Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Mánudagur, 21. apríl 2008
Að blogga nafnlaust!
Ég er hugsi. Hm... var að horfa á fína umfjöllun í Íslandi í dag og nafnlausa bloggara. Og hinsegin líka reyndar.
Ljótu athugasemdirnar sem koma undir nafni þekki ég vel, bæði í mínu kommentakerfi og annars staðar. Samt vil ég ekki loka fyrir óskráða bloggara, því margir sem eru ekki með Moggablogg koma oft með skemmtileg innlegg í umræðuna.
En, það er ekki eins og maður sé stráheilagur svo sem, undir nafni og allt. Það er ágætt að fá svona áminningu í formi umræðu.
Á að blogga nafnlaust? Það er erfið spurning. Sumir kjósa að blogga nafnlaust og eru engan að meiða, hafa bara sínar ástæður fyrir nafnleysinu. Ef Mogginn myndi t.d. banna nafnleysingja, þá hyrfi fullt af fínum bloggurum.
En svo eru það þeir sem í skjóli nafnleysis láta vaða á síðunum sínum, í kommentakerfum og þeir vita sem er, þrátt fyrir að hægt sé að rekja ip-tölur þá er það ekkert í hendi. Ég held að það þurfi dómsúrskurð.
Hm.. hvað finnst fólki?
Með og á móti, komasho.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (63)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Íslenskt svín?
Ég var að versla í matinn áðan, stofustúlkan og böttlerinn eru á ástarfundi á Þingvöllum.
Nú, það er ekki í frásögur færandi, maturinn rándýr eins og venjulega, en þeir eru farnir að segja manni ítarlega frá uppruna vörunnar hjá Goða.
Á pakkningunni stendur með stórum rauðum stöfum; 100% íslenskt grísakjöt!!!
Og nú spyr ég eins og hálfviti, hvaða andskotans útlendinga eru þeir búnir að vera að selja mér fram að þessu?
Eða er þetta trix? Miðinn á pakkningunni flennigulur með eldrauðum stöfum. Ætli ég hafi átt að grípa þetta, líta ekki á miðann (eins og ég hef sögu um, þangað til núna) og hugsa; ók, þetta kjöt hérna er á tilboði?
Ég ætla að setja mér það sem verkefni á morgun og hringja í Goða og spyrja hvers vegna þurfi að taka fram að kjötið sé af íslensku svíni.
Hvað er búið að vera að gerast í stíunni hjá þeim?
Hm..
Meira ruglið þetta.
Svona í péessi má geta þess að kílóið kostaði 1783. Hva? Tertubiti.
ARG í vegg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Látnir upprisnir - GMG
Ég get ekki látið hjá líða að blogga um þessa frétt. Sko plastpokafréttina úr Þvagleggnum. Ég sver það að stundum er mánudagurinn í manni svo öflugur, heilinn þjófstartar ekki og það tekur heljarinnar tíma að kveikja á perunni.
Ég er búin að lesa þessa fyrirsögn oft í dag og hef hugsað í hvert sinn;
Einhverjir eru upprisnir á Selfossi!
Þeir lifa!
Kraftaverkin gerast enn!
Er það nema von þegar fyrirsögnin er lesin?
Hvaða brandarakarl er mættur á Moggann? Ekki þó sami sumarstarfsmaður og í fyrra?
Ég er í kasti.
Látnir tína upp plastpoka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Farin í sólbað og smók
Þeir segja, fræðingarnir, að sumarið í Evrópu verði það hlýjast í 150 ár.
Halló, hvað með þessa Evrópu sem ég er stödd í? Minni Íslands-Evrópu?
Ég vil hafa sól, og hlýtt en ég vil geta andað. Ég vil vera laus við mergðir af geitungum því ég er ógeðslega hrædd við þá. Geitungasumarið mikla (í hitteðfyrra minnir mig, þegar hvergi var líft fyrir þessum kvikindum) er mér enn í fersku minni.
Ég man góða veðrið í júlí í fyrra, þegar allt var að drepast úr þurrki. Ljúft? Ok en ekkert sérstakt.
Hvað með hinn gullna meðalveg?
Ég er að skammast í mögulegum veðrum sko, ekki veðurfræðingunum.
Ég var á Skáni, sumar eitt fyrir nokkrum árum, í algjöru Barbíhúsi, á hvítri strönd og veðrið var æði. En svarta ljóta flugan sem herjar á allt þarna niðurfrá, var að drepa mig og húsband. Þær voru í hópum þessi kvikindi og þær sækja í andlitið á manni. Ég hef sagt henni Ingu-Lill vinkonu minni að þetta sé paradís í flottri neytendapakkningu en innihaldið svona lala.
Ég bið sum sé almættið um sólríkt sumar, sunnanblæ, fáar flugur, enga geitunga og köngulær sem abbast upp á mig, og ég er ekki að djóka. Svo vil ég fá dass af rigningu amk. einu sinni í viku.
Væri möguleiki að vera mér innanhandar með þetta smáræði kæri þú þarna?
Farin í sólbað og að reykja, enda stutt til 12. maí, þegar sumir drepa í.
Æmsóexsætid.
Hlýindi í kortunum í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Valdhroki
Ég stend oftast með konum, ef mér er það lífsins mögulegt. Sem er ekki alltaf. Ég vil veg kvenna sem mestan, amk. sem jafnastan, ef ég á að aula þessu rétt út úr mér.
En það er ekki mikil samkennd í mér með Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa og meirihlutafrömuði. Í færslu sinni í morgun hæðir hún Hollvini Hallargarðsins á ósmekklegan hátt. Hún segir þá hafa verið átta á stofnfundinum og á þá væntanlega við að þeir hafi verið svo fáir að þeir skipti ekki nokkru einu einasta máli. Þeir megi pípa, tuða og röfla, hún og aðrir sem sitja að kjötkötlum borgarinnar, ætla ekki að skenkja þeim þanka.
Hér má sjá þessa átta en um stofnun samtakanna var fjallað í fréttunum á Stöð 2.
Ég er ekki í þessum samtökum en ég styð þetta fólk af heilum hug og ég vill ekki hafa neitt rask í þessum garði og ég vil ekki sjá þetta fallega hús fara í hendur einkaaðila. Ég hef bloggað um það áður og er alls ekki hætt.
En hver rödd skiptir máli. Í hvert skipti sem einhver leggur á sig að mótmæla eða segja skoðun sína á málefnum, sem almennur borgari, þá er lágmark að þetta lið sem sem slefar ofan í okkur fyrir kosningar, sýni þá lágmarksvirðingu að hlusta.
Þorbjörg Helga, ég er að klippa þetta út í pappa fyrir þig.
Sumir eiga ekki að hafa völd, sumir eiga einfaldlega að vera heima og lesa.
Ég myndi kalla þetta bölvaðan tæfuskap ef ég væri ekki dedd á því að nota ekki það orð um svona fróma konu.
Nú förum við öll í vegg - hollvinavegg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Bókablæti
Mig vantar stærri íbúð. Sko, ég er með bókafetish og þær hrannast upp hér og bókahillur eru allar kjaftfullar og ég hef ekki pláss fyrir fleiri.
Nú hef ég hafið bókastöflun á gólfi við hilluvegg. Bækur og föt, einkum svört föt, eru minn veikleiki. Ég sagði frá því hérna á blogginu um daginn, að ég tryði því að svara væri að leita í bókum og ég er ekki að grínast.
Níu ára gömul var ég búin að lesa bókasafnið í Verkó, upp til agna. Nema ættfræðibækur og símaskrá safnsins. Þá bar vel í veiði. Ég fann hnausþykka bók sem hét "Dóttir Rómar". Ég fór með hana heim, ásamt Möttu Maju vinkonu minni frá Bergen í Noregi (já, bókinni um hana). Konan sem afgreiddi mig hélt að ég væri ekki nógu gömul fyrir bókina, ætti kannski að taka hana seinna, en ég lét varnaðarorðin sem vind um eyru þjóta.
Ég man ekki efni bókarinnar upp á tíu en í níu ára hausnum á mér uppgötvaði ég heim sem var ekki í glanslitum. Bókin var um vændiskonu og algjörlega undir rós, og eins og vanalega þorði ég engan að spyrja. En þarna áttaði ég mig á að heimurinn væri stór, óhugnanlegur, spennandi og máekki, án þess að hafa hugmynd um hvers vegna.
Hvað um það, ég kaupi mér bækur á laugardögum. Reyndar ekki núna á þeim síðastliðnum, en ég hugsa sem svo, búandi hér uppi í óbyggðum, að geri ég mér ekki sérstaka ferð í Eymundsson, þá á ég aldrei beinlínis leið þangað og þá enda ég með að lesa í blöðunum allar þær bækur sem ég VERÐ að eignast. Ég er að safna arfi fyrir frumburðinn. Fataskápurinn gegnir líka hlutverki í málefnum um erfðir, en til annarra og síðari fæddra dætra. Það er ekki eins og maður skilji eftir sig gull á lager.
Næsta laugardag verður gaman að lifa. Ég ætla að kaupa nýju bókina hans Þórarins Eldjárn. Komplett ritsafn í einni bók.
Lífið er fokkings dásamlegt.
Úje.
4,6 bækur á hverja þúsund íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Orð eru ódýr
Ég er fædd með vantrúarelement sem sýnir sig helst í því að ég treysti varlega yfirvöldum. Að minnsta kosti set ég yfirleitt spurningarmerki við það sem þau framreiða í formi "sannleika" hverju sinni. Það sama á við trúmál og fleiri þætti.
Vantrúar- og óhlýðnigenið spratt fram í eðli mínu þann dag sem ég byrjaði í Hagaskóla. Síðan hef ég ekki verið söm. Fram að þeim tíma var ég hlýðin eins og mús og hélt að fullorðið fólk væri á vegum Guðs við að gera heiminn betri. Hvað um það, ég er alltaf að undra mig á afhverju það er engin bronsstytta af mér í andyri Hagaskóla. Ég var svo eftirminnilegur nemandi.
Einu sinni var því haldið að fólki að fátæk börn og sennilega önnur börn líka, yrðu að fá lýsi til að lifa af. Tveimur árum áður en ég kom í Meló var til siðs að hella úr lýsiskönnu ofan í blásaklaus börn. Lýsið var volgt, kannski þránað og ég er með martraðir um hvernig ég hefði orðið á geði hefði ég lent í lýsispyntingunni miklu. Ég var nefnilega svo hlýðið barn.
Nú trúi ég varlega öllum selvfölgeliheder sem t.d. stjórnvöld reiða fram í formi stórasannleika.
Ég veit að Doddson vill ekki Evrópusamband. Ég held að sami DO sé að fríka út á valdaflippi í forljóta húsinu við Arnarhól. Þess vegna trúi ég ekki orði af því sem frá þeirri frómu stofnun kemur, um efnahagsmál.
Og ég trúi ekki Geir Haarde heldur, og reyndar ekki kjafti frá íhaldinu þessa dagana og Samfylkingin er ekki að fá uppklöpp á kærleiksheimili mínu þessa heldur.
Ég trúi ekki að bændur geti ekki komist af án styrkja, frá mér, einkum og sér í lagi.
Ég trúi orðið ekki einum andskotans hræranlegum hlut þessa dagana.
Ég trúi á sjálfa mig og fólk sem lætur verkin tala. Orð eru ódýr, upp að því marki að það er hægt að segja þau og láta síðan sem ekkert sé.
Þess vegna er moi ein af þessum 51,8% sem bera lítið sem ekkert traust til Seðlabankans.
Og hana nú og góðan daginn.
Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Karl í kápu og kjól
Þessi Benedikt páfakarl er að meika það bigg í Ameríku. Merkilegt hvað fólk er yfirkomið yfir þessum karli í kjól og kápu (og lélegan skartgripasmekk) með vafasama fortíð.
Reyndar merkilegt að geta misst sig í hrifningarvímu yfir páfa svona yfir höfuð. Það mætti halda að þessir karlar væru Beatles eða eitthvað.
Ég er ekki stútfull af umburðarlyndi gagnvart kaþólskri trú, til þess eru staðreyndir um margt misjafnt allt of margar.
Ég er alltaf að hallast að því meir og meir, að trúarsöfnuði, bæði litla og stóra, ætti að leggja niður.
Sjáið sértrúarliðið þarna í Texas, með konurnar í ljótu kjólunum, þar sem fjölkvæni viðgengst og saklaus börn veltast innan um þetta kolruglaða biblíuþyljandi lið. Hvers slags samfélag er það sem lætur svona hluti grassera og ná hæstu hæðum í viðbjóði?
Kaþólskir prestar hafa misnotað börn í gegnum aldirnar, selt fátæku fólki syndaaflausnir frá Guði, rakað að sér fé, alið á hatri og fordómum, logið sig bláa í framan og verið minna heilagir en verstu kvikindi dýraríkisins.
Þjóðkirkjan, þessi sem við fæðumst inn í, og maður þarf að skrifa sig úr, þegar það ætti að vera á hinn veginn, viðheldur mannréttindabrotum og neitar að gera öllum meðlimum sínum jafn hátt (eða lágt) undir höfði. Fokk og svínarí.
Nú er ég komin á skrið. Öfgafullir múslímar eru líka stórhættulegir, en ég nenni ekki út í það mál núna, enda aðrir fullfærir í þeirri deild, svo ég segi ekki meir.
En Boston Legal er að byrja. Nú er að sjá hvað Danny Crane gerir af sér þetta sunnudagskvöldið.
Ómægodd, hvað mér er uppsigað við trúarlega hræsnara.
Í Guðs friði
Páfi heimsækir Ground Zero | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Nú er andskotans nóg komið.
Ég held að Dr. Gunni hafi komið af stað sparnaðarvitund í okkur Íslendingum með Okursíðunni sinni. Allt í einu eru allir að tala um verðlag. Svei mér þá ef allur vinkonuhópurinn minn er ekki kominn með verð mjólkurlítrans á hreint (nema undirrituð). Það var af sem áður var.
Ég stend sjálfa mig að því að hugsa um verð. Oftar en rétt á meðan ég er að borga. Svei mér þá.
Allt í einu eru allir komnir með upp í kok af verðkúgun. Þetta er pjúra verðofbeldi, því verð á mat og öðrum nauðsynjum er svo langt út úr öllu korti. Og við verðum að borða. Reyndar er til hópur í Austurríki sem lifir á ljósinu, en ég er ekki alveg búin að ná þangað enn.
Þangað til ætla ég að berjast með kjafti og klóm fyrir að fá að borga sanngjarnt verð fyrir lífsnauðsynjar.
Það er liðin tíð að ég láti henda strimlinum í búðinni eins og ég hef alltaf gert, enda ekkert verið að pæla í því að fara yfir miðann. Hvað þá að tékka á því hvort samræmi er á milli hillu- og kassaverðs.
Ég er ekki ein um að hafa verið sofandi á verðinum, hvað t.d. matvöru áhrærir. Við erum rosalega mörg sem erum slugsar. Nú er partíinu lokið kæru verslunareigendur. Aðhaldið er á leiðinni.
Ekki nema von að það sé hægt að verða trilljónsinnum ríkur á rekstri verslana með lífsnauðsynjar. Við Íslendingar höfum verið algjörlega laus við að taka ábyrgð á eftirliti með hækkunum.
Ég held að nýir tímar séu að renna upp.
Ég hreinlega nenni ekki að láta taka peningabudduna mína í görnina lengur.
Hírækommandæmínbissness.
P.s.Var heldur fljót á mér þegar ég skellti inn færslunni, eins og mér var bent á í kommentakerfinu. Sko ég ætlaði að benda lesendum síðunnar á að nætursund eins og átti sér stað í Þvagleggnum í nótt, er auðvitað sparnaðarleið. Ef öll fjölskyldan skellir sér í sund eftir miðnætti þá sparast þúsundir króna
Skelltu sér í nætursund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Sunnudagsmorgun
Á þessum fagra sunnudagsmorgni vöknuðum við Jenný Una fyrir allar aldir og erum búnar að afreka ýmislegt.
Við bökuðum köku fyrir Einar en Jenný Una ákvað að hann yrði að fá köku í morgunmat. Sú stutta skellir á sig svuntu og tekur sér stöðu á pallinum, vopnuð sleif og desilítramáli. Svo kann hún uppskriftina. Amma; þa eru tvö egg og þrjár svona sykur. Og svona hveiti sem er alleg mjúkt amma. Og svo stendur hún með sleifina þegar kakan er komin í ofninn og sleikir upp súkkulaðideigið.
Algjör unaður.
Núna er hún að horfa á Dóru ferðalang og svo ætlum við út að moka.
Ekki leiðinlegt á sunnudagsmorgni.
Sjáumst á eftir.
P.s. Kínajakkan fékk hún Jenný þegar pabbi hennar fór til Kína að spila með KK þegar hún var bara baun. Fyrst núna passar hann og henni finnst hann alveg mjög fínn. Og betra getur það ekki orðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr