Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Til hamingju Hilma og Gummi

Ég stend á haus.  Hér eru bæði börnin með ælupest.  Það er kastað upp í öllum herbergjum.

Það er þessi tími, hver pestin rekur aðra.

Ég er að bíða með að hringja í foreldra barnanna og leyfa þeim að sofa aðeins.

Hér vöknuðum við klukkan sex og köstuðum upp saman.  Sætt.

En þessi færsla er ekki tileinkuð uppköstum dagsins.

Hún er tileinkuð systkinum mínum þeim Hilmu og Gumma.

Hilma er sóandsó gömul í dag.

Gummi er fertugur.

Til hamingju dúllurnar mínar. 

Skrýtið þegar systkini taka upp á því að fæðast sama daginn.  Bömmer að geta ekki átt afmælisdaginn sinn í friði.

Okei, ekki þeim að kenna, það er örugglega mömmu að kenna.

Kem að vörmu.

Úje.


Sóðakvöld - loksins - loksins

Ég óska Selfyssingum og nærsveitarmönnum innilega til hamingju með þessa viðbót í menningarlíf bæjarins.

Sóðakvöld er auðvitað eitthvað sem hvert bæjarfélag verður að hafa á dagskránni þegar dagar styttast og myrkur hellist yfir, bæði í beinharðri og grautlinri merkingu.

Það er svo ekki verra að sóðakjaftur og subbukarl skuli standa fyrir uppákomunni.

Það gerir þetta enn hámenningarlegra og meira notendavænt.

Sóðapésinn Eiður Birgisson hefur skemmtilegan subbuhúmor sem hæfir auðvitað vel í þessum frábæra bransa.  Hann hefur boðið Sóleyju Tómasdóttur, varaborgarfulltrúa á skemmtikvöldið og segir í DV:

"Við erum með merktan miða í miðasölunni handa Sóleyju og ef hún treystir sér til skulum við bera á hana olíu og leyfa henni að taka snúning í búrinu,“ segir Eiður Birgisson, annar eigenda skemmtistaðarins 800-Bar á Selfossi, en á laugardaginn verður haldið svokallað Dirty-Night, eða sóðakvöld eins og það gæti kallast á íslensku."

Þegar konur sem vita ekki betur eru að gagnrýna svona menningarviðburði verður auðvitað að klámvæða þær.  Sóley mun ábyggjalega vitkast til frambúðar ef hún gengur til liðs við mannvininn Eið Birgisson.  Sér ljósið, lætur niðurlægja sig svolítið.

Ein aðalröksemdafærsla hámenningarsinna í þessum bransa er einmitt að halda því fram að konur sem sjá ekki listina í nektardansi og annarri klámvæðingu á kynsystrum sínum er einmitt sú að þær þurfi að fá að ríða, já að það þurfi jafnvel að nauðga þeim ef þær eru ekki að meðtaka boðskapinn.  Það er semsagt skortur á klámtengdu kynlífi sem gerir konur að jafnréttissinum.

Nú er að bíða spenntur eftir að hin vaski lögreglustjóri Árborgar hreinsi upp í menningarsetrinu 800-Bar en það mun merkilegt nokk vera eitthvað ólögleg við þennan yfirvofandi listviðburð.

Svei mér þá ef Eiður Birgisson hefur ekki sannfært mig um að það sé beinlínis eftirsóknarvert fyrir konur að vera olíuborið barborð nú eða vera olíubornar í búri.  Smokkar ókeypis við innganginn.  Listahátíð snædd þú það sem úti frýs. 

Aumingja fáráðlingarnir í klámbransanum.

Ætli þeir viti hvað þeir gera?

Fífl með lítið.......

hehemm

 

heilabú?Devil


Afturkreistingarnir í Róm

páfi 

Það er vont að lesa fréttir þessa dagana.  Þær koma á færibandi skelfingarfréttirnar og á forsíðunum blaðanna er harmageddonboðskapurinn það sem mætir manni um leið og maður opnar augun.

Ég verð að játa að ég er orðin hálf hrædd.

En sumir hlutir eru alltaf eins.  Engar fjármálakreppur breyta t.d. ömurlegri skítaafstöðu katólsku kirkjunnar til margra hluta.  Einkum og sér í lagi hangir þetta valdabatterí eins og hundur á roði þegar kemur að réttindamálum kvenna.

Konum skal haldið niðri hvað sem það kostar.  Reyndar er mér fyrirmunað að skilja hvernig nokkur getur aðhyllst svona trúarbrögð sem ganga í berhögg við alla skynsemishugsun.

Í viðhengingu hér stendur eftirfarandi:

"Benedikt XVI páfi staðfesti í morgun andstöðu páfagarðs og kaþólsku kirkjunnar gegn getnaðarvörnum en 40 ár eru síðan fyrst var gefin út yfirlýsing frá páfagarði, svo kallað umburðarbréf páfa um þetta umdeilda málefni.

Getnaðarvörn „... þýðir að sneitt er framhjá hinum innilega sannleik ástar í hjúskap sem er tjáning á hinni guðlegu (líf)gjöf," sagði páfi í skilaboðum sem páfagarður birti í morgun."

Það liggur við að ég hafi andað léttar þegar ég las þetta.  Ekki vegna þess að mér hugnist heimskan í þessum afturkreistingum í kjólunum í Róm, (svo ég tali nú ekki um hina æpandi rauðu skó páfans sem segja meira en þúsund orð um hégóma hans) heldur vegna þess að ég þurfti svo innilega á því að halda að eitthvað væri eins og það er vant að vera.

Takk fyrir það páfakjáni.  Fólk gerir það til að tjá hina guðlegu lífgjöf.  Það er greinilegt að þú hefur ekki verið mikið í láréttri stöðu í bedda.  Guðleg tjáning er EKKI það sem fólk er mikið að pæla í, eða hvað?

Í dag ætla ég að reyna að róa mig niður.  Hanga í jákvæðninni og njóta þess að vera samvistum við þá sem mér þykir vænt um.

Ég ætlaði reyndar að fara að æsa mig upp úr öllu valdi í morgun þegar ég var búin að sprauta insúlíninu í lærið á mér og ég þurfti að troða í mig fæðu alveg pronto.

Ég alveg á innsoginu: Hvar er brauðið?

Minn heittelskaði: Hm.. brauðið, æi ég gaf fuglunum það.

Ókei, ég er komin í samkeppni við þresti.  Sætt.

Í kvöld koma Jenný Una og Hrafn Óli í pössun.  Mamman og pabbinn ætla að halda upp á afmælin sín.

Oliver elsku Londonbarnabarnið mitt er á landinu og á sunnudaginn verður hann hjá okkur þessi rússla.

Lífð heldur nefnilega áfram hvernig sem efnahagslífið djöflast og hamast.

Ég ætla að hafa það í huga alveg einn dag í einu sko.

Later with loveInLove (Er farin að ástunda smá guðlega tjáningu. DJÓK).


mbl.is Fordæming getnaðarvarna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggróman

petit

Ég var að klára að lesa þessa skáldsögu og hún heitir Petite Anglaise. 

Rómanar eru ekki mínar uppáhaldsbókmenntir en þær geta verið fínar til afslöppunar þegar þannig stendur á.

Þessi bók hreif mig með sér af því ég tengdi auðvitað á fyrstu blaðsíðu við ensku stelpuna sem býr í París ásamt lítilli dóttur.

Hún er nefnilega bloggari.  Hún byrjar að halda dagbók á netinu og eins og við sem bloggum þekkjum flest, þá tekur bloggið hennar sína eigin stefnu.

Petite skrifar undir dulnefni og ég skemmti mér prýðilega þegar hún segir frá spenningnum yfir fyrstu kommentunum, þegar hún fer á bloggvinahitting en svo lendir hún í ástarsambandi og, og, og, meira segi ég ekki.

Á bókarkápu segir að hulunni hafi verið svipt af Petite þegar hún var rekin úr starfi vegna bloggsins (Hrönn ég gef þér þessa í jólagjöfDevil), fór í mál við vinnuveitendur og fékk skaðabætur.

Bloggið er komið til að vera.  Það er bara skemmtilegt.

Bókin er fín dægradvöl og ég mæli með henni.

Bloggarar eiga eftir að brosa út í annað við lesturinn.

Góða skemmtun.


Zero aðgerðaráætlun

Ég sat niðurnegld við sjónkann og horfði á Geir.  Hélt niðri í mér andanum.  Það mátti heyra saumnál detta þar sem ég og Hljómsveitin sátum stóreyg og bíðandi eftir lausnum.

Geir talaði og talaði og það komu engar aðgerðaráætlanir.

Bara ladídadída, (eru kosningar hugsaði ég auðvitað trúandi sjálfri mér til að hafa misst af einhverju).

Maðurinn talaði áfram og það kom ekkert.

Zero - Nada - Nothing - ingenting - intet -

Inte ett djävla skit.

Ekki að ég sé hissa, það er ekki eins og það hafi stafað öryggi og fumleysi frá fólkinu í brúnni undanfarið (nokkruntímann).

Látum þetta lið róa.

Strax á  morgun.

 


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vita ekkert um allt

Ég samgleðst yfirleitt konum sem fara fram í pólitík og í viðskiptalífinu þar sem hallar okkur stelpurnar.

Því brosti ég blíðlega til Söru Pallin í huganum þegar ég heyrði af framboði hennar til varaforseta Bandaríkjanna. Ég hugsaði líka, damn, damn, damn, nú hleypur á snærið hjá Rebbunum, kona í framboði og allt.

En ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar.  Sara Palin vinnur ötullega að því að reyta fylgið af rebúblíkanaflokknum eins og hún hafi verið ráðin til þess alveg sérstaklega.

Mér finnst ljótt að segja það en konan er eins og barn sem alist hefur upp meðal dýra í frumskóginum.   Hún veit ekkert um allt.

Bandarísku fréttastofurnar draga konuna sundur og saman í háði.

Hún hefur verið glórulaus um málefni líðandi stundar.

Svo sá ég þetta frábæra myndband.

Sara Palin valdi að vera ekki lesbía.Pinch

Hún á hins vegar vinkonu sem valdi þennan lífsstíl, sennilega um leið og hún valdi sér Volvo og gluggjatjöld í íbúðina.

Alveg: Nú var ég að vakna hérna á þessum dásamlega morgni, sólin skín, fuglarnir syngja og ég er að drepast úr hamingju.

Hvað get ég gert í dag?  Jú ég ætla að velja mér Volvobíl til frambúðar (silfraðan), grænar gardínur í eldhúsið og svo ætla ég að velja um hvort ég á að vera lessa eða ekki.  Hugs, hugs, brak í heila, hm... ókei ég verð lessa!

Það er rosalega langur í mér fattarinn.  Af hverju gerði ég aldrei þetta val?

Þá hefði ég sloppið við að giftast mínum fjölmörgu eiginmönnum.

Fjandinn fattlausi.

Myndband.


mbl.is Palin fellur í áliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nagli á höfuð?

Þeir á DV hitta oft naglann á höfuðið.

En mér brá þegar ég sá þetta.

Það er enginn stjórnmálaflokkur öfundsverður að lenda í því hlutverki að beila ríkisstjórnina úr sjálfheldunni sem hún er búin að koma sér í.

Þessu ætla ég að fylgjast vel með.

Er ekki nóg komið af rugli?


Hvar er húmorinn?

Krúttið hann Salman Rushdie sér ekki eftir að hafa skrifað skáldsöguna umdeildu Söngvar Satans.

Gott hjá honum.  Enda engin ástæða til.  Fólk má skrifa bækur ef það vill og þessar dauðahótanir múslima eru orðnar helvíti þreytandi.  Hvar er húmorinn? 

Reyndar lagði ég mig alla fram við að virkja í mér athyglispart heilans þegar þessi bók kom út en ég gat ekki haldið mér vakandi mér fannst hún svo tyrfin og leiðinleg.

Það gerist ekki oft þegar ég les bækur.  Sumar bækur eru svo vondar að maður getur ekki lagt þær frá sér.   Maður slefar af spenningi.  Alveg: Er þetta hægt? 

Það er friggings listgrein að skrifa vondar bækur. 

En hvað um það.

Það hlýtur að vera bömmer fyrir skrifandi fólk að sjá eftir því sem það setur á prent.

T.d. í netheimum.  Ef þú skrifar eitthvað, eins og t.d. á Moggabloggið þá er ekki nóg að eyða orðunum og halda að maður sé laus allra mála.

Óekkí.

Þú getur náð í hinn burtstrokna texta inni á Gúgli og þess vegna kópípeistað kvikindið og geymt sjálfum þér til ánægju eða leiðinda.

Ég á ágætis vinkonu sem er sífellt að kenna mér á allskyns netfídusa. 

Og ég er alveg; vá hvað þetta er merkilegt, er þetta hægt?

Ég held að þannig sé farið um marga sem eru að sýsla á netinu.  Við nýtum ekki nema brotabrot af þeim möguleikum sem netið býður upp á.

Þannig að ég bíð spennt eftir námskeiði fyrir lengra komna.  Það er fyrir þá sem kunna á mús, lyklaborð, starttakka á tölvu, ók,ók, þið vitið hvað ég meina.

Mig langar ekki að deyja án þess að læra meira.

Ég dramatísk og morbid?

Getur verið en í þessu krepputali þar sem allt er í alvörunni á leið til þess vonda þá er það ekki nema von.

En ég elska ykkur more than ever villingarnir ykkar.

 


mbl.is Sér ekki eftir skrifunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lít ég út fyrir að vera gula línan?

 

Hvernig er að vera kona, hugsaði ég áðan þegar ég fattaði að ég er ekki enn búin að ná því út á hvað það gengur og komin á rétt liðlega fimmtíuogeitthvað.

Já ég veit hvernig það er að vera líffræðilega kona.  Var alveg viðstödd mitt líkamlega líf, ofast að minnsta kosti og ég er ekki algjör nóbreinier. 

Það sagði einu sinni við mig maður að konur sæktust í þvegla, tuskur, skrúbba og bón.

Það væri þeim áskapað, genetískt og að sama skapi væru menn fæddir án þessa hreinlætisvörublætis.

Ég hef séð vinkonur mínar fá raðfullnægingar í hreinlætisvörudeildum stórmarkaðanna.  Já ég gæti nefnt nöfn en ég geri það ekki. Nöfnin eru með lögfræðipróf og ekki gott að fá þau upp á móti sér.Whistling

Kona ein sem hefur gert heyrinkunnugt að henni finnist konur ekki eiga að vera á Alþingi eða í stjórnunarstörfum sagði að það væri vegna þess að konur hugsuðu í knipplingum, víravirki og annarri krúttvöru.

Bæði maðurinn með genetísku kenninguna og þessi kona eru ekki skoðanasystkini mín.

Þetta var ég nú að hugsa þar sem ég frussaðist áfram í andlegu blóði mínu og kvenleika með uppþvottabursta og ég brenndi á mér puttana.  Heitt vatn er mjög heitt.

Hvað eru skýr merki um kvenleika?

Þegar ég var yngri þá var þetta nokkuð ljóst.

Kvenleiki var settur í samband við útroðna snyrtibuddu, falleg föt, háa hæla, bökunarhæfileika, eldunarfimi, handavinnu, barneignir, plástraálímingar, nefsnýtur, skeinerí, þvott, saumaklúbba (ég hef ekki alið aldur minn í slíkum samkundum bara svo það sé á hreinu), viðkvæmni, grátköst og sláturtökur og eilífa höfuðverki og túrablæðingar.

Hm.. hvar var ég, tók ekki þátt í þessu nema að mjög litlu leyti?

Þetta eru auðvitað mýtur, allar mínar vinkonur ásamt moi fóru á túr þetta 12 sinnum á ári (give or take).  Sá sem lýgur stöðugum túrablæðingum upp á konuna sína er sjálfur með vandamál í neðra.  Eitthvað lágt á honum risið.   Æi dúllukrúttin.

Núna er þetta öðruvísi. 

Hvernig öðruvísi spyrð þú og ég svara; lít ég út fyrir að vera gula línan?

Er það nema von að ég siti hérna og átti mig ekki á því hvort ég er að koma eða fara?

Ég er komin á byrjunarreit, ég veit ekkert hvern fjandann ég er að gera hérna sem kona.

Ég veit hvað ég er að gera sem manneskja.

Ég er komin til að bögga yður.

Farin út að hlaupa berfætt í Laugardalnum af því mér líður eins og ég sé í aðalhlutverki í tútappa auglýsingu.

UNAÐUR.

Djóhók.

Later, þegar ég er komin með svar og niðurstöðu.

 

 


Lífi mínu sem stuðningsmaður innflytjenda er hér með lokið

Nei sko, það voru maðkar í mysunni á meðal hælisleitenda í Njarðvík.

Frussss, ég sem hélt að þarna væru eingöngu vængjaðir englar. 

Lífi mínu sem stuðningsmaður innflytjenda er hér með lokið.

Bölvað kjaftæði.

Ég held að enginn hafi efast um að lögreglan á Suðurnesjum með fyrrverandi lögreglustjóra í broddi fylkingar, hafi haft ástæðu til að gruna einhverja um græsku, enginn hélt að þeir væru bara að láta tímann líða í vinnunni, eða hvað?

Ónei,  það var framkvæmd og fyrirkomulag þeirrar rannsóknar sem fól í sér lögregluárás á hýbýli fjölda manna, handjárnun og annað ofbeldi sem gerði það að verkum að fólk reis upp á afturlappirnar.

Og ég er enn sama sinnis.  Svona kemur maður ekki fram.

Það eru til fleiri og mannúðlegri aðferðir við að handtaka fólk en þessi og flestar þeirra eru smekklegri en þessi fjöldaárás lögreglunnar og hefðu borið sama árangur.

En nú hafa stuðningsmenn þessara aðgerða heldur betur fengið réttlætingu fyrir gjörningnum.

Fyrir mér er hann hins vegar ennþá jafn fautalegur, ómannúðlegur og óþarfur.

Fólkið í Njarðvík á alla mína samúð.

Jájá.


mbl.is Drógu umsóknir til baka eftir húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 2987750

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.