Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Gleymdust á sjó
Ég var ákveðin í að svífa um á bleiku hamingjuskýi í tilefni 19. júní, í allan dag.
Ég var búin að setja mig í skoðanabann. Ég hef nefnilega alltof margar slíkar, þrátt fyrir að ég stefni stöðugt að fækkun þeirra.
En svona er lífið.
Ég hef verið ansi passasöm (sumir segja taugaveikluð miðað við íslenska standarda) í gegnum tíðina þegar kemur að því að treysta öðrum fyrir börnunum mínum. Þar kastaði ég aldrei til höndunum, enda stelpurnar mínar það dýrmætasta sem mér hefur verið trúað fyrir. Ég hef tekið þá ábyrgð alvarlega og það sama gildir um barnabörnin mín.
Og nú les ég að tvær stelpur á siglingarnámskeiði á vegum Reykjavíkurborgar, hafi gleymst úti á sjó og hafði þær rekið eitthvað út í buskann.
Það var ekki talið upp úr bátunum þegar að landi var komið og hvarfið uppgötvaðist ekki fyrr en pabbi annarar stúlkunnar kom að ná í hana og hún fannst hvergi.
"Mistök" segir starfsmaður siglingarklúbbsins sem heldur námskeiðið fyrir borgina.
Þeir ætla að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hvað mig varðar gerðist þetta einu sinni of oft.
Stúlkurnar mættu daginn eftir. Þær munu líta á þetta sem ævintýri.
Gott mál, en ég veit hvað ég hefði gert ef þetta hefði hent börnin mín.
Ég hefði gripið til aðgerða.
Og þær aðgerðir hefðu ekki farið hljóðlega fram.
Fyrir nú utan að siglinganámskeiðinu hefði lokið all snarlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Einum rúnkklúbbi minna - Úje
Í tilefni dagsins hefur ritstjórn þessa fjölmiðils (einróma) samþykkt að veita Borgarráði hvatningarverðlaunin "Bleika Kökukeflið".
"Á borgarráðsfundi nú í morgun var einróma samþykkt að hafna beiðni Strawberries um undanþágu til að reka nektardansstað. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Vinstri grænum að minnihluti borgarráðs hafi látið bóka eftirfarandi við afgreiðsluna:
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks fagna því að borgarráð skuli leggjast einróma gegn veitingu nektardansleyfis í dag þegar 93 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Synjunin er til marks um mikinn árangur í jafnréttismálum, enda er baráttan gegn klámvæðingunni eitt helsta verkefni nútímans. Reykjavíkurborg hefur á umliðnum árum verið í fararbroddi í þeirri vinnu og afar brýnt að svo verði áfram."
Meirihlutinn verður sem sagt ekki skammaður hér í dag.
Rúnklúbbunum fækkar, þeir eru að verða minnið eitt. Mikið skelfing er það skemmtileg þróun.
Það er orðið fátt um fína "drætti" í rúnkbransanum.
Kona er á bleiku skýi.
Til hamingju stelpur (og strákar).
Újejejejejeje
![]() |
Strawberries fær ekki undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Þjóð í móðursýkiskasti
Ég vona að fólk fari ekki að velta sér upp úr kostnaði við þetta tiltekna leiguflug umhverfisráðherra.
Þjóðin var í móðursýkiskasti.
Það var hrópað: Hvar er umhverfisráðherra? Hvað ætlar hún að gera? Ætlar Þórunn að endurtaka sömu mistök og síðast?
Og konan fór á staðinn þegar hún kom heim úr sumarfríi og tók á málinu.
Fólk fékk það sem það vildi.
Og þó ég geti vissulega gagnrýnt umhverfisráðherra fyrir eitt og annað, þá held ég að hún sé ein af fáum stjórnmálamönnum sem mylur ekki undir sjálfa sig.
Og hana nú.
Og svo finnst mér arfalélegt að sjá bloggfærslu sem þessa og það á sjálfan 19. júní, og það er kona sem heldur á lyklaborðinu.
Jabb, lífið er skrýtið.
![]() |
Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Hver fær grjótið?
Þegar ég 28 ára gömul gekk með yngsta barnið mitt, hana Söru Hrund, þá bjó ég í Svíþjóð, Gautaborg nánar tiltekið.
Og einn eftirmiðdag korteri fyrir fæðingu, fór litla fjölskyldan, þ.e. mamman, pabbinn, Helga og Maysa í lítinn leiðangur í verslunarmiðstöð.
Þetta var ferð sem er nauðsynlega í annála færandi.
Við vorum að kaupa hljómflutningstæki. Og til að gera langa sögu stutta þá tók það óratíma fyrir karlinn og afgreiðslumanninn að ræða hljómflutningstæki, sögu þeirra, þróun, merki og annað skemmtilegt og á meðan var ég beðin um að fara á "Systembolaget" og kaupa kippu af bjór fyrir minn löglega eiginmann.
Ég og Frumburður sveifluðum okkur léttilega í ríkið, þ.e. miðað við að ég var nærri því búin að fæða.
Og ég bað um viðkomandi bjór.
Og afgreiðslumaðurinn bað mig um skilríki.
Þetta var áður en ég hafði áhyggjur af aldrinum og langaði til að vera fullorðin og hann særði mig inn að beini.
Ég sagðist vera 28 ára, hann hlyti að vera að grínast í mér.
Og Frumburður sagði, á sinni syngjandi gautaborgísku; Min mamma är vuxen för länge sedan!! Og henni var stórlega misboðið.
En afgreiðslumaðurinn gaf sig ekki og ég varð að ná í bjóráhugamanninn sem ég var gift og láta hann díla um sitt fljótandi brauð sjálfan.
Og þess vegna veit ég að hún Claire Birchell á Englandi, sem er 25 og fékk ekki að kaupa Jack Daniel´s grillsósu vegna þess að hún var ekki með skilríki (2% alkahól), á einhvern tímann eftir að gleðjast yfir þessum atburði.
Sko, þegar hún er komin með aldurinn á heilann eins og sumar KONA sem ég þekki afskaplega náið.
En Femínistafélagið ætlar að afhenda bleiku steinanna niður á Austurvelli kl. 11.
Hver fær grjótið? Ég bíð spennt.
Kem að vörmu.
![]() |
Of ung til að kaupa grillsósu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Bleika byltingin
Í dag 19. júní er Kvenréttindadagurinn, en þ. 19. júní 1915 fengu konur kosningarétt. Fyrsta konan var svo kjörin á þing 1922.
Hugsið ykkur að það eru ekki liðin 100 ár síðan að við fengum að kjósa.
Það er ágætt að minnast allra þeirra kvenna sem lagt hafa kvenréttindabaráttunni lið í bæði smáu og stóru og það er þeim að þakka að börnin okkar geta sjálfsagt ekki ímyndað sér að fyrir ekki svo löngu gat bara helmingur þjóðarinnar kosið til Alþingis.
Nú finn ég hvergi dagsskrá morgundagsins en væntanlega verður hún svipuð og í fyrra, þ.e. að konur mála daginn bleikan.
Í fyrra var Mbl.is með bleikt ritmál í tilefni dagsins.
Spurning hvort það verður endurtekið.
Stelpur á morgun förum við allar í eitthvað bleikt.
Og auðvitað strákarnir líka, þó það nú væri.
Gleðilega hátíð.
P.s. Þið takið örugglega ekki eftir mér í bænum, en ég verð í látlausa kjólnum á myndinni og í bleikum skóm. Æi ég er svo feimin eitthvað og vill ekki berast á.
Nananabúbú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Rölt niður Minningagötu
Í hitanum og beinverkjunum í dag vissi ég ekkert hvað ég átti að gera af mér.
Og svo datt ég inn á vef Ljósmyndasafns Íslands og þar gott fólk, komst ég í feitt.
Æska mín lagði sig fyrir framan mig í svarthvítu. Rifjaði upp það sem ég var búin að gleyma úr umhverfinu og ég fór í heiftarlega nostalgíu.
Einhverra hluta vegna er ofboðslega mikið til að myndum úr Vesturbænum, af mínum slóðum.
En þetta var ekki bara gleðileg upprifjun.
Ég sá myndirnar af öllum kömpunum, kofunum og hreysunum sem margir bjuggu í á þessum árum.
Kamp Knox
var braggahverfi steinsnar frá mér. Þar bjó t.d. Ásta Sigurðardóttir rithöfundur og fleira merkt fólk, en á þessum tíma voru fordómarnir miklir og mér var harðbannað að stytta mér leið í gegnum kampinn.
Pólarnir
Þeir stóðu við Flugvallarveg á leiðinni út í Nauthólsvík. Það voru skelfileg hreysi og allt fullt af barnmörgum fjölskyldum. Sagan segir að þegar Danakóngur hafi þurft að keyra þarna framhjá hafi framhlið Pólanna verið máluð og hænur settar í gluggana. Hænsnahús þótti eina réttlætingin fyrir húsinu því.
Höfðaborgin
Þessi hús stóðu þar sem Sparisjóður Vélstjóra stendur núna, eða gegnt Höfða. Einu sinni þvældist ég heim með stelpu sem átti heima hérna og ég hef aldrei séð eins lítil húsakynni fyrir 8 manna fjölskyldu.
Melabragginn
Þessi stóri hryllilegi braggi var við hliðina á ísbúðinni á Hjarðarhaga og við vorum skíthrædd krakkarnir af Hringbrautinni að koma nálægt honum vegna mögulegra hrekkjusvína.
Merkilegt hvað fordómarnir voru sterkir, hræðslan við fátæktina skelfileg. Líftóran var hrædd úr mér varðandi braggahverfin. Þangað átti maður ekkert erindi.
En auðvitað ólu braggahverfin af sér mæta Íslendinga og prýðisfólk.
En ein og amma mín sagði: Það ætti ekkert barn að alast upp í saggafullum bragga og kvíða morgundeginum.
Svona er nostalgían.
Mér finnst fínt að minna mig á hversu stutt er síðan eymdin var svona mikil í Reykjavík.
Þessu langaði mig að deila með ykkur dúllurnar mínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Má ekki brosa? Ha?
Ég hef rosalega gaman af Mike Mayers. Hann er frábær gamanleikari.
Og þá er það frá.
Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla vegna nýjustu myndarinnar hans "Love Guru" sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um allan heim.
Ég er eiginlega komin með upp í kok af húmorsleysi trúaðra manna (kvenna).
Kristnir, múslímar, hindúar og allur pakkinn verður að fara að geta hlegið svolítið að sjálfum sér og guði.
Þeir eru allir orðnir eins og hertir handavinnupokar..
Það má ekki æmta né skræmta, grínast eða hlægja nálægt biblíum og bænahúsum heimsins áður en væluskjóðurnar fara á kreik. Ég er særður, ég er reiður, mér er misboðið, ég drep þig, lem þig og dæmi þig til eilífarar helvítisvistar. Kommon.
Ef guð hefur skapað manninn í sinni mynd, þá á það væntanlega líka við um geðslagið í okkur. Allan tilfinningaskalann.
Ég hef ekki nokkra trú á að Gussi sé að fara á límingunum yfir smá fíflagangi.
Ég held að honum finnist það meira að segja hipp og kúl.
Akkúrat núna er ég m.a. að hugsa um ákveðinn Moggabloggara, strangtrúaðan, sem var fastur í óbyggðum þegar guð útdeildi húmornum.
Djöfuls leiðindi.
Farin aftur að lúlla, er með sléttan 38, 780730 í hita.
Úje.
![]() |
Hindúar mótmæla Hollywoodmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Krúttfréttir?
Í kjölfar stóráfalla koma oft það sem ég kalla krúttfréttir. Gússígússí.
Það er sagt frá fólki sem hjálpast að, fólki sem leggur sig fram við að sýna náunganum hjálpsemi og samkennd á erfiðum stundum. Ég held að við elskum öll að lesa þannig frásagnir. Það gefur manni aukna trú á mannheimum.
En svo koma "krúttfréttir" í boði fyrirtækja. Þær eru ekki eins jólalegar.
Vilberg Kökuhús á Selfossi hefur undanfarnar vikur boðið öllum leikskólum bæjarins í heimsókn þar sem þau fá snúð og kókómjólk. Þetta hafa þeir gert áður við mikinn fögnuð. Og ég held að þetta standi ekki í neinu sambandi við nýliðinn skjálfta, þannig að ég fari nú rétt með.
Ég get sagt ykkur að það myndu ekki brjótast út fagnaðarlæti hjá mínum elskulegu dætrum ef börnin þeirra fengu svona trakteringar og það oftar en einu sinni.
Amk. myndu þær vilja gefa upplýst samþykki á sykurfylleríinu sem óneitanlega myndi halda börnunum þeirra í fullu fjöri fram að miðnætti.
Reyndar er Jökulinn minn kominn á gelgjuna en það eru ekki til myndir af því barni frá frumbernsku, svona nánast, öðru vísi en að það glitti í gulrót innan seilingar. Dúllan!!
En án gríns þá finnst mér það skjóta skökku við í allri umræðunni um óhollar matarvenjur íslenskra barna, offitu og aðra heilsufarslega óáran, að fyrirtæki skuli bjóða þeim upp á svona tegund brauðs.
Er ekki til hollustubrauð í bakaríinu?
Frussssssss
Þessi færsla er í boði Vilbergs kökuhúss. Víst og áður en Vilberg á Selfossi súar mér fyrir að ljúga upp á þá kostun á færslunni þá bendi ég á að maðurinn minn heitir að seinna nafni Vilberg og samkvæmt honum er kærleiksheimilið besta kökuhúsið í bænum og því lýg ég engu um það.
Ullabjakk.
Ég segi það satt.
Annars góð.
![]() |
Leikskólabörn gæða sér á snúðum og kókómjólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Hættu að hjakka í sama farinu Jórunn!
Það er ekki leyndarmál að ég tel að ég eigi SÁÁ líf mitt að launa. Og ég er ekki ein um þá upplifun. Ég þekki fjöldann allan að fólki sem farið hefur í gegnum meðferð hjá samtökunum og lifir núna innihaldsríku og hamingjusömu lífi.
Það eru engar kraftaverkalækningar stundaðar á Vogi. Þar er einfaldlega samankomin læknisfræðileg þekking á alkahólisma ásamt allri þeirri reynslu sem orðið hefur til á þeim árum sem SÁÁ hefur verið til.
Að því sögðu þá á ég ekki orð yfir að borgin skuli hafa gengið fram hjá SÁÁ um rekstur meðferðarheimilis fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, en tilboð SÁÁ var mun lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar/Alhjúkrunar, sem mér vitanlega hefur enga sérhæfða þekkingu á meðferðarmálum.
Jórunn Frímannsdóttir segir:
"Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast, búið er að fara yfir málið og niðustaða innri endurskoðunar er skýr,
Mikið skelfing er ég komin með upp í kok af hrokafullum stjórnmálamönnum. Það heitir hjakk að krefjast svara á undarlegri ákvörðun velferðarsviðsins. Þá vitum við það.
Sumír hjakka hins vegar stöðugt í sama farinu hamingjusamir í vanþekkingunni.
Ég hef engan rökstuðning séð sem útskýrir hvers vegna tilboði SÁÁ var ekki tekið.
Ég hvet lesendur þessarar síðu að lesa þessa grein Ara Matthíassonar ásamt grein Jóhanns Haukssonar , "lítið og sætt kunningjaþjóðfélag".
Hvernig stendur á þessari tregðu fólks til að nýta sér reynsluna og þekkinguna þegar áfengislækningar eru annars vegar?
Ég bókstaflega næ þessu ekki.
En kannski get ég glaðst yfir því að trúarsamtök voru ekki þeir sem hrepptu hnossið, það er nefnilega ennþá inn í myndinni sú skoðun fólks að þar sé aumingja alkahólistunum ágætlega fyrirkomið.
Haleandskotanslúja.
Bloggar | Breytt 18.6.2008 kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Sorgmædd og syfjuð
Ég er löglega afsökuð með hita og fyrirkomulag.
Ég svaf af mér atburði dagsins.
Ég er ógeðslega góð í að blanda saman tilfinningum. Ég tek dæmi.
Ég get verið glöð og pirruð, samtímis, það er ekki skemmtileg blanda.
Og svo hef ég verið sorgmædd og syfjuð. Alveg að sofna úr harmi sko.
Alls konar tilfinningasalat í gangi og ég hef ekki látið deigan síga.
Ég get ekki gert það upp við mig núna hvaða tilfinningar ég er að upplifa.
En ég held að þær séu eitthvað á þennan veginn:
Mikið rosalega er ég fegin að þessi móðursýki er gengin yfir.
Það hefði verið hægt að gera hér blóðuga byltingu, ræna nokkra banka, berja og aðhafast biggtæm.
Það hefði ekki kjaftur tekið eftir því.
Ekki einu sinni hermaðurinn Björn Bjarnason.
Ég hef aldrei séð viðlíka hóptaugaáfall hjá heilli þjóð út af minna, gott ef það þarf ekki danska "áfallahjálpara" á okkur hérna mannfólkið.
Farin undir teppi.
Annars kúl.
![]() |
Daprir en um leið sáttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr