Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Ég elska alla femínista
Ég er oftast sammála Steingrími J. enda finnst mér hann einn af heilsteyptari stjórnmálamönnum sem við eigum. Svo er hann svo vel máli farinn sem skemmir ekki fyrir heldur.
Í Silfrinu áðan blés maðurinn mér baráttuanda í brjóst eftir hálfgerða depurð og vonleysi undanfarna daga.
Ég elska jakkafatafemínista. Ég elska alla femínista, líka í kraftgöllum með lambhúshettu, sko hugmyndafræðilega, ekkert persónulegt.
Án gamans þá fagna ég því þegar stjórnmálamenn draga fram í umræðuna skortinn á jafnrétti í þessu þjóðfélagi, eins og t.d. á konum í lykilstöðum í samfélaginu. Raddir kvenna heyrast ekki, viðhorf þeirra eru ekki með í ákvarðanatökum og því eru lausnir einsleitar eftir því.
Það þarf svo sannarlega að bæta úr enda var Jóhanna að skamma nýju ríkissbankana en þar eru 5 konur af þrjátíuogeitthvað toppum og stjórnarmönnum. Ha?
Svo þarf að kjósa á nýju ári, þar er ég sammála formanninum.
Hvort það verður einhverjum mánuðum fyrr eða seinna má kannski liggja á milli hluta.
Ég er afskaplega hrifin af hinu blandaða hagkerfi þar sem velferðarmálin eru á ábyrgð ríkisins.
Við megum aldrei lenda á þessum ömurlega stað aftur, þá meina ég þeim stað sem við erum stödd á núna.
Þetta nægir okkur næstu aldir takk fyrir.
En hvað um það, ég held að margir séu skelfingu lostnir við að stjórnin springi þá og þegar. Bara búmm bæng upp í loft. Kannski á meðan við sofum í nótt. Eins saklaus og okkur er ætlað að verða miðað við aldur reynslu og fyrri störf.
Það er að minnsta kosti bullandi ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar.
Lára Hanna var flott í Silfrinu.
Og tókuð þið eftir kraftaverkinu í þættinum?
Í fyrsta skipti í öll þessi ár sem ég hef horft á Silfrið þá var kurteisi í hávegum höfð á vettvangi dagsins.
Það greip enginn fram í svo fólk fékk að tala óáreitt. Þvílík dásamleg tilbreyting.
Ég hélt að ég ætti ekki eftir að upplifa önnur eins undur og stórmerki.
Kannski á að hafa max einn stjórnmálamann á vettvanginum. Sigrún Elsa er frábær og kurteis kona, Lára Hanna er bestust og strákarnir stóðu sig með prýði.
Segið svo að það séu ekki góðir hlutir að gerast.
Mig langaði ekki til að grýta mér í vegg í eitt einasta skipti allan þáttinn. Né garga mig hása. Ha?
Annars er ég í ástar/haturs við Silfrið.
Ég sveiflast á milli tveggja póla;
Can´t live with it - can´t live without it.
Það er þess vegna sem ég hef sjaldan misst úr þátt.
Lífið er unaður og þetta er gleðijöfnun dagsins.
![]() |
Vill að kosið verði í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Halló - ekki neinar smá fréttir
Hérna er stórfrétt sem lætur lítið yfir sér. Undarlegt.
Ráðherrar Samfó lögðu fram bókun á ríkisstjórnarfundi þar sem þeir segja Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, alfarið starfa í umboði Sjálfstæðisflokks!
Halló - þetta eru ekki neinar smá fréttir.
"Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir við blaðið að bókun sem þessi sé afar sérstök og beri vitni um alvarlegan ágreining. Þegar slíkur ágreiningur sé uppi sé undarlegt að fólk sætti sig við slíka stöðu án þess að krefjast breytinga."
Ég skil ráðherra Samfó þræl vel, Davíð er ekki til samstarfs hæfur eins og flestir vita.
En er þetta hægt?
Ríkisstjórnin samanstendur af tveimur flokkum, varla er hægt að segja sig frá einstökum stofnunum eða hvað?
Ég spyr og spyr enda eru sífellt hlutir að gerast hérna þessa dagana sem eru án fordæmis.
En er ekki einfaldast að hætta þessu jukki, bóka þetta og bóka hitt?
Ríkisstjórnin er varla stjórntæk þegar svona er komið.
Því segi ég, hætta að bóka, mótmæla, tuða og stöffast áfram í handónýtu hjónabandi.
Þetta er eins og samband hjóna sem er að fara í vaskinn.
Ef eiginmaðurinn myndi segja við frúna; Gunna ég tvæ hendur mínar af syni okkar honum Villa, hann hlýðir engu. Hann er héðan í frá alfarið á þínum vegum!
Fíflaganur eretta.
Kjósum.
Jájá.
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Kínverska alþýðulýðveldið hvað?
Ó, excuse moi gott fólk, ég sá þessa frétt og þar stóð "tugmilljónir týndar"og ég hélt að Geir Jón og félagar hans í löggunni hefðu verið sendir til að telja mannfjölda einhvers staðar úti í heimi en mér skilst að það hafi verið súpermótmæli á Ítalíu eða eitthvað.
Þess vegna fannst mér svo tilvalið að tengja við þessa frétt, þeir týna nefnilega líka tölum hér þegar þeir taka saman göngu- og fundargesti á laugardagsmótmælunum.
Miðað við talningagetu lögreglunnar og fjölmiðla á þessu landi þá ætla ég rétt að vona að þeir verði ekki fengnir í atkvæðatalninguna þegar við kjósum í eftir áramótin (já við munum kjósa þá).
Ég er ansi hrædd um að atkvæði greidd öðrum en íhaldinu myndu týna tölunni all verulega í lúkunum á þeim.
Fyrirgefið ruddaskapinn og hvatvísina en eftir þrjá laugardaga í mótmælum þar sem talningin tekur á sig ótrúlegustu lygamyndir og fjölmiðlar éta það upp gagnrýnislaust, þá treysti ég þessum yfirmönnum í löggunni ekki spönn frá rassi.
Lára Hanna er er með myndir af mannfjöldanum sem segja meira en 100 afdankaðir lúserar í lögreglubúningum með alla sína talnaspeki.
Reyndar skiptir ekki öllu máli pc hversu margir voru að mótmæla. Við vitum að það var hópur af fólki og að hann fer stækkandi, en ástæða þess að ég læt mig þetta varða er einföld.
Ef verið er að blekkja fólk með uppdiktuðum tölum af fjölda fundargesta og það trekk í trekk, þá eru þessar sjónhverfingar löggunnar vart einsdæmi.
Svo les maður blöðin og horfir á fréttir þar sem lygin er endurtekin gagnrýnilaust.
Það hræðir mig.
Kínverska Alþýðulýðveldið hvað?
![]() |
Tugmilljónir týndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Einhver taldi rétt
Vó, hvað hefur gerst?
Það stendur í þessari frétt að um þúsund mótmælendur séu á Austurvelli.
Á vísi.is eru þeir sagðir á annað þúsund.
Halló, hver er ekki að vinna vinnuna sína í talningunum?
Ég hélt að talan fimmhundruð ætti að vera standard út árið og uppfærast næsta vor.
Hér hefur einhver lögga á eigin vegum talið rétt.
Ésús minn.
Úje
![]() |
Um þúsund mótmælendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Djöfullinn danskur
Ingibjörg Sólrún segir í viðtali í Mogganum í dag að Davíð Oddsson hafi skaðað orðspor Íslands erlendis.
Velkomin í hóp stórs hluta íslensku þjóðarinnar kæra Solla, okkur finnst þetta flestum.
Málið er að algjört þýlyndi forsætisráðherrans gagnvart Seðlabankastjóra er með slíkum ólíkindum að maður er nánast orðlaus.
Ég persónulega er hálf lömuð í hvert skipti sem Davíð gerir bommertur og Geir Haarde kemur og lýsir fullum stuðningi við stjórn Seðlabankans og hnýtir svo aftan í stuðningsyfirlýsinguna að það eigi ekki að persónugera vandann.
Staðreyndin er nefnilega sú að þetta er að verða í hæsta máta persónulegt kæri forsætisráðherra.
Seðlabankastjórn (eins gott að nefna engin nöfn þá er maður ásakaður um að ráðast að eiginmanninum og föðurnum) hefur verið og er að valda stórum fjárhagslegum skaða nánast á hverjum degi með arfavitlausri framkomu sinni og ákvörðunum.
Ríkisstjórnin virðist eiga heima í Svörtuloftum, ekki í Stjórnarráðinu.
Hversu lengi getur þessu farið fram svona?
Þessi vinskapur og lojalitet forsætisráðherra við "Seðlabankastjórnina" verður að vera í framkvæmd annars staðar, þar sem hún er ekki heilli þjóð svona dýrkeypt.
Svo vill ég kosningar strax.
Þá meina ég strax eftir áramót.
Mér sýnist nefnilega að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar fyrr en almenningur hefur rekið og síðan ráðið nýtt fólk til starfa.
Fólk sem kannski hreinsar til og skiptir um stjórn Seðlabankans svo ég taki eitt lítið dæmi.
Koma svo.
Djöfullinn danskur.
![]() |
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Zero stytttur - zero lífshamingja
Það á að halda áfram mótmælunum í dag eins og undanfarna tvo laugardaga.
Nú geta þeir sem eru í góðum göngumálum byrjað með að ganga frá Hlemmi klukkan 14,00 niður á Austurvöll þar sem fjöldafundur hefst kl. 15,00. Þeir sem eru fótfúnir, þreyttir eða einfaldlega húðlatir geta þá mætt beint á fundinn.
Þeir sem eiga heimangengt mæta væntanlega og ýta undir kröfuna um nýja tíma á Íslandi.
Ég var vöknuð fyrir allar aldir í morgun og fór út að reykja vafinn inn í allskyns teppi og gærur.
Ég skalf úr kulda. Samt á að vera hlýtt í dag. Guð láti á gott vita.
En..
Svo komst ég að því hvað ég er ógeðslega auðveld bráð fyrir auglýsendur.
Í Mogganum er nefnilega heilt fylgiblað um jólahlaðborð.
Það upphófust heitar kappræður milli mín og mín um prós og kons jólahlaðborða. Ég er margklofinn persónuleiki ég sverða.
Hin hvatvísa ég og hin skynsama ég börðust hatrammri baráttu til sigurs.
Skynsamari hlutinn sem er tiltölulega nýfæddur og því afskaplega máttfarinn og reynslulítill gagnvart hvatvísari hlutanum sem hefur áratuga reynslu og þekkingu í að manipúlera þetta hylki sem hann er staðsettur í, átti í verulegum erfiðleikum með að verjast ágjöfinni.
Það er í raun ótrúlegt að maður geti farið að láta sig vanta allskyns bara af því það er sett fram í stemmingu í fjölmiðlum.
Ég hef ekki farið á jólahlaðborð töluvert lengi og ég hef ekki saknað þess nokkuð skapaðan hlut.
Samt slefaði ég yfir myndum af veisluborðum þar sem kertaljósin gerðu stemminguna svo huggulega að mig langaði inn í myndirnar.
Manni getur nefnilega farið að vanta ótrúlegustu hluti ef þeir eru settir nógu skemmtilega upp.
Kommon ég þekkti einu sinni konu sem gat ekki á heilli sér tekið af því hún þurfti að eignast styttur. Svona sjúkur getur maður orðið í kaupfíkninni og neyslupólitíkinni.
Zero styttur - zero lífshamingja.
Halló?
En hvað um það, allir á mótmælin sem rykkorni geta valdið og ekkert röfl.
Látum hendur standa fram úr ermum (hvaðan kemur þetta rugl?).
Viðeigandi og í boði hússins.
Sameinuð stöndum við. Jájá þið þekkið jargonginn.
![]() |
Efna til mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr