Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Rosalega geturðu verið mikill plebbi Jenný Anna
Gott að VG og Samfó eru búin að leggja fram fyrirspurn á fundi borgarráðs varðandi bruðlferðina í laxinn í Miðfjarðará í fyrra.
Bónus átti veiðileyfin og tvennum sögum fer af því hver keypti hvað að hverjum.
Annars er mér sama þótt María mey hefði verið eigandi að leyfunum, þetta er alveg út úr kú að menn kjörnir til starfa í þágu almennings séu að þiggja svona "gjafir".
Upp á borð með öll þessi mál. Afgreiða, búið og bless.
En...
áðan var ég að koma ásamt mínum heppna helmingi út úr einni af búðum Jóhannesar í Bónus.
Geng ég ekki fram á Bónusbóndann sjálfan við einn mann.
Það hljóp í mig gamla hvatvísinn og ég ákvað að testa manninn.
Ég sagði hátt, skýrt og innilega; komdu sæll Jóhannes, eins og hafi þekkt hann frá því í vöggu.
Fyrst kom á aumingja manninn, hann hefur örugglega hugsað, hver er´etta, hugshugshugs og svon brosti hann sínu blíðasta og sagði; Já komdu blessuð og sæl.
Og þá fékk ég bullandi samviskubit yfir að láta eins og asni og rjúka á manninn eins og við værum aldarvinir.
Minn heittelskaði sagði lágum rómi þegar við gengum í burt;
rosalega geturðu verið mikill plebbi Jenný ?
Og nú er ég ævinlega skuldbundin Jóhannesi í Bónus, við erum svo góðir vinir.
Kræst, hvað ég verð að versla við hann forever. Við erum náin, ég er að segja ykkur það.
En nú veit ég hvernig það er að vera svona nörd sem rýkur á fólk sem allir þekkja.
Lalalala
Nefndin.
Spyrjast fyrir um laxveiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Að láta hafa sig að fífli
Egill Helga er dedd á því að þessi umrædda sólarvörn í fréttinni sé pottþétt.
Ég trúi honum því ég sá hann í sjónvarpinu rétt eftir að hann kom heim frá sælulandinu og hann var fölur eins og Íslendingur einn getur verið. Litarefni húðarinnar í sögulegu lágmarki.
En vonandi er fólk ekki að trúa auglýsingum um sólarvarnir, snyrtivörur og húðvörur.
Ésús mínn, langt síðan að ég tók þann pakka.
Ég hef t.d. keypt tonn af sjampói sem á að þykkja hárið, láta það glansa þannig að hægt sé að nota haddinn sem spegil og áfram gæti ég talið. Árangur: Hreint hár og ekki millimeter umfram og það er nóg fyrir mig núorðið. Er hætt að bíða eftir kraftaverkum í sjampóflösku.
Svo eru það snyrtivörurnar. Maskararnir sem eiga að lengja og þykkja augnhárin. Mín eru reyndar alveg nógu löng en lengi má við þau bæta. Á svoleiðis auglýsingum eru módelin undantekningalaust með gerviaugnahár. Svo skildi ég aldrei í því afhverju mín urðu ekki nógu löng til að ég gæti þurrkað af með þeim.
Varalitirnir sem eiga að vera fastir á vörunum frá morgni til kvölds. Halló, einhver fallið fyrir því? Ég hef gert það margoft, ekkert tollir á munninum á mér lengur en mínútu eða tvær. Lygi og uppspuni frá rótum.
Eða meikin sem heita "age perfect" "aldaylong cover", "soft beauty" og "no more aging". Jájá, halló, það hefur enginn beðið mig um skilríki í ríkinu síðan ég var 28 ára. Reyndar er ég edrú og versla ekki við ríkið en mér segir svo hugur að ég sé ekki enn orðin 12 ára í framan þrátt fyrir öfluga notkun á aldurseyðandi meiki.
Nú að kremunum. Þessum sem bana hrukkum, slétta á þér háls og andlit, taka bauga, strekkja á enni (er einhver í þörf fyrir það?) og taka öldrunarlínur í kringum munn. Töff shitt en það virkar ekki, algjörlega fullreynt af mér og mínum vinkonum.
Þess vegna skil ég ekki af hverju maður er í því að halda fullt af fólki í vinnu við að láta ljúga að sér. Nei ég er ekki að tala um pólitíkusana sem við kusum yfir okkur síðast, hehemm... en sá misskilningur á fullan rétt á sér.
Heill bransi sem veltir milljörðum gengur út á að hafa konur að fíflum. Er ekki í lagi - ha?
En lífið yrði svo leiðinlegt ef við létum ekki glepjast annað slagið af gylliboðunum um eilífa æsku í dós eða túbu.
Við konur erum líka búnar að ná skýrum skilaboðum frá fegrunar- og tískuiðnaðinum.
Hann er sá að daginn sem við verðum 25 ára erum við komnar með aðra löpp í gröf útlitslega séð og þurfum að byrja að bera á okkur eins og enginn sé morgundagurinn.
En það er bannað að auglýsa í þriðja stigi lýsingarorða. Það má ekki segja að vara sé best, ódýrust, eða fallegust á markaði.
En ætli það megi segja að hún sé skást?
Fjandinn að ég viti það.
Fullyrðingar um sólarvörn bannaðar í auglýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Erfið varadjobb
Je,je,je. Allir að tryllast úr gleði, orður hengdar í barm eða um háls, allir klökkir, mikið búið að knúsast og kyssa, jájá. Sagan öll?
Í gær þegar verið var að kalla handboltamennina (OKKAR) upp á sviðið einn í einu og þeir kysstu heila röð af prestum og prelátum, var ég alveg að velta mér uppúr Hönnu Birnu og Mennthildi. Í gærkvöldi var ég nefnilega með þungar áhyggjur af því hvort þær hefðu fengið kossakrampa eftir að heim var komið. Þetta eru erfið djobb - þessi varadjobb.
En að efninu. Við Íslendingar elskum að röfla, tuða og bölsótast. Það er bara hin norðlæga lega landsins plús veðurfar sem gerir það að verkum að þetta er okkur jafn nauðsynlegt og að anda.
Ég var farin að sakna þessa eftir alla gleðina.
Er ekki hægt að fara aftur í gírinn eftir alla þessa andskotans hamingju?
Það eru allir brosandi frá eyra til eyra og ég er feimin við fólk bara. Líður eins og ég sé í útlöndum svei mér þá.
Kommon - allir saman nú - aftur í fúll á móti.
Það er svo heimilislegt.
Jájá, yfir og út villingarnir ykkar.
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
..og berin voru súr
Uppáhaldslykt Breta er af "fish and chips" og ég er ekki hissa.
Morgunmaturinn er það eina sem breskir kokkar fremja ekki kviðristu út af og matarsmekkur þjóðarinnar er í stíl við það.
Að þessu sögðu þá ætla ég að trúa ykkur fyrir því að ég fór að hugsa um lyktir. Að þessu sinni aðallega þær sem mér þykir bestar.
Lyktin af börnum, sérstaklega þessum glæ nýju. Jesús minn, ekkert sem toppar það.
Lyktin af uppáhaldsilmvatninu Famme sem auðvitað er hætt að framleiða, orðið svo gamalt, eins og ég.
Rjúpnalyktin á aðfangadag er sú öflugasta sem ég veit um. Hún er af lyngi, jólum, hátíð og gleði. Helvíti leiðinlegt að það skuli þurfa að taka veð í fasteign til að geta eignast fuglinn einu sinni á ári. Lífið er óréttlátt.
Ég fæ stundum kast á kartöflupoka og anda að mér moldarlyktinni upp úr þeim. Stundum hefur þetta lyktarblæti verið þannig að ég hef nánast sofið með friggings pokann upp að nefinu.
Og svo er það lyktin sem hendir mér tuttugu til þrjátíu ár aftur í tímann.
Patchoil - hippalyktin sú, fann hana fyrir nokkrum árum í mannmergð og hné nánast út af í nostalgíu, ég var komin í Tjarnarbúð, Glaumbæ og Sigtún bara þar sem ég stóð, hviss-púmm-bang.
Ákveðin meiklykt minnti mig á Inoxa litaða dagkremið sem ég sletti á andlitið á mér á gelgjunni og takmarkið var að glansa sem mest. Ég vona að ég hafi þroskast nokkuð.
En þá man ég eftir því. Sko í snyrtibuddu unglingsáranna var áðurnefnt Inoxa meik, House of Whestmore ógeðismaskari sem lengdi augnahárin eða hefði gert hefðu auglýsingar þess tíma verið marktækar, hvítur sanseraður eða mattur varalitur og mellubleikur líka á góðum degi.
Ég náði þeirri færni sem fátíð var og hefur enn ekki verið toppuð, að mála mig í strætó á fljúgandi ferð í hálku og sköflum, án spegils, eftir minni. Málið var að það var bannað að mála sig, þannig að neyðin kenndi ómálaðri stúlku að spinna.
Æi ég er að missa mig í eitthvað hérna. Löngu liðnir tímar, hvað er svona merkilegt við þá?
Ekki nokkur skapaður hlutur.
Og berin voru súr!
Uppáhladslykt einhver?
Uppáhaldslyktin er frá fish and chips" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Dansinn kringum gullkálfinn
Ég er eiginlega með óbragð í munninum vegna frétta af þessu bruðlinu og hinu sem maður heyrir um nánast daglega nú um stundir.
Laxveiðiferðin hjá Villa, Binga og Gulla heilbrigðis er eitt dæmið.
Könnunarferð Samgöngunefndar um Stór-Reykjavíkursvæðið þar sem nefndarmenn gistu á Lúxushóteli við Elliðavatn, í staðinn fyrir að fara heim til sín, er annað dæmi um þessa firringu fólks sem er kjörið af almenningi til að gæta hagsmuna okkar.
Fimm milljónir fóru í ferð Þorgerðar Katrínar til Kína, ásamt maka og ráðuneytisstjóra sem líka tók með sér hinn helminginn.
Þá erum við að tala um tvær ferðir, dagpeninga, hótel og ferðalög.
Í mínu bókhaldi eru fimm milljónir króna ansi miklir peningar.
Það virðist engu máli skipta þó hvert bruðlmálið komi upp af öðru, áfram heldur dansinn í kringum gullkálfinn.
Ég auglýsi eftir ráðdeild og eðlilegum viðmiðum í eyðslu og meðferð á peningum skattborgaranna.
Það þarf hagsýnar húsmæður í landsbókhaldið ég veit um margar svoleiðis.
Og ef fólk vill fara tvívegis til Kína í stað einu sinni og ef sumir vilja veiða lax í snobbám er ekki hægt að rífa upp vísakortið eða debbann og gera það fyrir eigin reikning?
Hvers eigum við almenningskrúttin í lífsbaráttunni að gjalda?
Það er ekki eins og þetta fólk sé á strípuðum verkamannatöxtum.
Arrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrg
Kínaferðir kostuðu 5 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Ógeðismatur og vísitala
Ég er æðislega klár kona. Eins gott að segja það sjálf, það er ekki eins og það sé fólk í vinnu við að mæra mann.
En í alvöru, mér er verulega áfátt á sumum sviðum. Svo áfátt að ég held að mér sé ekki viðbjargandi.
Það eru verðbólgutölur, vísitala neysluverðs og fleiri hugtök sem segja mér ekki neitt. Ég er eins og blind kona.
Einhver Svíi sagði í denn að flott hugtök væru búin til til að halda almenningi í fjarlægð frá umræðunni. En auðvitað gæti ég hafa sett það á tékklistann minn að kanna eiginlega þýðingu orðanna.
En..
Ég skil verðlag í verki. Ég skil og finn hvernig það saumar að fjárhagnum að kaupa í matinn svo ég taki dæmi. Það má segja að verkleg kennsla í ömurlegu efnahagsástandi sé í gangi 24/7 í matvörubúðinni.
Ég veit að ef ég skrepp inn í matvörubúð til að kaupa smávegis nauðsynjar þá er það sjaldan undir fimmþúsundkalli.
Ég veit að ef ég þarf að kaupa inn fyrir vikuna t.d. þá erum við að tala um tölu sem fer mis mikið yfir fimmtánþúsundkallin.
Ég veit að ef ég ætla að spara í matvöru þá verð ég að kaupa ógeðis beikonpylsur heimsins þ.e. unnar kjötvörur og fiskibollur í dós.
Ég veit líka að þá get ég ekki verslað almennilegt grænmeti.
Hvernig væri að þetta fólk sem sér um útreikninga á vísitölum heimsins hleypi okkur inn í það allra helgasta og segi okkur hvað þetta þýðir svo við þurfum ekki öll að skrá okkur á kúrsa í HÍ.
En að öðru leyti er ég ógeðslega klár, jájá, algjör mensa bara.
Farin að hakka eitthvað ómeti ofan í fólkið mitt.
Jeræt.
Verðbólgan 14,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Orðubömmer
Það gengur næst klámi þessa dagana að hafa öðruvísi skoðanir en vei,vei,vei, á handboltafyrirkomulaginu.
Ekki misskilja ég er voða stolt og glöð af strákunum, þetta hefur ekkert með þá að gera.
En ég er ekki hrifin af orðum sko þessum sem fólk hengir utan á sig. Mér finnst það svo rosalega mikil tímaskekkja þetta prjál og punt sem fólk skreytir sig með.
Orður eru birtingarmynd hins stéttskipta samfélags að mínu mati, jafnvel þótt venjulegt fólk fái þær fyrir vel unnin störf í þágu ladídadída.
Þetta eru leyfar af konungsríkinu Íslandi. Burt með það.
Ég vildi óska þess að ÓRG hefði ekki látið sér detta þetta í hug í gleðilátunum úti í Peking.
Að hann hefði heldur látið sér detta í hug að gefa liðinu bara meiri pening til styrktar íþróttinni.
Af því að mér datt í hug að kannski væri einhver þarna innanborðs sem hugsar eins og ég eða: Ef mér yrði einhvern tímann boðin orða þá myndi ég segja "takk, en nei takk, ekki að ræða það".
Það væri dálítið glatað er það ekki fyrir viðkomandi að segja nei í þessum aðstæðum?
Og svo fengu alls ekki allir orðukvikindið.
Einhverjir eru útundan.
En hvað um það, ég ætla ekki á fagnaðarfundinn hjá landsliðinu, ekki frekar en ég fer sjálfviljug á aðrar fjöldasamkomur.
Ég ætla að eyða deginum með frábærum manni.
Maðurinn er 8 mánaða ofurkrútt og heitir Hrafn Óli.
Dada.
Orður til á lager | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Að hitta sjálfan sig fyrir
Ég hef búið í Svíþjóð, sumir minna bestu vinar eru Svíar, tengdasonur minn er sænskur og Jenný Una og Hrafn Óli þar af leiðandi af sænskum ættum.
Ég lít á Svía eins og Íslendinga. Þeir eru mis mikil krútt.
Annars er ég á því að Svíar séu mun líkari Íslendingum en sum okkar vilja viðurkenna, ég er hinsvegar með það á hreinu.
Málið er að Svíar eru að rifna úr þjóðarstolti. Vi är bäst i världen.
Íslendingar eru nefnilega líka með mikilmennskubrjálæði eins og sænskir frændur okkar þegar kemur að þjóðarrembingnum.
Svíum finnst þeir eiga fallegustu konur í heimi, kannast einhver Íslendingur við þá trú í eigin brjósti varðandi konur af íslensku þjóðerni?
Tel bara rétt að koma því að að í öllum löndum er sennilega heill hellingur af fallegum konum, en þetta er auðvitað gamla spurningin um höfðatöluna.
Svíar fara á límingunum yfir íþróttaviðburðum. Þeir eru bestir í öllu ef þeir vinna ekki þá eru það fordómar dómaranna, veðurfarið, tíðarandinn, verðlagið. Ekki liðinu. Kannast einhver við það?
Svíar elska náttúruna sína, þeir gráta yfir skógunum og fjöllunum, þeir gráta yfir vötnunum og sænska fánanum. Það gerist ekki á Íslandi er það nokkuð?
Og Svíarnir hrópa upp fyrir sig þegar þeir ná árangri á erlendum vettvangi: Sko litlu Svíþjóð, hún spjarar sig meðal stóru þjóðanna! Hhehemm, er ég komin heim eða hvað?
Eins og Íslendingar eru Svíar seinteknir svona flestir amk. En þeir sleppa af sér beislinu um helgar og verða þá opnir, frjálslegir og gífurlega utanáliggjandi.
Kannast einhver við það?
Gamlir siðir eins og lútfiskur með sinnepssósu á jólum, algjörlega bragðlaus að mínu mati, er herramannsmatur finnst þeim ansi mörgum. Pjúra gormei. Mig rámar í að landsmenn mínir dásami íslenska vel migna skötu á þessum árstíma. 1-0 fyrir Svíum, lútfiskur er lyktarlaus.
Ég held að Íslendingar séu á því að þeir séu hipp og kúl og öðruvísi í klæðaburði en aðrar þjóðir (viðurkenni að það er orðið réttara nú en það var fyrir einhverjum árum) en skv. þessari skoðanakönnun í Svíþjóð eru Svenson, Anderson, Petterson og Jönson með það á hreinu að þeirra þjóð sé snyrtilegust meðal norðurlandabúa.
Meðalsvíinn á tréklossa, það stendur í biblíunni, hann á gallabuxur, úlpu, hann á joggingalla, hvíta sokka og gula peysu með vaffhálsmáli, hann á bláa skyrtu og hann er plebbi.
En sem betur fer þekki ég enga meðalsvía, ég hef bara séð þá álengdar. Mínir Svíar eru hipp og kúl, rétt eins og ég.
Þegar Íslendingur segir: ji Svíar eru hundleiðinlegir, þá hugsa ég;
Þar hitti viðkomandi sjálfan sig fyrir.
Friður - virðing.
Heja Sverige.
Svíar telja sig snyrtilegasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Það hlaðast upp tilboðin
Ég ætlaði ekki að vera með að þessu sinni.
En..
ég var nýkomin úr stúdíói þar sem þessi hér var tekin.
Snillingurinn Lassi ekki mjög svo leiðinlegi tók myndina og hvatti mig til að vera með.
Ég var að fá meil frá Antonio Rungi og hann tilkynnti mér að ég hafi komist inn.
Ég held að ég vinni, ég er bara svo sérstök.
Ég er farin í neglur.
Guð geymi ykkur og vefji ykkur ljósi grislingarnir ykkar.
Og nei, ég gef ekki eiginhandaráritanir, ekki séns.
Amen
Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ég er hætt að blogga - eða hvað?
Mogginn birtir af og til krúttlegar "fréttir" af einum sambloggara henni Ásdísi Rán og það er bara í fínu lagi.
En hvernig væri að birta fleiri.
Það gæti verið "frétt" um nýjan rækjurétt Jens Guð.
Ég saknaði líka "fréttar" um að Stebbi Fr. væri hættur að blogga.
Og líka "fréttarinnar" um að hann væri byrjaður að blogga aftur vegna fjölda áskorana daginn eftir.
Annars er visir.is duglegur að birta fréttir af Moggabloggurum.
Eins og Magna, Sverrir Stormsker og nú man ég ekki eftir fleirum í bili.
En stundum rek ég mig á mér til mikillar skelfingar að bloggheimurinn er afskaplega lítill amk. finnst mér það stundum.
Þá fæ ég þessa tilfinningu um að ég sé önd á polli og pollurinn er frekar svona lítill og ræfilslegur.
En samt þykir mér vænt um hann.
Og núna ætla ég að hætta að blogga og snúa mér að mikilvægum verkefnum. Ég er hætt að blogga - núna.
geisp, bor í nef, klór í haus, dingl í augnhárum og fleiri mikilvægar aðgerðir.
Jájá, hættið að bögga mig.
Ég er byrjuð að blogga aftur.
Vegna óteljandi áskorana, massívrar þjóðarsorgar og hýsterískra viðbragða hins vestræna heims eins og hann andskotans leggur sig.
Hvað get ég sagt?
Það elska mig allir? Dæs, dæs, dæs.
Súmítúðebón.
Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 14
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 2987316
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr