Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Mánudagur, 6. apríl 2009
Ég er fífl
Gott á Darling. Úje og snæddu innmat með darlínskum kveðjum frá íslenskri þjóð.
Rosalega er eitthvað háhallærislegt við að heita Darling og vilja láta taka sig alvarlega.
Ég myndi getað lifað með Smith, Jones, Montgomery eða Rafferty, en Darling við skulum ekki ræða það.
Eins vonlaust að láta taka sig alvarlega með svona nafn eins og að ætlast til að fólk hlýði á mann af áhuga þegar maður er með stóra sultuklessu á nefinu.
Þú getur reynt að vera ábúðarfullur, ábyrgur og jafnvel alvitur, en klessan gerir það að engu.
Þú ert einfaldlega fífl sem mætir og talar við fólk með jarðaberjasultuna hennar ömmu á nebbanum.
Fólk hættir að hlusta eða fær raðköst af hlátri.
Niðurstaða: Líttu í spegil bjáni áður en þú ferð út úr húsi.
Reyndar kippa Bretar sér ekki upp við svona nöfn og ekki Kanar heldur.
Amy Winehouse sem er núna stödd í Karabíska, hagar lífi sínu þannig að nafn hennar gefur henni á kjaftinn í hvert skipti sem hún opnar munninn. Kommon er alltaf undir áhrifum og heitir brugghús.
Amy Winehouse don´t come near me woman, you smell like a Winehouse.
Meira ruglið í mér. Hef ekkert betra að gera.
Segi svona.....
En..
Ég byrjaði daginn svo dásamlega. Gleymdi að loka sturtuhenginu almennilega og stóð við langt fram eftir morgni við að ausa upp af baðherbergisgólfinu.
Rétt nafn á mér væri Jenný Anna Absent Minded.
Flott!
Ég veit ekki með ykkur, en ég persónulega er rakinn hálfviti.
![]() |
Skýrslan þungur dómur yfir Darling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. apríl 2009
Gluggaperrar
Ég er alfarið á móti álverum og það er ekkert nýtt.
Ég sé enga ástæðu til að selja erlendum auðhringjum rafmagnið okkar á útsöluverði og láta þá menga og eyðileggja náttúruna í kaupbæti.
Hvað er að, af hverju geta Íslenskir ráðamenn (flestir) ekki hugsað aðeins út fyrir kassann.
Af hverju kviknar ljós í augunum á þessu fólki þegar minnst er á álver?
Hefur einhver reiknað út fórnarkostnaðinn við þessi tiltöulega fáu störf sem skapast og af hverju ekki er hægt að nýta auðlindirnar okkar á mann- og náttúruvænni hátt?
Eftir Silfrið í gær þar sem John Perkins útskýrði "the evil empire" er ég vissari en áður.
Ég vona að það renni upp sá dagur, áður en Össur og hinir strákarnir ná að gera landið mitt að stærsta álveri í heimi, að það eru aðrir möguleikar og við eigum sjaldgæfan fjársjóð sem sem er orkan okkar og önnur landgæði.
Samt virðast margir stjórnmálamenn ekki getað beðið eftir að setja Ísland í hendurnar á erlendum álrisum sem er skít sama um íslenska náttúru og fólkið sem byggir landið.
Það er svo hryllilega 2007 eitthvað að hanga með slefuna í munnvikunum eins og gluggaperri á gluggunum hjá Alcoa og hvað þeir heita allir saman og hreinlega grenja í þeim að fá að vera með.
Djöfuls bilun.
Skamm.
![]() |
Alfarið á móti álverssamningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Alkalegur metnaður
Í staðinn fyrir að blogga um hversu ósmekklegt mér finnst að mótmæla fyrir utan heimili manna (ekki sambærilegt og um daginn þegar einhverjir tóku göngutúr heim til dómsmálaráðherra og spjölluðu við hana), nú eða blogga um hvernig mér líður eftir að hafa fengið á kjaftinn með því að horfa á Silfrið, þá ætla ég að blogga um allt annan hlut og algjörlega fánýtan þar að auki.
Þetta er sjokkjöfnun.
Ég var að átta mig á því að ólíkt flestum, held ég, þá var ég aldrei ákveðin í að verða eitthvað ákveðið þegar ég yrði stór.
Man ekki eftir að hafa ætlað að verða rík, fræg, ferðalangur, læknir eða hjúkka.
Ég held að ég hafi siglt í gegnum æskuna lesandi annaðhvort bókmenntir eða námsefni.
Algjörlega metnaðarlaus krakki.
Svo rofaði til og ég var að pæla í að verða svona kona sem fer um heiminn og hjálpar börnum.
Annað komst líka á hreint, maður kemst ekki spönn frá rassi án æðri menntunar.
Ég átti nú eftir að taka góða pásu frá skólanum vegna anna en það er svo önnur og merkilegri saga sem má lesa um í mínum endurminningum sem koma út um jólin (jeræt).
En..
Þegar ég byrjaði að djamma hrundu framtíðarmarkmiðin fyrir lítið.
Í staðinn fékk ég mér nýtt markmið og það aðeins eitt og það var að verða nógu gömul til að ráða sjálf hvað ég væri lengi úti á nóttunni.
Rosalega metnaðarfullur krakkaandskoti þarna á ferð eða hitt þá heldur.
Ég lét mig dreyma um óheftan útivistartíma til að geta djammað og hangið með vinkonunum og lent í ævintýrum með sætum strákum.
Sko, þegar ég var að hugsa um þetta áðan þá brá mér smá.
Þetta er nefnilega svo rosalega alkalegur metnaður.
Kannski ekki skrýtið að ég hafi svo endað í meðferð löngu síðar.
Æi, ég dauðvorkenni þessari stelpuskömm sem var að kafna úr lífsþorsta.
Meiri verkunin og fyrirkomulagið.
![]() |
Mótmælendur enn í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
2000 kall á mann!
Vitið þið að ég er í sjokki og ég er ekki að ýkja.
Greiðsluaðlögun, fjárhagsvandi heimilanna, atvinnuleysi og allur sá pakki er dropi í hafið.
Ef það er rétt sem ég var að heyra sagt í Silfri Egils núna rétt áðan.
Þar var því haldið fram að til að greiða upp skuldir þjóðarinnar eftir útrásarsukkið þá þurfi hvert mannsbarn á jörðinni að gefa okkur tvöþúsund krónur.
Loksins er ég að átta mig á hvað allir þessir milljarðar þýða.
Upphæðirnar eru of stórar til að ég hafi náð utanum þær fram að þessu.
En þetta skil ég, 2000 krónur frá hverju mannsbarni jarðarinnar.
Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar?
Mikil er skömm allra þeirra stjórnmálamanna og annarra aðila sem áttu að gæta hagsmuna íslensks almennings.
Og hér blóta ég hressilega.
![]() |
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Afsökunarbeiðni
Ég bið Seth Sharp afsökunar á að hafa haldið því fram að hann væri ekki Íslendingur.
Umboðsmaður hans hafði samband við mig og leiðrétti þennan misskilning snarlega.
Maðurinn hefur búið hér til margra ára og er með íslenskan ríkisborgararétt.
Færslan hafði lítið með manninn sjálfan að gera en auðvitað hefði ég átt að sýna meiri aðgætni.
Mér er því ljúft og skylt að skammast mín fyrir frumhlaupið og fíflaganginn.
Annars var ég að gera grín að þjóðarembingi Íslendinga í færslunni og þeim óvana íslenskra blaðamanna að eigna okkur alla útlendinga sem hér stinga niður fæti til lengri eða skemmri tíma.
Þessu er hér með á framfæri komið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Íslendingurinn Seth í góðum málum
Er það ekki 2007 að vera að kafna úr ást á eigin nafla og þá er ég að tala um þjóðernisnaflan?
Ég held það sko.
Erum við ekki hætt að halda að við séum betri, frábærari, klárari og krúttlegri en aðrar þjóðir?
Það er ekki par fallegt að troða þjóðerni upp á fólk, einkum og sér í lagi íslensku þjóðerni á þessum síðustu og verstu.
Það er ábyggilega nokkuð stór frétt þegar McCartney, Ringo, Donovan, Eddie Vedder og Sheril Crow koma fram á einu og sama brettinu.
Algjört dúndurlið í tónlist sem kemur saman á tónleikum í Radio City Music Hall í N.Y. til styrktar velgjörðarsjóði leikstjórans David Lynch.
Í fréttinni stendur svo orðrétt og framkallar aulahroll upp á mikið á Richter hjá moi:
"Síðast en ekki síst verður þarna á meðal íslenski söngvarinn Seth Randolph Sharp sem er mörgum að góðu kunnur af sönghæfileikum sínum en hann tók m.a. þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra auk þess að hafa leikið og sungið í ófáum Broadway-sýningunum."
Seth vinurinn er auðvitað ekki íslendingur en hefur búið hér um einhvern tíma.
Seth krúttið er í bakraddakór á tónleikunum.
Þú þarna blaðamaður; fáðu ekki hjartaáfall af æsingi.
Annars kætti þetta mig ótrúlega.
Ég vona að þessi blaðamaður sem skrifar fréttina sé að fíflast í okkur lesendum Moggans.
Þetta getur ekki verið í alvöru, ha? Segið mér að við séum ekki svona miklir ógeðisplebbar, ha?
Fyrirsögnin er auðvitað drepfyndin.
Seth á sviði með McCartney og Ringo.
En halló, ég hélt að við værum orðin svo ógeðslega auðmjúk og raunsæ eftir hrunið.
Af hverju má fólk ekki millilenda á Íslandi t.d. án þess að vera kallaðir Íslandsvinir?
Hvað neimdroppingárátta er þetta eiginlega?
En Seth, þú ert svo mikið krútt, gaman að hafa þig, ekki láta nýja þjóðernið glepja þér sýn, ekki springa úr monti og hortugheitum.
Segi svona.
Grátið mér heilu helvítis stórfljótunum.
![]() |
Seth Sharp á sviði með McCartney og Ringo |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Nagli á höfuð hjá Lúlla
Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði að Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, væri orðinn nokkurs konar yfirgjammari þingsins.
Þið vitið hver hún er, þessi sem hló eins og bjáni yfir eigin skemmtilegheitum í málþófinu á "hinu háa Alþingi" eins og Sjálfstæðismenn segja í annarri hverri setningu.
En hvað um það.
Lúðvík Bergvinsson, þú hittir naglann á höfuðið.
Sjaldan hafa jafn stórkostlegir gjammhæfileikar opinberast í húsinu við völlinn.
Vildi bara hnykkja á þessu.
Og góðan og blessaðan daginn.
![]() |
Yfirgjammari þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. apríl 2009
"Svindlaðu"
Hér er lítil stúlka gestur í nótt.
Það er auðvitað Jenný Una sjálf.
Jenný Una hefur verið lasin, var orðin þreytt á að dúsa heima og fékk að koma heim með ömmu og afa í dag.
Í kvöld vorum við að spila barnaspil sem felst í að veiða úr spilahrúgu og finna samstæðar myndir.
Jenný Una fór stundum frjálslega með reglur spilsins en sagði að það mætti af því þetta væri "baddnaspil" (útskýrði það ekki nánar).
Eftir að hafa unnið glæsta sigra á ömmunni sem fannst það ekki leiðinlegt sagði hún hughreystandi við mig:
"Amma ef þú tapar næst þá getir þú bara svindlað."
Amman: "Nei það má ekki svindla í spilum."
Hið forstokkaða fjögurra ára barn: Jú þú mátt svindla. Það stendur í reglunum, ég lesti það í gær"
Svo rétti hún með spilabunkann, töluvert hortug sú stutta og sagði:
"Stokkaðu".
Ég elska smáfólk og er það nema von.
Jabbs.
P.s. Jenný Una með mömmu sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Eins öruggt og amenið í kirkjunni
Mér finnst Bjarni Harðarson flottur kall.
Hann er líka einn af örfáum sem hafa tekið ábyrgð á gjörðum sínum í pólitík og sagt af sér.
Hvað um það.
Það er eftirsjá að Bjarna Harðar. Þekki ekki til hinna í L-listanum.
Vonandi skellir hann sér með VG bara, nú eða Samfó.
En...
Haldið þið ekki að það komi maður í manns stað?
Látið mig vita það, þráfaldlega gift konan.
Já ég er að klæmast enda við hæfi, Súlugeiri er farinn í framboð með Ástþóri!
Vó, nú mega allir flokkar fara að skjálfa á beinunum.
Fyrir utan súlubúskapinn sem hann hlýtur að berjast fyrir af öllu afli, því það eru mannréttindi að fá að kaupa sig inn á konur og slefa yfir þeim, þá ætlar hann að berjast fyrir því að tónlistarhúsið verði gert að skemmtistað með spilavítum og svoleiðis.
Gott að einhver hugar að svona málum.
Tónlistarhús er auðvitað glatað. Listin sökkar nú nema ákveðin tegund "danslistar".
Reyndar eru skilin milli súludanslistar og klassísk balletts nánast engin, að minnsta kosti örfín.
Í klassískum er súlan lárétt í hinum lóðrétt. Hva!
Nú koma hinir flokkarnir til með að tapa hryllilega yfir til Ástþórs og Geira.
Það er eins örugg og amen í kirkjunni.
Átstór heldur örugglega áfram að draga til sín fleiri mektarmenn.
![]() |
Hættir við þingframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Get ég brotið bankaleynd?
Fjármálaeftirlitið virðist vera ríki í ríkinu.
Þeir lúta sínum eigin lögmálum.
Þeir gefa ekki upplýsingar, sama hvort í hlut á ráðherra eða aðrir sem ætla mætti að væru til þess bærir að spyrja.
FME gerir hina harðlokuðu frímúrarareglu með öll sín leyndarmál eins og opin og utanáliggjandi samtök með munnræpu.
Nú þegar Egill Helgason, Þorbjörn Þórðarson, Agnes Bragadóttir og Kristinn Hrafnsson hafa sem blaðamenn lagt mikla vinnu í að upplýsa þjóðina um hvað gerðist (og er að gerast) bak við tjöldin og hafa reynt að ná til botns með hvað olli hruninu og þeirri staðreynd að við séum nánast gjaldþrota þjóð, þá rífur FME sig upp á rassgatinu og sýnir frumkvæði.
Nú þykir mér skörin vera farin að færast upp í bekkinn.
FME að sýna frumkvæði er eitthvað svo stórkostlegt að það verður skráð í sögubækur.
Verst að frumkvæðið beinist í alveg kolvitlausa átt.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að viðskiptaráðherra leiði þá ekki frá villu síns vegar.
Ég er alveg til í að fara með hávaða á götum úti ef það hjálpar.
Það er nefilega stórkostlega mikið í húfi að blaðamenn verði ekki kúgaðir til þagnar.
En svo ein heimskuleg spurning sem ég er að velta fyrir mér hérna.
Getur maður brotið bankaleynd verandi ekki bankastarfsmaður?
Get ég þá brotið bankaleynd?
Hvílir bankaleynd á hinum almenna borgara og hinum almenna blaðamanni?
Halló, eruð þið viss um að við séum á Íslandi?
Rugl.
![]() |
Viðskiptaráðherra vill blaðamenn úr snörunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr