Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

"Alleg" eins og mamma sín ;)

 20080708123024_2

Ég er á leiðinni að heiman í þessum skrifuðum.

Hef sjálfsagt ekki mikinn tíma til að bloggast en ég sé til með það.

Í gær var Jenný Una í stóru útisundlauginni sinni og henti í hana grasi.  Mamman skammaði barn og barn sagði fyrirgefðu og var greinilega að segja það fyrir siðasakir.  En mamman sagði já og þær kysstust. Stuttu seinna þegar verið var að grilla í garðinum átti sér stað eftirfarandi samtal.

Jenný Una: Ég var smá óþekk áðan en nú er ég mjög góð.

Mamman: Já þú varst óþekk og þú mátt ekki henda óhreinindum í sundlaugina Jenný mín.

Barn stórhneykslað: Ertu að grínast í mér??? Ertu enn að talumetta?

(Hér grunar mig að barn hafi tekið staðlað svar móður sinnar undir vissum kringumstæðumHalo)

Ég tek fram að Jenný Una er þriggja ára.

Og svo var hún að leika sér með regnhlífina einhverra hluta vegna.  Og braut hana.  Mamman sá það og sagði höst:

Jenný, ég var búin að banna þér að leika með þetta.  Nú er regnhlífin ónýt.

Jenný (háheilög í framan): Ég gerðiða ekki það var Lilleman sem gerðiða!

Mamman: Jenný það er ljótt að skrökva upp á litla bróður þinn, hann getur ekki brotið neitt.

Jenný Una: Fyrirgeððu, það var dúkkan sem gerðiða.

I rest my case.

Og nú er ég farin að pakka.

20080708123058_8

Síjúgæs.

 


Bootkamp í framkomu og góðum siðum

Einu sinni var til fyrirbæri sem hét því eðla nafni Tízkuskóli Andreu.  Jájá.

Í skólanum þeim voru kenndir mannasiðir, boðrðsiðir og örugglega hirðsiðir, án þess ég viti það og svo var eitthvað um að skólinn þjálfaði módel.  Ein vinkona mín fór í Tízkuskólann.

Ekki ég, enda engin ástæða til.  Ég er alin upp hjá sjálfmenntuðu alþýðufólki sem kunni sig.  Bæði til munns og handa.

Amma mín var eðaltöffari sem reisti mikinn ágreining við stöðugar hneigingar í skólanum, fannst það ekki kurteisi heldur æfing í undirlægju.  Hún bannaði mér að hneigja mig en auðvitað hlýddi ég því ekki, var svo mikil hópsál og hugleysingi sem barn.

En að málinu.

Nú eru stjórnmálamennirnir okkar orðnir dálítið pirraðir (dæmi).  Það gefur á þjóðarskútuna, ár er liðið frá myndun ríkisstjórnarinnar og það er farið að glitta í ergelsi vegna stöðugra eftirgangssemi fjölmiðla til að fá svör sem brenna á þjóðinni. Þetta á t.d. við um efnahagsmál, umhverfismál og fleiri málaflokka sem skipta fólk sköpum á þessu landi.

Og nú ber svo við að hver indælismanneskjan á fætur annarri og auðvitað líka sumar sem aldrei hafa verið annað en dónalegar, sýna pirring og hroka þegar fréttamenn reyna að fá þær til að svara.

Reyndar vildi ég ekki vera fréttamaður þessa dagana, stöðugt verið að hundskamma þá eða taka á þá þagnartrítmentið.  En hvað um það.

Tízkuskóli Andreu er fyrir löngu liðinn undir lok enda Íslendingar löngu hættir að hrækja á gólfið og ropa í fínum veislum.  En er ekki Heiðar snyrtir og sollis fólk til að taka ríkisstjórnina, amk. suma í henni, og kenna þeim mannasiði?

Svona bootkamp í framkomu, ha?

Ég legg það til og svei mér þá.

Guð fyrirgefi mér.


Í vindlahylki í mörgþúsund feta hæð

Þegar ég fer í flug er að mörgu að hyggja.

Ég reyndi ávallt að líftryggja mig en eftir eilífan barning og leiðindi við tryggingarfélög þá gafst ég upp, þeir tryggja ekki alka, þrátt fyrir að bláedrú séu og með heilbrigðan lífstíl. Aular.

Og svo tek ég statistík á flugslys, (ég get varla skrifað orðið svo skelfingu lostin er ég), ég pæli í veðrum og vindum og helst myndi vilja fá að taka persónulega í hönd flugmanna og láta þá blása, en það hefur hingað til ekki verið í boði.Devil

Svo fer ég með bænirnar mínar í huganum, verð ógeðslega væmin inni í mér og kveð stelpurnar mínar eins og ég gæti verið að sjá þær í síðasta sinni.

En..

um leið og ég er komin á loft þá er allur þessi vandræðagangur og skelfing svo út úr korti eitthvað.  Þarna er maður staddur  í vindlahylki hátt uppi í geimi og það er ekki eins og það sé hægt að labba út ef manni líkar ekki vistin.

Reyndar var ein af vinkonum mínum að fljúga innanlands í denn og sagði ófriðarseggi nokkrum um borð að ef hann gæti ekki hagað sér gæti hann yfirgefið svæðið.W00t

Þrátt fyrir að ég sé tiltölulega hipp og kúl í háloftunum þá er ég ekki búin að ná þeim þroska að geta horft á bíómyndir á leiðinni.  Ég þarf að hlusta eftir hljóðum, vera með bremsufótinn tilbúinn og svona.

Þannig að mín vegna má leggja af bíómyndasýningar strax á morgun.

En í raun er mér beisíklí algjörlega sama.

Allir í mat.


mbl.is Hætta kvikmyndasýningum í flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokkmerkjasendingar þyrlufólksins

fuck_you 

Stundum þakka ég mínum sæla fyrir gúrkutíð.  Þá eru sagðar fréttir sem undir venjulegum kringumstæðum myndu ekki rata á miðlana.

Auðvitað eru margar þeirra gjörsamlega fáránlegar en þær segja samt sína sögu.

Pylsukaupin á þyrlunni t.d. hefði hún verið sögð ef nóg af öðru stöffi væri í fréttum?  Ég er að vona það án þess að ég ég hafi um það minnstu hugmynd.

Nútíminn er dásamlegur með öllu sínu upplýsingaflæði.

Ég vil fá fréttir af uppskafningunum sem lifa á sérkjörum þegar almenningur er hvattur til að spara.

Ég vil fá að vita af nýríku aulunum sem nota þyrlur við byggingu á sumarhúsum.

Og mér finnst flott að almenningur geti lesi um aulana í laxveiðinni sem bregða sér í sjoppuna á þyrlunni til að kaupa sér pylsu. 

Ég hef ekki átt þátt í að búa til þessa kreppu með óábyrgri eyðslu, kaupum á hlutabréfum, lántöku og kaupum á lúxusvörum.

Ég er ekki ábyrg fyrir ömurlegu ástandi íslensks efnahagslífs og þess vegna er ég eiginlega ekki í stuði til að taka það á mínar herðar, meira en nauðsynlegt er.

Ég fór aldrei í græðisvæðinguna, fór ekki á þyrlupallahátíðir, í pakkhúsafmæli né hef ég keypt mér einn einasta skýjakljúf.

Þannig að nú mælist ég til að þessir peningafurstar taki á sig fórnarkostnaðinn sem nú er verið að leggja á okkur venjulegt fólk á meðan Þyrluþjóðin í landinu heldur uppteknum hætti og sendir okkur fokkmerki með aumkunarverðri hegðun sinni.

Og ég vil fleiri svona fréttir.  Þær halda mér við efnið þangað til að  ég fæ næsta tækifæri til að hafa áhrif, með atkvæðinu mínu auðvitað, sem ég vona að verði sem allra fyrst.  Mér er nóg boðið oft á dag og ríkisstjórnin er ekki málssvari venjulegs fólks þessa dagana.

Að undanskilinni henni Jóhönnu ofkors.

Arg.


mbl.is Þyrlan nýtt í pylsukaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláedrú og hvínandi happý

Það er svo mikið ekki ég að blogga blátt.  Þannig að ég blogga bleikt í staðinn.

Ég er nefnilega á bleiku skýi þessa dagana.

Og hvers vegna er ég það, hm...?  Jú út af engu eiginlega, bara lífinu almennt.

Sólin skín, ég er edrú og lífið er eðlilegt.  Það er toppurinn á tilverunni hjá mér sem var annað hvort  uppi á toppi eða niðri í kjallara, ekki að ég sé með geðhvörf, ég hentist bara öfganna á milli lengi vel.

Ég þvoði þvott í dag, og þreif og skúraði eins og mófó. Ég skemmti mér konunglega.

Um helgina leggjumst við húsband út og förum að heiman í einn sólahring niður á Leifsgötu.

Við ætlum að passa Hrafn Óla og Jenný Unu á meðan foreldrarnir skreppa út á land.

Ég hlakka til þess. 

Ég hélt alltaf að hamingjan kæmi með hurðaskellum og hávaða og að ég yrði heltekin af henni.

Auðvitað hefur hún gert það stundum - stutta stund í einu - en þessi hljóðláta hamingja sem er bara án þess að það séu bein tilefni til - er auðvitað það sem ég hef alltaf verið að leita að.

Ég bara vissi það ekki.

Enda veit ég fátt, held margt og summan af því er að ég er í þokkalega góðum málum.

Og svo er ég farin í lúll.  Bláedrú og hvínandi happý.´

Ég er nú hrædd um það.


Er allt falt fyrir peninga á Íslandi?

Thingvellir 

Ég er að safna mér fyrir sumarbústað eða væri að því ef ég ætti peninga til að leggja til hliðar.

Segjum nú að ég myndi vinna í lottói (verð þá að muna að taka þátt), eða með einhverjum hætti eignast peninga afgangs og ég færi í sumarbústaðagerð.

Þá fýsir mig að vita hvar er hægt að kaupa lóðir á Þingvöllum, helst inni í þinghelginni á Valhallarstíg þar sem þyrlur sveima þessa daga með byggingarefni fyrir glæsihýsi auðugra eiganda?

Get ég pantað mér eitt stykki lóð, bara út á mitt alþýðlega fas?

Og getur einhver sagt mér hver sér um úthlutanir á lóðum í þjóðgarðinum?

Ef við Íslendingar eigum nóg að einhverju þá er það landrými, getur þetta lið ekki byggt annarsstaðar en þarna?

Hvern andskotann er verið að leyfa einhverju forréttindaliði að byggja ofan í þinghelginni, á stað sem við væntanlega viljum öll geta heimsótt án þess að okkur mæti girðingar og varnarvirki ríka fólksins.

Mikið rosalega er mér heitt í hamsi.

Mikið fjári er ég leið á að láta segja mér að ég jónajóns eigi að herða fjandans sultarólina, lifa á loftinu ef ekki vill betur á meðan hin þjóðin í landinu byggir í MÍNUM þjóðgarði og notar til þess þyrlur í kreppunni.

Það er eitthvað asskoti mikið að.

Og veit einhver hvert ég á að snúa mér með fyrirspurnir?

ARG


mbl.is Þyrlur sveima yfir þjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klobbamál og raðfullnægingar

Þrátt fyrir að ég láti eitt og annað út úr mér hér á blogginu, þá er það ekki endilega eitthvað sem má heimfæra upp á mig í raunheimum.

Ég er til dæmis kjaftfor með afbrigðum á síðunni minni þegar tilfefni gefst til en í raun og sann er ég svo kurteis að ég líð fyrir það.  Oftast en alls ekki alltaf.

Ég er líka alveg hryllilega gamaldags í sambandi við umræður um kynlíf.  Þrátt fyrir að vera af ´68 kynslóðinni sem kallaði nú ekki allt ömmu sína í klobbamálunum.

 Rannsóknir um kynlíf britast nánast daglega á Mogganum.  Frá öllum sjónarhornum.

Nú er það gamla gengið.  Áttræðar konur í raðfullnægingum daginn út og inn.

En það stendur ekkert hvernig þær eru að bera sig að.

Það er engan veginn nógu gróft að segja bara að þær séu alltaf ríðandi, það vantar díteila hérna.

Hvaða stellingar notar gamla fólkið.  Hrörnar snípurinn?  Minnka typpin, úðar fólk á elliheimilum í sig Viagra?

Sama er með konur á sextugsaldri.  Eru þær graðari en þær áttræðu?  Hvað með minn aldur?  Ég gef ekkert upp.

Og nú er ég búin að ganga fram af sjálfri mér í grófleikadeildinni.

Annars á að vera hægt að segja píka, tittlingur, ríða, rúnka og allt hitt án þess að blikna - það er sko nútíminn og hann er svo hipp og kúl, svo opinn fráls og utanáliggjandi.

En hvar er rómansinn?  Fínlega daðrið, kertaljósið, fikt í hári, og knús í strætó?

Má ég heldur biðja um það?

Og svo vona ég að gamlar konur og gamlir menn fái að hafa kynlífið sitt í friði.

Og hana nú.


mbl.is Meira kynlíf og oftar fullnæging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hysja upp um sig

Í dag verður kært til ráðherra í máli Paul Ramses.

Eins og málið horfir við mér er ríkið að klóra yfir fádæma léleg vinnubrögð í þessu máli og tugum annarra líka.

Atli Gísla bendir á að það sé verið að þverbrjóta hina og þessa samninga með því að huga ekki að réttindum barnsins. 

Ég vil svo beina því til þerra sem málið varðar að skoða brottvísanir þeirra einstaklinga sem ekki hafa fengið mál sín tekin fyrir að hefja rannsókn á vinnuferlinu hjá Útlendingastofnun.

Ég gef mér að alsherjarnefnd beiti sér í máli fjölskyldu Pauls Ramses og grípi inn í ef þörf krefur.  Þeir hafa sýnt að það er hægt að gera allskonar tilhliðranir ef vilji er fyrir hendi.

Svo finnst mér, nú þegar það liggur fyrir að mál Pauls verði kært í dag, að stjórnvöld gefi grænt ljós á að kona hans og barn fái að vera hér á meðan en verði ekki flutt úr landi á sama hátt og eiginmaðurinn.

Rosemary hefur þurft að leita læknis vegna kvíða og vanlíðunar og ég er ekki hissa. 

Slík og þvílík hefur framkoma íslenska ríkisins verið við þessa litlu fjölskyldu.

Nú er komið að því að stjórnvöld hysji upp um sig hvað varðar viðhorf og framkomu við hælisleitendur.

Skrifið ykkur á listann þið sem ekki eruð búin að því.

Og svo eru mótmælin í gangi í hádeginu niðri í Skuggasundi.

UNDIRSKRIFTALISTI


mbl.is Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttsería

Ég er alltaf að lofa nýjum myndum af barnabörnunum og nú bæti ég úr því.

Sara er búin að vera dugleg með myndavélina upp á síðkastið.

Það verður ekki alveg það sama sagt um hana Maysu mína í London en hún vinnur svo mikið.  Annars eru nýlegar myndir í albúmi.

En here goes:

20080708124250_720080708124326_14

Hrafn Óli í sólbaði og Jenný Una málar sig aðeins í tilefni sumarsins.  Listrænt barn.

20080708124311_1120080708131933_3

Frumburðurinn sæt og falleg eins og alltaf og þarna eru elsta og yngsta barnabarnabarnið mitt.  Jökull og Hrafn Óli og svo má sjá glitta í köttinn Núll.

20080708133029_320080708133107_10

Hrafn Óli er bókstaflega alltaf hlægjandi en systirin er skuggalegri hér á leiðinni á leikskólann.

20080708133603_620080708133807_3

Ég og Saran á sumarhátíðinni á Njálsborg og Einar með Lilleman í sama partíi. 

20080708133643_1320080708133751_0

Jenný búin að fá listrænt töts í andlitið og svo er hún hér með Franklín Mána Addnasyni, sem lesendur þessarar síðu eiga að þekkja vel.

Jabb svona lítur sumarið út börnin góð nú um stundir.

Farin að kyrja.

Úje.


Varstu að bora í nefið þegar ég hringdi?

 nef

Ég hef reglulega velt því fyrir mér þegar ég fletti blöðunum hvað fólk grerir sig rosalega til fyrir fjölmiðla.

Ég sé þetta oft fyrir helgar.  Þá er yfirleitt hringt í eitthvað fólk sem er þekkt meðal almennings og það spurt heimskulegra spurninga.

Eins og:

Hvað er í ísskápnum? Og svei mér þá ef ég fæ ekki minnimáttarkennd yfir því hversu flott ástandið er alltaf á innihlaldi ísskápsins þegar blaðamaðurinn hringir.  Upptalningin á innihaldi skápanna er svo framandi að ég þarf stundum að ná mér í orðabók.  Það eru aldrei leifar af kjötbollumáltíðinni í gærkvöldi hjá fólkinu, hvað þá plokkfiskur.  Hvað er orðið um íslenska matarmenningu?

Og svo er gjarnan spurt:

Hvað verður í matinn í kvöld: Og enginn svarar, súpukjöt, steiktur fiskur eða lamb í ofni.  Nei það er alveg Crameirrjruægssg ds fjd brulé eða Ajaur fraafajdjfir foi grasse.  Þannig að út um allt land er alltaf verið að elda 5 stjörnu máltíðir þegar blaðamaðurinn hringir.

Og svo síðan:

Hvað á að gera um helgina: Og svörin eru mörg og misjöfn en þau innhalda þvílíka dagskrá að ég verð þreytt eftir lesturinn og svo fylgir alveg, eftir að búið er að telja upp 2 leikhúsferðir, eina tónleika, eina tjaldferð, sundferð, heimsóknir, þá ætlar viðkomandi bara að taka þessar 10 mínútur sem eftir lifa af helgi í algjörri afslöppun!

Og svo þessi krúttlegasta:

Hvað varstu að gera þegar ég hringdi: Jú viðkomandi var að mála þakið, skipta um eldhúsinnréttingu, skrifa bók, mála Monu Lizu nr. 2 og kaupa banka.  Fólk er aldrei að hlusta á hádegisfréttirnar eða bora í nefið á sér þegar síminn hringir.  Er þetta eðlilegur andskoti?

Er það nema von að mér finnst ég arfaslök í öllum ofannefndum keppnisgreinum.

Ég var ekki svona aktív þegar ég var súperaktív og var nú aldrei nein lognmolla í kringum mig og er reyndar ekki enn. Híoghó.

En margir gleypa dægurfréttirnar hráar, bera sig saman við og hugsa; mikið djöfull er ég mikill plebbi.

Kannski að það sé ætlunin.  En þetta truflar mig ekki, mér finnst þetta bæði krúttlegt og fyndið.

Og svo var það hún Viktoría Svíaprinsessa sem hóstaði því út úr sér einhvern tímann við Se och Hör að hún elskaði jarðaber með rjóma.

Haldið þið ekki að hvorutveggja hafi selst upp daginn eftir?  Ég er að segja ykkur satt.

Þannig að ég geri því skóna að sumir hafi tilhneigingu til að gera eins og fræga fólkið.

Úff,

Jenný; hvað ætlar þú að gera í kvöld?

Ég: Jú eftir að ég hef hent nautasteikinni í ofninn, sultað og tekið slátur , slegið blettina í hverfinu og farið á myndlistarsýningu, þá ætla ég að taka því ógeðslega rólega, bara liggja með tærnar upp í loft, en það mun verða um kl. 04,00 í nótt.

Æi svo satt eitthvað.

P.s. Af gefnu tilefni þá hef ég heyrt að Sigounrne Weaver sé nefborari.

 


mbl.is Weaver til í aðra Alien
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband