Leita í fréttum mbl.is

Stutt gaman og ekki skemmtilegt

"Ég á ekki að vera með ökuréttindi" sagði maðurinn í Færeyjum sem keyrði á 240 km. hraða við dómarann í réttarsalnum.  Munurinn á honum og mér er einfaldlega sá að ég sagði þessa setningu við sjálfa mig, ákveðið og endanlega, eftir að hafa misst hjól undan bílnum í miðri föstudagstraffík, sömu viku og ég tók prófið, og toppað það svo með því að leggja á víðáttuautt stæðið úti við Norræna hús og það tók mig hálftíma að leggja í það.  Það var sko þegar mennirnir sem voru að gera við þakið klöppuðu þegar ég steig út úr bölvaðri blikkbeljunni.

Þetta með ökuréttindi mín var stutt gaman og alls ekki skemmtilegt.  Ég tók ekki bílpróf fyrr en 1982 þá 30 ára gömul.  Ég fann alltaf á mér að ég og stýri bifreiðar værum ekki og gætum ekki verið í simbíós.  En þáverandi húsband linnti ekki látum og mér fannst reyndar það skortur á sjálfstæði að vera ekki keyrandi.  Ég sem vann út um allan bæ.

Þannig að fjörið stóð í viku.  Reyndar hefði ég ekki átt að ná verklega prófinu en það var augnaháradinglið á mér við prófdómarann sem gerði það að verkum að hann var á pedölunum fyrir mig prófið út í gegn.

Þetta er sko játning.  Nú er ég með chauffeur, og svo er hægt að taka strætó og fá allskyns fólk til að skutla ef maður er í vandræðum.

Í því er frelsið falið og ég get dáið án þess að hafa skaðað kjaft í umferðinni.

Nokkuð gott hjá mér ha?

Úje

 

 


mbl.is „Ég á ekki að vera með ökuréttindi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú hefur bara ekki gefið sjálfri þér séns... það þarf meira en viku til að þjálfast almennilega!

Taka prófið aftur, komaso! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Linda litla

Elsku kjéllingin mín, ég er nú komin vel á fertugsaldur og hef ekki enn tekið bílpróf. Er bara nokkuð sátt við einkabílstjórana á stóru gulu bílunum.

Linda litla, 22.4.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek undir með Láru. Þvílíkt fresli sem felst í því að hoppa uppí bíl og keyra út í buskan...svo ekki sé talað um að vera ekki undir neinn komin.

Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ertu þá ein af þeim sem leggur á ská, í tvö stæði?

Brjánn Guðjónsson, 22.4.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú sparar heilmikið með því að eiga ekki bíl,  þú sérð það, að fyrir um tveimur árum síðan, kostaði eina til eina og hálfa milljón að lágmarki að reka bíl, samkvæmt útreikningum FÍB, núna þegar bensínið er orðið tvöfalt hærra, geturðu séð hvað þú sparar rosalega.  Þú getur leyft þér að taka ansi marga leigubíla fyrir þennan pening, a.m.k. 1,5 bíla á dag.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:17

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hei, ég er enn að læra, 36 árum síðar, sérstaklega þegar synirnir sitja við hliðina á mér.  Gengur alveg ljómandi vel, þegar ég er ein í bílnum og engin áföll síðustu 25 árin.

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég tók bílprófið korter yfir 17 ára og hef keyrt síðan um allar trissur, gæti ekki bílprófslaus orðið. Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:44

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

eh, ef Jenný lifir vel af og er sátt án bílprófs, hvað er þá að? Bara í fína lagi, myndi ég segja. Lappirnar á okkur, reiðhjól, strætó og svo leigubílar spari, ekkert vandamál.

Væri ég barnlaus (tja og ynni ég ekki við að syngja stundum við þrjár jarðarfarir á sama deginum, kannski Seljakirkja, Neskirkja, Fossvogur) gæti ég bara vel hugsað mér að sleppa því að eiga bíl. Erfiðast með að skjótast út á land, reyndar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:45

9 identicon

Mér finnst þú assg... klók að vera með þetta fyrirkomulag á hlutunum, sérstaklega þetta með skutlið. Það er fínt ráð ef of langt er síðan maður hitti einhvern vin síðast. Nú bíð ég eftir að þú biðjir mig að skutla þér eitthvað - ég meinaða: Hvað eru 370 km milli vina? Ég er game. Láttu mig bara vita Jennslan mín næst þegar þig vantar skutl.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 01:21

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef þér líður vel með þessu, þá er þetta bara flott hjá þér Ég gæti sko alls ekki verið án þess að hafa bílpróf og bíl

Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 07:03

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

nákvæmlega ef manni lidur illa undir stýri thá á madur hreinlega ekkert ad vera ad pina sig. ég persónulega gæti thad ekki..er alltof hád thvi ad geta rokid hér og nú á bilnum...en skil thig vel Jenní...múttan min gerir thad sama

María Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 08:34

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er sammála síðustu ræðumönnum algjörlega. Maður á ekkert að vera að keyra ef að manni líður ekki vel keyrandi. Ef að fólk er í kringum mann sem að nennir að keyra man,  þá er það frábært og örugglega miklu betra en að vera með kvíðakast undir stýri daglega !

Ég sjálf keyri, en það er vegna þess að manninn mín er alltaf einhverns staðar annars staðar upptekinn að keyra sjálfur þannig að það er enginn til að skutla mér *snökt* !  Annars er ég bara góð! Eigðu góðan dag

Sunna Dóra Möller, 23.4.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband