Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Krabbamein

Hvað er að mínum ástkæra Mogga?

Skelfing er það sjoppulegt að fara að ræða um sjúkdóm bankastýru Nýja Glitnis í sambandi við hlutabréfakaupin sem týndust.

Birna segist forðast að tengja veikindi sín þeirri handvömm sem varð við frágang hlutabréfakaupanna en það er akkúrat það sem hún gerir með því að láta taka við sig viðtal um málið þar sem hún tengir þetta tvennt svo saman.

Krabbamein er sá sjúkdómur sem fólk er hræddast við.

Við ráðumst ekki að veiku fólki, við sýnum því tillitsemi.

Ég óska Birnu til hamingju með að hafa sigrast á sínum sjúkdómi.

En bæði Mogginn og Birna hefðu átt að sleppa þessu samstarfsverkefni.

Þetta er svo rosalega gegnsætt.

Later.


mbl.is Stríddi við krabbamein frá sumri að aðalfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tár í augum og ellefu mínútna þögn

jólakerling

Á morgun verða ellefu mínútna þögul mótmæli á Austurvelli kl. 15,00.

Síðan verður mótmælt kröftuglega strax þ. 27. janúar á sama stað.

Ég ætla að reyna að komast á morgun er í smá vanda hérna með tíma.

Annars er ég búin að vera jólin með afbrigðum.

Búin að baka fjóra marengsbotna.

Búa til lítra af ís.

Jájá.

Svo fékk ég skarpan og skemmtilegan mann í heimsókn og við húsband höfðum virkilega gaman af þessum hittingi í miðju jólastressi sem b.t.w. hrjáir mig ekki hinn eðla helming hér á kærleiks.

Fólk þarf að gefa sér tíma til að anda.

En þarna áttum við skemmtilega stund með miklum aufúsugesti.

Ég sat úti og reykti áðan og horfði á jólaljósin í húsunum í kring, hvít trén og rauðan himininn og ég fór í dálítinn jólafíling.

Það var gott að finna smá gleði í hjartanu, ekki veitir af.

Svo eru stelpurnar mínar svo yndislegar.  Þær fá tár í augun yfir jólasnjónum.  Þeim finnst hann svo fallegur.

Ég er á því að það sé töluvert mikið varið í dætur mínar.

Svo var ég að lesa yfir þessa færslu áður en hún fór í loftið og ég sá að hún var svo lítið ég í bökunarkaflanum eða þannig.  Ég var að baka en ég er samt ekki svona döll bökunarkona.  Ég rappa yfir bakstrinum fer í smók, reyti af mér brandara, ríf kjaft og sendi stjórnvöldum ljótar hugsanir (djók).

Einhvern tímann á meðan ég var í stríðinu gegn húsmóðurhlutverkinu hefði ég gargað af óþoli hefði ég lesið um einhverja bakandi kerlingu.

Svona er nú komið fyrir mér.

Gengin í björg.

Falalalalala

 


mbl.is Boða þögul mótmæli á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekking undirritaðrar

Alveg frá því Bónus opnaði hef ég verið höll undir þá feðga Jón Ásgeir og Jóhannes.

Ég stóð með þeim í Baugsmálinu þrátt fyrir að skilja hvorki haus né sporð á því máli en það má virða mér það til vorkunnar að skilningsleysið var víðtækt bæði um landið og miðin.

Enn kveinka ég mér við að setja Jón Ásgeir í óvinahópinn, ég held að það sé vegna þess að það er erfitt að viðurkenna stundum að maður hafi haft alfarið á röngu að standa.

Nú eða vegna þess að draumurinn um heilsársjólasveina sem bera hagsmuni litla mannsins fyrir brjósti sé svona helvíti sterk.

En hvað um það ég er að vitkast enda löngu kominn tími til.

Samt vont að þurfa að horfast í augu við að nánast allt sem manni hefur fundist um margt í kringum sig sé á uppspuna og blekkingum byggt.

Verst er það varðandi stjórnvöld, ekki að ég hafi nokkurn tímann verið með glýju í augum varðandi stjórnmálamenn, vald og útdeilingu þess.

En ég hélt samt að við Íslendingar værum nokkuð framarlega í lýðræðislegum þankagangi og framkvæmd.

Silly fucking me.

Og svo var Elín í Landsbankanum að útdeila þremur milljónum af fé almennings, að vísu til góðs málefnis til tilbreytingar.

Hjálparstofnun kirkjunnar er góðra gjalda verð, það er bara ekki málið.

Veit konan ekki að Landsbankinn er búinn að skuldsetja okkur Íslendinga um aldur og eilífð?

Að Landsbankinn á ekkert með að gefa það fé sem við eigum, eða það litla sem eftir er að því.

Og af hverju í andskotanum er hún bankastjóri?

Hún tilheyrir gamla valdabatteríinu.

Hélt hún að maður félli í stafi?


mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hana nú

Það er sorglegt að þjóðfélagið skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að sækja sér lífsnauðsynjar með því að standa í röð hjá góðgerðarstofnunum.

Enn sorglegra er hversu hratt þeim fjölgar sem þurfa á þessari aðstoð að halda.

Það hljóta að vera þung spor fyrir þá sem það þurfa að gera en flestir Íslendingar byggja sjálfsmynd sína á vinnunni enda vinnusöm þjóð.

Að standa svo frammi fyrir því að þurfa að biðja um ölmusu hlýtur að taka mikið á fólk.

Þessari auknu þörf fyrir aðstoð eru gerð góð skil í blöðunum og það er fínt mál, allir þurfa að vera meðvitaðir um hvernig kreppan er að hafa áhrif inn á heimilin í landinu.

En er það ekki einhver undarlegur skortur á innsæi og samkennd að taka myndir og birta af þeim sem eru að leita hjálparinnar?

Hvers lags sauðsháttur er það að smella myndum af fólki í þessari aðstöðu og klína í blöðin þar sem alþjóð getur rýnt í andlitin?

Skerpið ykkur Moggamenn.  Það er nauðsynlegt að frétta af þessum hlutum en algjör óþarfi að bæta við vanlíðanina með þessum hætti.

Ekki misskilja mig, það er engin skömm fólgin í því að leita sér aðstoðar en fólk fer ekki og þiggur úthlutanir á mat eins og ekkert sé.  Ég held að það taki verulega á að gera það.

Myndirnar sem teknar eru aftan á fólk eru líka hvimleiðar en skömminni skárri auðvitað.

Ég held ég verði hreinlega að segja við ljósmyndara blaðanna að nú megi þeir skammast sín og í leiðinni hvetja þá til að sýna aðgát í nærverunni.

Og hana nú.


mbl.is Sífellt fleiri leita aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dimmar rósir, jólatrésskreytingar og bókakaup - allt á sama deginum

Ég fór með Dúu vinkonu minni í jólagjafaleiðangur og kom klyfjuð heim.  Með bækur ofkors.  Það er jólagjöfin í ár hér á kærleiks.

Ég eyddi of miklu en það verður að hafa það.  Ég mun lifa á roði og beinum (lesist hafragraut) alla hina dimmu og jólalausu vetrarmánuði sem framundan eru.

Svo tóku við önnur skemmtilegheit sem var jólatrésskreyting Jennýjar Unu, Jökuls og Ástrósar skádóttur minnar.

Við skemmtum okkur vel hérna stórfjölskyldan mínus María, Robbi og Oliver sem eru fjarri góðu gamni í London en koma um helgina.

Á sunnudaginn fara systkinin Jenný Una og Hrafn Óli til föðurlandsins Svíþjóðar og verða þar fram í janúar með foreldrum sínum.

Búhú.

En talandi um bækur.

dimmar rósir

Ég var að lesa Dimmar Rósir eftir Ólaf Gunnarsson.

Maðurinn er stórkostlegur höfundur og bókin heldur manni föngnum frá fyrstu blaðsíðu.

Mér finnst hann skrifa svo fallega hann Ólafur svo lýsir hann miklum örlögum fólks þannig að maður hrífst með.

Bókin gerist á árunum 1969 til 1971.  Ekki leiðinlegt fyrir mig sem var á sumum atburðum sem koma fyrir í bókinni eins og t.d. Zeppelíntónleikunum í Laugardagshöllinni 1970 og var fyrir marga eitthvað sem alltaf situr eftir sem stórkostleg lífsreynsla.

Dimmar rósir er ein af þeim bókum sem ég á ekki eftir að gleyma og líka ein af þeim sem ég mun lesa aftur og aftur af því orðunum er raðað saman á svo fallegan máta að ég fæ stundum kökk í hálsinn.

Það er milljónprósent skáldskapur.

Þið eruð auðvitað spennt yfir að fá að vita hvort ég mæli með bókinni er það ekki?

Nú notið höfuðið og reynið að finna það út.

Falalalalalala

 


"One down - many more to go"

Stundum finnst mér (þori varla að segja það) að á Íslandi ríki meiri lýðræðisást í orði en á borði.

Að minnsta kosti hjá þeim sem hafa keðjað sig og vinina við kjötkatlana.

Eftir að almenningur hóf að mótmæla og það ekki degi of seint, öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja þá höfum við verið kölluð ýmsum nöfnum af þeim sem mótmælin beinast gegn og svo auðvitað frá undirlægjunum sem ekki þora að koma undan pilsfaldi valdsins.

Skríll, lýður, aumingjar, lúserar, ungmenni (skammaryrði hjá sumum), auðnuleysingjar og fífl.

Svo vorum við tekin á einu bretti þessi sem fylltum Háskólabíó út út dyrum á dögunum og okkur tilkennt af utanríkisráðherra að við værum ekki þjóðin.

Ég alveg: Vó hverjum tilheyri ég?  Tilvistarkreppa sko, biggtæm.

Nú er verið að mótmæla fyrir utan þá aumu stofnun Fjármálaeftirlitið sem gjörsamlega hefur brugðist hlutverki sínu.

Fólk var í Glitni sem á að heita Íslandsbanki og þar var þeim boðið upp á kaffi.

Enda við öll gott fólk á sama hripleka prammanum.

Og mikið rosalega er ljúft að mótmælin skuli vera farin að skila sér.

Tryggvi er hættur en það alvarlega er að skilanefndum og öllum ábyrgum aðilum hafi fundist það í lagi að ráða hann svona yfirleitt.

"One down- many more to go."

Nu går jag og handlar julkappar!

Jajamen.


mbl.is Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa prí og póst með nettu lyfjaívafi

 rkál

Ég er heppin.  Hætt að bryðja svefnlyf og róandi og skola niður með rauðvíni. 

Allir þessir þrír kostnaðarliðir í heimilishaldi mínu um stíft þriggja ára skeið eru þar með núllaðir út og ég bara brosi á eigin safa.

Stinningarlyfin lækka, þá geta allir verið ríðandi í kreppunni.  Unaðslegt enda stendur einhversstaðar að kynlíf sé dóp fátæka mannsins, eða voru það trúarbrögð?  Skítt sama.

En að kreppunni prí og póst.

Í sumar á meðan ég fíflið hélt að allt léki í lyndi hegðaði ég mér eins og útbrunnin söngdíva á megrunartöflum í grænmetisdeild stórmarkaðs nokkurs hér í Borg Skelfingarinnar.

Ég fór á límingunum við saklausan starfsmann í grænum slopp yfir þeirri ósvinnu að ferskt rósakál væri ekki flutt inn til landsins nema á jólunum.

Ég átti ekki orð; Hvers lags þriðja heims grænmetisland er þessi eyja, veinaði ég nánast stjörf af hneykslan.

Grænisloppur var miður sín fyrir mína hönd og klappaði mér föðurlega á öxlina og muldraði; Ég veit það, það er skömm aðessu.

En í eftirleik hruns þegar ekki stendur steinn yfir steini er fólk að velta fyrir sér hvort kaupa eigi grænar eða blandað.

Eða eitthvað í þá veruna.

Allt breytt.

Jájá. 


mbl.is Svefnlyf hækka í verði – stinningarlyf lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig vantar kraftaverk

 christmas%20tree

Það gerðist kraftaverk í Austurríki, lamaður drengur fór að ganga.

Flott.

Mér veitti ekki af eins og einu slíku af himnum ofan.

Það er nefnilega þannig að óttinn við framtíðina, hvað bíður á nýja árinu, malar í bakgrunninum alveg frá því ég vakna á morgnanna.

Ég er svo heppin að vera frekar glaðsinna frá náttúrunnar hendi þannig að ég hristi þetta af mér þó þessi lamandi tilfinning hverfi aldrei alveg.

Þetta er eins og að vera óléttur af steini.  Þung meðganga sem tekur á.

Þegar ég er stressuð þá verð ég gleymin.  Ég týni hlutum, man ekki hvað ég ætlaði að gera næst, er komin inn á mitt gólf einhverra erinda og þar sem ég stend eins og þvara átta ég mig á að erindið er mér gjörsamlega horfið.

Ég þarf því að bakka aftur á upphafsreit og stundum, bara stundum rennur upp fyrir mér ljós.

Sumir segja að þetta sé aldurinn og við því segi ég; Bölvað ekkisens kjaftæði.

Mitt fólk verður gamalt og það man eins og nýsmurð róbót með ofurheila.

Ég man nærri því of mikið undir eðlilegum kringumstæðum.

Ég týndi geymslulyklunum, líka varalyklinum, reyndar voru þeir á sömu kippu sem má teljast óheppilegt en hvernig gat ég vita að þeir myndu týnast?

Smekklásinn var þykkur og nú reyndi á innbrotshæfileika eiginmannsins sem aldrei hafa fengið að njóta sín fyrr en núna.  Á meðan horfði ég á Kiljuna.

Jú ég skammast mín smá.

Erindið í geymsluna var akút, þar er flotta gervijólatréð sem minn heittelskaði fékk mig til að kaupa fyrir tveimur árum.  Ég var reyndar dálítið góð með mig í haust þegar talað var um að vegna kreppu yrðu kannski ekki til alvöru tré.  Hugsaði alveg: Hohoho, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.  Nananabúbú.

Mér var nær.  Inn í geymsluna komumst við á endanum og sjá; Jólatréð var þar fyrir en fóturinn ekki.

Ég hef sennilega hent honum í flutningunum.

Ég hreinlega man ekki hvað ég gerði af bévítans fætinum, nú er ég í vondum málum.  Samt minnir mig að ég hafi gengið kyrfilega frá þessum fæti svona líkt og lyklunum.  Þannig að ég myndi örugglega finna hvorutveggja.

Ég gæti sagt að kreppan gerði mér hluti en það er of einföld og hversdagsleg lýsing á líðan minni.

Ég er hreinlega ekki með sjálfri mér og það er ekkert grín.

Eftir að ég horfði á Kastljós kvöldsins þá hélt ég að ég væri að fá fyrir hjartað, svei mér þá.

Þetta er farið að verða líkamlega hættulegt ástand.

Og það sér svo sannarlega ekki fyrir endann á því.

En eins og skáldið sagði forðum.

Á morgun kemur nýr dagur og ég vona svo sannarlega að sá verði reglulegur falalalala-dagur.

Mér veitir ekki af ég sverða.


mbl.is Lamaður drengur gengur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun

Hér er áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnainnar. Ef þú ert sammála þá vinsamlegst klipptu afrit af áskoruninni og límdu í tölvupóst til

forseti@forseti.is og
oth@forseti.is

Vinsamlega senda "Cc" á netfangið askorun@this.is - svo við getum fengið einhverja hugmynd um hversu margir taka þátt.

ÁSKORUN TIL FORSETA ÍSLANDS

Við landsmenn förum þess einarðlega á leit við yður, hæstvirtan forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson, að þér í krafti embættisins hafnið samþykki á fjárlögum þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram.

Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu.Frumvarpið er mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilum, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð. Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu.

Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkisstjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.

Frumvarpið mun einnig staðfesta hagstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi næstu árin og binda börn okkar og jafnvel barnabörn á skuldaklafa um langt árabil.Frumvarpið er samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafnvel kúgun frá ESB og er því aðför að fullveldi Íslands.Núverandi ríkisstjórn ber að stórum hluta ábyrgð á hvernig komið er og er rúin trausti. Þar sem hún var kjörin við allt aðrar aðstæður og til allt annarra verka er hún í sjálfu sér umboðslaus til að takast á við verkefnið. Þar sem núverandi Alþingi hefur að því er virðist nánast lagt sjálft sig niður, þá er það óskoruð krafa okkar að þér synjið frumvarpinu samþykkis og að það muni í framhaldinu finna viðeigandi sess á öskuhaug sögunnar.

Ef einhvern tíma í sögu lýðveldisins hefur tilefni verið til slíkrar aðgerðar er það nú. Við landsmenn eigum skýlausan lýðræðislegan og siðferðislegan rétt til þess að fá að segja hug okkar um þetta frumvarp og þar með framtíð þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsmenn gegn ríkisstjórninni


mbl.is Formaðurinn með stálhnefann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt fyrir almenning

Blaðamennirnir á DV ætla ekki að segja upp vegna klúðurs Reynis Traustasonar.Mér kemur það svo sem ekkert á óvart og alfarið þeirra að ákveða það.

En ég hló samt smá þegar ég las eftirfarandi:

„Við tókum þá ákvörðun að sinna okkar skyldum við lesendur og áskrifendur að gefa út blað,og  halda því áfram,“ sagði Kolbeinn Þorsteinsson, trúnaðarmaður blaðamanna á DV að loknum starfsmannafundi í dag.

Miðað við stöðu almennings á Íslandi, hversu illa hefur verið farið með hann eftir bankahrun, ekki á hann hlustað, hann ekki virtur viðlits, talað niður til hans og ákvarðanir teknar þvert á vilja hans þá er merkilegt hvað sá sami almenningur er öllum kær við vissar aðstæður.

Blaðamenn á DV ætla að "þrauka" til að geta gefið almenningi upplýsingar (vonandi óritskoðaðar).

Og það sem öllu alvarlegra er, er að ríkisstjórnin er búin að bíta það í sig að sitja og stjórna þessum saman almenningi með heill hans í huga og viðkvæðið er að það væri ábyrgðarleysi að hlaupa af vettvangi í miðjum björgunaraðgerðum.

Þá skiptir engu hvað andskotans almenningi finnst um það.

Það skiptir ekki einu sinni máli þó það hafi komið margsinnis fram að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meðal  títttnefnds almennings sem mun þegar upp er staðið borga brúsann.

Sjitt. 

Almenningurinn. 


mbl.is Sinnum okkar skyldum við lesendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 2985877

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.