Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Fyrirgefðu svín og burt með spillingarliðið
Svefn er mikilvægur og fyrir óvirka alka er hann grundvallaratriði til að vera í góðri líðan.
Þess vegna fer ég yfirleitt í rúmið á skikkanlegum tíma þrátt fyrir að ég sé kvöldmanneskja og mér finnist að fjörið hefjist upp úr miðnætti. Búhú lífið er friggings hundstík.
Ef ég sef ekki nóg gerast hlutir. Það vex á mig úlfafeldur og kryppa. Ég verð að villidýri.
Ók, reynum aftur.
Ef ég sef ekki nóg gerast hlutir, ég verð úrill, döpur, svartsýn og örg. Það alvarlegasta er þó að ég missi húmorinn. Fyrir sjálfri mér og öllu öðru.
Í nótt vakti ég til að verða þrjú. Út af Obama, ég var nefnilega svo hrædd um að ef ég sofnaði og léti talningamennina í USA eina um málið þá myndi maðurinn tapa kosningunum.
Muniði þegar Al Gore vann og tapaði svo?
Já, einmitt, þar gerðist það að ég fór að sofa og á meðan vann karlandskotinn hann Georg Búski.
En nú er ég sem sagt með afleiðingar nætursukksins í fullum blóma.
Ég er eitruð.
Reyndar ber að þakka Boga Nilssyni fyrir að haga sér eins og heiðarlegur maður, hann gerði það eina rétta í stöðunni.
Vá, hugsaði ég, þarna fer eitt stykki af manni sem ekki gengur fram af mér með siðlausri hegðun.
Það lá við að ég dytti af stólnum þegar ég sá fréttina um að hann væri hættur að rannsaka.
Og þá fattaði ég að það þarf ekki mikið til að vekja aðdáun manns þessa dagana.
Það heyrir nefnilega til undantekninga að fram komi fólk úr kerfinu sem gerir hið sjálfsagða.
Hinir halda áfram að haga sér eins og svín.
Fyrirgefðu svín, ég er að gera þér skömm til.
Arg og ekki rífa kjaft við mig. Ég er EKKI búin að jafna mig á svefnleysinu.
Farin að leita að löndum til að sigra.
Burt með spillingarliðið!
Later.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Brotið blað
Ameríkanar brutu blað í gær þegar þeir kusu Ombama sem forseta þjóðarinnar.
Ég var að horfa ræðuna hans og fjöldinn sem var mættur til að hylla þennan nýja forseta stóð með tárvot augu og hlustaði andaktugt.
Ég skildi það vel. Það er vonin um nýja og breytta tíma sem varð að veruleika þarna í Ameríku í nótt og það sem fyrir ekki svo löngu hefði verið talið ómögulegt gerðist.
Og mér vöknaði smá um augu líka og ég hugsaði með mér að við Íslendingar þyrftum nýja tíma og nýja von.
Við þyrftum að geta endurvakið trúna á landið okkar sem mér finnst persónulega að hafi verið rænt frá okkur um hábjartan dag.
Jafnframt varð ég ótrúlega sorgmædd vegna alls þess sem hefur verið að gerast og gerist hvern dag stundum oft á dag.
Leiktjöldin eru hrunin og eftir stendur miður fallegur raunveruleikinn, flest það sem við trúðum á reyndist lygi og uppspuni.
Við getum litlu treyst, að minnsta kosti ekki þeim sem hafa fengið umboð frá okkur almenningi í þessu landi til að gæta hagsmuna okkar.
Við þurfum nýja tíma, nýjar áherslur.
Til þess að það geti gerst þurfa korktapparnir, fyrirstöðurnar og hagsmunagæslumennirnir að taka frakkann sinn og stimpla sig út.
Ef almenningur í Ameríku gat rétt af kúrsinn þá hljótum við hér að geta gert það líka.
Nú er lag. Látum það gerast.
![]() |
Obama kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Illugi er með´etta
Allt sem maður heyrir ótrúlegt þessa dagana og vikurnar virðist hafa þá tilhneigingu að reynast vera satt. Að minnsta kosti ansi margt.
Ég hef velt því mikið fyrir mér hvers vegna Geir Haarde er svona dedd á því að halda Davíð í Seðlabanka. Þrátt fyrir að landið, miðin, löndin og álfurnar vilji hann frá.
Ég var að velta fyrir mér hvort Dabbi hefði eitthvað á Geir, en mér fannst það ótrúlegt af því Geir er ógeðslega streit náungi og ekki líklegur til að vera með eitthvað hanky panky í pólitískum eða persónulegum skilningi.
Svo datt mér í hug að ástæðan gæti verið einhver Frímúrarabinding, að þeir hefðu gengið í klíkubandalag á sellufundi þar, hvað veit maður. Ég var farin að hallast á eitthvað svona Bræðraband í þessari endalausu undrun minni á langlundargeði Geirs sem jafnvel hefur logið eins og sprúttsali hvað eftir annað, að fjölmiðlum sko.
Og svona er ég búin að fabúlera um Geir og Dabba bandalagið alveg út í eitt.
En nú hefur Illugi komið með skýringu sem mér sýnist muni vera sönn.
Gvöð hjálpi okkur öllum.
Eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Jess á markaði
Ég er algjörlega sammála menntamálaráðherra um að allt varðandi bankana verði að koma upp á yfirborðið.
Henni er auðvitað málið skylt þar sem hún tengist persónulega Kaupþingi og vill auðvitað vera hafin yfir allan vafa og ég skil það vel.
Mér finnst bara almennt og yfirleitt að almenningur verði að fara að fá óhroðann á borðið og að tekið verði á allri spillingunni sem virðist hafa grasserað bæði í bönkum og annarsstaðar.
Við getum tekið því, það er óvissan og margföldu skilaboðin sem eru að fara með okkur.
En.. svona í förbifarten..
hafið þið tekið eftir því að "útrásarspekingarnir" arkitektar bankahrunsins eru eilíflega að tjá sig í fjölmiðlum? Ég meina sem ráðgjafandi aðilar.
Þeir taka alveg þennan kall: Menn þurfa að átta sig á. Menn þurfa að gera sér ljóst. Menn verða bregðast við sí eða svo.
Björgólfur Thor Forbes, Hannes Útflytjandi Smárason og fleiri af þessum köllum eru alltaf að ráðleggja.
Er það ekki svolítið merki um að við erum afskaplega firrt þjóð?
Eru ekki einhverjir betur til ráðgjafar í efnahagsmálum fallnir en þessir menn?
Mar spyr sig.
Úje og ég held áfram að lesa af því ég er að bíða eftir vinkonu minni sem ætlaði að koma upp úr tólf.
Ég held að hún sé búin að týna úrinu sínu þessi elska. Nei, nei, hún er bara bissí í vinnunni.
Búið í bili.
Jess á markaði.
![]() |
Óþolandi að líða fyrir tortryggni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Nördinn er með tvær í takinu
Ein aðal ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að tapa þeirri litlu glóru sem ég enn hef yfir að ráða er einfaldlega sú að ég hef nóg að lesa þessa dagana.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að eitt besta ráðið á svona tímum er að lesa sig í gegnum þá.
Nóg er framboð af bókum í ár eða 759 titlar, það ætti að duga vel fram á mitt ár.
Þessa dagana er ég með tvær í takinu, sko bækur. Reyndar var ég að ljúka annarri í gærkvöldi.
Bömmerinn við góðar bækur er að þær klárast alltaf.
Ljósaskipti er bók sem selst hefur selst í bílförmum í Ameríku.
Það má segja að bókin sé unglingabók fyrir unglinga á öllum aldri. Hún er um vampírur. Nútímavampírur sem eru nokkurs konar grænmetisætur, þ.e. þær lifa á dýrum ekki fólki. Mjög hipp og kúl.
Það er eitthvað við vampírugoðsögnina sem er svo heillandi en jafnframt skelfilegt.
Þarna er söguhetjan í nokkurskonar ástarsambandi við strák sem er blóðsuga.
Ég var að pæla í því hvort vampírumenn væru ekki toppurinn á tilverunni hjá spennufíknum konum, hverjum ég hef átt sögu um að tilheyra. Það yrði ekki afslöppuð stund með svoleiðis ástarviðfangi.
Hugsið ykkur að vera t.d. boðið út að borða af svona náunga og vera alveg: Verð ég drukkin eða kysst í kvöld? Velur hann mig eða af matseðlinum? Spenna, spenna, spenna.
Svona fyrirkomulag gefur hugtakinu "að geta étið einhvern" algjörlega nýja merkingu.
Ég mæli heils hugar með "Ljósaskiptum". Sökkvið tönnunum í hana börnin góð.
Svo er ég að lesa "Bókaþjófinn" líka.
Þetta er bók sem ekki verður lesin einn, tveir og þrír.
Bókinni hefur verið líkt við "Dagbók Önnu Frank" og ekki út í bláinn sýnist mér.
Á vef bókaútgefandans segir:
"Lísella hefur dálæti á bókum en til að geta eignast þær verður hún að stela þeim og í bókunum uppgötvar hún mátt orðanna og tungumálsins og um leið mátt illskunnar sem oft er tjáð í orðum. Þetta er sagan um hana og fólkið í götunni hennar sem bíður örlaga sinna þegar sprengjuregnið hefst.
Þetta er saga um hugrekki, manngæsku, gleði og ást en einnig ótta og óskiljanlega grimmd. Umfram allt er hún óður til lífsins og alls sem lífsandann dregur."
Til að gera langa sögu stutta þá er þessi bók algjör skyldulesning.
Ég þarf engin kreppuviðtöl við sálfræðinga eða geðlækna (ha presta? Eruð þið ekki í lagi?).
Reyndar horfi ég orðið nánast ekki á sjónvarp nema fréttir og fréttatengda þætti.
Syngjandi Býflugan á Skjánum er ekkert annað en ofbeldi á fólki sem á sér einskis ills von í kreppunni.
Útsvar, spurningakeppnin á RÚV gerir ekkert fyrir mig heldur, bara ekki mín kókdós svona utanbókalærdómsspurningakeppnir. Er eitthvað svo nördað - of nördað fyrir mig sem er þó nokkuð af þeirri tegund fólks.
Neh, þá les ég í staðinn.
Sé ykkur seinna ljósin mín. Ég þarf að sinna ákveðnu verkefni.
Hvaða verkefni?
Jú ég þarf að lesa smávegis.
Og hananú. Nördinn hefur talað.
![]() |
Blómleg útgáfa bóka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Flott Erla Bolladóttir og Mikael Torfason fullkomnaði helgina
Ég horfði á viðtalið við Erlu Bolladóttur hjá Evu Maríu í gær.
Mér fannst hún standa sig með prýði og mér finnst hún hafa unnið vel úr þeim skelfingum sem yfir hana dundu sem unga stúlku.
Þrjú ár í fangesli vegna rangra sakargifta fyrir utan einangrun og illa meðferð er nokkuð stór lífspakki svo ég taki nú ekki stærra upp í mig.
Annars fer þetta Geirfinnsmál ennþá alveg svakalega fyrir brjóstið á mér.
Ungir krakkar sem stóðu félagslega höllum fæti voru dregin inn í mál sem ég tel nokkuð víst að þau hafi ekki haft nokkuð skapaðan hlut með að gera.
Á þeim voru brotin mannréttindi og þau sköðuð og meidd fyrir lífstíð.
Þess vegna gleður mig að Erla skuli vera að skrifa bók um reynslu sína.
Auðvitað fæst þessi réttarskömm ekki endurupptekin, allt of margir valdamenn eiga þar hagsmuna að gæta.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að kerfið okkar sé búið að vera gjörspillt lengi og nú fyrst erum við að sjá afleiðingar þess og það í stórum skömmtum.
Mikael Torfason setti punktinn yfir i helgarinnar hvað mig varðar.
Hann var með talpistil í Mannamáli í gær og hann náði mínum eyrum og það algjörlega.
Við erum svo "góðir" við Íslendingar og svo fljótir að fyrirgefa.
Hehemm, ætlum við að halda því áfram.
Hér er Mikael. Ekki missa af þessum frábæra pistli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Afsakið á meðan ég garga mig hása
Eftir daginn í dag var ég alvarlega að íhuga það að hætta að horfa á fréttir og lesa blöðin.
Ástæða: Ég get ekki tekið við mikið fleiri upplýsingum um lygar og spillingu, aðgerðarleysi og fyrirlitningu á almenningi í þessu landi.
Samt er það engin lausn, þ.e. að hætta að fylgjast með en það er nokkuð ljóst að box Pandóru hefur verið opnað og út úr því vellur viðbjóðurinn.
Geir heldur áfram að segja ósatt. Hann fullyrðir að engir brestir séu í stjórnarstarfinu.
Kannski er hann ekki að skrökva, kannski hefur ágreiningurinn og skortur á samhljómi á milli stjórnarflokkanna algjörlega farið fram hjá manninum svona eins og 185 milljón krónurnar sem bankastjóri Glitnis gleymdi að hún hafi talið sig kaupa hlutafé fyrir.
Öll þjóðin sér að það er ekki mikil samstaða í stjórnarsamstarfi.
Það eru bókstaflega allir ljúgandi eins og friggings sprúttsalar.
Nú hefur komið á daginn að Kaupþing (amk.) skuldhreinsaði toppana rétt fyrir þjóðnýtingu bankans.
Vitið þið það gott fólk að þetta getur ekki gengið svona lengur.
Það verður að stokka upp þetta gegnumrotna kerfi og koma á nýjum vinnubrögðum.
Ég treysti engri íslenskri stofnun til að rannsaka eitt né neitt, það eru allir tengdir í allar áttir.
Ef ekki í gegnum blóðbönd og mægðir þá tengist þetta lið hvort öðru í gegnum leynireglur eða pólitíska flokka.
Ég vil láta erlenda aðila rannsaka allan pakkann og ég vil sjá það gerast strax.
Já og nýjustu fréttir eða þannig eru að Geir hefur ekki í neinu breytt afstöðu sinni til stjórnar Seðlabankans.
Mikið rosalega ber þetta fólk litla virðingu fyrir íslenskum almenning.
Afsakið svo á meðan ég garga mig hása.
![]() |
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Er þetta satt?
Ég birti yfirleitt ekki bænaskjöl, auglýsingar eða annað efni umbeðin utan úr bæ.
Þannig er það bara.
En stundum geri ég undantekningu.
Fékk þetta sent frá einum bloggvini og var beðin um að birta og senda áfram.
"Er skuldhreinsað við bankastarfsmenn?
Og reiðin magnast !!!
Talið er að yfirmaður áhættustýringar Kaupþings hafi tapað 2 milljörðum (mest tekið á láni) og allar skuldir hreinsaðar við hann og mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-1000 milljónir til að kaupa hlutabréf, sumir fengu sér Cruiser 100 jeppa, fjármögnuðu heimsreisur og lúxus heimili. Allar skuldir hreinsaðar upp svo þeir geti hafið störf í nýju ríkisbönkunum. Rökin sem FME og ráðamenn færa fyrir þessu er að það sé ómögulegt að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum nema þetta sé gert, því lögum samkvæmt mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka.
Margir telja þetta stríðsyfirlýsingu við venjulegu borgarana í þessu landi enda
flestir með lán í þessum bönkum. "
Þessar sögur hafa verið í umræðunni undanfarið og mér finnst að nú sé kominn tími á að farið verði í málið og það kannað.
Þetta má ekki líðast ef rétt reynist.
Er þetta satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Lítil falleg saga
Lífið er ekki bara leiðindi, svo langt því frá.
Fyrir þremur árum hóf yngsta dóttir mín hún Sara nám í Fjölbrautarskóla Ármúla. Hún helltist úr lestinni vegna annarra pælinga og settist því á skólabekk aftur til að ljúka því sem hún hafði byrjað á.
Hún fékk þá snjöllu hugmynd að stofna hjálparstarfsnefnd við skólann sem tók að sér það verkefni í samvinnu við ABC barnahjálp að byggja skóla í Pakistan fyrir 200 börn.
Núna er hjálparstarfsnefndin löngu orðinn áfangi við skólann og á þremur árum, eftir ótal kökusölur, fatamarkaði, útgáfu ljóðabókar, tónleika og endalausa sjálfboðavinnu þeirra sem eru í áfanganum er þetta afraksturinn.
Þegar Sara og Erik giftu sig fyrir tveimur árum afþökkuðu þau brúðargjafir en báðu fólk að leggja inn á skólabygginguna í staðinn.
Margir hafa lagt hönd á plóginn.
Það er hægt að gera ótútrúlegustu hluti með sameinuðu átaki.
Það á vel við núna að minna fólk á að saman erum við sterk.
Skólinn verður tilbúinn í desember n.k.
En börnin 200 fá nú kennslu (og mat) í bráðabirgðarhúsnæði. Mörg þessara barna koma úr þrælkunarvinnu sem þau hafa verið í sum frá þriggja ára aldri.
200 litlar sálir eru komnar í skjól og mér finnst það svo stórkostlegt að ég get tæpast lýst því hversu frábært framtak mér finnst þetta vera hjá krökkunum í Ármúlaskóla.
Þriggja ára vinna er að skila sér. Að vísu vantar eitthvað örlítið upp á en það er allt að koma.
Mig langaði til að deila þessari fallegu sögu með ykkur.
Mér finnst reyndar hálf óþægilegt að monta mig af börnunum mínum en ég læt það vaða.
Saran hefur glatt hjarta mömmu sinnar og það ekki lítið með þessu máli öllu saman.
Lífið er nefnilega fallegt líka.
Látið ykkur dreyma fallega.
GN.
Bloggar | Breytt 3.11.2008 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Álfheiður spyr (og ég líka)
Í grein í Mogganum í dag spyr Álfheiður Inga spurningar sem ég held að alla fýsi að fá svar við.
Hverjir gáfu fyrirmæli um hertar innheimtuaðgerðir hjá Intrum?
Nú er það þannig að Landsbanki, Sparisjóðirnir og Intrum Justitia eru skráðir eigendur Intrum á Íslandi og það skýtur nokkuð skökku við að fyrirtæki í eigu Nýja Landsbankans og Sparisjóðanna sé að bjóða vinskiptavinum sínum aukna hörku í innheimtuaðgerðum á sama tíma og stjórnvöld fara fram á að ekki sé gengið mjög nærri heimulunum í landinu á þessu stigi málsins.
Hver andskotinn er í gangi spyr ég og ég þakka Álfheiði fyrir að spyrja.
Spurningin er hvort henni verður svarað.
Það virðist ekki vera á danskorti ríkisstjórnarinnar að svara einu eða neinu nú um stundir.
Ég neita að trúa því fyrr en ég tek á að Intrum fái leyfi til aukinnar aðgangshörku gagnvart skuldurum á þessum svörtu tímum þvert ofan í loforð stjórnvalda.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr