Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Miðvikudagur, 12. september 2007
Halló, trúboðar óskast í miðbæinn um helgar!
Í viðtali á sjónvarpsstöðinni Ómega, þar sem Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, sat í fullum lögregluskrúða, þá er vænlegra til árangurs að róa miðbæinn með trúboðum fremur en lögreglumönnum.
Er það nema von að trú almennings á lögregluna sé á undanhaldi þegar einn af yfirmönnum hennar treystir fremur "stríðsmönnum" Guðs til að stilla til friðar en sínum eigin undirmönnum.
Geir Jón viðurkennir að vísu að hann hefði ekki átt að mæta í einkennisbúningi til viðtalsins.
Svona til glöggvunar þá segir Geir Jón m.a. í viðtalinu.
"Það er verið að tala um að það þurfi að fjölga mikið í lögreglunni í miðborginni og annað til að taka á óeirðaseggjum, en það væri miklu betra að vinna það frá hinum endanum, að láta þá kynnast Drottni og breyta um líf og lífshætti og verða góðir og gegnir þegnar. Það er líklega það eina sem myndi leysa þetta, að auka trúboð í miðbænum".. og áfram í sama dúr.
Það má auðvitað segja að það gæti verið sniðugt að trúboða fólk þar til af því rynni og hundskaðist heim.. úr leiðindum.
Kannski löggan prufi aðferðarfræði yfirlögregluþjónsins... í Jesú nafni.
Ég er með tillögu að trúboðum..
Hósíanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 12. september 2007
ER BÚIÐ AÐ SEGJA GJÖRIÐ SVO VEL?
Ég er ekki ein af þeim sem finnst Jesúauglýsingin fyndin. Hún truflar mig ekki, alls ekki, mér fær mig bara ekki til að hlægja. Ég játa að það hefur valdið mér áhyggjum að vera svona úr takti við hinn almenna húmor, því meira að segja fólk, með svipað skopskyn og ég, sem er skemmtilegt og með eitraðan húmor, hefur hlegið að þessu; "er búið að segja gjörið svo vel" fyrirkomulagi.
En nú hlæ ég, alveg skellihlæ. Þetta stönt með Vodafone merkið er algjörlega brilljant. Jón Gnarr er æðislega klár að finna marga fleti á sama brandaranum. Nú verður haldið áfram að tala um þessa auglýsingu og síminn græðir og græðir.
Ekki reyna að segja mér að þetta hafi verið óvart, þ.e. að það sjáist í merki Vodafone í auglýsingunni. Það getur ekki verið að neinn sé svona vitlaus. Fólk býr ekki til rándýra auglýsingu, og hana flotta, og klikkar svo á smáatriðunum svona gjörsamlega. Eða er það?
"Er búið að segja gjörið svo vel hvað"?
![]() |
Merki Vodafone sást í Símaauglýsingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 12. september 2007
Í FIÐURMJÚKUM "MÖRMUM" MÍNUM
..sungu skátvibbarnir mínir, þegar þeir voru litlir. En þeir voru algjör krútt. Mér datt þetta í hug þegar ég las þessa frétt þar sem ISG segist hafa "tekið" eftir því að Ísland væri ekki lengur á lista yfir hinar staðföstu þjóðir (þvílíkt nafn á stríðandi þjóðum).
Ég vil að utanríkisráðherrar þessa lands taki mig í fangið í pólitískum skilningi. Segi við mig: Jenný Anna við gerum ekki neitt sem stofnar landinu þínu, þjóðinni og afkomendum þínum í hættu. Við efnum ekki til ófriðar og við virðum rétt annarra þjóða til að ráða ráðum sínum.
Hm.. ég hvíli þessa dagana ekki í fiðurmjúkum "mörmum" utanríkisráðuneytisins. Er til of mikils ætlast að ráðherrann (sem ég lít upp til og virði mikið), viti hvort við erum á þessum bölvaða lista eða ekki? Taki ekki bara eftir því einn daginn að við séum horfin af honum? Eigum við að bíða eftir að vera sett eða tekin af honum, ef og þegar Bandaríkjamönnum dettur það í hug?
Hvað varð um okkar eigin ákvarðanarétt?
Farið það í hoppandi, hvað ég er öryggislaus.
Súmí.
![]() |
Ísland ekki lengur á lista yfir staðfastar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 11. september 2007
OFMAT
Viktoría og Davíð hafa fengið umsögnina "ofmetnasta fólk í heimi". Það má vera rétt, svo langt sem það nær.
Sjálfstæðisflokkurinn, Bubbi Morthens, Þvagleggssýslumaðurinn, Blönduóslögreglan, Íslensk Erfðagreining, Nylon, Þorramatur, kjötbollur og íslenska þjóðkirkjan, eru líka stórlega ofmetin.
Ég, hins vegar, er hneykslanlega vanmetin.
Væmíollðetæm?
Úje
![]() |
Beckhamhjónin eru ofmetnasta fólk í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 11. september 2007
TÖKUM FEGURÐARSAMKEPPNISLEYFIÐ AF LAUFDALNUM OG HENDUM ÞVÍ ÚT Í HAFSAUGA..
..þar sem tímaskekkjur eins og keppni í fegurð eiga heima, með réttu.
Hann getur svo dílað við missirinn "innanhúss" eins og hann ætlar að gera í sambandi við ofbeldið sem MR-krakkarnir urðu fyrir í s.l. viku, af hendi dyravarða Broadway.
Starfslraftar Elínar Gestsdóttur nýtist örugglega betur á nýjum vettvangi.
Hvað er það með veitingamenn.... sem hm.. gerir þá frábrugðna
Og hana nú.
![]() |
Elínu Gestsdóttur sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 11. september 2007
DÝRT AÐ VERA ERTANDI
Ef ég er ertandi (hvað sem það nú þýðir) eða með attitjúd úti í Hagkaup þegar ég kaupi í matinn, einhver slær mig "nokkur" (alls ekki mörg) hnefahögg í andlitið og sparkar svo í mig þar sem ég ligg, get ég sjálfri mér um kennt.
Þetta hef ég staðfest af Héraðsdómi Austurlands sem dæmdi mann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir lítilræðið. Í fréttinni stendur orðrétt " að konan hafi átt, samkvæmt gögnum málsins, upptök að árásinni með ertingum."
Ég velti fyrir mér hvað teljist ertinga. Gæti verið að það teldist erting ef ég segi við einhvern í búðinni; "heyrðu ég var á undan þér", eða "ekki troðast" og sollis? Ég meina að fólk er með misháan þröskuld fyrir böggi.
Ég held að ég hætti að fara út í búð.
Yfir og út.
Við erum dauðar stelpur, fyrir Héraðsdómi Austurlands.
Úje
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 11. september 2007
SNÚRUBROT
Stundum á ég erfitt með að snúrublogga. Það tekur á ef mér líður ekki nógu vel og auðvitað langar mig stundum til að horfa fram hjá líðan minni og hvorki skrifa né segja um hana eitt einasta aukatekið orð.
Í gær var erfiður dagur, fyrir margra hluta sakir. Ég bloggaði reyndar um það og náði meira að segja að snúa vörn í sókn þegar leið á daginn.
Frá því ég kom úr meðferð í fyrra, get ég í fullri einlægni sagt, að ekki einu sinni hefur mig langað í áfengi, róandi- eða svefnpillur (úff að vera svona mikill fíkill ég roðna). En stundum hefur það hent, að mig hefur langað í breytt ástand, þ.e. að líðanin hefur ekki verið nógu góð, og þá hef ég fallið í þann fúla pytt að vilja eitthvað annað en ég hef. Það getur reynst hættulegt. Í gær langaði mig í breytt ástand. Ég var ekki einu sinni meðvituð um það fyrr en eftirá. Þessi hugsunarháttur, ef ég væri heilbrigðari, ríkari, hamingjusamari, þá væri allt fullkomið.
Ég eins og allir aðrir, hef aðeins augnablikinu yfir að ráða og það er eins gott fyrir mig að muna það. Annars er ég heppin kona, að hafa siglt svo lygnan sjó eftir að ég kom úr meðferð. Ég veit að það er ekki sjálfsagt.
Ég frétti af manni vinkonu minnar sem var að falla. Það kippti mér óþægilega niður á jörðina. Hver einasti alkóhólisti er jafn langt frá glasinu, í raun, þó tíminn vinni auðvitað með okkur. Það var mér sagt í meðferðinni og hingað til hefur fólkið á Vogi ekki klikkað á einu atriði, hvað alkahólismann varðar. (Né nokkru öðru ef út í það er farið)
Með hægðinni hefst það, er þaeggibara?
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Þriðjudagur, 11. september 2007
ÞÖGGUN SKRIFAR JÓNÍNA BEN..
..og ég er eitt spurningamerki í framan. JB skrifar um vinsældarlista Moggabloggs og bendir á að konur séu í fimm efstu sætum þessa lista (að margra mati mjög vafasama lista). Svo skellir hún orðinu þöggun í fyrirsögnina.
Ég spyr Jónínu, af því hún leyfir ekki kommment á síðunni sinni, hver er þöggunin?
Er ekki þöggun óviðeigandi orð hér?
Ég vil vita ef ég er fórnarlamb þöggunar.
Það er svo annað og alvarlegra mál að ég þagna ekki allan Guðslangan daginn.
Ójá
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 11. september 2007
MORGUNSKELFING
Líf mitt er þrungið ægispennu og mikilli dramatík. Það er aldrei nokkur friður. Indíana Djóns hvað?
Ég vaknaði hér í hægðum mínum (oj), í rólegheitum sum sé, og eftir morgunverk þá settist ég hér við að lesa Moggann. Eitthvað undarlegt hljóð barst mér til eyrna, svona klikk, klikk, ósköp mjúkt og þægilegt bara og til að byrja með var ég alveg róleg yfir þessu.
Það rann síðan upp fyrir mér að þetta hljóð er ekki heimilisfast hér. Á sem sagt ekkert með að heyrast. Hvað var? Ég hentist á fætur (okokok, stóð virðulega á fætur) og hóf leit að hljóði. Ég óð um allt, ég fann ekkert. Hugs, hugs, nú voru góð ráð dýr. Það er með hljóð eins og verki, hvorutveggja er afleiðing af einhverju sem er að eiga sér stað. Loksins varð mér rambað á útidyrahurðina. Haldið þið ekki að borgarhliðið hafi verið opið og það beint inn í kastalann?
Ég skil vel að ykkur sé brugðið kæru gestir. Hver hefði átt að skrifa ódauðlega pistla fyrir ykkur ef ég hefði fundist myrt í rúminu? Eða eitthvað þaðan af verra (já það er hægt að lenda í verri hlutum en að drepast).
Málið er; hver á að taka sökina? Ég eða húsband? Æi, ég er svo glöð yfir að hafa sloppið lifandi og ætla ekkert að vera að segja honum frá því að ég hafi farið út í sjoppu seint í gærkvöldi. Hann gæti séð ástæðu til að ætla að ég hafi gleymt að skella á eftir mér.
Ég slapp fyrir horn úr hurðalausu helvíti.
GMG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 11. september 2007
HÚMOR?
Frétt Moggans um rannsókn Hönnu Láru Steinsson, félagsráðgjafa á aðstæðum 45 til 65 ára einstaklinga sem þjást af Alzheimer, er nokkuð aðthyglisverð.
Spurningin er hins vegar um fyrirsagnaskrifara Moggans, sem fer hamförum þessa dagana, hvort hann sé að fara yfir strikið í fíflalátunum þegar hann skrifar.
"HEILABILAÐIR VALSA UM Í KERFINU"
Hmprf
![]() |
Heilabilaðir valsa um í kerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr