Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Mánudagur, 18. maí 2009
Ég ætla að vera hundleiðinleg
Ég ætla að vera leiðinleg. Hundleiðinleg.
Af hverju?
Takk fyrir að spyrja.
Af því að mig langar til þess.
Tónlistarhúsið er 2007.
Ég get ekki horft á þennan kumbalda án þess að fá kjánahroll.
Lengi hef ég ekki náð upp í nefið á mér af hneykslan vegna þess að við höfum ekki átt tónlistarhús.
En þetta minnismerki um mikilmennskubrjálæði og hroka sem óskapnaðurinn á bakkanum er, er ekki það sem ég sá fyrir mér.
Ég legg til að þetta hús verði innréttað sem fangelsi fyrir hvítflibbakrimmana sem væntanlega verða látnir standa skil á gjörðum sínum.
Þeir geta þá horft út á Faxaflóa.
Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
![]() |
Tónlistarhús 650 millj dýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Er það satt, eretta búið?
Miðað við hvað ég er lítið hrifin af Eurovision þá er það algjör hvalreki fyrir bloggarann í mér.
Ég hef bloggað um þessa "keppni" frá öllum mögulegum vinklum og sjónarhornum.
Stórskemmtilegt alveg.
Þetta er náttúrulega samkoma sem býður upp á ótrúlega fjölbreytt bloggefni.
Ég gladdist líka í forhertu hjarta mínu við að sjá Jóhönnu á Austurvelli og allt fólkið sem tók á móti henni, sólin, veðrið og gleðin var skemmtileg tilbreyting.
En af því ég er að kafna úr jákvæðni þá verður að neikvæðnijafna.
Ég og Sara dóttir mín hugsuðum (og sögðum, ekki mikið fyrir að brenna inni með hugsanir okkar við mæðgur) strax það sama: Vá, þvílíkur fólksfjöldi, hvar var allt þetta fólk í Búsáhaldabyltingunni?
Og ég er enn að velta því fyrir mér.
En...
Eftir að hafa hlustað á "Er það satt, eretta búið?" með Jóhönnu Guðrúnu "okkar" og "Farytale", með geistlega Alexander "þeirra", svo oft að ég get ekki talið það, ja þá myndi ég ekki gráta það að heyra hvorugt lagið aftur í þessu lífi og jafnvel því næsta.
Ekki miskilja mig, ég er hrifin af laginu hennar Jóhönnu og Norska lagið kom mér í gott skap, en það var fyrir ca. milljón skiptum síðan.
Sko, á milli þess sem er óhóflega mikið annars vegar og geðveikri ofspilun hins vegar, er hárfín lína (----------) .
Hér og í Noregi hefur verið böðlast yfir þessa línu.
Stopp, anda, stanga úr tönnum og fara að gera eitthvað annað.
Hefur einhver heyrt um meðalhófið?
Og gleymdi ég að segja ykkur að mér er illt í eyrunum?
Já, gleymdi ég því.
Okei, mér er hryllilega illt í eyrunum.
En af því að við nærriþví unnum Eruovision, veðrið er dásamlegt, Jóhanna Guðrún yndisleg og ég hef átt dásamlegan dag algjörlega fyrirhafnarlaust, þá hefur þessi dagur líka haft stóra þýðingu fyrir mig og minn kærleikshelming í jákvæðum skilningi.
(Nei, leyndó, ekki orð).
Ergó: 17. maí mun mér seint úr minni líða.
Og nú verður haldið munni um Eurovision þar til næst.
Og þetta er ekki loforð, þetta er hótun.
Is it true, is it over?
Jabb, algjörlega þangað til næst.
![]() |
Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. maí 2009
"Don´t let the sun go down on me"
Ég er búin að sitja í garðinum í nær allan dag.
Úff, rosalega var mig farið að þyrsta eftir sumrinu.
Ég held samt að ég sé að þroskast.
Hvernig fæ ég það út?
Jú, vegna þess að ég hoppa ekki hæð mína í hvert sinn sem humla flýgur inn í götuna eða bara inn í friggings Teigahverfið.
Það þurfti ekki meira til meðan ég var seinþroska og óttaslegin miðaldra kona. (Lesist í fyrrasumar).
Ég er ekki rjómahvít lengur. Það gera mín frönsku gen. Sólinni líkar við Frakka.
Búkú. Qua?
Annars var partí í garðinum við hliðina.
Þar voru allir sippandi. Þó aðallega fullorðna fólkið.
Við Íslendingar erum svo sólarþyrstir eftir veturinn að við flippum út.
Ég til dæmis, batt mig löngum við hinar og þessar svalir í þeim íbúðum sem ég hef komið nálægt og lá þar í roki og ískulda.
Sólin skein, kommon, það voru engir ljósabekkir og engin brúnkukrem
Úff, jú annars, nú man ég eftir brúnkukreminu, því eina sem var til.
Quick Tan.
Halló, það reif í maður minn. Við urðum svartar vinkonurnar.
Sko svartröndóttar.
Það var ekki séns að ná sentímetersfleti á húðinni jafnlitri.
En þetta var í gamla daga.
Svo man ég eftir mér úti í Nauthólsvík.
Sami kuldinn, sami bömmerinn, en sólin skein.
Ég held að ég myndi binda mig við flugvél ef hún elti sólina.
Don´t let the sun go down on me.
Elton er með þetta.
Hárkollan er alveg að gera sig líka.
Tók út Elton og setti stuðlagið "I won´t let the sun go down on me" fyrir hann Brján.
Þið sem viljið hryggjast með Elton - þið getið bara farið inn á YT og náð í það sjálf.
Sagði ég mjög elskuega.
![]() |
Hitinn nálgast 20 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Gerðu gjaldþrota slæðukaupmenn kjólinn?
Við getum heldur betur montað okkur af að hafa orðið fyrst í undanúrslitunum.
Ég veit ekki hvað er með mig, veltandi mér upp úr minni hötuðu Eurovision.
Og ég er hér með hætt.
En í Svíþjóð eru menn ekki glaðir.
Ég veit ekki hvort þeir eru reiðari sjálfum sér eða Evrópu.
Þeir eru komnir með könnun á miðlunum.
Eigum við að hætta í Euro?
Þeir pirra sig líka á kjólnum hennar Jóhönnu.
Eru eitthvað að djóka með að það væru slæðukaupmenn sem væru farnir á hausinn og hefðu búið kjólinn til úr lagernum.
Að það væri eins gott að Ísland hafi ekki unnið. Við værum skítblönk.
Það kemst ekki hnífurinn á milli Svía og Íslendinga hvað varðar sært þjóðarstolt.
Bresku þulirnir höfðu móðgað Svíana illilega þegar þeir görguðu úr hlátri yfir aumingja Malenu.
Alveg: HVAÐ er þetta? Er þetta stökkbreyting á milli manns og konu?
Eða: Það gerir ekkert fyrir andlitið á þessari sænsku að fara upp á háu tónana.
Svíarnir eru eins og ég segi dálítið súrir yfir að lenda í 21. sæti.
Hvað um það.
Ég hata Eurovision.
![]() |
Ísland varð efst í undanúrslitunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 16. maí 2009
Við unnum!
Við unnum!
Eða hefðum gert ef Noregur hefði sent Jan Teigen eða eitthvað annað nörd.
En aðalbaráttan var um annað sætið og við tókum það.
Gott mál, kominn tími á smá smurningu á þjóðarsálina.
Nú var þetta Norðurlandasigur en Danirnir hefðu betur sent Heru. Ha?
Nanafriggingsbúbú.
Svíþjóð; greyið Malena.
Finnland áttu að fá meira þeir voru skemmtilegir.
"And that includes the votes from the Iceland jury."
Ha?
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 16. maí 2009
Í villtu klobbaswingi.
Ég veit að áhugi á Júró er í hámarki og allir að pissa á sig úr spenningi.
Grillin verða tekin fram og fólk brennir dýraleifar eins og enginn sé þriðjudagurinn.
Til hamingju Ísland og ekki drekka ykkur rænulaus og missa af úrslitunum.
En þýska lagið hef ég séð. Það er swing, nokkuð laglegt bara.
En Þjóðverjar eru auðvitað á því eins og margir (með réttu), að lagið sé ekki aðal issjúið.
Lúkkið, fötin, og dansararnir (aulahrollur) geta haft úrslitaáhrif.
Vitið þið að miðað við vægast sagt martraðakennda tónlistarsmíð í þessari "keppni" þá skil ég vel að sumir skuli grípa til örþrifaráða.
(Já Jóhanna er flottust og Norsarinn líka).
Þýska júrónefndin (eða eitthvað) hefur fengið burlesque drottninguna Ditu von Teese til að sveifla píkunni í takt við lagið.
Það er pottþétt leið til að fá fólk (lesist menn) til að hætta að hlusta og byrja að horfa.
Dita er fræg fyrir að sýna hálfan klobba hér, hluta úr brjósti þar, rasskinn og rasskinn á stangli.
Munið þið eftir laglínunni úr frábæru lagi úr revíunni Búbónis?
"Og næfurþunnum náttkjólum hún klæðist - svo næstum sést þar allt í gegn"?
Þarna settu þeir bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir ómeðvitað af stað skemmtilegan kynfærafeluleik.
Það sást næstum því en ekki alveg. Úje.
Ég legg til að í næsta Júró verði lögin öll á playbacki, söngvararnir líka og svo geta þeir mæmað úti í horni bara og við fáum inn atvinnuklobbadísir og sveina til að kitla atkvæðagreiðslufingurnar.
Þá fyrst stendur Júró undir nafni.
Enda hata ég Júróvisjón og ætla að horfa í kvöld.
Þetta er himnaríki þeirra sem elska að fá þykkan, gerðarlegan og langdreginn aulahroll.
Fullnæging hvað?
Hér er svo þýska lagið sem mér finnst bara ágætt en án Ditu perrarnir ykkar. Hún á heima í Ameríku og getur ekki verið að dingla sér til Þýskalands í einhverja undankeppni. Brjálað að gera í nektinni sko.
![]() |
Nektardansmær í Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 15. maí 2009
Vindvélaheilkennið aftur
Eru vindvélarnar í Júróvisjón að koma sterkar inn í ár?
Mér fannst vel flestir keppendur (ekki okkar samt) standa í ofsaroki á sviðinu núna eins og ég bloggaði um í morgun.
En enginn, ég ítreka enginn, hefur verið meira svag fyrir vindvélum en Svíarnir.
Ég hef ekki tíma til að ná í mörg dæmi, er bissí sko, en skelli hér inn einu.
Samt eru Svíar alls ekki svona Títanik-standa-í-stafni-og-grenja-manneskjur, en það virðist einhver væmni heltaka þessar elskur þegar blásið er til Júróvisjón.
Guð var með hina sænsku Carolu í huga þegar hann hannaði vindvélina en hin trúaða Carola hefur barist öðrum fremur við manngerða veðurguði á Júrósviðum í gegnum tíðina. Svo rammt hefur kveðið að þessu að hún flutti óð til stormsins árið 1991 sem heitir bókstaflega; "í miðju stormsins" sem er hundleiðinlegt melódía, en þá bar svo við að vindmaskínan var lítið notuð. Hins vegar fékk klæðaburður Carólu og dansspor marga Júrónöttara til að teygja sig í sjálfsmorðskittið.
Ég þoli ekki leikmunaveðurfar.
Svo ógeðslega væmið og yfirborðskennt.
Hér er Carola í 14 vindstigum og stendur sig eins og hetja.
Það má sjá að konan hefur þokkalega trú á manngerðu roki.
Annars var ég að leita að rokvídeóinu með Eyfa þegar hann barðist hetjulega við að halda hárinu föstu við hið guði gerða statíf sem tókst að einhverju leyti en ekki öllu. (Forkeppnin áttatíuogeitthvað. Hverjum er ekki sama?)
Því næst þegar ég sá hann (löngu seinna reyndar) var hann orðinn mörgum hárum fátækari.
Vídóið með rokinu fannst því miður ekki.
En hér hins vegar paródía á Nínu hans Eyfa sem einhverjir Júrónöttarar í Noregi gerðu og er tær snilld.
Úje.
Later.
![]() |
Eurovision-keppandi skelkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 15. maí 2009
Afsal ráðherralauna
Ef heimurinn væri réttlátur, allir leituðust við að gera það sem rétt er og ef samviskan væri nokkurs konar öryggis- (og þjófavarna)kerfi sem léti ófriðlega í hvert skipti sem við gerum eitthvað gegn betri vitund, væri gaman að lifa.
Því miður er heimurinn ekki þannig en það eru til jákvæðar undantekningar á þessu og ég held að þeim eigi eftir að fjölga.
Ögmundur Jónasson afþakkaði ráðherralaun og lætur sér nægja þingfararkaup og hefur gert frá því að hann varð heilbrigðisráðherra, svo ég taki nýlegt dæmi.
Nú er ég að vona, kannski vegna þess að stundum þegar sólin skín trúi ég nánast bara á það góða, að þessir ráðherrar sem eru á bullandi ráðherralaunum en eru ekki í embætti lengur, afsali sér þessum peningum.
Margir þessara fyrrverandi ráðherra eru nú þingmenn og mánaðarlaun þeirra eru ágæt miðað við efnahagsástand og ört vaxandi fátækt meðal almennings.
Eigum við ekki að deila með okkur kjörunum?
Jeræt, Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað ekki á því, en kannski, maður veit aldrei.
Áttun getur hafa átt sér stað síðan ég heyrði í þeim síðast.
Bíðum og sjáum.
Kannski
![]() |
22 á ráðherralaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 15. maí 2009
Af því af því bara
Ég er í krúttkasti yfir þinghópi Borgarahreyfingarinnar.
Að tala um ferska vinda!
Þrír þeirra ætla að bíða á Austurvelli á meðan afgangurinn situr stilltur og prúður, án tillits til trúar eða afstöðu til Þjóðkirkjunnar, undir sálmum og predikunum, af því að það er hefð. Hefðin ræður.
Ef þessi athöfn væri á Hótel Borg, á Þingvöllum eða bara í einhverju mötuneyti, þá væri þetta í lagi, þe ef Þjóðkirkjan væri ekki sérskipaður yfirblessari og þingstartari.
Af hverju beygir svona stór hluti fólks sig undir óskráðar reglur?
Annars ætti ég ekki að segja mikið, bullandi sek eins og vanalega. Held að ef ég væri í sporum þessara þingmanna sem eru að koma nýir inn þá hefði ég mætt í kirkjuskriflið af því mér hefði trúlega ekki dottið þessi snilldar möguleiki í hug.
Skammastu þín Jenný segireittgerirannað Baldursdóttir.
Annars eru hefðir mér hugleiknar þessa dagana.
Formaður Framsóknar reytir þetta örfylgi sem flokkurinn hefur af þeim á sama hraða og það tekur að segja; "Búhú ég vil hafa OKKAR þingherbergi áfram, áettamáetta".
Þetta er sjúklega tragi-kómískt með tilliti til þess að stór hluti fólks er búinn að henda öllum hégóma í ruslið, hégóma eins og hollum máltíðum, afborgun af lánum, nú eða tannlæknaheimsóknum fyrir börnin sín.
Það er pjúra lífsbarátta upp á líf og dauða.
Á meðan er Framsóknarformaðurinn vælandi, tuðandi og tautandi um þingherbergi sem hann þykist eiga vegna hefðar.
Svo rökstuddi hann mál sitt líka með því að þetta væri tímabundið ástand með lítinn þingflokk, hann yrði ekki svona lítill næst.
Okei, VG geta þá beðið um þingherbergi Sjálfstæðisflokksins núna af því að VG verða stærri en þeir næst.
Hvernig ættu VG að vita það?
Af því af því bara.
Á að myrða mann hérna?
Cry me a friggings river og það fyrir hádegi.
![]() |
Aldrei fyrr hafa jafnmargir nýliðar sest á þing og í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Ykkar kona í hringiðunni
Halló, hvað er í gangi í forkeppninni í Júró í kvöld?
Svo margir keppendur falskir að það nístir í gegnum merg og bein.
Annað hvort hafa hljóðmennirnir dottið í það og sett Búlgarana á vaktina nú eða þá að raddir keppenda fara ekki vel í míkrafón.
Og hvað er þetta með vindvélina?
Rólegir á henni.
Á að drepa keppendur, láta þá verði úti á sviðinu?
Það eru minnst 15 vindstig á sviðinu, hár stendur beint aftur, það fjúka pils upp í klobba og ég bíð eftir að einhver hendist fram í sal.
Nóg í bili, er upptekin í að fylgjast með.
Ykkar kona í hringiðunni.
Ég sverða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr