Leita í fréttum mbl.is

Blekking undirritaðrar

Alveg frá því Bónus opnaði hef ég verið höll undir þá feðga Jón Ásgeir og Jóhannes.

Ég stóð með þeim í Baugsmálinu þrátt fyrir að skilja hvorki haus né sporð á því máli en það má virða mér það til vorkunnar að skilningsleysið var víðtækt bæði um landið og miðin.

Enn kveinka ég mér við að setja Jón Ásgeir í óvinahópinn, ég held að það sé vegna þess að það er erfitt að viðurkenna stundum að maður hafi haft alfarið á röngu að standa.

Nú eða vegna þess að draumurinn um heilsársjólasveina sem bera hagsmuni litla mannsins fyrir brjósti sé svona helvíti sterk.

En hvað um það ég er að vitkast enda löngu kominn tími til.

Samt vont að þurfa að horfast í augu við að nánast allt sem manni hefur fundist um margt í kringum sig sé á uppspuna og blekkingum byggt.

Verst er það varðandi stjórnvöld, ekki að ég hafi nokkurn tímann verið með glýju í augum varðandi stjórnmálamenn, vald og útdeilingu þess.

En ég hélt samt að við Íslendingar værum nokkuð framarlega í lýðræðislegum þankagangi og framkvæmd.

Silly fucking me.

Og svo var Elín í Landsbankanum að útdeila þremur milljónum af fé almennings, að vísu til góðs málefnis til tilbreytingar.

Hjálparstofnun kirkjunnar er góðra gjalda verð, það er bara ekki málið.

Veit konan ekki að Landsbankinn er búinn að skuldsetja okkur Íslendinga um aldur og eilífð?

Að Landsbankinn á ekkert með að gefa það fé sem við eigum, eða það litla sem eftir er að því.

Og af hverju í andskotanum er hún bankastjóri?

Hún tilheyrir gamla valdabatteríinu.

Hélt hún að maður félli í stafi?


mbl.is Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta Baugsmál var óskiljanlegt og tók ég afstöðu út frá því sem matreitt var í fjölmiðlun.
Ég skil heldur ekki hvers vegna aðalarkitekts ICESAVE reikninganna er bankastíra Landsbankans.
Hún tók þátt í veislunni meðal annars í Hong Kong.

Heidi Strand, 19.12.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Himmalingur

Sammála þér Jenný mín! Leikfléttan hjá spillingaröflunum er sú að hreinsa til á botninum (allt skúringarkonum að kenna ), á meðan mun landinn gleyma höfuðpaurum sukksins og topparnir halda haus og limum eins og alltaf á minnst spillta landi í heimi!

Himmalingur, 19.12.2008 kl. 17:53

3 Smámynd: Offari

Við vorum öll blekkt.

Offari, 19.12.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thessi blekkingarvefur er langt i frá búin ad sýna sig i heild sinni. Thvi midur held ég ad thad sé mikid mikid meira sem á eftir ad koma uppá yfirbordid. Treysti engum lengur, allavega ekki theim sem eiga og hafa alltaf átt peningana i thessu landi.

María Guðmundsdóttir, 19.12.2008 kl. 18:15

5 identicon

Það tókst að koma Tryggva úr bankanum, Elin er næst. Hún er hluti af gamla fjárglæfragenginu og einn af arkitektum Ice-Save. Hún getur ekki ætlast til að almenningur treysti henni. Hún verður að fara!

palli litli (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hef ekki efni sjálfur á því að gefa í líknarstofnanir en ég keypti plaspoka í góðri trú og greiði vexti. Hræsnararnir fá þakkirnar. 

Júlíus Björnsson, 19.12.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Heyrðuð þið í sónvarpsfréttum í kvöld þegar bónuspabbi baugsstráksins lýsti því yfir að almenningur hefði ekki gert annað en að græða á þeim feðgum en þeir tapað á öllu saman? Ég man eftir mjólkurstríðinu. Þá hækkuðu aðrar vörur til að mæta tapinu - og að því loknu hækkuðu mjólkurvörurnar umfram það sem þær kostuðu fyrir samkeppni. Blessuð sé samkeppnishugsjón bónus- og baugsfeðga, sem hefur leitt okkur þangað, sem við erum núna.

Björgvin R. Leifsson, 19.12.2008 kl. 19:31

8 identicon

Það hefur sýnt sig og sannað að það eru ákveðnir menn sem vilja ná sér niðri á Jóni Ásgeiri og fjölskyldu. Persónulega er ég komin með svo toppnóg af þessum nornaveiðum og stöðugum ofsóknum í þeirra garð. Þau eru líka fólk - þótt að þau eigi peninga og hafi aflað sér þeirra sjálf (en ekki verið viðurkennd af þeim örfáu aðilum sem völdin höfðu þegar feðgarnir, og systir Jóns, stigu til metorða). Ég held að það sé nær að versla ódýrt, í Bónus, og reyna að koma Davíði Oddsyni og félögum frá.

Talað um að Jón Ásgeir fari óvarlega með peninga - hvað er búið að eyða miklum ríkispeningum í þessi sjö ár sem nornaveiðarnar hafa staðið????????

borghildur8 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 19:55

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég heyrði það sem klippt út grænmeti í gamladaga. Þetta er okkur að kenna og þau bera tapið Hagkaupsfjölskyldan og Bónusarmurinn og allt síðar komið keðjuhringaveldi hnöttinn hringum. Mér finnst við líka oft vera útundan þegar gjafir eru gefnar. Ég gef í nafni viðskipta vina minna  færi oft betur betur. Sá borgar brúsann þegar upp er staðið hlýtur að vera hinn raunverulegi eigandi sem hefur efni á að gefa.

Júlíus Björnsson, 19.12.2008 kl. 20:16

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bónusfeðgað áttu svo sannalega upp á pallborðið hjá mér hér í denn.  Jóa þekktum við ágætlega og studdum hann heilshugar í byrjun.  Ég segi í byrjun. 

Það sem mér hefur fundist núna í fréttum er þessi væll í þeim feðgum ef þeir hafa ekkert skítugt í pokahorninu hvers vegna eru þeir þá ekki öskureiðir og láta heyra í sér á mannlegu nótunum.

Sko nú mín farin að segja sína skoðun

Ía Jóhannsdóttir, 19.12.2008 kl. 20:26

11 identicon

Úff,það er svolítið langt síðan ég hætti að kaupa nokkuð í Bónus.Ég reyni eftir fremsta megni að sniðganga það sem spillingar og útrásarliðið er skráðir eigendur að.Það er þó nokkur vinna en borgar sig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:29

12 identicon

Bónusveldið er gjaldþrota núna.

Fyrrv. kúnni.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:52

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jenný mín elskulega, þó þú elskir "J'oa bangsa Bónuspabba" minna í dag en í gær, þá skilur þú samt ekki neinn "haus né sporð", heldur skilur þú ekki UPP NÉ NIÐUR t.d. í málinu, eða ÞEKKIR HVORKI haus né sporð á o.s.frv. Má ekki fara ílla með ástkæra ylhýra, annars kemur þessi Trölli þarna og stelur þér um leið og jólunum!

Og þá færi Moggabloggið bara að skæla!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.12.2008 kl. 21:24

14 identicon

Nú fatta ég afhverju ég nenni svo sjaldan að blogga sjálf. Þú skrifar alltaf það sem ég vildi sagt hafa en orðar það bara betur. Heilsársjólasveinar!

Solveig (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:02

15 identicon

Takk Jenný fyrir góðan pistil.  Það er ekki skrýtið þó við snúumst í hringi og erfitt er að treysta þessa dagana. Ég hef sniðgengið Bónus og verslanir tengdar því veldi, það eru mín mótmæli.  Það er eitthvað ekki gott í loftinu þar, saklaus andlit geta ekki haft okkur að fíflum endalaust. 

Eða eru þeir kannski bara skúringakonur Hilmar (kl.17:53)??

Sigrún G. (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:07

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spyr sá sem ekki veit. Er það ekki bara táknrænt.

Júlíus Björnsson, 19.12.2008 kl. 23:08

17 identicon

Sérkennilegir viðskiptahættir hjá þeim baugsfeðgum . Valta yfir litlu kaupmennina á horninu með persónulegu þjónustuna, og láta svo "budget" lýðinn týna vörurnar af brettum á búðargólfi .

Júrí (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:22

18 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er bara eitt prinsíp, kæra Jenny, sem maður þarf að hafa og það er að vera tortrygginn á allt vald hvort sem það eru stjórnmálamenn, auðmenn eða aðrir, þá verður maður aldrei fyrir vonbrigðum. 

Vandamálið með Bónus er - hvort hinir séu eitthvað skárri- við höfum enn ekki fengið upp á borðið nákvæmlega  hverjir það eru sem ætla okkur að borga skuldir sínar. Það eru væntanlegir fleiri en Jón Ásgeir. Við heimtum að fá það í janúar. Nú höldum við bara upp á jólin-eða hvað?

María Kristjánsdóttir, 19.12.2008 kl. 23:27

19 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þessir menn eiga að sjálfsögðu að svara til saka og taka út sína dóma ef sekir eru.

Ég studdi þá líka í Baugsmálinu en geri það ekki núna. því frekja þeirra er alveg að fara með fólk.

Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 00:21

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg jól elsku Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2008 kl. 00:46

21 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hahahahaha,góður þessi Tinna.Góð samlíking.

Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 00:49

22 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bónus hefur alltaf verið kjarabót fyrir mig sem er með stóra fjölskyldu, en í dag hugsa ég og fyrir hvaða verð?  Gjaldþrot þjóðarinnar?  Eða hvað, þeir eiga sína sök í því hvernig komið er fyrir okkur í dag.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2008 kl. 00:52

23 identicon

Já, þetta byrjaði vel og fólk fagnaði lágvöruversluninni. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið. AF viðtalinu við Jóhannes í Bónus skynjaði ég að e.t.v væri ekki langt þangað til hann og fjölskyldan gæfust upp á lágvöruversluninni. Þessi undiralda , og enn og aftur er Bónusfjölskyldan dregin fyrir dóm, á einhverjum, sumum fyrndum grunni. Kannski hefur eitthvað nýtt komið í ljós, veit ekki.  Hitt er annað mál að við almenningur sem höfum verslað í Bónus höfum talið að þær verslanir yrðu bara alltaf til staðar og ekkert gæti haggað þeim. Þær væru bara eins og kaupfélögin í gamla daga á sinum stað. En síðan er eitthvað að gerast sem veldur okkur viðskiptavinum Bónusverslana áhyggjum. Hvað gerist, ef þeir feðgar fá bara nóg og segjast vera hættir, farnir til Fjarskastans til að koma upp svona búðum þar. Hvað með okkur? Þegar upp er staðið skiptum við einhverju máli í raun og veru?

Nína S (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 00:53

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir frábær innlegg í þessa umræðu.  Ég er greinilega ekki ein.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 01:12

25 identicon

Held að ég verði að taka undir það sem fram kom hjá Borghildi - það er algerlega á hreinu að það er einhver stefna í gangi hjá ríkislögreglustjóra að knésetja JÁJ og co með öllum ráðum. Það er margbúið að sanna sig - þetta baugsmál snerist bara um eitt og það var að kasta svo miklum skít sem mögulegt var og vona að eitthvað sæti eftir. Auðvitað eru þessir menn langt frá því háheilagir en það er búið að sólunda amk 600 milljónum í þessa einu málssókn. Og það eru vægast sagt ansi rýrar eftirtekjur, að ég held samanlagt 15 mánaða skilorð fyrir alla súpuna. Auðvitað hefði þetta aldrei verið látið ganga svona langt neinsstaðar annarsstaðar, einfaldlega vegna þess að ákæruvaldið hafði ekkert mál í höndunum. Þeir voru bara að gera það sem DO vildi, að ná sér niðrá baugsmönnunum. Sama hvað það kostaði.

 Hitt er aftur annað mál að fyrir mér stenst ekki að þeir sem hafa komið nálægt FL group, JÁJ meðtalinn, séu neitt sérlega siðlegir í hugsun. Það bara mátti ekkert skoða það, enda hefði fullt af "vinveittum" auðmönnum verið flæktir í það net. Verst bara að það eru svona óheppilegt lið sem fór eitthvað að nýta sér "frelsið hans Davíðs".

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 02:02

26 identicon

bónus gerir bissnesinn svipaðan og hjá dópsölum, ef þið seljið grammið af kóki á 10,000 sel ég það á 9,000, ef þið seljið á 5,000 þá sel ég á 4,000, hvort viljið þið? og bónus verður hampað sem ódýri aðilinn vegna þess að hann selur bara á 9,000

haukur (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 03:10

27 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er bara svo margt í þessum málum öllum sem erfitt er að átta sig nákvæmlega á eða greina kjarnann frá hisminu þegar atburðir eru svo nálægir í tíma.

Sumir eru að tala um blekkingarvef sem var shaldið að þjóðinni á undanförnum árum og sona.   Fjölmiðlar og fleirri hafi haldið ákveðinni mynd að þjóðinni sem valdaöflum var ákjósanleg o.s.frv.

Jú jú, auðvitað mikið til í því.  Sú mynd sem fjölmiðlar gefa er hvort sem er alltaf viss blekking þannig séð.

En málið er samt sko, að ef vissri blekkingu var vísvitandi haldið að fólki til að skapa ákveðin hugsanatengsli og til að reyna að hafa áhrif á viðhorf manna etc - hvernig vitum við að það sé ekki enn verið að spinna blekkingavef til að ná fram svipuðum áhrifum,  þó markmiðið sé að ná fram öðrum áhrifum á þjóðina eða viðhorfum hennar ?

Food for thought.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.12.2008 kl. 14:31

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

PS. já lokasetningin ekki nógu skýr.  Betra svona:

- hvernig vitum við að það sé ekki enn verið að spinna blekkingavef,  þó markmiðið sé að ná fram öðrum áhrifum á þjóðina eða viðhorf hennar ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.12.2008 kl. 14:35

29 Smámynd: Júlíus Björnsson

Greiða skuldir skipulagaðrar fjárglæfrastarfsemi samfara innlimun í ESB: úlfabælið?

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 15:41

30 Smámynd: ThoR-E

Ég er hættur að versla við Bónus. Þótt þeir séu krónu ódýrari í þeirri verslun að' þá okra þeir af manni annarstaðar..

Já eða ræna.... sbr. Glitni....???

Nei ... frekar mundi ég svelta en að taka þátt í að borga fyrir einkaþotur og Range Rovera þessara manna.

ThoR-E, 20.12.2008 kl. 22:53

31 identicon

Við verðum að passa okkur á því að þó eitthvað virðist "Lesser evil" þá er það samt evil

DoctorE (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 00:54

32 identicon

Sigmunda Sívertsen sópransöngkona og spámiðill, segir Bónus tóra út næsta ár !

Júrí (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2985701

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband