Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Condi segir "ekki satt"

Hvað er Mannréttindavaktin, "Human Rights Watch" að ibba sig vegna mögulegra andlegra veikinda fanganna í Guantanamó flóa?

Af hverju tala þeir ekki við Condi Rice og láta hana segja sér það sama og hún sagði Sollu og okkur í leiðinni þegar hún kíkti í kaffi hérna um daginn?

Ég meina konunni var stórlega misboðið yfir fordæmingu Alþingis Íslendinga á aðbúnaði fanganna á Kúbu.

Þar eru engar pyntingar af neinu tagi, sagði Condi og var þung á brún og brá.  Bush myndi aldrei líða illa meðferð á fólki, sagði hún og sló hnefa í ræðupúltið.  Eða nærri því.

"Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindavaktinni búa um 185 föngum af 270 við hámarks öryggisgæslu þar sem þeim er haldið í klefum sínum 22 tíma á sólarhring. Þeir fá að fara úr klefum sínum til þess að fara í sturtu og undir bert loft í tvo tíma."

En þessi stórkostlega vinaþjóð okkar og bandamenn í Íraksstríðinu, og jafnframt sú vænisjúkasta og bardagaglaðasta, telur sig ekki þurfa að fara eftir alþjóðasamningum um mannréttindi fanga. 

Þeir eru í heilögu stríði, hefur einhver eitthvað við það að athuga?

Æ dónt þink só.

Eigum við ekki að segja þetta gott bara?

Farin að lyfta.

Private Jenný


mbl.is Óttast um andlegt heilbrigði fanga við Guantanamó flóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klígjulistinn

 394px-Green_face_circled_svg

Ég er hræðilega klígjugjörn og stundum blogga ég um það. 

Vá hvað það getur farið í taugarnar á fólki að mig klígi við tilhugsunina um lýsi.  Fólk flippar út, lýsi er svo hollt.  Ég geri gott betur en að láta lýsi framkalla grænar bólur á húðinni, ég neita að hafa það í mínum ísskáp.  Gæti smitað frá sér.  Og húsband sem tekur selalýsi verður að gera það svo ég sjái ekki til.  Magnaður andskoti. 

Segðu mér við hverju þér klígjar og ég skal segja þér hver þú ert.

Mig klígjar við lýsi, lifur, hrognum, soðinni ýsu og öðru linu og druslulegu sjávarfangi.

Ekki má gleyma hnoðmör, hamsatólg og annarri fljótandi fitu.  Eruðekkiaðdjókaímér?

Tóm glös með mjólkurleyfum kalla á ælukast.

Fita sem myndast ofan á vatni fær mig til að óska mér yfir móðuna miklu.

Hrossakjöt, ég einfaldlega gubba.

Innmatur, allur, án undantekninga snýr við í mér maganum og heilanum.  Ég verð óhuggandi finni ég lyktina af þeim andskotans viðbjóði.

Og borðtuskur, sem hafa verið notaðar til að þurrka upp mjólk og fleira smátt og gott, eru svo látnar liggja við herbergishita og mynda lífríki innan um mat og eldhúsgræjur.  Löggan, hvar er löggan.  Hafið þið fundið lyktina?????

Og það sem er hvað ógeðslegast er smjör sem er fólk gleymir á eldhúsborðinu og er orðið heiðgult og fallegt.  Hvar er aftökusveitin, þetta kallar á að ég fremji eitthvað.

Listinn er lengri, mun lengri en ég legg ekki meira á mig að sinni.

Farin að kasta einhverju (upp).

Súmí.


Örmagna af hamingju

 ucsi018648

Enn ein fíflarannsóknin hefur litið dagsins ljós.  Þessi heimur rannsókna, þar sem hver "selvfölgeligheten" á fætur öðrum er skoðaður er næstum því brjálæðislega fyndinn.

Konur sem eru hamingjusamlega giftar sofa betur og meira en konur í óhamingjusömum hjónaböndum. 

En karlmenn?  Sofa þeir betur ef allt er í fokkings óláni í hjónabandinu?  ARG.

Ég sef þokkalega, takk fyrir og ég er nokkuð happý í mínu hjónabandi. Ég hef aldrei þurft mikinn svefn til að vera glöð og ánægð.  6 tímar er ærið fyrir mig.

Húsband sefur eins og mófó og héðan í frá lít ég á það sem rós í mitt hnappagat.  Hann er greinilega örmagna af hamingju.  Að vera giftur mér gerir fólki hluti.  Spyrjið þolendurna!

Það hefur auðvitað ekkert að gera með það að maðurinn vinnur mikið og óreglulega og hefur meiri svefnþörf þess vegna. 

Hvort kemur á undan eggið eða hænan?

Það má líka rannsaka að hvort að sá sem borðar mikið af gulrótum sofi betur en sá sem úðar í sig spínati.

Eða hvort sá sem notar helvítis klósetthreinsirinn frá Cilit Bang nái betri djúpsvefni en plebbinn sem þrífur allt með Ajax. 

Ég meina, er ekki hægt að nota rannsóknarfjármuni í viturlegri hluti?  Eins og til að finna lausnir á hungurvandanum og öllum þeim hörmungum sem þjá stóran hluta af íbúum jarðarinnar.

Nú er ég farin að verða pirruð, út af engu.  Ég get ekki verið þekkt fyrir það. 

Nei, nei, nei, ég held að ég fari og veki Rósa - Þyrnirósa.

Újeeeee


mbl.is Nærir svefninn hamingjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gússígússí - villtu í glas?

Sko mömmuna sem úðar frönskum, súkkulaði og kóki í 18 mánaða barnið.  Ég er svo aldeilis hissa.

Barnið er svipað á þyngd og fjögurra ára barn.

Skýringin er að krúttið vilji ekki annan mat.

Hm... fæddist stúlkan með lélegan matarsmekk?

Ég myndi hafa vit að að vera ekki að tala um þetta opinberlega væri ég móðirin.  Algjör óþarfi að koma upp um heimsku sína á landsvísu.

Sniðugt uppeldisaðferð, að leggja ábyrgðina á barnið. 

"Villtu leika þér með kveikjarann , ók passaðu að brenna þig ekki".W00t

Villtu fá lánaða sveðjuna Lilli minn?  Æi villtu ekki bíða þangað til þú verður tveggja, ha?" 

Hvar er barnaverndarnefndin, mér er spurn.

En kannski er þetta ekki svo langt frá almennum raunveruleika þó þetta sé að vísu dálítið ýkt dæmi.

Gússígússí, villtu í glas elsku dúllan mín?  Agú.

Ég er hlaupin í vegg, enda búin á því eftir annasaman dag á blogginu.Whistling


mbl.is Alin upp á snakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasismi á Patró

Ég var að misbjóða sjálfri mér með því að horfa á myndbandið frá Patreksfirði þegar lögreglan gasaði mann sem hafði verið með ólæti.  Hann neitar að leggjast á jörðina og gengur frá lögreglumönnunum.  Þá sprauta þeir á hann.

Ég á ekki eitt einasta orð.  Hvers lags þjóðfélag er þetta að verða?  Það er ekki nýtt að drukkið fólk sé með ólæti en hingað til hefur ekki þurft að sprauta eitri í augu þess til að ná að handtaka það.

Ég sé enga ofbeldistilburði í garð lögreglunnar frá þessum manni.  Það er enginn yfirvofandi árás í gangi og maðurinn gengur frá löggunni. 

Svo þjösnast þeir á honum þrír þar sem hann liggur hjálparvana á jörðinni.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.

Og á eftir fylgdu 20 tímar í fangelsi.

Ekkert réttlætir svona aðgerðir.  Fjandinn hafi það.

Og lögreglustjórinn á Patreksfirði réttlætir ofbeldið og sér ekkert athugavert við þennan gjörning valdstjórnarinnar.

Þetta er pjúra fasismi og ekkert annað.


mbl.is Barði og ógnaði fólki fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tek fegurðardrottninguna á málið

Það er mánudagur og ég er blúsuð.

Það má. 

Ég sakna Olivers og Maysu minnar, ég hef ekki séð þau síðan í janúarlok.

Á morgun fara Oliver og Maya með ömmu-Brynju, afa-Tóta og fleira fólki til Marbella á Spáni.

20080517235938_7

Robbinn verður að vinna hér með einhvern atburð á meðan. 

Mig langar svo að knúsa litla krúttmolann minn en að líkindum sé ég þau ekki fyrr en í ágúst.  Svona getur þetta verið snúið þegar fólk býr "alla" leið úti í Londres.

Þá verður mamman þrítug og ég ætla rétt að vona að hún haldi upp á herlegheitin hérna heima.

20080518205548_7

En ég get þó verið glöð yfir því að amma-Brynja er flott á myndavélinni og er dugleg við að hlaða inn myndum fyrir Granny-J.

Það er þó lán í óláni.

Ég sem bloggaði um daginn um að mánudagar væru góðir dagar.  En ég vaknaði svona sorgmædd í morgun en það þýðir ekki að vola og skæla.

Farin að æ...

Segi svona.

20080517233312_14

Ég held að ég brosi bara í gegnum tárin og taki fegurðardrottninguna á daginn.

Later.


Sultufyllerí - hikk

Maður á ekki að hafa rangt við, ég veit það en stundum reyni ég að fara á bak við sjálfa mig og ég lendi alltaf illa í því.

Í kvöld t.d. var ég að fá mér ristað brauð og te, sem í þessu tilfelli er gjörsamlega í frásögur færandi.  Hvað um það, ég stalst til að setja smá sólberjasultu á brauðið mitt, sem er engan veginn sniðugt af því ég er sykursjúk.  Sko, sykursjúkur alki (óvirkur sem betur fer), er eiginlega ekki stærsti vinningurinn í happadrættinu.  Samt er ég ógeðslega ánægð með mína úthlutun.  Dæs.

En aftur að sultunni.  Eftir að ég varð edrú ákvað ég að borða ekki mat sem innihéldi áfengi.  Málið var einfalt, ég borða auðvitað ekki brennivín, frekar en að ég drekk það.  Nónó fyrir mig.  Auðvitað er vín í mat yfirleitt ekki áfengt, vegna þess að maturinn er eldaður og allt ojabjakkið gufað upp.

Þetta er meira svona prinsippmál fyrir mig.  Áfengi er jafnmikið eitur fyrir mig eins og arsenikk er fyrir rottur.  Munurinn á mér og þeim er að ég hef tekið upplýsta ákvörðun um að neyta ekki áfengis, rotturnar slysast á helvítis arsenikkið, aftur og aftur.

Eitthvað fannst mér sultan undarleg á bragðið og ég kíkti á krukkuna.  "Sólberjasulta með Jamaica Rommi" stóð á friggings miðanum.  Þar fór það í vaskinn.  Og ég er að drepast úr hungri.

Og þá mundi ég aftur eftir áfengissultunni sem amma mín bjó til hérna í denn.  Óvart auðvitað.  Eitthvað hafði rabbarbarasultan fengið ranga meðhöndlun því hún gerjaðist og ég og Greta systir komust í viðkomandi sykurleðju og úðuðum í okkur.  Þessi sulta hefur sögulegt gildi og verður skráð í annála okkar systra, því það eru ekki margir sem hafa farið á ærlegt sultufyllerí og það í frumbernsku.  Ha???

Segið svo að maður sé ekki hokinn af reynslu frá blautu barnsbeini.

Farin að lúlla og það gaula í mér garnirnar.

Ég er reyndar að ljúga þessu með garnagaulið, hér er fullt hús matar, en ég hef þennan tendens, ræð ekki við hann, ég verð að búa til dramatík úr öllu, smáu sem stóru.

En þetta var alkablogg í boði Sultugerðar Reykjavíkur.

Nigthy, nigthy!


Þú ert með lús!

 20080608114059_5

Jenný Una hefur fengið kisu.  Hún hefur verið "svo leið aþþí hún á ekki kisu" í marga daga.  Og í dag var náð í krúttið sem er reyndar strákakisa og Jenný skírði hann Núll.  Hvaðan nafnið er komið veit ég ekki, en þar er langt síðan að hún ákvað það.

Og við vorum að passa þau systkin í gær meðan mamman og pabbinn fóru út að borða í tilefni brúðkaupsafmælisins.  Hér eru foreldrarnir á leiðinni á Domo.

20080608114841_8

Allt gekk eins og í sögu og þegar Hrafn Óli var sofnaður í litla rúminu sínu vildi Jenný taka okkur Einar í hárgreiðslu.  Hér er hárgreiðslukonan í banastuði.

20080608113358_4

Hún byrjaði á mér, reif teygjuna úr hnútnum á hausnum á mér, fitlaði ofurvarlega við hárið á ömmu og kvað svo upp dóm:

Amma, þú ert ekki með lús!Pinch  Svo var það Einar, skoðískoðískoð og svo hátt og skýrt: Þú ert með lús, þa verður að kaupa meðal.W00t  Einari var nærri því ekki skemmt, en hann var í krúttkasti og það dró úr mesta sársaukanum.

Og svo;

Freyja vinkona mín er best en hún var að grenja og skæla í dag.

Amman: Var það ekki vegna þess að þú varst að slá hana (búið að hundskamma barn fyrir tiltækið).

Jenný (forstokkuð): Jú, ég lemdi hana en það var alleg óart.

 Á þriggja ára aldursskeiðinu eru börn ekki farin að réttlæta gjörðir sínar neitt að ráði.  Það var ekki skömmustuvottur í barninu þegar hún játaði brotið.

Hvað getur maður sagt?

Annars góð,

Later!


Nú ælir enginn

Það er nú svo í lífinu að eitt leiðir oft að öðru.

Þegar ég var búin að skrifa ælufærsluna um íslenskutextasnobbið, þá fór ég að hugsa meira um músík.

Og ég fór að velta fyrir mér hvaða músík það væri sem ég héldi mest upp á í lífinu (fyrir utan húsbands sko), og ég lenti í algjörri klemmu.

Hvernig stendur á því að sumir geta romsað upp úr sér frá 1-10 sínum uppáhaldslögum, plötum, diskum?  Alveg eins og þeir séu að þvo sér um hendurnar eða anda, svei mér þá.

Ég get ekki einu sinni raðað minni uppáhaldsmúsík í númeraröð eftir gæðum.  Þegar kemur að tónlist er ég einn tilfinningavöndull.

En þessa hreinlega elska ég.

JJ.Cale

Beatles

Stones (stundum)

Zeppelin

Björk

Queen

Doors

Kinks (Ray Davis)

L. Armstrong

Edit Piaf

Presley

Bowie

Þursarnir

Spilverkið

Violeta Para

Emiliana Torrini

Og þar með er það upp talið þó ég sé að gleyma heilum hellingi.

Eruð þið með á hreinu hverjir eru uppáhalds?

Sorrí, ætlaði ekki að þjófstarta á ykkur heilabúinu, það er sumar og sonna.

Lalalala!


Fyrirgefið á meðan ég æli

Ég held að Andrea Jónsdóttir, útvarpskona, sé á meðal þeirra sem vita hvað mest um tónlist.  Konan er eins og gangandi alfræðirit um greinina.

Að því sögðu, fyrir utan hvað hún hefur þægilega rödd og er flott til orðs og æðis, þá ætla ég að vera ósammála henni í einu máli.

Andreu finnst að of margir íslenskir tónlistarmenn syngi á ensku.

Þetta viðhorf getur alveg gert mig arfapirraða og þá sérstaklega þegar það kemur frá Brúðgumanum (Bubba sko).  Ef minnið er ekki að svíkja mig þá reyndi hann fyrir sér í útlöndum einhvern tímann og söng á ensku.  Það gekk ekkert sérstaklega vel, án þess að það skipti máli.

Brúðguminn hefur í gegnum árin tönglast á þessu með að syngja á íslensku.  Í bandinu hans Bubba voru krakkagreyin að snúa rokktextum yfir á íslensku til að geta sungið lögin í keppninni, því íslenskir textar voru skilyrði.  Fyrirgefið á meðan ég æli.

"Stairway to heaven" á ekki að heita himnastigi, það er ekkert annað en fokkings klám.

Músík er músík, það er í raun aukaatriði á hvaða tungumáli hún er sungin ef tilfinning tónlistarinnar kemst til skila.

Björk sló í gegn á íslensku og hún viðheldur vinsældum sínum um veröldina án tillits til á hvaða tungumáli hún syngur.  Björk er Björk.  Töfrarnir eru þarna þegar hún hefur upp raust sína.

Ekki misskilja mig, ég hef svo sannarlega ekki ömun af íslenskum textum, síður en svo, en mér finnst það bara algjört aukaatriði.

Og Andra rokkar og rúlar og ég set ekki fyrir mig þetta lítilræði sem okkur ber í milli.

Ég rokka og rúla líka, þrátt fyrir að ég eigi fyrir löngu að vera farin að sofa í hausinn á mér.

En ég festist við að horfa á fyrirlestur með Þórarni Tyrfingssyni, sem ég keypti mér á disk um daginn.  Mikið asskoti er hann fróðlegur fyrirlesturinn og Tótinn skemmtilegur.

Fyrirlesturinn var á íslensku.  Nema hvað!

Úje.

 


mbl.is Of margir syngja á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.