Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Laugardagur, 7. mars 2009
Sisterhúddið
Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er á morgun. Vá hvað tíminn flýgur, maður varla búin að snúa sér við og þá er komið ár!
Það eru spennandi tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl. 17,00 og þar verða konur í öllum hlutverkum.
Skemmtilegt.
En..
Það var ekki eins skemmtilegt að horfa á bíómynd gærkvöldsins á RÚV.
Mynd um konur gerð af konum og ég hélt að þarna væri töff mynd um hipp og kúl konur.
Halló, það hefði átt að standa sem viðvörun að þetta væri mynd upp á 19 klúta og mörg eggvopn.
Mig langaði satt best að segja að myrða einhvern, myndin var svo klisjukennd. Hefði jafnvel reynt að beita einhverju á einhvern til að fremja eitthvað með eggvopninu. Úff.
Nafnið á myndinni var það eina sem sló í gegn hjá mér:
"Divine secrets of the Ya Ya sisterhood".
Sandra Bullock og meðleikkonur hennar voru beint upp úr klisjupottinum.
Móðir hatar dóttur en elskar hana samt og vice versa.
Ég gæti gargað.
Af hverju er alltaf verið að halda að manni þessari ranghugmynd um skelfilega erfið samskipiti mæðra og dætra?
Ég keypti þetta kjaftæði fyrir mörgum árum og borgaði tugþúsundir króna hjá sálfræðingi til þess eins að komast að því sem mig hafði alltaf grunað, að mamma mín er frábær.
Stelpurnar mínar þurfa vonandi ekki að leggja í mikil fjárútlát til að komast að því að ég er æðisleg. Sú staðreynd ÆTTI að minnsta kosti að garga í andlitið á þeim.
Ekki horfa á svona myndir stelpur.
Þarna er ekki verið að spegla líf alvöru kvenna.
Nú nema sisterhúddið auðvitað, það er til.
Ég er í mörgum sisterhúddum.
Og elska hvert einasta eitt.
Súmí.
![]() |
Konur í öllum hlutverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 7. mars 2009
Fimmhundruðfjandansmilljarðar
Af hverju gengur stjórn gamla-Kaupþings enn laus?
Fimmhundruð milljarðar voru lánaðir til stærstu eigenda samkvæmt lánabók Kaupþings.
Stór hluti lánanna var veittur til eignarhaldsfélaga sem skráð eru í Hollandi og á Tortola.
Vitið þið að ég er hætt að geta fundið orð yfir þessa breytni sukkbarónanna.
Ég er bara reið.
Og muni ég rétt þá er einn af fyrrverandi stjórnarmönnum í bullandi kosningabaráttu til áframhaldandi formanns í VR og fáir gera athugasemdir þar við.
Ég held að ég ítreki enn og aftur þá skoðun mína að þetta lið í bönkunum gerir Mafíuna að nýskeindum kórdrengjum með feimnislegt yfirbragð.
Af hverju í andskotanum er þetta lið ekki í járnum?
Fimmhundruðhelvítismilljarðar.
Halló!
![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 6. mars 2009
Áfram Steingrímur!
Nú rennir Steingrímur J. niðurskurðaröxinni í gengnum dagpeninga- og hlunnindabinginn.
Það var tími til kominn.
Engir dagpeningar lengur fyrir maka ráðherra í opinberum heimsóknum. Tékk.
Ráðherrar fá héðan í frá aðeins þriðjung dagpeninga á slíkum ferðalögum framvegis. Tékk.
Þá verða dagpeningar háttsettra embættismanna og ráðherra lækkaðir um 10%. Tékk.
Þorgerður Katrín, þarna voruð þið húsbandið helvíti heppin, þið sluppuð til Peking tvisvar sinnum en nú er það búið.
Nú verður fólk að haga sér eins og sú stórskulduga þjóð sem við erum. Í því felst mæt lexía í auðmýkt fyrir þá sem geta tekið til sín sneiðina.
Nananabúbú.
Án gríns, loksins er verið að taka á óráðsíu og forréttindareglunum í stjórnkerfinu.
Vonandi er þetta aðeins byrjunin.
Íslensk stjórnvöld hafa hagað sér eins og olíufurstar á sveppum þegar kemur að því að úthluta hlunnindum sjálfum sér og sínum til handa.
1-0 fyrir fjármálaráðherra.
Áfram svona!
![]() |
Steingrímur sker í dagpeninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 6. mars 2009
Bönnum vændi strax!
Sextán samtök skora á stjórnvöld að leggja bann við kaupum á vændi. Segir í áskorun þeirra að því beri að fagna að enn einu sinni er komið fram á Alþingi frumvarp um að banna kaup á vændi.
Að því frumvarpi standa stjórnarflokkarnir ásamt þingkonum Framsóknarflokks.
Það er í raun óskiljanlegt að við skulum vera á þriðjaheimsplani hvað þetta varðar hér á Íslandi.
Milljónir kvenna og barna eru seld í kynlífsánauð víða um heim.
Vændi er af sömu rót sprottið, amk. eru örfín skil þarna á milli.
Þú átt ekki að geta keypt þér aðgang að líkama fólks með góðu leyfi samfélagsins.
Nú bærist í mér sú von að bann við kaupum á vændi verð lögfest hér á landi.
Og það strax.
Það væru dásamleg málalok.
![]() |
Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. mars 2009
En ég elska ykkur samt..
Ég óska þessum manni til hamingju, sko þessum sem gat marið fram sex ástæður til að flytja hingað á klakann.
Hann veit auðvitað ekki um alla hina plúsana sem eru innifaldir í fæðingarrétti Íslendingsins.
Að geta gengið úti í náttúrunni, hlustað á fuglasöng, lyktað af lyngi, verið einn í heiminum og altekinn af fegurð náttúrunnar. Slíkt verður aldrei metið nógsamlega.
Að vera inni í hlýjunni og hlusta á rokið, rigninguna, snjóstorminn eða hríðina. Það jafnast fátt á við það.
Að horfa á Esjuna á björtu sumarkvöldi og sjá endalaust ný litbrigði hennar.
Að horfa á sjóinn.
Að finnast maður heyra til, þó allt sé í kalda kolum.
Djöfull er ég væmin.
En mér þykir vænt um landið mitt.
Því miður þá ætti ég auðveldara með að hripa niður sirka hundrað ástæður fyrir að koma sér úr landi.
En ég ætla ekki að gera það.
Vill ekki leggja mín lóð á vogarskálar varðandi brottflutninga á þessum síðustu tímum.
En málið er einfalt: Mér þykir undurvænt um þessa eyju og flesta sem á henni dveljast.
En sumir mættu flytja úr landi mín vegna.
En ykkur kemur ekkert við hverjir það eru.
En ég elska ykkur samt.
![]() |
6 ástæður til að flytja til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 6. mars 2009
Núll týndur
Kisinn hennar Jennýjar Unu er týndur (hann heitir Núll, skírður af henni sjálfri).
Hann hefur ekki sést í rúman sólarhring en hann á heima á Leifsgötu 28.
Þið sem sjáið kisa vinsamlegast hringið í 6925082.
Takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. mars 2009
Bækur, bækur og aftur bækur
Frétt um bækur. Gaman, gaman.
Enda föstudagur og ekkert helvítis kreppukjaftæði.
65% aðspurðra í þessari bresku könnun játa að hafa logið til um að hafa lesið bækur sem þeir höfðu svo ekkert lesið, varla séð hvað þá annað.
Ég játa mig seka. Ég hef logið þessu sama eins og enginn væri morgundagurinn.
En ekki um heimsbókmenntir elskurnar mínar, ónei, ég las "Stríð og Frið", "Lygn streymir Don" og "Fýkur yfir hæðir", strax á unglingsárum.
Varð að vera viðræðuhæf í eðlum gengjum - ójá.
En ég laug til um að hafa lesið margar bækur samt. Alveg heilu ritraðirnar.
Það voru námsbækurnar sem ég í hyskni minni nennti ekki að lesa.
Enda sumar námsbækur svo leiðinlega skrifaðar að ætla mætti að það væri verið að gera mann fráhverfan lestri fyrir lífstíð.
En ábyrgðin er mín og einhvern veginn þrælaði ég mér í gegnum próf á þess að kunna nokkur eða lítil skil á námsefninu.
Annars er ég að lesa þrjár bækur núna. Já, ég er fíkill, hvað get ég sagt.
Mæli sérstaklega með "Pappírsfiðrildum" sem var að koma út í kilju ásamt krimmanum "Skot í markið".
Engin svikinn af þessum tveimur.
Pappírsfiðrildi er mögnuð bók. Fjallar um afdrif kínversks pilts sem lendir í fangabúðum eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar.
Sterk, hrærandi og áhrifarík.
Það er ein besta leið sem ég veit um að loka sig af frá erli og áhyggjum að sökkva sér ofan í góða bók.
"Skotið" er spennandi krimmi sem ég segi ykkur betur frá þegar ég er búin með hana.
Later.
![]() |
65% ljúga um lestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Hugsið áður en þið kjósið
Það sagði við mig kona í kvöld að samkvæmt þessari skoðanakönnun væru um 30% Íslendinga fífl.
Ég vildi ekki skrifa upp á það (amk. ekki opinberlega) en verð að játa að ég skil ekki landsmenn mína sem eru tilbúnir til að flykkja sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem á hefur gengið.
Ég nenni ekki einu sinni að fara inn á það hversu þessi flokkur hefur gjörsamlega týnt og tapað andliti frá bankahruni.
Ekki að hann hafi verið mikið upp á punt fyrir venjulegt fólk fram að þeim tíma.
Mér er þetta þjónkunarheilkenni sumra hulin ráðgáta.
Vonandi eru þetta samúðar"atkvæði" sem þarna koma fram.
Ég skal alveg skrifa upp á svona 15% fylgi ekki prósentustigi meira.
Í guðanna bænum Íslendingar hugsið áður en þið kjósið.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Skýrt val - takk
Ég fagna því að Sigmundur Davíð greini nú frá því að honum og Framsókn hugnist vinstri stjórn.
Fínt þegar pólitíkusar segja hvað þeir vilja svona til að auðvelda kjósendum þrautina, nóg er nú samt í þessum rústum hrunsins sem þarf endalaust að vera að spá í án sýnilegs árangurs.
Ég held nefnilega að öll þjóðin sé eitt gangandi spurningamerki frá morgni til kvölds í kreppunni.
Sigmundur Davíð er nokkuð harður á því að Framsókn vilji til vinstri.
Sko, ef félagshyggjuflokkarnir hafa áhuga, sem hann reiknar fastlega með.
Svo skáskítur hann augunum á blaðamanninn og bætir við eitthvað á þá leið; að ef ekki sé áhugi fyrir maddömunni á vinstri heimilinu, þá komi íhaldið til greina.
Sko það er þetta sem ég þoli ekki við íslenska pólitík.
Ekki loka dyrum, ekki útiloka möguleika, ekki gera hlutina auðveldari fyrir kjósendur.
Ekki hafa skýrt val og standa síðan og falla með því.
Valdið, eilíflega valdið sett í fyrsta til tíunda sæti.
Nú eiga flokkar og samtök að ganga bundnir til kosninga.
Ekki að hafa friggings flokka til þrautavara ef annað klikkar.
![]() |
Vill vera í vinstri stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Trúlofun?
Loksins er eftirlaunaskömmin afnumin.
Þvílíkan tíma það hefur tekið að koma þessu í gegn.
Kannski er ég mest hissa á að það hafi verið samþykkt á sínum tíma.
En þingheimur var sammála sem er skemmtileg tilbreyting og nánast hippalegt.
Enda væri það þokkalegt að ganga gegn þessu máli í miðjum prófkjörum.
Pólitískt sjálfsmorð og ekkert annað.
Annars eru Sjálfstæðismenn algjör saga út af fyrir sig.
Eða þá að ég er á skjön við alla.
Þeir eru með öllu sem ég hef skömm á.
Hernaði, stóriðju, kvótahelvítinu, samhjálpinni á borði (ekki endilega í orði), svo maður fari ekki út í gagnrýnislausa trú þeirra á framboð og eftirspurn, markaðinn og mátt peningana.
Á þetta ekki líka við um Framsókn?
Ættu þeir ekki að sameinast í pólitískri trúlofun?
Það er svo gott að vita hvar maður hefur fólk.
En...
Gula fíflið bíður.
![]() |
Eftirlaunafrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr