Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Ég er með einfaldan smekk

Þetta hefur verið undarlegur og æsandi dagur.  Blóðþrýstingur upp úr öllu valdi og spennufíkillinn ég lá yfir sjónvarpinu, báðum stöðvum, og æsti mig upp í fár í lögguóeirðunum.

En ég nenni ekki að tuða um það meira.  Ég styð bílstjórana.

En þegar ég horfi á fréttir er ég með einfaldan smekk.

Ég vil láta flytja mér þær á ómengaðan hátt, eins fljótt og hægt er að koma því við.

Mig varðar ekkert um hvað fréttamönnum/konum finnst um málefnin sem þau fjalla um.

Þeir eiga að halda persónulegum skoðun fyrir utan fréttirnar.  Og svo væri sniðugt að vera ekki í rimmu og þræl upp á móti þeim sem er í vitalinu.

Stöð 2, plís, geta a grip.

ARG.

 


mbl.is Mótmælaaðgerðir á YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóttir mín - er dóttir mín

20080416214712_11 

Nú þarf ég ekki að velkjast í vafa lengur.  Sara Hrund Einarsdóttir, yngsta stelpan mín, er mín.  Ekki að mig hafi ekki grunað það, var viðstödd þegar hún kom í heiminn og svona, en það er alltaf gott að fá staðfestingu á að maður eigi börnin sín, að svo miklu leiti sem maður getur talið sig eiga einhvern. 

Í gærkvöldi hringdi hún í mig kjökrandi.  Og henni var mikið niðri fyrir.

Mamma, ég get ekki búið hérna.! (Sara og Erik eiga íbúð á Leifsgötunni).

Ég: Ha, hvað kom fyrir??W00t

Ég fann risa stóra þúsundfætlu á gólfinu og hún er viðbjóðsleg og ég veit að ættingjar hennar hljóta að vera hérna einhversstaðar.  Og Erik vill ekki flytja.  Búhú.

Ég: (sá fyrir mér þúsundfætlu á stærð við rottu) Þú ferð ekki að flytja Sara mín, út af einu skordýri.  Drapstu hana?

Sara: Nei en ég setti bolla yfir hana.  Hvað á ég að gera?  Mig klæjar allri.

Láttu Erik drepa kvikindið (ég er algjörlega samviskulaus þegar svona pöddur eiga í hlut).

Sara: (Enn kjökrandi).  Já en ég vorkenni henni svo.

I rest my case.


Grímulaust lögregluríkið Ísland

[458290A.jpg]

Ég hef setið sem lömuð og horft á útsendingu RÚV frá mótmælum vörubílstjóra.

Að horfa á íslenskan lögreglumann, froðufellandi úr brjálæði, sprauta gasi á fólk og garga: Gas, gas, gas, er eitthvað sem ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa.

Þarna féll gríma lögregluríkisins.  Það er ekki oft sem Íslendingar setja sig í þessa aðstöðu, þ.e. að kalla fram svona viðbrögð frá yfirvaldinu.

Ég vildi að mig væri að dreyma.

En hvar var Björn Bjarnason?

Æi hvernig læt ég, hershöfðingjarnir stjórna úr fílabeinsturninum.

Viðbjóður.

 


Fyrirgefið á meðan ég æli

Ég veðja mínum eðla afturenda, að nú situr Björn Bjarnason og hugsar:  Varalið, varalið! 

Löggan beitir táragasi á bílstjórana.

Fólkið grýtir lögregluna.

Þetta er auðvitað bara vatn á myllu þeirra (lesist BB) sem vijla berja fólk til hlýðni.

Ætli þetta sé áróðursbragð?

"Sjáið þið ástandið, við verðum að hafa varalið."

Fyrirgefið á meðan ég æli - lifur og lungum.

Skammastu þín Björn Bjarnason.

Sumir ættu að fara í frí, laaaangt frí.


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heja Sturla!!!

Ég stend með bílstjórunum, sko atvinnubílstjórunum í mótmælum þeirra.  Það þýðir ekki að ég hafa samúð með jeppaeigendum og öðrum bensín- og olíugleypum, sem spæna upp malbiki af fullkomnu virðingarleysi við umhverfið.

Nú er talað um að atvinnubílstjórarnir sæti gagnrýni, að fólk sé búið að fá nóg?  Það er ekki hár þolþröskuldur Íslendinga ef þeir eru búnir að fá nóg, án þess að hafa lyft litlafingri.

Ég er ekki á eldneytisfylleríi en heimilin í landinu eru að borga óheyrilega peninga fyrir eldsneyti, svo mér finnst góðra gjalda vert að einhver reyni að sporna við fótum.

Kannski er ég svona hrifin af bílstjórunum, vegna þess að það heyrir til undantekninga að Íslendingar geti tekið sig saman og risið upp á afturlappirnar, í hvaða samhengi sem er, í staðinn fyrir að lyppast niður og tauta og tuða inni á kaffistofum landsins.

Svo hélt ég að fréttaflutningur ætti að vera hlutlaus, þe. að segja að skýra frá atburðum líðandi stundar.  Því datt af mér andlitið í gær þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði Sturla Jónsson hvort honum fyndist við hæfi að mótmæla hvíldarreglum í návist manns sem tilheyrir þjóð sem hefur átt í áratuga baráttu upp á líf og dauða (orðalag mitt). 

Halló, eigum við að detta niður dauð vegna hins ljóta heims sem við lifum í.  Eigum við að láta eins og ekkert sé og yfir okkur ganga vegna þess að aðrir hafa það miklu verr en við.

Meiri andskotans ruglið.

Sturla og kó, when I´m with you, I´m with you!

Úje.


mbl.is Sturla: Verð ekki var við gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt gaman og ekki skemmtilegt

"Ég á ekki að vera með ökuréttindi" sagði maðurinn í Færeyjum sem keyrði á 240 km. hraða við dómarann í réttarsalnum.  Munurinn á honum og mér er einfaldlega sá að ég sagði þessa setningu við sjálfa mig, ákveðið og endanlega, eftir að hafa misst hjól undan bílnum í miðri föstudagstraffík, sömu viku og ég tók prófið, og toppað það svo með því að leggja á víðáttuautt stæðið úti við Norræna hús og það tók mig hálftíma að leggja í það.  Það var sko þegar mennirnir sem voru að gera við þakið klöppuðu þegar ég steig út úr bölvaðri blikkbeljunni.

Þetta með ökuréttindi mín var stutt gaman og alls ekki skemmtilegt.  Ég tók ekki bílpróf fyrr en 1982 þá 30 ára gömul.  Ég fann alltaf á mér að ég og stýri bifreiðar værum ekki og gætum ekki verið í simbíós.  En þáverandi húsband linnti ekki látum og mér fannst reyndar það skortur á sjálfstæði að vera ekki keyrandi.  Ég sem vann út um allan bæ.

Þannig að fjörið stóð í viku.  Reyndar hefði ég ekki átt að ná verklega prófinu en það var augnaháradinglið á mér við prófdómarann sem gerði það að verkum að hann var á pedölunum fyrir mig prófið út í gegn.

Þetta er sko játning.  Nú er ég með chauffeur, og svo er hægt að taka strætó og fá allskyns fólk til að skutla ef maður er í vandræðum.

Í því er frelsið falið og ég get dáið án þess að hafa skaðað kjaft í umferðinni.

Nokkuð gott hjá mér ha?

Úje

 

 


mbl.is „Ég á ekki að vera með ökuréttindi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morðingjarnir

 164071583_l

Systursonur minn er trommari í Morðingjunum, þeirri frábæru hljómsveit.

Þeir eru með húmorinn í lagi þessir strákar og nú feta þeir í fótspor Bubba, þ.e. neita að taka við íslensku krónunni sem greiðslu.

Er nokkuð betra greiðsluform til, þegar við erum evrulaus og allslaus, en fé á fæti?

Jóna systir tekur kannski að sér að sjá um hýruna fram á haust fyrir minn mann?

Morðingjarnir eru að gefa út nýja plötu og eru með tónleika á föstudagskvöldið í Iðnó.  Þar mun dilkur verða dreginn.

Gleði, gleði, gleði.

Launagreiðendur landsins hljóta að sjá nýja fleti á launamálum og stokka upp krónugreiðslurnar.  Það er hægt að greiða í kjöti, brauði, fiski og slátri, svo við ekki tölum um mjólkurvörur.  Afturhvarf til fortíðar er það sem koma skal.

 Íslenska krónan er dauð.  Morðingjarnir segja það.  Bubbi reyndar líka, en ég tek ekki mark á honum.  Hann er allt of yfirlýsingaglaður.

Ég gerist fisksali.

Það er one tuff motherfucking job.

Ýsa var það heillin.

Úje.


mbl.is Vilja fá borgað í dilkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á geðdeild

Stundum þegar ég les blogg, hlusta á fréttir eða bara á samræður við fólk, heyrir maður eitthvað sem snertir í manni streng, vekur upp minningar, misgóðar auðvitað.

Nimbus bloggar um þunglyndi.

Árni Tryggva skrifaði bók um þunglyndi.

Ein mín besta vinkona hefur þjáðst af þunglyndi og tekist af miklu hugrekki á við það.

Hallgerður bloggvinkona mín bloggaði um þunglyndi.

En hún ég, sem er með greininguna þunglyndi, þó greining í sjálfu sér segi ekki nokkurn skapaðan hlut, hef þjáðs af þunglyndi, að því marki að ég tel mig heppna að vera hérna megin grafar.

Ég blogga um alkahólisma, minn auðvitað, batann og annað því tengt, en ég hef ekki bloggað um þunglyndi.  Það gerir mig, dapra (verulega passandi orð).

Ég hef lyf við mínu þunglyndi og núna er ég fín, en ég veit satt að segja ekkert hvort þessi sjúkdómur er orsök, afleiðing eða hliðarbúgrein við alkahólismann.  Mér er slétt sama.  Ég veit bara að það er ekki nokkur leið að útskýra líðan mína þegar mér leið hvað verst.

Að taka ákvörðun um að fara í sturtu var tveggja daga prósess.  Þannig að ég var stöðugt á leiðinni í sturtu og eins gott annars hefði ég verið illa lyktandi þunglyndissjúklingurPinch.  Að gera einfalda hluti var mér um megn nema með meiriháttar undirbúningi.

Ég var hrædd við símann, hrædd við fólk, hrædd við lífið og ég læddist um.  Hjartað barðist um í brjóstinu þannig að mér fannst ég vera að deyja í verstu köstunum.

Reyndar fannst mér tilhugsunin um dauðann nokkuð sjarmerandi, en ég hafði ekki orkuna til að framkvæma verknaðinn.

Ég fór á dagdeild geðdeildar um tíma og mér leið eins og ég væri komin á leikskóla.

Ég lá inni á geðdeild í tvígang fyrir rúmum áratug eða svo.  Það skelfilega við þá innlögn var þegar ég uppgötvaði að mig langaði ekki út.  Lífið hlýtur að sökka þegar vera á geðdeild er ákjósanlegur kostur í stöðunni.

En nú er ég fín.  Ég veit ekkert hvað triggeraði sjúkdómnum en ég hef ákveðna kenningu um það.  Mörg áföll, hvert ofan í annað geta gert kraftaverk í hina áttina.

En eitt veit ég, að ef ég ekki held mér edrú og í bata frá áfengissýkinni, þá er þunglyndið mætt á dyrapallinn eins og maðurinn í morgun.

Þá er þetta komið á blað.  Tímabært og flott að koma þessu frá sér.

Lífið er bjútífúl and só am æ.


Morgunfegurð

 01

Ég vaknaði kl. 08,00, sem er yfirleitt ekki í frásögur færandi og varla núna heldur.

Hvað um það, ég dúllaði mér, drakk te og svona, reykti eina sígó og var í almennum huggulegheitum að tjilla ein með sjálfri mér.  Ég er dásamlegur félagsskapur þannig að lífið var ljúft.

Riiiiiiiiiiiiiing á dyrabjöllu vakti mig upp úr gáfulegum hugleiðingum mínum.

Ég,  óaðfinnanleg að venju, í svörtum flauelsslopp, opnaði dyr af miklum yndisþokka, sem aðeins mitt fullkomna ytra byrði hefur til að bera. 

Það stóð maður í hurðinni og bauð góðan dag.  Hann horfði á mig óræðum augum, ekki laus við undrun.  Ég velti því ekki frekar fyrir mér, enda fegurð mín að morgni dags rómuð um allan hinn vestræna heim.

Ég: Hvað var málið?

Hann: Ég er að koma hérna frá sóandsó hf (eða ohf), geturðu sýnt mér hvar rafmagnstaflan er geymd? 

Ég hélt það nú.  Er þekkt fyrir liðlegheit alla leiðina til Finnlands.  Ég sveif með honum niður í kjallara hvar hann sinnti sínu aflestrarstarfi fyrir OR, ég meina sóandsó, og allan tímann gjóaði hann á mig augunum, algjörlega yfirkominn af fegurð minni.  Til að gera langa sögu stutta þá ýtti ég hamstola manninum út úr húsi og gekk inn til mín.  Fór að bursta tennur eftir minn yndislega morgunmat og sjá:

Hárið á mér stóð í allar áttir.  Toppurinn hékk eins og lífvana kóteletta yfir vinstri vangann á mér, bak við eyrun stóðu villtar krúsidúllur og í upp á höfðinu stóð reiðilegur hanakambur tilbúinn til árásar.W00t

En hann horfði á mig maðurinn af einskærri aðdáun yfir fegurð minni.

Ég er að segja ykkur það.

Cry me a river!


Hliðlaupar á leiðinni heim

Stundum má lesa heilu sögurnar úr skoðanakönnunum.

Núna þegar VG sækja á í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, og Samfylkingin hefur tapað fylgi, áttaði ég mig samstundis á því hvað er að gerast.

Það er af því að ég er svo ógeðslega klár.

VG fór niður í fylgi fyrir síðustu kosningar, þarna á lokasprettinum, á sama tíma og Samfylkingin bætti við sig.  Ég er alveg með það á hreinu hvað gerðist , ekki spurning.  Þarna er liðið sem hljóp frá VG í kjörklefanum og féll fyrir "Fagra Íslandi" Samfylkingarinnar, að skila sér heim, eftir að hafa upplifað umhverfispólitík móðurflokksins á eigin skinni.  Nananabúbú, ég segi ekki meir.

Skammist þið ykkar liðhlaupar, skamm, skamm, skamm, og hafið nú bein í nefinu og kjósið VG í kjörklefanum.  Ekki bara í skoðanakönnunum.

Þá er kannski von að þetta þjóðfélag fari að taka almennilegum breytingum.

Jájá!

Allir glaðir annars, er það ekki bara?

Ég hjala eins og geðgott smábarn.

Agú.


mbl.is Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.