Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ekki eitt stykki af Elton Johnnara

 DogDM0612_468x681

Ef þessi fyrirsögn á frétt kallar ekki á útúrsnúninga þá er orðið algjörlega óútúrsnúningahæft í henni veröld.

Ég er orðin svo vön alls kyns kvenfyrirlitlegum fyrirsögnum um víða veröld að veðbjóðurinn hefur náð að síast inn og svo gat ég auðvitað ekki annað en skellihlegið yfir misskilningnum þegar ég var búin að lesa fréttina.

Ég var svo viss um að einhver hefði toppað Parísi Hiltonsdóttur í auðæfunum.  Að það væri önnur bölvuð tæfa sem ætti meiri peninga en París vinkonan.  Gjörspillt inn að beini.

En þetta var vóff tík.  Alvöru sko.

Úff.

Lásuð þið um bjartsýnisræðu Geirs Hilmars í Mogganum?  Halló Geir, gott að vera jákvæður en dass af raunsæi væri gott með, við hinn nafnlausi massi erum nefnilega að taka út timburmennina fyrir þyrlupallafólkið.

Ég kaupi ekki í matinn orðið öðru vísi en það kosti helvítis hvítuna úr augum mér.

Samt er ég alsaklaus af allri útrásarhegðun, kaupum á plasmaskjáum og jeppum og árshátíðarhaldi á Kínamúrnum.  Ég hef ekki einu sinni leigt einn einasta Elton Johannara í ódýrari kantinum í afmælin mín.

Annars er ég með hita og hálsbólgu en andinn er að kafna úr hamingju. 

 

Frumburður: Takk fyrir kveðjuna.  Knús á ykkur í Húsafelli.Heart

Love u guys


mbl.is Ekki lengur ríkasta tíkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju villingarnir ykkar

Jón Sigurðsson er að verða tvöhundruð ára, árið 2011.

Hann er ekkert svo mikið eldri en ég maðurinn.

En í dag á hann afmæli og við svolítið líka.

Ég óska ykkur til hamingju villingarnir ykkar og hér er nýji þjóðsöngurinn.

Æi fyrirgefið þetta er eitt af fallegri lögum sem Svíarnir eiga.  Kærleiksóður Lundells til landsins síns.  Ég fæ alltaf fimmtánfalda gæasahúð af að hlusta.  Einkum og sér í lagi núna þegar hitinn er í 39 sléttum.

Og hér kemur annað jafn frábært og hrollvekjandi fallegt lag.  Pálmi og Lundell eiga það sameiginlegt að slá á sálarstrengina okkar og hreyfa við þeim.

Ég býð ykkur upp á þetta og vona að þið gefið ykkur tíma til að hlusta.

Og ekkert andskotans hæhóogjibbíjei addna.  Það ætti að banna það með lögum að skrifa það í fyrirsögn.


mbl.is Við öllu búnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég heyri hringla í handjárnunum....

 2222

Fólk bloggar um allt milli himins og jarðar.  En það vissuð þið.  Ég reyndi bara að skrifa eitthvað annað en stebbíska byrjun.  Ég hefð getað sagt; "athygli hefur vakið" að sífellt fleiri bloggarar eru handteknir fyrir að birta skoðanir sínar á blogginu.

En ég byrja ekki svoleiðis vegna þess að ég hef ekki grænan grun um hvort það hafi vakið einhverja athygli nema hjá mér núna.

Og í beinu framhaldi af þessu þá heyri ég þrusk úti í garði.

Það hringlar í einhverju.....

Ég held að það séu handjárnin.

Ðeiarkomingtúteikmíavei.

En í alvöru, hvaða íslenskur bloggari yrði líklegastur til að vera settur í járn?

Einhver?


mbl.is Æ fleiri bloggarar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki bjarnarblogg

 bag-over-head

Þetta er alls ekki blogg um björn.  Alls ekki.  En ég verð að játa að hann blandast svolítið inn í málið.

Það má segja að þessi færsla sé mótvægisaðgerð við öll milljón blogginn á Mogganum um björn II.

Ef ég rekst á eitt blogg enn, með "Ég vona að hann lifi", "Ég vona svo sannarlega að hann deyi ekki" og allt þar á milli, þá hreinlega æli ég.

Og veruleikinn er absúrd.  Eins og ég skrifaði inn í athugasemdakerfið hjá Lilju Guðrúnunúna áðan.  Hún skrifað brilljant færslu um erindið.  Ein af fáum.

Svo hefur allt kommósjónið í kringum Bjössa sett mig í svo undarlegt hugarástand að ég hef fengið hvert hláturskastið á fætur öðru - á röngum stöðum.

Í fréttunum var verið að tala við BÓNDANN á bjarnarsvæðinu og mynd af viðkomandi birtist á skjánum.  Maðurinn var þreytulegur á myndinni,  hún örugglega tekin í einhverjum atganginum í sveitinni, allt vitlaust þar í sumarverkunum og þá gerðist það að ég hló hátt og lengi. 

Húsband horfði á mig með fyrirlitningu.

Ertu að hlægja að manninum, spurði hann.

Ég: Nei ekki sko að manninum þannig (hahahahaha), heldur sitúasjóninni.  Maðurinn er grándaður heima hjá sér um hábjargræðistímann á meðan Þórunn reddar búri fyrir innrásaraðilann.

Húsband algjörlega búin að segja sig úr lögum við mig: Þú ert ekki í lagi.  Frusssssssss

Og ég hélt áfram að reyna berja niður þennan smekklausa og ótímabæra hlátur þegar fréttaritarinn úr Náttúrufræðistofnun sem fræddi okkur um björgunaraðgerðirnar sendi boltann á RÚV og fréttaþulurinn svaraði snöfurmannlega að bragði:  "Þakka þér fyrir þetta BJÖRN!"

Og þá missti ég mig gjörsamlega.

Ef þið trúið mér ekki þá má sjá þetta í lok fréttarinnar.

Og síðan þá hef ég ekki getað hætt.

Ég er örugglega á einhverri post-gelgju.

Ég veit að þetta er alvarlegt, hvítabirnir eru hættulegir, í útrýmingarhættu og alles.  En þetta er komískt.  Öll þessi læti.  OMG

Og nú vill örgla enginn stjórnmálaflokkur atkvæðið mitt einu sinni. 

Ég verð rekin úr mínum stjórnmálasamtökum, ég finn það á mér.

Ég er ekki húsum hæf og ég hlæ að björgunaraðgerðum hvítabjarnar.

Kannski Frjálslyndir vilji...DJÓKW00t

Ég mun næstu daga læðast með veggjum og með hauspoka.

ARG

 


mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1-0 fyrir Hildi Helgu - og húsráð í bónus

Ég veit ekkert um þetta mál á milli Hildar Helgu og Útvarps Sögu.

En ég reikna með að þar hafi fólk ekki getað talað saman.

Hildur Helga vann í undirrétti og auðvitað eru henni sendar hamingjuóskir héðan.

En...

Af því Hildur Helga er ekki með bílpróf frekar en ég, og var með einhvern helling af leigubílakostnaði sem hún fær ekki greiddan, þá sting ég að henni því húsráði sem hefur gagnast mér hvað best hin seinni ár.

Ég giftist leigubílstjóra.  No more problems.

Réttara sagt þá giftist ég þessum flotta tónlistarmanni og stakk síðan að honum hugmyndinni (þ.e. hefði gert ef hann hefði ekki fengið hana sjálfur), að það væri aldeilis gráupplagt að drýgja tekjurnar með leigubílaakstri tímabundið.

Það má svo segja að fjármál heimila í þessu landi kristallist í þeirri staðreynd að núna 8 árum seinna er hann enn á leigubílnum.

Hildur Helga hér.

Later.


mbl.is Útvarpi Sögu gert að greiða eftirstöðvar launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elskugaferilskráin

 index_05

Hvað er grúppía?

Er það kona sem safnar nóttum með tónlistarmönnum eins og prinsessan sem safnar gimsteinum á perlubandið sitt?

Þ.e. kona með ákveðinn metnað og markmið að leiðarljósi.  Alveg: Í kvöld ætla ég að vera í bassaleikurunum, flett, flett og á laugardaginn tek ég alla söngvara sem á vegi mínum verða?

Eða er það kona sem verður svo heppin (ó) að verða ástfangin að tónlistarmanni og svo aftur öðrum og öðrum?

Stundum er fólk nefnilega með vinarkreðsa í ákveðnum starfsgreinum.  Eins og læknar t.d.  Það er ekki lygi sem sagt er, að hjúkkur giftist oft læknum og öfugt.  Eru þá hjúkkurnar læknagrúppíur og læknarnir hjúkkugrúppíur?  Kannski í annað og þriðja hjónaband, alltaf sama starfssviðið? Við erum að tala um heví endurtekningar hérna.

Ég veit lítið um hana Bebe Bluell annað en það sem ég hef lesið í ævisögum rokktónlistarmanna.  En ég les þær kröftuglega af og til, af því ég er auðvitað grúppía. Maður heldur sér við í greininni.

Ég er viss um að orðsporið "slæma" sem af henni fer í rokksögubransanum er bæði ósanngjarnt og stórlega ýkt. 

En ég hef ekki lesið margar svona rokkævisögur ákveðinnar kynslóðar án þess að nafnið hennar hafi borið þar á góma, sem kærasta þessa eða hins.

