Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Mánudagur, 6. október 2008
Ástandið á mér
Þegar ég heyrði að setja ætti upp þjónustumiðstöð sem m.a. myndi bjóða upp á áfallahjálp, varð ég skelfingu lostin og þurfti áfallahjálp.
Þegar stjórnvöld setja upp svoleiðis fyrirkomulag þá er eins gott að fá taugaáfall strax, það verður hvort sem er ekki undan því komist.
Ég er sem sagt í heví taugaáfalli.
Samt er ég ekki enn farin að skilja hvað það er sem er svona skelfilegt. En ég skil að það er eitthvað.
Þetta er svo loðið. Hjálp!
Áfallahjálp! Einhver?
Fall í gólf.
![]() |
Fjármálaþjónustumiðstöð undirbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mánudagur, 6. október 2008
Kl. 16 - vér teljum niður
Jæja, þá fara fagnaðarlætin að bresta á. Nánar til tekið klukkan 16, en þá mun GHH flytja ávarp og strax á eftir verður þingfundur.
Ég er svona um það bil að springa og ég reyni að hugsa ekki um blóðþrýstinginn eftir stressbrjálæði dagsins.
Málið er að svona bið, endalausar yfirlýsingar um alvarleika, fólk að koma og fara, allir hryllilega ábúðarfullir á svipinn, getur fokkað upp annars ágætri geðheilsu.
Svo sést varla kona fara á þessa læstu fundi, þær eru hins vegar margar í blaðamannastétt bíðandi úti í kuldanum.
Mér væri rórra ef kvenlæg sjónarmið hefðu fengið að komast að í þessu akútástandi sem hér ríður yfir núna.
Kannski kynni ég betur við að hafa fulltrúa kvenþjóðarinnar með svona af því að við erum helmingur þjóðarinnar og svo er jakkafatakapítalisminn algjörlega gjaldþrota.
Ég ætlast til að þessir Armanífrömuðirnir skoði sjálfa sig og gjörðir sínar af miklu raunsæi nú þegar hægjast fer um eftir storminn sem hefur geisað í efnahagslegu tilliti. Þ.e. ef hann gengur niður bölvaður.
Hversu mikla bömmera þarf til þar til jakkafötin átta sig á að þeir eru ekki með þetta?
Nú er að telja niður. 1, 2, jájá, hætt að telja.
Hún er 15.13. þegar þetta er skrifað.
Verið þið mjúk, blíð, stillt og elskuleg.
Ekki mun af veita.
![]() |
Forsætisráðherra flytur ávarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 6. október 2008
Ég er enn að bíða - ekki frétt
Geir talað við Godda. Gott, ég var farin að halda að þeir töluðu bara við hvorn annan í krísunni.
Ég beið eftir fréttunum í ofvæni. Ekkert. Nada, að undanskyldu því að málið sé alvarlegt.
Geir sagðiða. Málið er enn mjög alvarlegt og veit hann hvenær hægt verður að segja frá aðgerðaráætlun? Nei hann veit það eigi.
Össur strunsaði út af fundinum með Geir og svaraði engu.
Guðjón Arnar, Steingrímur J. og Guðni Ágústsson voru hvítir í framan af skelfingu og sögðu; málið er alvarlegt, mjög alvarlegt.
Það var þá sem óttanum hjá mér sló inn í alvörunni. Mér fannst ég fá spark í magann. Úff hjartað nærri því stoppaði.
Hver andskotinn er í gangi. Endar ekki þjóðin öll upp á hjartadeild vegna álags sem hún ræður ekki við?
Ég ætla að reyna að gleðjast yfir litlu hlutunum.
Akkúrat núna man ég eftir tveim.
Ég er ekki með rósaroða né heldur þjáist ég af hemicrania continua, eða það held ég að minnsta kosti.
Ég vil svo í stíl við veðrið og ástandið svona almennt og yfirleitt bæta því við að ég er með gubbupest.
Ætli ég sé ekki að deyja bara. Ég verð að minnsta kosti ekki hissa ef minn tími kemur akkúrat núna. Svo ferlega viðeigandi eitthvað.
Farin að lúlla.
Vonandi seinna.
![]() |
Geir og Brown ræddust við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 6. október 2008
Ertu veikur - ekki gera neitt í því
Evan Handler öðru nafni "maðurinn hennar Charlotte í Sex and the City, heldur að hann sé að boða einhverjar nýjungar þegar hann hvetur sjúklinga til að óhlýðnast læknum sínum.
Halló krúsífer tíuárumsíðareðalengurmeðfréttirnar. Ég hef gert óhlýðni við lækna að miðnafni mínu, ég hef meira segja gert svona læknaóþekkt að keppnisgrein.
Án þess að ég ætli að fara að opinbera aðra en sjálfa mig hér á þessari bloggsíðu þá get ég upplýst að mamma mín hún Anna Björg er ekki léleg í þessari íþrótt.
Í gegnum tíðina hafa læknar ráðið mér heilt þá sjaldan ég hef þurft á fund þeirra að sækja.
Þú þarft að vinna minna, borða betur, sofa meira, taka vítamínin þín, borða morgunmat, absólútt borða morgunmat og svona yfirleitt BORÐA og hætta að REYKJA.
Ég alveg: Jájá. Ladídadída. Væl í þessum mönnum, hugsaði ég og hélt áfram að reykja, gleyma að borða, sofa 4-5 klukkutíma á sólarhring.
Merkilegt nokk þá slapp ég nokkurn veginn lifandi þrátt fyrir að hafa sent þessum elskum fokkmerkið í huganum um áratuga skeið.
Seinni ár þegar heilsufarið fór að setja stein í götu mína mætti ætla að ég hafi setið og hlustað með öllum mínum eyrum.
Á meðan mér voru lagðar lífsreglurnar hugsaði ég alveg: Heyrðu hvenær ætlarðu að bjóða mér eitthvað við ástandinu. Eitthvað krassandi sem svæfir, róar og kemur í veg fyrir að ég þurfi að hafa fyrir þessu sjálf?
Ef það kom ekki nú þá tók ég dauðaatriði Hamlets á skrifstofugólfi læknisins og eftir gífurlega margar tilraunir tókst mér að kría út svefn og meððí. Ég verið svo heppin (allt eftir því hvernig á það er litið) að ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið að drepast úr samviskusemi og verið tregir á lyfseðlalausnir.
The rest is history.
En án gríns, Evan Handler er ekki að hvetja til þeirrar óhlýðni sem ég er að skrifa um hér, heldur hvetur hann sjúklinga til að fylgjast með og taka ábyrgð á eigin meðferð. Sem er auðvitað rétt og satt.
En varðandi fíflið mig sem þurfti hálfa ævina til að þekkja minn vitjunartíma og læra að þiggja ráð og aðstoð, þá var það rauður þráður í gegnum alla mína sjúkrasögu sem var ekki mjög stór eða umfangsmikil lengst framan af að opírera eftir hinni gullnu reglu sjálfbirgingsins.
Segi læknirinn þér að taka 2 töflur að morgni, svo ég taki dæmi, þá tók ég amk. tvisvar sinnum meira.
Af hverju?
Jú ég svona greind eða þannig reiknaði dæmið út sem svo að læknar væru svo hryllilega varkárir að þeir létu fólk örugglega taka allt of lítið að öllu.
Er það nema von að ég hafi lagst í rúmið fárveik einu sinni þegar ég úðaði í mig stórum skammti af fúkkalyfjum af því ég nennti ekki að dreifa töflunum niður á daginn.
Það gerir maganum í manni hluti.
Arg í boðinu.
Er Geir vaknaður og kannski með fréttir?
![]() |
Hvetur sjúklinga til að óhlýðnast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 5. október 2008
Ég bíð og bíð
Ofsalega er orðið þreytandi að bíða eftir að fá fréttir af ástandi mála úr Ráðherrabústaðnum.
En enginn segir orð.
Blaðamennirnir ættu að fara heim og bíða eftir að það verði hringt í þá, það verður gert um leið og jakkafötin hafa eitthvað að segja. Bílífjúmí.
Pétur Blöndal skammaðist yfir því í Silfri Egils að fólk væri með svartsýnisraus.
Halló karlugla, rólegur á kröfunum, það er líf okkar venjjulega fólksins í landinu sem er undir í þessum hildarleik kapítalismans.
Ágúst Ólafur og Pétur Blöndal voru eiginlega aumkunarverðir í tilraunum sínum til að vera landsföðurlegir og ábyrgir bjargvættir okkar múgsins.
Ekki einn einasti ráðamaður getur látið eins og hann sé frír frá ábyrgð af þessum ósköpum.
Og ég veit ekkert hvað mér finnst um að lífeyrissjóðirnir reddi málunum með því að færa peningana okkar til Íslands. Auðvitað er leitað til almennings þar líka þegar allt er komið í þrot.
Ég er alls ekki viss um hvort ég treysti landstjórninni fyrir okkar lífeyrissjóð.
En allir verða að standa saman og ladídadída og það er auðvitað rétt.
Þess vegna bíð ég spennt eftir að bankarnir fari að losa um eignir í útlöndum.
Ég myndi vilja sjá margramilljónkallana fara á venjuleg laun í takt við annað fólk í þessu landi.
Lárus Welding, skila 300 milljónunum takk, þetta er minn banki og nú eru breyttir tímar í bissniss.
Tími ykkar Þyrlupallanna er vonandi að líða undir lok.
Við erum öll á sama báti sagði Pétur Blöndal í Silfrinu en ég bendi honum og hinum jakkafötunum á að við almenningur erum ennþá lónandi í okkar hefðbundnu kænu en nú bregður svo við að snekkjufólkið vill stökkva yfir til okkar.
Þar kom að því. Undur og stórmerki.
Make room for the rich and fucking famous.
Já ég er reið. Er það nema von.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 5. október 2008
Krúttlegur fórnarkostnaður
Ég vaknaði í morgun og brosti framan í heiminn.
Ég las Moggann á pappír og drakk te.
Ég vil benda ykkur gott fólk á frábært viðtal við Orra Harðarson í tilefni af útgáfu bókar hans "Alkasamfélagið" sem ég er viss um að á eftir að færa umræðu um bata alkanna á frjórra plan. Umræðan hefur nefnilega staðið í stað um árabil.
Svo skellti ég mér á Netmoggann dálítið stressuð auðvitað, því það eru bara vondar fréttir þessa dagana af efnahagsmálum.
Svo sá ég að það er allt við það sama í miðborginni þrátt fyrir kreppu og vonleysi. Erill var á fylleríi og það var verið að slást um allan miðbæinn eins og venjulega.
"Í flestum tilfellum var um að ræða áflog og pústra" milli manna.
Hvernig hægt er að gera ofbeldi svona sakleysislegt á prenti er mér fyrirmunað að skilja.
Það má segja að það sé búið að normalisera ofbeldið sem fer fram í miðbænum þegar fólk gerir sér "glaðan" dag. Áflog og pústrar hljóma eins og krúttlegur fórnarkostnaður.
Þó mér finnist afskaplega sorglegt að ástandið sé við það sama í miðbænum þá veitti það mér ákveðna öryggiskennd að eitthvað er enn eins og það hefur alltaf verið.
Erill ég þakka þér.
Annars bíð ég eftir Silfrinu.
Sjáið þessa færslu hér.
Later krókódíll.
![]() |
13 líkamárásir í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 5. október 2008
Pirringsfærsla
Þessa dagana eru fréttatímar sjónvarpsstöðvanna undirlagðir af fréttum um efnahagsmál. Auðvitað, það er allt að fara fjandans til, ef það er ekki þegar farið þangað.
En dagsskipunin er að brosa og hanga á jákvæðninni.
Það er því nauðsynlegt að pirra sig á því sem litlu skiptir, betra en að leggjast í þunglyndi út af stóru málunum.
Þess vegna ætla ég að tuða yfir myndefninu sem fylgir með peningafréttum og þá sérstaklega á Stöð 2.
Þessar hendur teljandi peninga, krónurnar sem hoppa og skoppa í talningarvélinni eru að gera mig brjálaða.
Ég er orðin leið á hinum teljandi fingrum. Hringarnir á fingrunum pirra mig. Seðlarnir pirra mig, krónurnar pirra mig.
Er til of mikils mælst að fara fram á smá fjölbreytni í myndskreytingum?
Mér finnst þetta eitthvað svo skólasjónvarpsleg lausn á myndefni. Svei mér ef kvenhendur sem telja peninga eru ekki á báðum sjónvarpsstöðvum.
Hendur og hringir. Endalaust flett, flett, flett.
Nú jæja, ég get farið glöð að sofa. Þetta er greinilega það vandamál í lífi mínu sem mest þrengir að sálarheill minni.
Þannig að ég hef varla ástæðu til að kvarta.
Er greinilega í góðum málum.
En þeir mættu alveg fara að skipta um hendur. Svona eins og peningarnir.
Góða nótt.
Megi Þór og Óðinn halda yfir yður verndarhendi í myrkrinu.
Ég.
![]() |
Blikkandi gemsar í þingsalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 4. október 2008
Þökk fyrir þátt
Það sést á sjónvarpsdagskrá RÚV að það er komið haust.
Tveir íslenskir þættir eftir fréttir.
Spaugstofan svona og svona, ég held að hún sé komin á leiðarenda, ansi þreytt svona en ég brosti alveg.
Svo er það nýi þátturinn "Gott kvöld". Mér sýnist þetta vera íslenska útgáfan af "This is your live".
Það er ekki leyndarmál að mér finnst vera offramboð af þeim ágæta manni Bubba Mortens.
Þessa dagana er hann áberandi. Hann hefur tapað skrilljónum á hlutabréfakaupum og hann er bálreiður eins og hann sagði sjálfur í Íslandi í dag á föstudaginn.
Bubbi hefur boðað til mótmæla í næstu viku fyrir utan Alþingishúsið. Eða er það hvatningarfundur til að fá ráðamenn til að gera eitthvað? Annaðhvort. Men hur som hälst þá get ég ekki samsamað mig Bubba í þessu máli. Ég tilheyri þeim sem eiga ekki hlutabréf en á drullu erfitt með að láta enda ná saman og mér sýnist það eiga eftir að versna verulega.
Hlutabréfafólkið er í annarri katagóríu.
Já og Bubbi vill láta súa Hannesi Smárasyni.
En varðandi þennan þátt þá ætla ég að bíða og sjá hverju fram vindur.
Kannski ég verði bara þakklát fyrir að RÚV skuli draga fram listamenn og búa til um þá skemmtiþætti, sérstaklega svona fólk eins og Bubba sem maður veit svo lítið um.
Hér lýt ég í gólf af eintómu helvítis þakklæti.
Pirrrrrrrrrrrrrrr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 4. október 2008
Hégómagirni
Af ástæðum sem ekki verðar gefnar upp hér fór ég að hugsa um ákveðið lag, eða réttara sagt textann við það. Það er einn af frábærari textum sem ég hef heyrt.
En áður en ég segi ykkur um hvaða lag er að ræða þá er ég líka búin að vera að hugsa um hégómagirni.
Hégómagirni er rosalega erfiður löstur, skapgerðareinkenni, persónuleikabrestur. No?
Ég er hégómagjörn. Viðurkenni það alveg og myndi meitla í stein ef ég væri beðin um það. Ég er samt ekki heltekin af henni eins og sumir sem ég þekki.
Það eru ákveðnir hlutir sem ég kalla hégóma í mínu fari. Æi ég held ég fari ekki út í það, viðkvæmt mál.
Er það ekki hégómagirnd að vera mjög upptekin af fötum?
Ef svo er þá er ég beisíklí ógeðslega hégómagjörn.
Þegar ég var 12 og 13 var ég speglasjúk. Ég mátti ekki sjá spegil þá stillti ég mér upp fyrir framan hann og fór ekki nema að mér væri ýtt frá með valdi.
Amma mín sagði við mig að það væri hættulegt að hanga sífellt fyrir framan spegil. Fjandinn gæti komið í hann.
Krúttið hún amma mín að reyna að terrorisera sjálfsdýrkandann sem lét ekki segjast. Ekki hrædd fyrir fimm aura.
Er það ekki hégómagirnd í dóttur minni (segi ekki hver) sem var með mér í IKEA um daginn og við kveiktum okkur í sígó þegar við komum út.
Hún alveg: Mamma komdu á bak við stóra bílinn þarna. Það er svo hvítahyskislegt að reykja fyrir utan Ikea, Bónus og sollis verslanir.
Ég: Ókei, stillum okkur upp með naglana fyrir framan Sævar Karl eða eitthvað.
Síðan small ég í jörð. Hégómi? Ég veit það ekki. Hún hefur þetta ekki frá mér (djók).
En þetta lag með frábærari texta sem ég man eftir er um hégómagjörnu gæjana, sem halda að jörðin snúist ekki kringum sjálfa sig heldur þá.
"Þú ert svo hégómagjarn að ég er viss um að þú heldur að lagið sé um þig" Carli Simon.
Er ég nokkuð ein um að vera svona breysk?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Laugardagur, 4. október 2008
Djöfuls hetja
Það er búið að rigga upp nýrri mammonshöll. Er endalaust hægt að bæta við búðum og stórmökuðum?
Við erum ekki milljón er það?
Allir sem ég þekki eru að tala um að minnka neyslu, spara í matarinnkaupum og meira að segja Melabúðarfrömuðurinn hún Helga Björk dóttir mín fór í Krónuna í gær.
Fólk sem ég tala við er með áhyggjur af komandi mánuðum. Allir eru í óvissu, hangandi í lausu lofti.
Ég hefði haldið að það yrðu bara þyrlupallar sem mættu á opnun verslunarmiðstöðvarinnar á Korputorgi. Þyrlupallar sem eiga skítnóg af peningum. Reyndar geri ég mér grein fyrir að þeir versla í Harrods en ekki í mollum, en þið vitið hvað ég meina.
Nei en ekki er það svo. Fólk streymir í samlede verker í þessa nýju neysluhöll.
Kannski til að skoða?
Ædónþeinksó.
Merkilegt með okkur Íslendinga við erum alveg ótrúlegir afneitunarsinnar.
Við trúum aldrei fyrr en við lútum í gólf og okkur nuddað upp úr hinum súrrealíska raunveruleika sem óforvarandis (segja sumir) hefur skollið á okkur.
Ég eyðsluseggurinn fer ekki í þetta moll. Reyndar er ég mollhatari (já og úlpuhatari), ég fór ekki í Smáralind fyrr en einhverjum árum eftir hún opnaði, nánar tiltekið í fyrrasumar.
Moll eru leiðinlegt fyrirbrigði litlu búðirnar eru krúttlegastar og bestar.
Ég er farin í lagningu. Sko rúmlagningu. Ég er að drepast úr þreytu enda vaknaði ég með veik börn klukkan sex í morgun.
Ég er ekkert annað en djöfuls hetja. Það er ég.
![]() |
Mikill áhugi á nýrri verslunarmiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr