Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
Föstudagur, 3. apríl 2009
Sjálf stjórnarskrá íslenska lýðveldisins - dæs
Ég er hérna krakkar mínir.
Ykkar maður á málþófsvaktinni. Jájá, bregst ekki frekar en fyrri daginn.
Eftirfarandi er í gangi á hinu háa og mjög svo virðulega Alþingi:
"Það er vanvirðing við þjóðina, að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Sjálfstæðismenn að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um .stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við Alþingi, hið háa Alþingi að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við FRAMSÓKNARFLOKKINN að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er vanvirðing við STJÓRNARSKRÁNA að þessi, hinn og þessi séu ekki viðstaddir umræður okkar Sjálfstæðismanna um stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrána".
"Það er verið að ræða sjálfa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins".
Hvern þessara frasa má nota allt upp í þetta þrjátíu sinnum og það er í hnotskurn það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að gera á Alþingi í kvöld.
En núna talar flokkaferðamaðurinn Jón Magnússon, og eftir eru 25 á mælendaskrá.
Ekki misskilja mig stjórnarskráin er merkilegt plagg.
En fólkið er merkilegra.
Ég vil að plaggið sé til fyrir fólkið.
Ekki fólkið fyirir plaggið.
Yfir og út frá Alþingi Íslendingar þar sem fjörið er.
![]() |
26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Það var kátt...
Þar sem ég sat og reytti hár mitt yfir málfundaæfingum þingmanna Sjálfstæðisflokks í gærkvöldi og nótt, var ég að hugsa um að það þyrfti dauðan mann til að þola fíflaganginn í þeim og að missa ekki eitthvað miður fallegt út úr sér.
Dauðir menn tala ekki og þeir finna heldur ekki til í eyrunum svo vitað sé.
Svo eftir að Árni söng, Arnbjörg hló að eigin hnyttni og krúttlegheitum (jeræt) kom Katrín í ræðustól, og sagði það sem ég hefði viljað segja.
"Hættið svo þessu helvítis væli".
Ég var reyndar búin að segja þessa setningu stundarhátt hér í stofunni heima og fleira miður fallegt og ég fann til mikillar samkenndar með Katrínu.
Það voru sem betur fer engin vitni að einræðum mínum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Eins gott.
Katrín baðst síðan afsökunar á orðbragðinu en sjálfstæðismenn fóru nánast á límingunum vegna orðavals þingmannsins.
"But no worry".
Það er búið að ræsa út búsáhaldabyltinguna.
Allir sem vettlingi geta valdið rjúka nú niður á Austurvöll.
Sjálfstæðiflokkurinn fær ekki leyfi frá þjóðinni til að koma í veg fyrir breytingarnar á stjórnarskránni.
Og svo mega þeir væla hver um annan þveran þegar þeim verður það ljóst.
Þeir geta grátið fljóti, en ég vil að þeir geri það heima hjá sér.
![]() |
Hættið þessu helvítis væli" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið!
Ég sat og horfði á málfundaræfingar Sjálfstæðismanna þangað til að þeir gáfust upp um hálf þrjú leytið í nótt.
Þeir þæfðu og þæfðu, og það var grátlega sorglegt að fylgjast með þeim þæfa því sem þeir voru allir sammála.
Meira að segja Árni Johnsen var skáldlegur í þæfingunni.
Það er hægt að grípa til málþófs og hefur oft verið gert. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Allt undir merkjum lýðræðislegrar umræðu.
Ég veit núna um hvern einasta íslenskan kvikmyndaleikstjóra, hverja kvikmyndanefnu sem gerð hefur verið á Íslandi frá upphafi vega og alls kyns fyrirkomulag í kringum kvikmyndagerð.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fer fram eins og hryðjuverkamaður í þinglegum skilningi.
Svo gekk vitleysan og málþófið fram af henni sjálfri og hún hló eins og fífl í pontu.
Gaman, gaman hjá henni og félögum en við sem heima sitjum, stór hluti okkar Íslendinga erum ekki að grínast þegar við segjumst vilja sjá breytingar, og okkur finnst þetta ekkert fyndið.
Tilgangurinn með málþófinu er að koma í veg fyrir að haldið verði hér stjórnlagaþing og að gerðar verði breytingar á stjórnaskránni. Sjálfstæðismenn mega ekki til þess hugsa að fulltrúar almennings hafi um málið að segja.
Stjórnarskrármálið og stjórnlagaþingið í beinu framhaldi er ekki umsemjanlegt að mínu áliti og almenningur vill að það nái fram að ganga.
En gefist hinir flokkarnir upp, sem er ekki ólíklegt miðað við að íhaldið tekur hvert málið á fætur öðru í gíslingu, þá lofa ég, að ég og margir fleiri erum með búsáhöldin ný fægð og brýnd og alveg til í að mæta og láta í okkur heyra.
Mér var sagt af manni sem vel þekkir til hjá íhaldinu að þeir kunni ekki að vera í minnihluta, það gerist eitthvað.
Þetta eitthvað mátti sjá í sjónvarpinu í nótt.
Það var fróðlegt og eftirminnilegt.
Horfum og fylgjumst með.
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið - það ríkir einungis vopnahlé.
Bara svo það sé á hreinu gott fólk.
![]() |
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Íslensk þjóð kann sig ekki
Já sæll Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Auðvitað kemur okkur ekkert við um þín persónulegu veð í þinni persónulegu sumarhöll.
Djöfuls frekja og hnýsni í þeim sem vilja velta sér upp úr strangheiðarlegum, gagnsæjum og lágmarks siðspilltum fjármálaferli þínum.
Segðu þeim að halda kjafti og hugsa um sínar eigin sumarhallir, þessum nörðum sem eru að bögga þig með eilífum spurningum.
Ég meina það, má maðurinn ekki eiga sér sín persónulegu fjármálaumsvif í friði?
Má hann ekki skulda VÍS 200 milljónir króna gegn veði í hálfbyggðri sumarhöll?
Ekkert að því.
Djöfuls hnýsni.
Láttu þá heyra það Sigurður minn.
Þessi íslenska þjóð kann sig ekki.
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Hús moskunnar
Nú er tími til að tala nú eða blogga um betri hliðar tilverunnar.
Eins og bækur.
Bækurnar sem eru mín kreppulyf (ásamt öllu fókinu og börnunum sem tengjast mér á hina ýmsu vegu).
Ég er ofsalega heilluð af bókum þar sem umfjöllunarefnið er framandi lönd.
Undanfarin ár hefur komið dálítið út af bókum sem fjalla um lífið í arabaheiminum.
Ég er algjörlega á kafi í hverri einustu sem á fjörur mínar rekur.
Ég var að klára að lesa nýja kilju sem heitir "Hús moskunnar" eftir Kaled Abdolah.´
Sagan gerist í Íran eftir aldalanga stöðnun. Undir kyrrlátu yfirborðinu, á bak við blæjurnar og innan moskunnar, leynast draumar og vonir, ástríður og ólgandi tilfinningar.
Bókin fjallar um það ástand sem skapast þegar heittrúarbylgjan skellur á landinu.
Fólkið í húsi moskunnar bregst við á mismunandi vegu.
Mér finnst svo heillandi að lesa um venjulegt fólk í öðrum löndum. Löndum sem eru svo ólík því sem ég á að venjast.
Samt erum við öll svo svipuð þegar leiktjöldin eru rifin í burtu.
Við erum bara manneskjur að reyna að gera okkar besta í þeim aðstæðum sem skapast.
Mér finnst svo nauðsynlegt á þessum tímum fordóma, haturs, trúarbragðastríða og ótta, að við reynum að skilja það sem er okkur framandi. Þekkingarskortur er undirrót ótta og haturs.
Þessi bók hjálpaði mér til þess.
Svo er hún listilega vel skrifuð.
Ég mæli með þessari frá fyrstu til síðustu blaðsíðu.
Stærsti gallinn á þessari bók er einfaldlega sá að hún tekur enda. Því er nú miður. Mig dauðlangaði til að halda áfram að fylgjast með örlögum fólksins í húsi moskunnar.
Það held ég nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Góðir í greininni
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar með öllum ráðum að koma í veg fyrir að stjórnarskrárfrumvarpið nái fram að ganga.
Valgerður Sverrisdóttir sagði áðan í þinginu að þeir hefðu hótað málþófi.
Bara svona grímulaust beint yfir borðið skilst mér, ha?
Það er náttúrulega ólíðandi að virkja lýðræðið finnst þeim vænti ég.
Ég persónulega ætla að fylgjast vel með í 2. umræðu þegar þeir byrja að þæfa.
Það sem ég hef séð af málþófi sjálfstæðismanna eftir að þeir fóru í skammarkrókinn og settust í stjórnarandstöðu hafa þeir staðið sig svo vel að VG sem hafa áður sýnt góða takta í greininni eru eins og kettlingar við hliðina á vaskri sveit valhallarfélagsins.
Ég held að sá hluti almennings sem hlustar, er áttaður og veit núorðið að guð er ekki sjálfstæðismaður, komi til með að kunna þeim litlar þakkir fyrir að reyna að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni.
Breytingar sem eru svo löngu tímabærar.
Ajöss.
![]() |
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Röppum, blúsum og bræðum
Hér er veikburða tilraun til aprílgabbs í Bretlandi.
Að Kerry Katona muni syngja fyrir landsleikinn í kvöld og muni breyta íslenska þjóðsöngnum.
Betur ef satt væri.
Ég get endalaust pirrað mig yfir þjóðsöngnum sem enginn getur sungið nema lærðir söngvarar og kórar.
Annars finnst mér að þjóðsöngvar eigi að vera skemmtilegir.
Það á að skipta þeim út á fjögurra ára fresti.
Þeir eiga að endurspegla þá músík sem er í gangi hverju sinni.
Spaugstofan hefur sungið þjóðsönginn skemmtilega.
Ég hef reynt að rappa hann.
(Dóttir mín lærði nánast öll ljóð Steins Steinarrs með því að rappa þau, kjörið til lærdóms, rappið Íslandsöguna mín vegna. Ekki að ég sé hrifin af rappi).
Ég er trylltur blúsaðdáandi svo maður tali ekki um rokk.
Komasho, hífopp.
Kannski er ég svona andþjóðleg en ég fæ alltaf óttatilfinningu þegar þjóðernisklámið verður of mikið.
Nema kannski í silfurhamaganginum eftir Ólympíuleikana síðast liðið sumar.
En hvað um það..
Skiptum út söngnum, fáum eitthvað hressandi danslag í staðinn.
Það geta þá allir dansað sér til skemmtunar í staðinn fyrir að standa og drjúpa höfði vælandi og eða hátíðlegir í andliti eins og uppskafningar.
Og hvaða tilfinningakúgun var í gangi þegar manni var bannað að slökkva á Guðsvors?
Hér í denn varð maður að stökkva til og slökkva á sjónvarpinu á sunnudagskvöldum áður en hann byrjaði nú eða bíða ella eftir að honum lyki.
Halló?
![]() |
Katona breytir íslenska þjóðsöngnum! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður?
Ég dauðvorkenni þeim sem þurfa að finna upp aprílgabbið í ár.
Kommon, raunveruleikinn sem við höfum lifað og hrærst í síðan í október er lygasögu líkastur.
Í mínum villtustu martröðum hefði ég ekki náð upp í það sem við erum að upplifa Íslendingar á hverjum degi.
Ég gef mér að þessi "frétt" eigi að vera aprílgabb.
Amk. trúi ég ekki á ævintýraleg tilboð lengur.
Reyndar hef ég aldrei látið blekkjast af "kjötútsölunum" sem boðað hefur verið til á nánast hverju ári undanfarið hvar ljósmyndarar bíða á vettvangi til að taka mynd af þeim sem hafa stokkið af stað.
Ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn hryllilega tortryggin yfir höfuð.
Tek öllu með fyrirvara núorðið.
Þessi kreppa og allar lygarnar og leikþættirnir í kringum hana hafa tekið frá mér þetta sem ég átti þó eftir af barnslegri einfeldni eða trúgirni.
Er ekki sagt einhvers staðar; fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður?
Ég er að minnsta kosti brennd.
En þeir sem eiga að fá okkur til að trúa platfréttum í dag eiga alla mína samúð.
Því bókstaflega ekkert er nógu geggjað til að það toppi raunveruleika Íslands í nútímanum.
Ónei.
![]() |
Selja húsbúnað úr gömlu bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr