Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Sunnudagur, 28. júní 2009
Grænmeti fyrir alla!
Þetta var ekki ég, ég sverða.
Fór ekki út fyrir hússins dyr eftir miðnætti og átti nóg af sígarettum.
Er með mann til að sanna mál mitt ef þurfa þykir.
Annars er það virðingarvert að stela þó vítamínum ef á annað borð er verið að taka hluti ófrjálsri hendi.
Kreppan getur valdið allskyns næringarvandamálum þegar fólk hefur ekki efni á góðum mat.
En í alvöru talað þá sá ég frétt á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni í gær varðandi þann skelfilega möguleika að grænmetisbændur þurfi að stöðva framleiðslu yfir vetrartímann.
Þetta kemur til af því að rafmagnið fer síhækkandi og kostar hvítuna úr augum þeirra.
Svo fer hátt rafmagnsverð beint út í verðlagið.
Ég segi fyrir mig að það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að kaupa ferskt grænmeti og ávexti.
Nú þegar fólk þarf að spara í innkaupum til heimilisins og hvert starf er gulls í gildi þá segir það sig sjálft að við eigum ekki að þurfa að eyða dýrmætum gjaldeyri í innflutning á grænmeti nema þá að afskaplega litlu leyti.
Eða missa fólk sem vinnur við garðyrkju í atvinnuleysi.
Mér finnst sykurskattur í fínu lagi og að sama skapi eiga grænmeti og ávextir að vera á viðráðanlegu verði fyrir alla.
Það vantar einhvern skilning þarna um nauðsyn þessarar búgreinar og mikilvægi holls mataræðis fyrir börnin okkar.
Ef það er hægt að gera leynisamninga við álfyrirtæki þar sem þeir fá rafmagn á útsöluverði þá er lágmark að við styrkjum íslenska framleiðslu á mat og bjóðum grænmetisbændum (og hinum líka) upp á sama díl og álrisunum.
Hvað er að forganginum í þessu þjóðfélagi?
Urrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Sígarettum stolið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 27. júní 2009
Súmítúðefokkingbón
Stelpur; vitið þið að hamingja ykkar fer dvínandi strax og þrítugasti afmælidagurinn ykkar er liðinn?
Nú, vissuð þið það ekki?
Ekki ég heldur nefnilega, en það er búið að rannsaka málið og við erum hamingjusamastar 28 ára en svo er það beina andskotans niðurleiðin með hamingju, kynlíf og útlitsánægju.
Til hvers er líf eftir þrítugt?
Það var sko hárvöruframleiðandinn Clarol sem fann út þessa miklu speki.
Ég fór strax aftur til áranna tuttuguogátta til þrítugs.
Bíddu, hugsíhugsíhugs.
Nebb, stemmir ekki, það var fyrst eftir þrítugt sem ég varð ánægð með mig og síðan hef ég verið á óslitinni sjálfshátíð með eilífum raðfullnægingum, speglablæti og hamingjuópum.
Jeræt.
Ég er svo hundleið á rannsóknum sem virðast gerðar til að sanna mýtuna.
Eins og t.d. um konuna sem markhóp.
Sem betur fer erum við jafn ólíkar og við erum margar.
Mis feitar, glaðar, graðar og brosandi.
Fyrirgefið orðbragðið.
Ég er af kynslóðinni sem fékk ekki að lesa blaðsíðu 82 í heilsufræðinni.
Kennarinn hljóp yfir kynfræðslu á einni blaðsíðu.
Sem sýndi mynd af leggöngum og þverskurð af kynfæri karls.
Þess vegna á ég erfitt með að skrifa gredda, ríða, píka og tittlingur.
En maður verður að láta sig hafa það.
En...
Þessi hamingjusama kona á óræðum aldri gefur skít í svona rannsóknir.
Súmítúðefokkingbón.
Konur hamingjusamastar 28 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 27. júní 2009
Mér er sama, mér er ekki sama
Mér er sama, mér er sama, mér er sama.
Um hækkun á áfengi offkors.
Ég er nefnilega búin með minn skammt af eldvatni sem betur fer.
Ég hef alveg skilning á að sígó skuli hækka líka, það er ekki hægt að halda því fram að þær séu í nauðsynjapakka heimilanna.
En helvíti er það blóðugt að vera enn reykjandi.
Og að öðru.
Alltaf þegar ég er búin að koma mér upp skoðun, eins og t.a.m. með Icesave, að við komumst vart hjá því að borga, þá kemur einhver sem nær athygli minni og fær mig til að efast.
Ekki að ég hafi verið gallhörð á skoðun minni því það er eiginlega ekki hægt, maður heyrir svo mörg sérfræðiálit og svo eru vafaatriðin of mörg.
En ég var farin að hallast á að það væri engin önnur leið en að láta kúga okkur til hlýðni.
Enn er ég ekki viss um að það sé annað að gera en..
svo kom Ögmundur og sagði beint út að hann væri ekki sannfærður um að við ættum að borga.
Ég treysti Ögmundi, hann segir það sem honum finnst umbúðalaust og hefur alltaf gert.
Lokahnykkurinn var svo Kastljósið í gær.
Einar Már var í viðtali út af Hvítbókinni sinni sem var að koma út.
Til að gera langa sögu stutta þá talaði Einar Már um hluti sem ég vissi en hafði kosið að gleyma.
Hann talaði um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri að verja fjármagnseigendur og sjá til þess að pöpullinn borgaði enda hefur AGS sett sem skilyrði fyrir aðstoð að við skrifum undir Icesave.
Evrópusambandið og Norðurlöndin verja líka kapítalistana.
Valdið ver fjármagnseigendur.
Við fólkið skulum borga.
Því miður þá meikar þetta og margt annað sem þessi frábæri rithöfundur sagði, allt of mikinn sens til að ég geti skellt við því skollaeyrum.
Og nú þarf ég að hugsa allt upp á nýtt.
En ég fer ekki í nein fjandans mótmæli.
A.m.k. ekki strax.
Nú er ég lögst undir feld.
(lesist að hugsa undir skini gula fíflsins sem hlýtur alveg að fara láta sjá sig, ef marka má Storma á vakt).
Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 26. júní 2009
Bláa höndin og allur sá pakki
Stundum eru fréttir svo krúttlegar.
Lögreglan á Sri Lanka hefur handtekið stjörnuspeking fyrir að spá bömmerum fyrir ríkisstjórn forseta landsins.
Þetta skil ég.
Ég meina hvað hef ég ekki oft gripið til kviðristukittsins hérna á blogginu þegar sumarstarfsmenn blaðsins hafa staðið í þýðingum á stjörnuspám?
Ha?
Kannski hefði ég átt að senda lögguna á stjörnuspekinginn.
Nú eða spákonurnar sem ég lét ljúga að mér í æsku minni.
Alveg: Fjögur börn og eitt hamingjusamt hjónaband þar til dauðinn skilur ykkur að.
Ég trúði þeim alveg. (Átti mín ljóskumóment).
Og botnaði ekkert í af hverju þetta gekk ekki eftir.
Núna, fjölmörgum eiginmönnum síðar með þrjár mannvænlegar dætur, sé ég að spádómar þessarra spákvenna voru ekkert annað en lögreglumál.
Þær lugu að mér eins og sprúttsalar á sterum.
Þetta stönt hjá löggunni á Sri Lanka. að handataka stjörnuspekinginn hefði alveg geta gerst þegar t.d. Davíð Oddsson var forsætisráðherra.
Ég get alveg séð hann fyrir mér láta ná í Gulla Stjörnu og hundskamma hann fyrir neikvæða spádóma.
Ég meina, kallaði hann ekki Hallgrím Helga á teppið og lagði honum lífsreglurnar ha?
Bláa höndin og allur sá pakki.
Ég sverða.
Handtóku stjörnuspeking fyrir slæma spádóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 26. júní 2009
Presley "all over again"
Michael Jackson er dáinn.
Milljónir syrgja.
Fara Fawsett dó líka í gær.
Presley dó úr lyfjaáti.
Þeir segja að MJ hafi gert það líka.
Strax er byrjað að kenna læknunum um.
Hef eiginlega ekki skoðun á þessu en það er alltaf sorglegt þegar fólk deyr á besta aldri.
Já og MJ var auðvitað snillingur á sínu sviði.
En aftur velti ég fyrir mér gildi mannslífa.
Á hverju augnabliki deyja börn um allan heim, úr sjúkdómum, vannæringu, ofbeldi og fátækt.
Það hvílir þungt á mér og hefur alltaf gert.
Þess vegna stilli ég mér á kantinn og fer ekki á samskeytunum þegar stjörnur deyja.
En ég finn til með þeim sem eftir lifa.
Og ekki orð um það meir.
Michael Jackson er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Vondi Feisbúkkmaðurin lokaði á vinkonu mína! Urr!
Sko, þar sem þjóðfélagið hefur farið á aðra hliðina vegna Feisbúkklokunar á Ragnheiði Elínu Clausen, hinnar geðþekku og dagfarsprúðu þulu, finnst mér tilefni til að koma því á framfæri að það hefur verið lokað á fleiri.
Málið er að mín ástkæra vinkona, ekki svo mjög dagfarsprúða með með enga reynslu af þularstarfi á bakinu, var líka hent út skýringalaust af Feisinu.
Þrátt fyrir óaðfinnanlega hegðun, bara svo það sé á hreinu.
Ég er alveg farin að sjá fyrir mér einhvern illa innrættan Íslending sem skannar Feisbúkk og hefur það að aðalstarfi að henda út geðþekkum konum algjörlega á tilviljanakenndan máta.
Alveg: Þessi fýkur og þessi, og þessi.
Af hverju gerir þú þeitta Feisbúkkmaður?
FM: Because I can.
En aftur í alvöru þessa máls.
Við vinkonur Dúu dásamlegu eru búnar að stofna grúppu henni til stuðnings og ég hvet ykkur kæru lesendur þessarar síðu til að fara inn á þennan hlekk hér og skrá ykkur strax.
Setjum Feisbúkk stólinn fyrir dyrnar í þessum undarlegu lokunum.
Sjitt, ætli vondi Feisbúkkmaðurinn loki ekki á mig næst.
Það er eins gott að það verði sett á fót grúppa handa mér þá.
Þó ég sé sírífandi kjaft bæði á Feisbúkk, á blogginu og heima á kærleiks.
Koma svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Hvar liggur ábyrgðin?
Það er kannski ekki fallegt af mér að vera að hafa skoðun á raunum þessa fólks sem situr uppi með skuldir af lóð og tveimur húsum.
En ég bara verð að segja skoðun mína á þeim skýringum sem maður heyrir oftar og oftar hjá fólki sem kemur í fjölmiðla til að segja farir sínar ekki sléttar.
Hin skvokölluðu opinberu fórnarlömb kreppunnar.
Þessi hjón segjast lifa milli vonar og ótta eftir að hafa lent á eyðslufylleríi árið 2007, hvött áfram af bönkum og fasteignasölum.
Málið er að ég er svo kaldlynd að ég þetta gengur ekki alveg í mig.
Ég vil minna á að fólk er ábyrgt á öllum sínum skuldbindingum án tillits til hver hefur hvatt það áfram og þá er best að hafa í huga að ráðgjafarnir ætla ekki að standa við skuldbindingarnar fyrir viðkomandi ef ekki gengur eftir eins og upp með var lagt.
Ég hef auðvitað samúð með fólki, ekki misskilja mig.
Og ég veit jafnframt að fólki var ráðlagt að taka myntkörfulán og að kaupa og spenna.
En ábyrgðin liggur fyrst og síðast hjá þeim sem skuldbindur sig.
Það er bara svoleiðis.
Fjölskylda á hringekjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Eintóm öfund og illmennska
Frjáls miðlun fær sem betur fer áfram bullandi verkefni hjá Kópavogsbæ.
Þið munið að eigandi fyrirtækisins er dóttir Gunnars I. Birgissonar og fólk var að gera því skóna að það væru ekki góð vinnubrögð að skipta við fyrirtækið á þeim forsendum og oft án útboða.
Nú hefur tilboði Frjálsrar miðlunar verið tekið varðandi gerð viðurkenningarskjala og fróðleiksskilta fyrir umhverfisráð Kópavogs vegna umhverfisviðurkenninga 2009.
Tilboð dótturfyrirtækisins var með langlægsta tilboðið í verkefnið.
Nú er ég viss um að "skítapólitíkusar" og aðrir þeir sem hafa hreinlega ofsótt fyrrum bæjarstjórann, fara að fabúlera um að það séu hæg heimatökin fyrir Frjálsa miðlun að afla sér upplýsinga um "lægstu" tölu til að hljóta svo verkefnið.
Það er svo mikið af illgjörnu fólki með ljótar hugsanir og ofsóknarbrjálæði. Fólk sem sér skrattann í hverju horni.
Eins og það kæmi einhvern tímann til greina að vinna svoleiðis í Kópavogi.
Svo er þessi ömurlegi VG maður, Ólafur Þór Gunnarsson, að leggja fram bókun um að honum þætti ekki rétt að samþykkja tillögu umhverfisráðs.
Eintóm öfund og illmennska.
Frjáls miðlun með lægsta tilboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Að halda í völdin
Frumgerð Framsóknarmannsins birtist í Ómari Stefánssyni í Kópavogi.
Ómar heldur í völdin hvað sem það kostar.
Vílar og dílar þangað til að "rétt" niðurstaða fæst.
Auðvitað á Ómar að víkja eins og Gunnar Birgisson.
Reyndar finnst mér að þeir sem voru í lífeyrissjóðsstjórninni, þar með talinn Samfylkingarmaðurinn, eigi að skipa sjálfum sér í frí á meðan mál sjóðsins eru rannsökuð.
En hvernig læt ég, við erum á Íslandi.
Nánar til tekið í Kópavogi.
Gleymdi því eitt augnablik.
Vill að Ómar víki úr bæjarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Kæri sérstaki saksóknari
Kæri sérstaki saksóknari.
Vildi benda þér á þessa frétt ef hún hefur farið fram hjá þér.
Finnst það borgaraleg skylda mín að auðvelda þér vinnuna einkum og sér í lagi vegna þess að það er brjálað að gera hjá ykkur í hvítflibbaglæpunum þessa dagana.
Málið með Hannes Smárason, æi kaupsýslumanninn sem býr á Blekkingargötu 2-68 hér í borg, er að hann hefur sent út yfirlýsingu.
Hann tilkynnir okkur öllum að hann hafi ekki brotið lög!
Af því orð manns eins og hans vega afskaplega þungt og engum dettur til hugar að hann færi að ljúga til um svona hluti, þá er þér óhætt að dömpa rannsókninni og snúa þér að alvarlegri málum.
Það er t.d. stöðugt verið að ræna kardimommudropum frá kaupmanninum á horninu.
Ó, er það ekki þín deild?
Okei, en þú getur hent Hannesi Smárasyni í ruslið.
Hann hefur ekkert gert sem fer á svig eða sving við lög.
Sumarkveðjur frá mér.
Hannes segist ekki hafa brotið lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr