Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Furðufugl með hegðunarvandamál!

 1

Við fórum í vikunni, með hana Jenný Unu Eriksdóttur, til að velja páfagaukinn sem staðið hefur til í allt sumar að kaupa, en ekki orðið af.  Jenný var svakalega spennt að fá "Bördísín" en fuglinn fékk nafngiftina Bördí vegna forvera síns á þessu heimili, sem einn daginn hné niður í miðri aríu og dó, okkur húsbandi til mikillar sorgar.  

Hvað um það, við fórum í Dýraríkið og keyptum Bördí með fylgihlutum (búr, rólu, leikföng, matur og sollis) og það kostaði hvítuna úr augum okkar allra.  Jenný valdi Bördí, en Einarrr varð að halda "roslalega fast" utan um hana, því hún var svo hrædd við "lætin" í fuglunum.  Fyrir valinu varð gári,  blár, gulur og svartur að lit.  Jenný var svolítið sár því hún hafði tilkynnt öllum að hún ætlaði að fá bleikan bördí.  En stundum verður maður að slá af kröfunum. 

Svo gisti Jenný hér um nóttina en auðvitað vildi hún fylgjast með sínum fugli.

Bördí sem leit svo sakleysislega út í búðinni, er ekki allur sem hann er séður.  Við erum búin að hleypa honum út nokkrum sinnum og OMG þvílíkt ves, að koma honum inn í búrið aftur.  Hann hendist um allt. Í gærkvöldi slapp hann inn í eldhús (fíflið ég gleymdi að loka hurð).  Eftirköst: kryddvörur á gólfi, ónýtt loftljós, pappírar úr hillu á víð og dreif um eldhús og húsmóðir með taugaáfall.  Fuglinn er ofvirkur með hegðunarvandamál.  Þegar svo loksins tókst að koma viðkomandi vænghafa í búrið, fór hann í fýlu og þegar þetta er skrifað lætur hann enn eins og hann sé tré.  Hreyfir hvorki legg né lið (æi þið vitið).

Það stefnir í þjálfun á Bördí.  Hvernig þjálfar maður páfagauk með attitjúd?

Er farin að kenna honum að flauta "Free as a bird".

Later! 

 


ÞVAGLEGGSFRÉTTIR

Samgönguráðherra ætlar að skipa starfshóp til að samræma reglur milli lögregluembætta um sýnatöku hjá ökumönnum sem grunaðir eru um neyslu ólöglegra efna.

Þetta er fallegur dagur.  Nú getur maður kannski farið að kíkja í kaffi til Ásdísar bloggvinkonu eða farið í bíltúr til Þingvalla til að skoða haustlitina.  Ekki misskilja mig ég myndi aldrei keyra undir áhrifum, en líkurnar á því að lenda illa í þvagleggslöggunni, svo ég bara tali ekki um Yfirþvaglegginn sjálfan, sýslan í umdæminu, minnka töluvert ef það verður gert opinbert, að svona nauðungarsýni séu ekki leyfileg vinnubrögð.

Hér hefur viðhorf almennings (bloggara) greinilega haft áhrif því í fréttinni stendur:

"Ástæður þess að starfshópurinn er skipaður má að miklu leyti rekja til mikillar umræðu sem varð eftir að kona kærði lögregluna á Selfossi fyrir valdbeitingu. Settur var upp þvagleggur hjá konunni með valdi í maí síðastliðnum og sköpuðust miklar umræður í þjóðfélaginu í kjölfarið."

Úps, verð að skreppa, er svo mál að pissa.

Kem að vörmu

Úje


mbl.is Reglur um sýnatöku samræmdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pósturinn hefur endanlega gengið frá félagslífi mínu!

 1

Ég er ónýt, miður mín, að andlegum niðurlotum komin og ég á eftir að eiga ömurlega helgi.

Ég er ekki búin að fá boðskortið frá Landsbankanum en það verður flogið kl. átta í fyrramálið til Ítalíu og þar með er þessi annars skemmtilega ferð til Ítalíu á vegum bankans fallin steindauð til jarðar.

Þó boðskortið frá Kaupþingi berist í fyrramálið í matinn annað kvöld, kemst ég ekki í strípur og klippingu fyrirvaralaust og ég á eftir að versla mér dress.  Get ekki látið sjá mig í áramótadressinu sem ég var í í þyrlupallapartíinu í London á gamlaárskvöld.

Ég veit að þetta er ekki bönkunum að kenna.  Er búin að skipta við alla íslensku bankana í áraraðir og hlýt að vera nokkuð góður viðskiptavinur í tímalengd talið (hóst). 

Það er andskotans Íslandspóstur sem er að klúðra mínu félagslífi algjörlega.

Ég er ZERO happý!

Ég mun eyða helgini algjörlega niðurbrotin, heima í rúmi.

Dem, dem, dem! 


Hamfarablogg

Sumir eiga einfaldlega ekki að hafa með börn að gera, það er alveg klárt, hvað mig áhrærir.  Reglulega í gegnum árin hef ég heyrt af foreldrum sem keyrt hafa drukkin undir stýri með börnin í bílnum.  Í sumum tilfellum hefur það gerst reglulega. 

Ég fer ekki ofan að því að fólk sem stofnar lífi barna sinna í hættu með þessum hætti, ætti að fá frí frá foreldrahlutverkinu, a.m.k. þar til viðkomandi hafa kippt upp um sig og tekið á sínum málum.

Er barnaverndarnefnd tilkynnt um svona mál?

ARG

 


mbl.is Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og litla gula hænan sagði ekki ég...

Skelfing verð ég hallærislega mikill almúgi þegar ég les fréttirnar af því að Randver Þorláksson, verði ekki með í Spaugstofunni í vetur.  Ég er sum sé að drepast úr forvitni sem hinn nafnlausi sjónvarpsáhorfandi.  Mig langar í alvörunni að vita hvað það er sem stendur ekki í fréttunum af þessu máli. 

Það vísar hver á annan hérna.  Randver segir ekkert, Örn vísar á Þórhall og Þórhallur á Randver.  Kommon, hver er ástæðan fyrir því að Randver, sem mér finnst einn af þeim betri í Spaugstofunni, er látinn fjúka?  Og fyrirgefið, má ekki setja upp leikverk, leikþátt, gamanþátt, fjölskylduþátt eða bíómynd án þess að Hilmir Snær skreyti þá með nærveru sinni?´

Mér finnst Hilmir Snær magnaður leikari en þeir eru bara svo margir góðir sem við eigum og suma sjáum við allt of sjaldan. 

Ég tek fram að þetta er svo sem ekkert hitamál hjá mér, enda enginn sérstakur Spaugstofufan síðustu árin, en ég horfi samt þegar ég hef ekki eitthvað annað spennandi að gera.  Mér finnst stelpnahúmor skemmtilegri, enda hefur maður fengið óverdós af karlahúmor í gegnum árin.  En Randver er flottur.  Hvað er í gangi?

Þegar maður segir A þá er það náttúrulögmál að á eftir fylgi B.. og

Komasho


mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lélegur brandari?

Síðast þegar ég vissi var 16 ára fangelsi lífstíðardómur á Íslandi.  Hvernig getur maður sem dæmdur var fyrir manndráp að ásettu ráði fyrir níu árum, verið á áfangaheimili Verndar, eins og flottur maður?

Annar tvíburinn sem dæmdur var fyrir að drepa mann á hrottalegan hátt í Heiðmörk 1997, lét sig hverfa af áfangaheimilinu á sunnudag  og er hans nú leitað.

Halló, er ekki í lagi?  

Ég ætla rétt að vona að maðurinn sé ekki hættulegur umhverfinu.

Nú frussa ég af hneykslun.

 

 


mbl.is Strokufangi fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóstastækkunin fyrirhugaða, hér með, tekin af dagskrá!

1

Rækallinn sjálfur.  Mogginn mun hafa ýmislegt á samviskunni þegar upp er staðið.  Nú mun heimurinn verða fyrir miklum vonbrigðum.  Ég er hætt við að fara í brjóstastækkun.  Nú mun ég garga af skelfingu ef lýtalæknir svo mikið sem gjóar augunum að mér, í Hagkaupum, hvað þá ef einn slíkur tæki upp á að bjóða mér góðan daginn.

Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að láta eiga við brjóstin á mér, vegna viðtengdrar fréttar.  En kona sem stungin var af býflugu í brjóstið, horfði á það verða vindlaust á innan við tveimur sólarhringum.  Reyndar var hún á ferð þegar flugan stakk en saltvatnsfyllingin í brjóstunum á að þola allt að 200 kg. þrýsting.

Þar sem ég á það til að vera flækjufótur og lenda í allskonar uppákomum, ætla ég ekki að vera með uppblásin brjóst sem springa, næst þegar það dettur á mig gámur, ég hjóla á vegg eða ef býfluga stingur mig þegar ég er að renna mér á sleða(Whistling).

Fyrirgefið gott fólk, það mun áfram vera mögulegt að nota barminn á mér sem straubretti - um alla framtíð.

Ég heldi það nú.

 


mbl.is Býfluga gerði gat á fyllingu í brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumt er ekki hægt að endurtaka!

1

Ég var á Zeppelíntónleikunum margfrægu í Höllinni árið 1970.  Vá hvað ég er orðin gömul.  Ég man þessa tónleika eins og þeir hefðu verið í gær, upplifunin var slík.  Ég hef fram á þennan dag, engan hitt sem ekki er mér sammála um þetta kvöld forðum.

Þetta var svona "einusinniáævinni" dæmi.  Settist fast í sálina á mér og ég má ekki heyra sum lögin þeirra félaga án þess að flippa út í nostalgiunni.

Ég veit fátt aulalegra en endurkomur, ekki allar, en flestar.  Þær eru oft bara reykurinn af réttunum, eins og dauðakippir rétt fyrir andlátið.

Ég vona að þeir fari ekki að hendast um allt karlarnir og reyna að endurlífga það sem áður var.

John Bonham er dáinn (okokok, ég veit að sonurinn kemur í staðinn) það vantar í hópinn.

Mun éta alla mína hatta og peysur ef þessi endurkoma  verður eitthvað meira en veikluleg tilraun til að endurvekja gamla tímann.

Bætmíandsúmí,

http://www.youtube.com/watch?v=XQvxi9KZDqA

Set hér inn "Whole lotta love" með Zeppelin og ég hvet ykkur eindregið til að hlusta.  Þeir eru snillingar mennirnir.

Úje


mbl.is Led Zeppelin kemur fram á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi svo mikil dúlla eitthvað...

1

..og ég er alls ekki að halda því fram að hann Játvarður sé eitthvað ólánlegur þarna á myndinni.  Sumir taka bara alveg ferlega glataðar myndir eitthvað.

Muna Játi minn að hafa hirðljósmyndarann með næst.

Annars bara góður,

arg

ég,

í krúttkasti.


Ég fæ mér byssu..

..það er á hreinu og held til veiða á rjúpu.  Ég ætla ekki að láta fokka upp jólunum mínum annað árið í röð.  Í fyrsta skipti frá því ég var barn (ef undan eru skilin jólin mín í Svíþjóð) var ég rjúpulaus.  Það er ekki hægt að lýsa líðaninni, jólunum stolið af manni bara og ég ekki einu sinni í samningsaðstöðu til að kaupa rjúpu á 5.000 kr. stykkið, en svei mér þá ef ég hefði ekki gert það ef það hefði verið í boði.

Nú held ég á vertíð sjálf.  Það er sölubann á rjúpum og einhversstaðar verð ég að ná í jólamatinn.  Hvernig ætli hamborgarhryggselskendunum liði, ef steikin þeirra yrði bönnuð nema fáum útvöldum.  Þá myndi nú heyrast hljóð úr horni.

Þar sem ég veit ekki hvað er fram og hvað er aftur á svona byssu, auglýsi ég hér með eftir rjúpnamanni sem vill bjarga fyrir mig jólunum á sanngjörnu verði, og koma jafnvel í veg fyrir stórslys á heiðum uppi.

P.s. Annars var dádýrið sem ég hafði í matinn bara stórkostlegt og ekkert út á það að setja, en traddi er traddi, júnó.

Plíshelpmí.

Ójá


mbl.is Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.