Leita í fréttum mbl.is

Ég fæ mér byssu..

..það er á hreinu og held til veiða á rjúpu.  Ég ætla ekki að láta fokka upp jólunum mínum annað árið í röð.  Í fyrsta skipti frá því ég var barn (ef undan eru skilin jólin mín í Svíþjóð) var ég rjúpulaus.  Það er ekki hægt að lýsa líðaninni, jólunum stolið af manni bara og ég ekki einu sinni í samningsaðstöðu til að kaupa rjúpu á 5.000 kr. stykkið, en svei mér þá ef ég hefði ekki gert það ef það hefði verið í boði.

Nú held ég á vertíð sjálf.  Það er sölubann á rjúpum og einhversstaðar verð ég að ná í jólamatinn.  Hvernig ætli hamborgarhryggselskendunum liði, ef steikin þeirra yrði bönnuð nema fáum útvöldum.  Þá myndi nú heyrast hljóð úr horni.

Þar sem ég veit ekki hvað er fram og hvað er aftur á svona byssu, auglýsi ég hér með eftir rjúpnamanni sem vill bjarga fyrir mig jólunum á sanngjörnu verði, og koma jafnvel í veg fyrir stórslys á heiðum uppi.

P.s. Annars var dádýrið sem ég hafði í matinn bara stórkostlegt og ekkert út á það að setja, en traddi er traddi, júnó.

Plíshelpmí.

Ójá


mbl.is Áfram sölubann á rjúpum og rjúpnaafurðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

www.ust.is þar færðu allar upplýsingar um námskeið til að öðlast réttindi til að skjóta úr byssu og einnig til að hafa leyfi til að drepa(veiðkortið) blessaða rjúpuna!

Tryllti (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 16:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tryllti, sko í heiðarleika sagt, þá vil ég að annar en ég sjái um morðið á matnum mínum.  Fyrir utan að ég sé ekki rassgat og myndi aldrei hitta.

Ertu á leiðinni á rjúpu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Didda

........................ehhh ég veit ekki hvort ég þori að láta þetta sjást en en en en ég á ég á ég á 3 rjúpur í frystinum  og það er sko bannað að brjótast inn til mín

Ef ég sé svartklædda konu með grímu fyrir utan húsið mitt  þá veit ég hver það er.......

Ég er svo innilega sammála þér að rjúpan er algjört möst á jólum

Didda, 12.9.2007 kl. 16:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Jenný mín, ég er alin upp við rjúpu, og hélt að það yrðu enginn jól án hennar, en svo fékk ég karl sem vildi ekki rjúpu.  Fyrst var samkomulag um rjúpur annað hvert ár, en svo einhvernveginn rjátlaðist þetta af mér.  Rjúpan er fallegur fugl og stofnin í hættu.  Við verðum að hugsa um það líka.  Og hamborgarahryggur er voðalega fínn, ef hann væri bannaður myndi ég bara borða eitthvað annað.   Jólin og stemninginn koma samt sem áður.  Það sá ég þegar ég eyddi jólum og nýju ári úti í Vín núna síðast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 16:51

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Borðar þú bara falleg dýr dýr, Jenný mín?

Bergur Thorberg, 12.9.2007 kl. 16:55

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég segi eins og Ásthildur. Neyðumst til að hugsa um stofninn. En fjandinn fjarri mér að ég ætli að eiga önnur rjúpulaus jól. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 16:56

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það færðist kæti yfir mitt heimili í dag.....maðurinn minn heldur til veiða á ári hverju, ný búinn að veiða hreindýr, var að koma inn úr dyrunum með 4 heiðagæsir og nú er verið að plana að fara á rjúpu....ég gleðst og sé að jólin verða eins og alltaf með rjúpulykt í húsinu frá þorlák fram á annan....! Við munum að sjálfsögðu ekki selja neina villibráð...allt verður gefins þar sem ekki dettur okkur í hug að brjóta sölubannið, menn gætu mætt hér á dyrastafinn með þvaglegg og ég veit ekki hvað og hvað !

Sunna Dóra Möller, 12.9.2007 kl. 17:04

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóhann Örn ég skelf á beinunum, en kannski sendir löggan á mig trúboða

Jóna og Ásthildur, fj... fjarri mér að ég gefist upp í ár.  Hehe takist með fyrirvara.  Jóna ertu laus fyrstu helgina í nóvember?

Bergur, ég borða ekkert ófrítt, eða stirðbusalegt.  Allt limafagur og afburðafallegt sem ég legg mér til munns, Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 17:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sunna Dóra, við þurfum að hittast.  Og hvað ætlar þessi örsmáa fjölskylda þín að gera við heilt hreindýr eða svo?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 17:08

10 identicon

Jenný, TÚTTUBYSSA. Hljóðlát og ekki þörf á leyfi. Þú einfaldlega hleður hana vel, og læðist svo upp að Rjúpunni. Svo ef einhver segir eitthvað þá á ég góða lausn á því.  En það gef ég ekki upp á opnum vef. 

Úje, ekki málið mín kæra, allt fullt af rjúpu.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:13

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Túttunbyssa, ok tölum saman Guðrún mín B, ekki að ég ætli að biðja þig að kenna mér á eina slíka, við hvetjum ekki til lögbrota hér

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 17:15

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

.........við frystum það og tökum upp í bitum á hátíðis- og tyllidögum.................við erum nú fimm...*fliss* og borðum mikið, enda sést það á sístækkandi þvermáli !

Sunna Dóra Möller, 12.9.2007 kl. 17:21

13 identicon

Jenný DÍLL!!

Guðrún B. (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:26

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi það sama, engin jól án rjúpna, eitthvað hefur gengið erfiðlega fyrir mig að plata húsbandið mitt til að skjóta rjúpur en hann nennir að hanga yfir gæsaskytteríi öll haust, ég verð að finna út eitthvað trix til að fá hann í rjúpnadráp 

Huld S. Ringsted, 12.9.2007 kl. 17:45

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Rjúpnaveiðarnar eru nú meira hressandi en gæsin...þar liggja menn flatir í skurðum og bíða eftir einu flugi...stundum kemur ekki neitt! En í rjúpunni er maður á hreyfingu og það er útivist og það er hægt að týnast og allt

Sunna Dóra Möller, 12.9.2007 kl. 17:47

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er alltaf að reyna að segja honum þetta Sunna Dóra en það virkar ekki.

Huld S. Ringsted, 12.9.2007 kl. 17:52

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jenný mín farðu bara og keyptu  byssu og fáðu leyfi og náðu þér í rjúpu.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.9.2007 kl. 17:53

18 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er svo heppin að mér finnst rjúpur alls ekki góðar og er því alveg sama um rjúpnabönn. Og bann á öðrum skepnum myndi heldur ekki eyðileggja jólin því ég er búin að borða alls konar mat á jólum og þau hafa alltaf komið samt. Helst vil ég svín, reykt eða nýtt, en hef líka borðað kalkún og lamb þennan dag. Hef ekki enn fengið grænmetisfæði á jólum en yrði ábyggilega hamingjusöm með það líka. Ég er svo oft búin að vera fjarri fjölskyldunni um jól að það sem skiptir mig mestu máli er með hverjum ég er en ekki hvað ég ét. En ég skil þig samt. Hefðir er erfitt að brjóta og ég baka t.d. bara sörur á jólum því mér finnst það ekki við hæfi aðra daga.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:15

19 Smámynd: krossgata

Ég hef ekki einu sinni smakkað rjúpu og þar sem ég er ekki matvönd manneskja hef ég ákveðið að mér muni örugglega lítið til hennar koma.  Maður verður nú að hafa eitthvað til að segja að maður borði ekki ásamt hafragrautnum.    Það er bara eitt lögmál um jólin hjá mér og það er hangikjöt á jóladag.... og langt í að við hættum að framleiða lambakjöt. 

krossgata, 12.9.2007 kl. 18:39

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kristjana ertu til í að vera dílerinn minn?  Mig vantar rjúpu. Hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 19:38

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jenný, ef þú ferð á skitterí ekki koma í Árnessýslu, þú veist hver mundi elta þig á röndum með legginnn  muuuhhhaaaaaz

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 19:56

22 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ef sonur minn - skotmaðurinn mikli - er duglegur þetta árið - þá skal ég hugsa til þín.........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 12.9.2007 kl. 20:02

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi ekki þora í Þvagleggsumdæmið í kaffi til þín einu sinni Ásdís mín

Ingibjörg mín nýja bloggvinkona, málið er einfalt, ég elska þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 20:46

24 identicon

Eina skiptið sem ég var án rjúpna á jólum var þegar veiðibannið var og þá fór ég til útlanda um jólin, vissi að það myndu hvort sem er ekki verða nein jól hjá mér án þess að fá t.d. lyktina í húsið. Ef ég fæ ekki rjúpu - engin alvöru jól, ekki flóknara á mínum bæ.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 20:50

25 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég er svo heppin að borða svín á jólunum og þarf því ekki að fá mér byssu.

Benedikt Halldórsson, 13.9.2007 kl. 02:18

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna hugsa um vini sína á jólunum, hugsa og framkvæma (væntingakall)

Benedikt sérðu hvað þú ert heppinn?  Ekki er lífsgleði þín undir umhverfisráðherra komin.  Hm

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 08:30

27 Smámynd: Páll Einarsson

Snúast ekki jólin um meira en byssur, pakka og rjúpur...

Páll Einarsson, 13.9.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband