Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Jú, jú, jú - nei, nei, nei
Í bankahruninu beið álit mitt á fjármálabatteríinu stóran hnekki.
Eða hefði gert hefði ég einhvern tímann séð lágmarks glóru í græðginni.
Ég missti auk þess trú á þeim sem áttu að gæta hagsmuna þjóðarinnar, hvar sem þeir í stól voru settir.
Látum það nú eiga sig, en það er ekki allt búið enn.
Það versta mögulega er að finnast maður ekki getað trúað neinu sem sagt er.
Það sannast nefnilega aftur og aftur að það er logið að okkur úr öllum áttum.
Ekki lagast málið þegar fólk heldur áfram að hanga á lyginni og heldur því blákalt fram að það hafi sagt satt allan tímann.
Ég er að tala um allar fullyrðingarnar og mótfullyrðingarnar sem dunið hafa yfir okkur frá því í haust.
Hér er enn ein lygafléttan komin af stað.
Í DV í dag má lesa þetta: "Mánudaginn 6. október sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þáverandi efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra, honum frá samskiptum þá um nóttina við Landsbankamenn vegna möguleika á flýtimeðferð Icesave-reikninganna inn í breska lögsögu. Geir hefur aftur á móti neitað því afdráttarlaust að hafa vitað nokkuð um málið. Breska fjármálaeftirlitið hefur nú staðfest að viðræður um flýtimeðferð vegna Icesave-reikninganna fóru fram með þátttöku forstjóra eftirlitsins."
Davíð kannast ekki við málið!
Geir segir nei, nei, nei.
Tryggvi Þór Herbertsson segir jú, jú, jú.
Björgúlfur Thor segir víst, víst, víst.
Látum vera að sukkbaróninn af Banka láti sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir sér.
Nú eða þá fyrrverandi Seðlabankastjóra sem hefur lifað í sínum sérhannaða heimi.
En fyrrverandi forsetisráðherra, þá æðsti maður þjóðarinnar og fyrrverandi aðstoðarmaður hans?
Ljúga þeir eins og sprúttsalar enn einn ganginn?
Ó fyrirgefið, ég var búin að gleyma því að það er svo 2007 að ljúga, bara í góðu lagi, tilgangur helgar meðal og allt það kjaftæði.
Sumir eru greinilega enn þar staddir.
DV-fréttin í heild sinni.
Annars er ég farin út í garð og ætla að láta gula fíflið kveikja í mér vorið.
Hagið ykkur rétt á meðan villingarnir ykkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Djöfullinn danskur
Kaupþingsmenn flýja segir Mogginn.
Ég segi; Só?
Mér sýnist þessir menn sem hætta nú í kippum vera í svona 2007 deildum.
Eins og "eignastýringum", "áhættufjárfestingum" og öðru sem bara getur ekki verið mikið að gera í.
Þar sem höndlað er með hlutabréf, svo ég taki dæmi um eitthvað sem er mér álíka framandi og matarvenjur á Galapagos, þá getur varla verið brjálað að gera.
Engir jardar að koma í hús, engar kúlur að rúlla inn með viðeigandi bónusum í vasa gulldrengjanna.
Nær væri að ætla að vinnan sé svona ámóta spennandi fyrir þessa menn og að líma inn sparimerki.
Man einhver eftir þeirri plágu? Sko sparimerkjunum?
Svo hef ég heyrt að bankastjóri NÝJA-Kaupþings sé akkúrat maður, vilji hafa hlutina á ákveðinn máta. Að hann skynji og skilji nýja tíma.
Þannig að ég vona að þessum sjálfhættu mönnum farnist vel á nýjum vettvangi.
Ég sá að einn bloggvinur minn var að fabúlera um hvað væri 2007.
Einhver benti á að það væri 2007 og kaupa flott hús í grónu hverfi, rífa það og byggja frá grunni.
Í mínum huga er samt ekkert meira 2007 en að hafa vinnu og fá borgað fyrir hana.
Í dag er ég nefnilega svartsýn.
Ég hefði átt að vera duglegri með sparimerkin.
Djöfulinn danskur.
![]() |
Kaupþingsmenn flýja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Dragðu eitthvað gamalt yfir þig
Ég held að innbrotsþjófar upp á gamla mátann séu að koma sterkir inn hjá okkur Íslendingum.
Ég er að hugsa um að bjóða þeim að gjöra svo vel, jafnvel hita handa þeim kaffi, ef þeir kíkja við hjá mér.
En Armani klædda siðblindingja og stórþjófa á að setja á bak við lás og slá.
En hvað haldið þið?
Ég hef hugsað um dauðann í dag, mestan part.
Kallið mig klikkaða (þú ert klikkuð) en ég dett stundum í það að velta fyrir mér dauðanum.
Í dag var ég eitthvað að pæla í því hvort við gætum ekki haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum næstu tuttugu ár eða svo (já ég veit, alltof hógvær) og þá rann upp fyrir mér að ég gæti kannski verið dáin eftir tuttugu ár.
Og þá fór ég að fabúlera með hvort ég myndi kannski kjósa í síðasta sinn í næst komandi kosningum.
Og ég var alveg intúit sko, vöknaði um augu og allt.
Sá alveg fyrir mér heim án Jennýjar Önnu og hann var ekki burðugur get ég sagt ykkur.
Svo sviðsetti ég mína eigin jarðarför í snarheitum.
Þar var ekki þurr þráður á nokkrum manni.
Ekkasogin hljómuðu um miðbæinn í nokkurs konar búsáhaldarbúgga, nema ögn angurværari.
Já það var jarðsett í Dómkirkjunni.
Svo mundi ég að ég er trúlaus varðandi kirkjusiði og færði því partíið yfir í Hljómskálagarðinn þar sem sólin skein, það var sumar og mér var dreift yfir blómin að viðstöddum forseta vorum.
Þá mundi ég að ég get ekki haft forsetann, hann er úr tísku.
Þá ákvað ég að gefa ekki tommu eftir. Ég ætla að lifa næstu þrjár alþingiskosningar aularnir ykkar og ekki orð um það meir.
Og í allar þær þrjár ætla ég að vinna tventíforseven við að halda íhaldinu frá völdum.
Já og Framsókn líka. Mikið djöfull sem ég er orðin þreytt á stælunum í þeim og kikkinu sem þeir fá við að gera sig gildandi.
Og þú þarna fyrrverandi Kaupþingsbankastjóri.
Dragðu eitthvað gamalt yfir þig.
![]() |
Afskrifuðu ekki tap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Frekjukast í gangi
Eftirlaunafrumvarpið fer að komast í höfn.
About time segi ég.
Sá bölvaður ósómi sem aldrei átti að líta dagsins ljós.
En...
Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, svei mér þá.
Ég er að fylgjast stíft með Alþingi og ég get sagt ykkur að það er sama hvar í umræðunni borið er niður, Sjálfstæðisflokkurinn er á móti.
Þeir sem hafa lýst sig fúsa til að styðja öll góð mál.
Þeir eru eins og smábörn með hegðunarvandamál. Eins og snuddunni hafi verið stolið af þeim um hábjartan daginn.
Farið ekki að grenja elskurnar. Það koma tímar eftir 20 ár eða svo. Bara að bíða fallega.
Nú eru þeir í frekjukasti yfir mögulegu stjórnlagaþingi.
Stjórnlagaþingi sem nánast hver einasti maður á Íslandi vill að verði haldið og það í haust.
Í morgun voru þeir í heví mótþróa yfir breytingunni á kosningalögum, sem gerir persónukjör mögulegt.
Það má auðvitað ekki verða. Viljinn kemur frá Valhöll.
Rosalega fer "sumum" illa að missa völd eftir langan tíma.
"Sumir" fara á límingum ég sver það.
![]() |
Eftirlaunin til þriðju umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Nýir tímar - nýir siðir
Í kjölfar hrunsins mikla er ekkert eins og það var.
Grunnkröfur búsáhaldabyltingarinnar hafa verið uppfylltar.
Í viðtengdri frétt er talað um að mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér gæti orðið í komandi kosningum.
Ég segi nú bara að ef fólk er ekki búið að átta sig á að gamla hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins er mannfjandsamleg þá er það sama fólk sennilega heillum horfið.
Og af því að ekkert er sem fyrr þá vill ég sjá ný vinnubrögð í kosningum, nýja möguleika.
Ég vil vita að hverju ég geng.
Ég reikna með (og ætlast til af minni alkunnu hógværð) að félagshyggjuflokkarnir (Framsókn?) stofni kosningabandalag og gangi þar með bundnir til kosninga.
Kerfið sem hefur verið við lýði er eins og að bjóða kjósendum að taka þátt í happdrætti.
Miði er möguleiki.
Þú kýst mig og færð mögulega þá stjórn sem þér hugnast.
En jafn líklegt er að þú fáir stjórn sem gengur þvert á vilja þinn og lífsgildi.
Þetta er engum bjóðandi og nú viljum við breytingar.
VG og Samfylking hljóta að uppfylla þessa kröfu.
Svo og ný framboð sem eiga mögulega eftir að koma fram.
En hvað gerir Framsókn?
Stendur sú gamla drusla fyrir happadrættinu í ár eða er hún komin til byggða?
Tjuss.
![]() |
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Karlasamfélagið sökkar
"Niðurstöður mælinga fyrirtækisins Creditinfo sýna að 78% viðmælenda í fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva á síðasta ári voru karlmenn en tæplega 22% voru konur. Alls var rætt við 1475 karlmenn og 454 konur."
Ég er komin með hundleið á karlmiðuðum gildum, gildum sem hafa komið okkur á kúpuna.
Heimi sem stjórnað er af jakkafötum sem hafa fengið þá hugmynd í hausinn að þeir séu guðs gjöf til þjóðarinnar, já heimsins alls.
Hið karllæga samfélag hefur beðið skipbrot og búmmi og bangi.
Það versta er þó að því er haldið fram fullum fetum að jafnrétti ríki.
Svo eru þeir sem halda því fram að konur komist alveg áfram ef þær vilja!
Bara spurning um að hafa sig í frammi sko, rolurnar ykkar.
Halló, rosalega erum við þá margar sem viljum ekki.
Reyndar hafa konur viljað breyta forgangsröðuninni í þjóðfélaginu lengi.
Hver skilur þá pólitík að það skuli vera helmingi betur launað að telja peninga heldur en að kenna börnunum okkar og gæta þeirra?
Bara svo ég taki eitt lítið dæmi.
Nú legg ég til að konur og karlar leggist á eitt við að breyta gildismatinu í þjóðfélaginu.
Látum sukk undanfarinna ára verða minni eitt.
Högum okkur eins og fólk.
Vitið þið að það gerir mig brjálaða að sjá hversu langt við erum frá jafnrétti í raun og ég fæ nett sjokk þegar ég sé svona statisíkk.
Samt eru þetta engar fréttir fyrir mig.
Við konur erum helmingur þessa þjóðfélags.
Hvernig væri að við létum þessu rugli lokið hérna og hættum að bíða eftir að strákarnir hleypi okkur að.
Ég held að við séum búnar að dingla á okkur augnahárunum í endalausri bið alveg nógu lengi.
Damn, damn, damn.
![]() |
78% viðmælenda ljósvakamiðla karlar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Fundur vinstri og hægri
Ég skil ekki Framsókn.
Enginn hissa á því náttúrulega nema ef vera skyldi þeir sjálfir.
Nú vilja þeir rjúfa þing án þess að klára "góðu" málin sem þeir eru svo æstir í að styðja.
Þeir tala um að aðeins eitt stjórnarfrumvarp hafi orðið að lögum.
Að vinnsla mála taki of langan tíma.
Halló, eruð þið klofnir persónuleikar?
Eða í nonstop óminni.
Hvernig væri að vinstri höndin ætti fund með þeirri hægri og það sem fyrst?
Ég held að það væri ráð.
![]() |
Sigmundi Davíð boðin sáttahönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Maðurinn á efri hæðinni
Bjarni Ben formannskanditat Sjálfstææðisflokksins segir að hér hafi ekki verið hörð frjálshyggja.
Og ég er maðurinn á efri hæðinni sem æfir kraftlyftingar.
![]() |
Hér var ekki hörð frjálshyggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Forsetinn hefur níu fingur á hendi
Ferðir forsetans í einkaþotum auðmanna voru stórlega ýktar, sagði ÓRG í fyrra.
Bara teljandi á fingrum annarrar handar.
Samkvæmt þessu þá eru níu fingur á forsetahöndinni.
Agaleg fötlun þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
..nema Sjálfstæðisflokkurinn
Loksins.
Þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi, NEMA Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram frumvarp um að kosningalögum verði breytt þannig að færi gefist á persónukjöri í kosningum til Alþingis.
Auðvitað er þetta ekki nóg, miðað við kröfur almennings en þetta er ágætis byrjun.
Svo verður auðvitað stjórnlagaþing og þá má taka þetta betur í gegn.
En ég fagna því að geta þá kosið fólk í flokkunum í stað þess að verða að hlíta uppröðun prófkjara eða forvals.
Það færist til bókar hér með að auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki á pari með almenningi í þessu máli fremur en Seðlabankafrumvarpinu.
Hann vill engar breytingar, enda ekki mjög lýðræðislegur flokkur sjálfur frelsisflokkurinn.
Munið það.
Jabb og góðan daginn.
![]() |
Leggja fram frumvarp um persónukjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr