Leita í fréttum mbl.is

Ég ætla að vera hundleiðinleg

Ég ætla að vera leiðinleg.  Hundleiðinleg.

Af hverju?

Takk fyrir að spyrja.

Af því að mig langar til þess.

Tónlistarhúsið er 2007.

Ég get ekki horft á þennan kumbalda án þess að fá kjánahroll.

Lengi hef ég ekki náð upp í nefið á mér af hneykslan vegna þess að við höfum ekki átt tónlistarhús.

En þetta minnismerki um mikilmennskubrjálæði og hroka sem óskapnaðurinn á bakkanum er,  er ekki það sem ég sá fyrir mér.

Ég legg til að þetta hús verði innréttað sem fangelsi fyrir hvítflibbakrimmana sem væntanlega verða látnir standa skil á gjörðum sínum.

Þeir geta þá horft út á Faxaflóa.

Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr


mbl.is Tónlistarhús 650 millj dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ég gæti ekki verið meira ósammála þér!

Frágangur tónlistarhússins getur orðið tá´knrænn gjörningur þeirrar staðfestu að við getum ekki og meigum ekki gefast upp.

Auðvitað eigum við að byggja yfir menningu á Íslandi annað væri og er metnaðarleysi af ófyrigefanlegri stærðargráðu.

Soffía Valdimarsdóttir, 18.5.2009 kl. 10:15

2 identicon

That is clearly a case of justified outrage, righteous indignation, or even just common sense. Man á ekki að vera jákvæð bara af því man neinn ekki gera öður vísi.

Lissy (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný mín kæra, þetta verður orðin smá bygging í okkar augum áður en langt um líður. Ég segi að finnst var byrjað á þessu rugli þá eigum við að klára það ekki moka því sem búið er að gera í sjóinn, ÆÆ það er nú víst bannað.
Dúll snúll í daginn

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2009 kl. 11:21

4 identicon

alveg sammála, þetta er bara fáránlegt verkefni og var það alveg frá byrjun.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Jenný þegar fólk á ekki salt í grautinn þá er verið að sóa milljónum út í loftin blá, það væri nær að sýna aðgát með því að láta húsið standa svona til að minna okkur á í hvaða feni við lentum.   Þetta er og verður minnisvarði um bruðl.  Bara spurning um að eyða sem minnstu í þetta það sem eftir er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2009 kl. 11:49

6 identicon

ég skil hvað þú átt við.  Ég skil meira að segja afhverju þú ert pirruð út í þetta.

Mig langar samt að kasta þessu hérna inn.  Hverjir eru það sem eru enn í góðu gengi og eru hinir alvöru útrásarvíkingar?  Er það ekki einmitt tónlistar fólkið okkar?

 Jú auðvitað þurfa þau enga höll undir sig, og jú auðvitað var þetta mest sett upp sem tónlistarhús fyrir sinfóníuna.  Nú eru samt viðhorfin vonandi að breytast heima.

Ég vona að þetta verði bara enn meiri lyftisteinn fyrir okkar frábæra og skapandi fólk!  Það eru þau sem eiga einmitt skilið eitt stykki HÖLL! 

Ég vil nú bara senda þessa bankabjána á svalbarða, já eða á noðurpólinn, helst bara eitthvert sem við þurfum aldrei að sjá þau aftur og við þurfum ekki að borga brúsann fyrir fangelsis vist fyrir þau. Erum við ekki að fara að borga nóg hvort sem er?

Við getum horft á Tónlistarhúsið sem minnisvarða um BRUÐL og eða um árið 2008 og 2009 og hið nýja Ísland.  Ef ég mætti ráða þá myndi ég frekar vilja eitt stykki tónlistarhús í hvert bæjarfélag í stað Álveranna.

Jæja, þá er ég búinn að kasta þessu upp!  Hoppaðu nú út í sólbað og fáðu þér ís, þú átt það skilið :D

Unnsteinn (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Unnsteinn: Ég vil fá almenninlegt tónlistarhús, ekki misskilja mig.

En þetta er einhver penisdýrkun peningamannanna á sjálfum sér og egin ágæti.

Lissy: ég skil þig.

Þið öll; takk fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2009 kl. 13:03

8 identicon

Það væri ráð að kalla það óalmennilegt eftir að þú sér það tilbúið og mér finnst hús sem forðar nokkur hundruð mönnum undan atvinnuleysisbótum vera almennilegt, líka á byggingartímanum

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:16

9 identicon

Þetta er tónlistar og ráðstefnuhöll, þetta á að styðja við menningu og ferðaþjónustuna. Þetta á sérstaklega að draga að sér hvataferðir, svona eins og voru í fréttunum á daginn þar sem lítill hópur ferðamanna skilaði yfir 100 milljónum í kassann.

Ferðaþjónustan er búin að berjast lengi fyrir því að þetta hús verði byggt loksins verður að því. 

Nema þér finnist ferðaþjónusta á Íslandi rosalega 2007. Sjálfum finnst mér ferðaþjónusta meira 2009 enda fékk ferðaþjónustan enga athygli 2007 þrátt fyrir að vera sú grein sem var að skila hvað mestu í ríkiskassann það árið, það nennti engin að pæla í því þá af því að bankarnir voru í útrás.

Peningarnir okkar, þessir litlu sem eftir eru, verða að fara í atvinnuuppbyggingu eins og þessa. Við höfum ekki efni á því að kaupa salt í grautinn handa fólkinu, við verðum að reyna að búa til vinnu handa því svo það geti keypt salt í grautinn. Því annars klárum við peningana og eftir nokkur ár getur engin keypt salt í grautinn sinn lengur og ríkið getur ekki styrkt fólk til þess. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:31

10 identicon

Já, þetta hús tengist peningamönnum ekkert, ekki lengur. Það var ríki og borg sem réðst út í þessa framkvæmd og réði t.d. hvernig húsið myndi líta út. Portus vildi fá að reka húsið að því að þeir sáu gróðavon í því. Svo vildu Landsbankinn setja höfuðstöðvar sínar þarna en það verður ekkert úr því. Eftir er hús sem peningamenn réðu engu um. Það voru helst íslenskir listamenn og ferðaþjónustan sem setti þrýsting á að húsið yrði byggt, ekki peningamenn.

Við erum að tala um framtíðarstörf og uppbyggingu ferðaþjópnustu í Reykjavík sem heilsársferðamannastaðar þegar við erum að tala um þetta hús. 

dubblee (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:36

11 identicon

FLott er Jenný þá erum við á sömu línu.... ef við viljum nýtt ísland kannski er bara tími til að leggja til hliðar að þetta verkefni byrjaði hjá auðmönnunum.

Kannski er þetta það eina góða sem þeir skilja eftir. Jafnvel þótt mér finnist þetta ekki hafa verið fallegasta hönnunin og að listamaðurinn frægi sem hannaði hjúpinn á húsinu sé frekar "overrated" en það er nú bara mín skoðun.  

Kannski mun þetta lýta ofsalega vel út og ef ekki, þá bara búum við til fallegar minningar þarna inni og þá mun það lýta betur út í hugum okkar :D

ertu búinn að skella í þig einum bragðarref :D

Unnsteinn (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:47

12 identicon

já ég er ofslalegur hippi og kannski einum of væminn.... en eitthver þarf að vera það :þ

Unnsteinn (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:48

13 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

1) Núna þurfum við einmitt stórar mannfrekar framkvæmdir sem hægt er að fara í NÚNA!.  Ef við ætlum að byrja á einhverju núna þá tekur það lágmark tvö ár að komast í framkvæmd.  Þarna eru allar áætlanir og allt hönnunarferlið klárt og einfaldlega hægt að smala fólki á staðinn og halda áfram að vinna.  Þess vegna er mikilvægt að láta ekki deigan síga.  Ég þarf ekki að réttlæta fyrir þér tónlistarhúsið sem slíkt.

2) Önnur stórframkvæmd er bygging nýs sjúkrahúss.  Þar er um að ræða stóriðju á heilbrigðissviði sem veitir þúsundum hönnuða, verkfræðistofa, iðnaðarmanna og fólki úr fjölmörgum atvinnugreinum vinnu á meðan á byggingu stendur.  Þegar húsið er komið upp lækkar það síðan gríðarlega kostnað við rekstur sjúkrahússins auk þess að vera bylting í aðstöðu starfsfólks (sem dregur úr kostnaði við fjarvistir) og sjúklinga sem eykur líkur á farsælli meðferð og lægri endurkomukostnaði.  Núna er tími til að bretta upp ermar. 

3) Reykjavíkurborg ætti núna líka að skella sér í það að setja Miklubraut í stokk.  Þar gæti verið önnur stórframkvæmd með tilheyrandi afleiddum störfum.  Öll útboð eru t.d. miklu ódýrari núna en í venjulegu árferði.

4) Las ég ekki um daginn að við værum að greiða 2 milljarða á mánuði í atvinnuleysisbætur?  Þá á eftir að bæta við öllum öðrum félagslegum kostnaði vegna atvinnuleysisins plús tapaða framlegð vegna þess að þetta ágæta fólk er auðvitað ekki að skapa verðmæti með störfum sínum á meðan það er atvinnulaust.  Þarna liggur hinn raunverulegi kostnaður sem þarf að skera niður STRAX með því að skapa störf.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 18.5.2009 kl. 15:19

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að hluta til er ég sammála hverju einasta innleggi.

Það er plús að margir fái þarna atvinnu.

En þú sem spyrð hvort mér finnist ferðaþjónusta 2007 þá er svarið nei, ferðaþjónustan er það sem við eigum að leggja mikla áherslu á.  Ég veit hins vegar ekkert um hvort ekki er hægt að finna hvataferðum stað annarsstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2009 kl. 15:49

15 identicon

Stóra mannfrekar framkvæmdir verða nú samt að skila tekjum á næstu árum. Þær tekjur sem áætlaðar eru af húsinu á næstu árum covera ekki 10 milljarða kostnaðaraukningu vegna lágs gengis krónunar.

Þannig að staðan er þessi. Það þarf að skapa atvinnu, jú, en þetta er langt umfram þá hugsun og kostnaðurinn langt umfram það sem fyrst og fremst getur talist atvinnuskapandi verkefni.

Hvað varðar það að þarna séu þvílíkir listamenn á ferðinni að það þurfi öll þessi herlegheit undir þá, tja ef að það ætti að byggja forsendur fyrir upp undir 30 milljarða framkvæmdum á slíkum rökum, þá væru þessi hús út um allt land.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 16:56

16 identicon

Það má bæta við þetta að Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn gera ekki ráð fyrir hækkun á gengi krónu á næstu 2 - 3 árum.

En ég held reyndar að umræðan um Tónlistarhús sé að mestu leyti hafin yfir alla eðlilega gagnrýni. Fjármál og efnahagsmál þjóðarinnar eiga sýnist mér ekkert að koma málinu við.

sandkassi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 17:08

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér algjörlega sammála Gunnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2009 kl. 23:00

18 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þú ert ekkert leiðinleg Jenný. Það er hvort staður né stund til að henda peningum í skýjaborgir á borð við þetta. Ég trúi því varla að nokkur telji ennþá rétt að standa í þessu þegar mikill fjöldi fólks hefur varla í sig og á og þjóðin þurfti að afsala sér miklu af sjálfstæði sínu í hendur erlendra aðila með því að taka lán hjá IMF.

Hörður Þórðarson, 19.5.2009 kl. 08:01

19 Smámynd: Dexter Morgan

"Ég ætla að vera hundleiðinleg"

Segðu okkur fréttir, þetta er ekkert nýtt !

Dexter Morgan, 19.5.2009 kl. 08:48

20 Smámynd: Einar Örn Einarsson

En hver á að standa straum að rekstri þessa húss þegar til kemur?

Einar Örn Einarsson, 19.5.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.