Og þessi kona kom upp flottri dóttur og hélt geðheilsunni alveg þokkalega get ég sagt ykkur.

Og að hafa gert það með þetta lovera CV er afrek út af fyrir sig.

Cry me a river!


mbl.is Ekki grúppíubarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarúðinn - varnarúðinn!

Ég ætla ekki að hafa skoðun á þessum piparúða sem er greinilega kominn í gagnið og til að vera hjá löggunni í Reykjavík.

Ég ætla að halda skoðunum mínum á honum fyrir mig og grjóthalda kjafti. 

Ég vil bara láta ykkur vita að Meisið eða piparúðinn hefur fengið nýtt nafn og heitir nú því göfuga nafni - VARNARÚÐINN!

Hann var notaður af löggunni í nótt þegar upp komu nágrannaerjur.

Ég vildi bara halda þessu til haga fyrir sjálfa mig og aðra áhugasama.

Það má segja að þetta sé VARNARÚÐAbókhald Jennýjar Önnu.

Annars góð.

Farin í sígó.


mbl.is Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðstefnur í dílerabransanum

Ég sá myndband inni hjá Gísla bloggvini mínum, sem sýnir íslensk ungmenni skemmta sér á viðurkenndan og íslenskan máta á Bíladögum í fyrra. 

Og vídeóið sýnir íslenskt hópfyllerí þar sem ungmenni veltast um, viti sínu fjær vegna inntöku hugbreytandi vökva og efna af ýmsu tagi. 

Ef til eru ráðstefnur í dílerabransanum, bæði löglegum og ólöglegum þá eru þær á svona uppákomum með góðu leyfi íslenska samfélagsins.

Ég sé ekki að aldurstakmark á tjaldstæði skipti nokkru einu einasta máli.  Vel flest þessara krakka eru í "góðu" leyfi forráðamanna sinna til að andskotast um á sjálfseyðingarflippi því sem unglingafyllerí er.

Það sem ég sé á myndbandinu og hef séð í hverjum einasta fréttatíma um verslunarhelgi (og ég venst aldrei) er viðhorf Íslendinga til unglingafyllería.  Á myndbandinu sjáum við BÖRN setja sjálfa sig og aðra í stórkostlega hættu.

Og ég spyr; hvers lags foreldrar geta samvisku sinnar vegna leyft börnunum sínum að fara á þessi fjöldafyllerí?  Hvernig réttlætir maður fyrir sér það leyfi til beinnar eða óbeinnar lífshættu fyrir alla sem þarna koma nálægt?

Og svo er fólk hissa á að það þurfi meiri peninga til að afvatna og meðferða þessi börn.

Setur enginn spurningamerki við að gera fullorðnum peningagræðgisógeðismönnum kleyft að vera með rekstur sem gengur út á að nýta lélegt ásigkomulag og reynsluleysi ungmenna?

Það er hagnaður af útihátíðum og það er þess vegna sem þær eru endurteknar ár eftir ár.

Hagnaðurinn er bæði beinn og óbeinn, löglegur og ólöglegur.  Í báðum greinum þarf ákveðið siðleysi til að halda úti iðnaðinum.

Og á hverju ári koma fréttir þar sem við sjáum æsku landsins liggja hjálparvana og kolgeggjaða út um allar koppagrundir í bland við brunnin tjöld, flöskur og aðra leikmuni.

Er ekki kominn tími á að fullorðið fólk axli ábyrgðina og hætti að kveinka sér yfir afleiðingum "útgerðarmannanna" í greininni?

Bíladagar 2007 - Njótið.

Og eins og óskarsverðlaunahafarnir þá vil ég nota tækifærið og þakka foreldrum mínum fyrir að hafa ekki hleypt mér á útihátíðir áður en ég hafði aldur til. 


Ég er langt á undan minni samtíð :)

 

Eftir daginn í dag er ég með amk. eitt á hreinu.

Ég er langt á undan minni samtíð.

Í dag var ég að fara yfir gamlar vídeóspólur og datt þá niður á eina frá 1989, frá Mallorca þar sem ég og einn af mínum fjölmörgu eiginmönnum mínum fórum með tvær yngri dæturnar.

Og þær voru krútt.  Ég skrifa meira um það seinna.  Svo litlar og yndislegar, en núna eru þær aðeins hærri í loftinu og yndislegri ef það er mögulegt.

En Jesús minn almáttugur hvað ég er búin að hlægja mig máttlausa.

Að sjálfri mér og öllum sem væfluðust fyrir vídeóvél eiginmannsins.

Hárið sítt að aftan, permanentkrullur og gott ef allir voru ekki með sama heygula háralitinn.

Allir voru með girt upp í heila, þá meina ég þeir sem voru í buxum og pilsum.  Stuttbuxurnar voru girtar upp að brjóstum og skárust upp í júnóvott.

Og gallabuxurnar maður minn, kyrfilega reyrðar að með belti fyrir ofan mittislínu og víðar að ofan og þráðbeinar niður.  Konurnar voru eins og perur í laginu.

Það dásamlega við þetta fyrirkomulag var svo, að allir voru alveg eðlilegir á svipinn, fannst þeir alveg flottir sko, höfðu ekki hugmynd um að eftir 19 ár yrðu þeir skemmtiatriði fyrir alla sem mögulega myndu berja þá augum.

Það er það sem er svo leiðinlegt og í leiðinni frábært, hvað hver tími skilur sig frá öðrum í tísku og tíðaranda.

Ég man eftir að hafa trúað því eins og prestur biblíunni að ég ætti aldrei eftir að fara úr plattaraskónum.  Þessum með uppfyllingu á sóla upp á 15 cm.  Vá hvað ég hafði rangt fyrir mér.

En aftur að vídeóinu.  Ég er búin að sjá að ég er langt á undan minni samtíð.

Ég var ekki girt fyrir ofan miðbaug, og ég var ekki með sítt að aftan.  Gæti sennilega gengið í gegnum miðbæinn í dag í átfitti umrædds árs, en fólk myndi auðvitað halda að ég væri stórbilaður utanbæjarmaðurDevil en ég var alls ekki svo slæm.  Alls ekki svo voðalega, skelfingarósköp slæm.

Var reyndar með glataðar permanettkrullur í hárinu og í stuttu pilsi upp á mið læri og alveg ógeðslega góð með þig þarna í sólinni.  En ég kem þokkalega út svona miðað við alla vegfarendur á strandlengjunni þarna um sumarið 1989.  Og svo var ég sorglega ung, ég meina miðað við hvað ég er hryllilega 19 árum eldri núna.

En á strandlengjunni þeirri arna voru reyndar bara útlendingar.  Ég held í þá trú að við Íslendingar höfum verið hipp og kúl, þá sem nú amk. miðað við höfðatölu.Halo

Afneitunin er sterkt og dásamlegt deyfilyf í öllum þrengingum.

Adjö.


Fyrirfram fullnæging

Ég get haft gaman af handbolta, dálítið mikið gaman meira að segja.

Og þess vegna varð ég smá fúl yfir að við komumst ekki á HM.

Ég meina Óli Stef. og hinir strákarnir eru ekkert annað en hetjur. 

En það fylgir böggull skammrifi. 

Ég hef sagt ykkur að þegar ég les bækur sem hafa spennu og rafmagnaðan endi, þ.e. þar sem tilgangurinn með bókinni lýtur þeim lögmálum að hún nær hámarki á síðustu blaðsíðunum, þá hef ég það fyrir vana að lesa endirinn um leið og ég veit hver er hvað í sögunni.  Þetta á fólk rosalega erfitt með að skilja.

Ég segi hins vegar að það sé hálf glatað að vera í rusli yfir sögupersónum að óþörfu, þá tékkar maður á því hver drepur hvern, hver elskar hvern, hver er vondur og hver góður og nýtur svo bókarinnar án hjartsláttartruflana.  En sem betur fer les ég sjaldan spennubókmenntir.

Sama lögmál er í gangi varðandi mig og handboltann.  Ég get ekki horft í beinni og slakað á þegar ég veit ekkert hver vinnur leikinn.  Þess vegna loka ég mig frammi í eldhúsi eða fer út að labba, til að fara ekki á límingunum. 

Svo er það ofmatiðDevilá sjálfri mér.  Ég held að ef ég horfi á handboltann í beinni þá komi ég prívat og persónulega í veg fyrir íslenskan sigur.

Þess vegna horfi ég á endursýningar af leikjunum, það er þá leiki þar sem við höfum farið með sigur af hólmi.  Þá nýt ég mín.  Hlæ illgirnislega þegar andstæðingurinn fer yfir, vitandi að það er skammgóður vermir.

Þetta er eins og maðurinn sem hætti að gera það vegna þess að hann var svo hræddur um að fá ekki fullnægingu.  Hann hætti öllum hvílubrögðum og lifði því afslappaður upp frá því.

Hann tók út lostann fyrirfram, eða gerði hann það ekki?  Ha?? Nei, ók, en þið vitið hvað ég meina.

Já ég veit að ég er stórkostlega biluð en hver segir að maður þurfi að vera hefðbundinn íþróttaálfur?

Ekki ég.

En núna slepp ég við allt þetta vesen.

Við sitjum heima.Wizard


mbl.is Ísland kemst ekki á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband