegar hann bað guð fyrir okkur þann 7. október í fyrra vansællar minningar.
Ég hef reyndar alltaf skilið þetta ákall Geirs á guð.
Maðurinn vissi auðvitað að hann og hans hómís voru gjörsamlega ófærir að bjarga nokkrum sköpuðum hlut og þá var ekkert eftir nema ákall á hinn almáttuga.
Sem mér finnst ekki hafa tekið neitt sérstaklega vel í bón Geirs Hilmars.
En hvað gat Geir gert?
Ekki gat hann beðið VG um að bjarga okkur.
Það hefði verið pólitísk sjálfsmorð.
En hið pólitíska sjálfsmorð var auðvitað framið án hjálpar nokkurs manns eða máttar.
Algjört einkaframtak án innblöndunar.
Gvöð blessi Kolbeinsey, hún er að hverfa í sjó.
Þetta er bara allt farið í steik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Hvenær tilefni?
Ég er á móti eignaspjöllum sem þó eru mis alvarleg.
Smá málning er atvinnuskapandi og ég get ekki sagt að ég gráti það.
Eyðilegging á bílum blásaklauss fólks er hins vegar skammarleg iðja og engum til sóma.
Ef eitthvað þá eyðileggur svona framferði þann málstað sem barist er fyrir.
En að segja að bíll hafi verið "lyklaður" er hreint ótrúlega hallærislegt orðalag.
Ef einhver myndi slá mig í hausinn með ausu, var ég þá "ausuð"?
En ástæðan fyrir því að ég blogga um þessa frétt er fyrirsögnin:
"Lúxusbílar skemmdir að tilefnislausu".
Halló, er einhvern tímann hægt að skemma bíla að yfirlögðu ráði að gefnu tilefni?
Þetta orðalag er líka notað í réttarkerfinu.
Ofbeldi að tilefnislausu.
Er einhvern tímann tilefni til beitingu ofbeldis?
Auðvitað ekki, ofbeldi er alltaf óverjandi kostur í mannlegum samskiptum.
Sjálfsvörn er auðvitað til og þá má bara nota það.
Hættið svo að ráðast á helvítis lúxusbílana.
Flestir eigendur þeirra eru fólk sem trúði oflætiskjaftæðinu í bankadólgunum og stjórnvöldum.
Að Ísland yrði miðstöð fjármálalífs á jörðinni og við frábærust í heimi og ladídadída.
Geðveiki.is
Lúxusbílar skemmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Linkur og baráttukveðjur!
Ég hvet ykkur til að lesa þetta gott fólk og fylgjast með.
Mér lýst svo vel á þetta framtak að það gæti endað með að ég gengi í þessa hreyfingu, frekar en Framsóknarflokkinn svona eftir á að hyggja enda honum ekki viðbjargandi. Dæs.
Áfram krakkar og baráttukveðjur frá mér á kantinum.
Enn sem komið er að minnsta kosti.
Jabb, mér líst óggissla vel áetta.
Komasvo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Allt launþegum að kenna
Ég hef aldrei botnað í því hvað atvinnurekendur eru að gera í stjórnum lífeyrissjóða verkafólks.
Sjómannafélagið er greinilega sammála mér.
Ekki nóg með að ég kæri mig ekkert um atvinnurekendur í þessu samhengi þá er ég sem vinstri sinni full tortryggni út í hið seinni tíma ástarsamband sem er á milli fulltrúa launþega og atvinnurekenda.
Þetta eru gagnstæðir pólar sem eiga ekkert að vera að daðra og dufla hvor við annan og ég vil ekki sjá þessa heljarinnar samvinnu sem er svo mikið talað um núorðið og orðið þjóðarsátt klingir viðvörunarbjöllum í hausnum á mér.
Launþegar báru ekki mikið úr býtum í þessari svo kölluðu þjóðarsátt um árið.
Miðað við launataxta verkafólks þá hefur verkalýðsbarátta litlu skilað hér á landi og ég væri persónulega búin að setja þessa toppa sem semja fyrir hönd launþega á árangurstengd laun.
Vá hvað þeir ættu erfitt með að fylla á formannsbílinn þá karlarnir.
Hvaða glóra er í því að verkalýðsfrömuðir skuli vera með margföld laun viðsemjenda sinna?
Rosalega finnst mér það firrt fyrirkomulag.
Sennilega finnst það öllum nema þeim örfáu sem njóta launanna.
Já ég er að tala umformenn/konur stéttarfélaga.
Annars er þetta svona og ekki litlar líkur á að það breytist í fyrirsjáanlegri framtíð enda kreppa og það er nú heldur betur góð ástæða til að halda launum áfram lágum því auðvitað er það massinn sem ber byrðarnar fyrst og fremst og ævinlega.
En hvernig var það annars?
Hverjar voru röksemdirnar gegn launahækkunum aftur í gróðærinu?
Æi, hvernig læt ég, auðvitað var atvinnurekendum þröngur stakkur skorinn þá líka, vegna þensluáhrifa og verðbólguhættu.
Skammist ykkar launþegar á Íslandi.
Þetta er ALLT ykkur að kenna.
Menn fara best með eigið fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Auðvitað skrifar maðurinn undir
Ég skrifaði ekki undir áskorun á forsetann um að samþykkja ekki Icesave-ríkisábyrgðina.
Það er bara svo út í hött að ætla að neita að borga hversu óréttlátt sem það nú er.
Málið er að Icesave er staðreynd, AGS er það líka.
Það er líka borðleggjandi að við fáum ekki krónu neinsstaðar frá nema að þetta andstyggðar mál sé afgreitt formlega.
Ekki að mér finnst það ekki fúlt, ónei, en kommon, raunveruleikinn er þarna krakkar mínir.
Það má sparka í sköflunginn á mér, I´m a big girl, en þetta er svona og ekki öðruvísi.
Cry me a river.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Þetta er ég sem tala niður til ykkar úr 101
Ég er komin aftur, jabb, fríið frá mér búið og nú mun ég láta öllum illum látum.
Segi svona.
Hvað er verið að dissa Gordon Ramsey fyrir flotta staðinn í Chelsea? Dætur mínar borðuðu þar um daginn og fannst maturinn frábær.
Aular.
En....
Eitt stykki menningarheimilisflutningar eru að baki.
Vitið þið hvað bækur eru erfiðar til flutnings?
Jamm ég trúi á bókvitið þar sem verkvitinu sleppir.
Hér sit ég innan um kassarestar og mala af ánægju með að vera tengd.
Ég er svo lukkuleg, það í mér mér púki en samt kem ég með friði villingarnir ykkar.
Ég er svo ánægð með mig, heimilið og allt sem lifir að ég er að hugsa um að ganga í stjórnmálahreyfingu til að halda upp á það.
Hvaða stjórnmálahreyfingu?
Það veit ég ekkert um, Framsókn kannski. Vantar ekki einhvern til að tosa það búalið upp úr traktorsförunum? Sjáum til.
Þetta er Jenný Anna sem talar niður til ykkar úr 101.
Ramsey í rugli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr