Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

VÓ-Ó-Ó-HVAÐ ÉG VERÐ LANGLÍF..

1

..ef það er eitthvað að marka þessa mjög svo undarlegu rannsókn sem sýnir fram á að fjórum sinnum meiri líkur eru á að konur sem taka ekki virkan þátt í rifrildum deyi ungar.

Stundum verð ég svo aldeilis bit yfir rannsóknarefnum vísindaheimsins.  Þetta er eitt að þeim skiptum. 

Það að þegja þegar deilur koma upp er gömul leið til að lifa af sem konur í ofbeldisfullum hjónaböndum velja gjarnan,” segir Elaine D. Eaker, sem fór fyrir rannsóknarteyminu. Þá segir hún rannsóknina leiða í ljós að þunglyndi sé mun algengara hjá konum sem þegi en konum sem rífist þegar þeim sé misboðið."

Það er alveg hárrétt að það sé þunglyndisvekjandi að búa við ofbeldi og geta ekki tjáð sig eðlilega, en það þurfti nú ekki rannsókn til að segja manni það.

Ég hef alltaf átt erfitt með að þegja í mínum samböndum, þannig að ég ætti þá að verða allra kerlinga elst, samkvæmt þessu.

Einhverveginn held ég að það muni vera vænlegra til langlífis að lifa í sátt við sjálfan sig og umhverfi sitt.

Eða hvað?

Get a live þið þarna í Danmörku.

Ú-ú-újejeje


mbl.is Eftirlátar konur lifa skemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLEÐIFRÉTTIR...

2

..fyrir mig, fjölskylduna, vini og kunningja til sjávar og sveita.  Hm.. (þekkjum varla kjaft utan borgarmarka, en samt).

Maya, Oliver og Robbi koma á þriðjudaginn og verða í níu daga á landinu.  Ég fékk kökk í hálsinn af gleði, þegar Maysan mín hringdi áðan og lét mig vita.

Það spillir ekki gleðinni að hún ætlar að kaupa fyrir mömmu sína forláta GSM síma, sem er svo þróaður að hann gerir allt nema að taka upp kartöflur.

Vó hvað ég á eftir að bombardera bloggið mitt með myndum (af sjálfri mér).

1

Takk Amma-Brynja fyrir að gera þetta mögulegt.Heart

Nóbodíhastúkræmíarivertúdei!

Újejejejeje


HÁPUNKTUR GÆRDAGSINS

Var nautasteikin sem ég hafði í kvöldmatinn, skv. læknisráði auðvitað, en nautakjöt mun vera svo blóðaukandi.

Steikin var matreidd eftir kúnstarinnar reglum ástríðukokksins Jamie Oliver, að sjálfsögðu.  Hér er ekki verið að taka sénsa með rándýran mat.

Niðurstaða:Kjöt eins og gamall og veðraður sjóvettlingur, þrátt fyrir nýmalaðan pipar og Maldonsalt.

Það sem bjargaði málinu var grænmetið og bara grænmetið.

Æmgonnasúðemaninhagkaupkringlunni.

Úje

 


HLANDVOLGT OG LEYFILEGT

1

Ég skellti upp úr núna áðan þegar ég rakst á viðtengda frétt.  Það  er í alvörunni búið að fjarlæga kælirinn úr Vínbúðinni í Austurstræti, að ósk borgarstjóra í Reykjavík.  Hann fór líka fram á að hætt yrði að selja bjór í stykkjatali í Vínbúðinni en þeir voru ekki til í að láta þá ósk rætast. 

Nú þegar kælirinn í Vínbúðinni er horfinn á braut, mun áfengisneysla í miðborginni leggjast af og Austurstræti mun verða algjörlega laust við "ógæfumenn" eins og borgarstjórinn kallar fullu kallana í Strætinu.

Þ.e. þangað til að 10-11 ásamt öðrum verslunum fær leyfi til að selja áfengi allan sólarhringinn í götunni, en Vilhjálmur er yfirlýstur stuðningsmaður þess að leyfa sölu áfengis í stórmörkuðum.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í stjórn S.Á.Á. og þess vegna kom mér á óvart að hann sendi drykkjumönnunum í Strætinu svona kaldar kveðjur.  Ég hélt að með langri setu sinni í stjórn S.Á.Á. væri hann upplýstur um sjúkdóminn alkahólisma.

Nú geta strákarnir keypt bjór í Vínbúðinni, að vísu hlandvolgan, og það gerir auðvitað gæfumuninn.

Veikmíöppæmöstbídríming!

Úje

 


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ÞVAGLEGGSMÁLIÐ" - UPPFÆRSLA

 

Þar sem kommentakerfið hefur nánast brunnið yfir hjá mér við færsluna um konuna sem lögreglan í samráði við lækni og hjúkrunarfræðing, settu upp þvaglegg hjá, gegn vilja konunnar langar mig til að bæta við eftirfarandi:

Flestir hafa væntanlega séð fréttir RÚV í kvöld en þar var talað við yfirlækni Slysadeildar Landspítala.  Hann sagðist vera nær viss um að svona neyðargjörð hefði ekki verið ástunduð á sinni deild.

Hann sagði líka að skylda lækna væri fyrst og fremst að lækna sjúklinga og að hann myndi ekki taka þátt í svona aðgerð, nema að viðkomandi væri sviptur sjálfræði fyrst og þá svæfður.

Þetta er nákvæmlega það sem málið snýst um.  Það er ekki hægt að vaða að fólki og gera á því inngrip, án samþykkis bara vegna þess að löggan vill fá þvagprufu.  Ekki að ég sé að draga úr þörfinni á að vinna gegn ölvunarakstri, það eru bara almenn mannréttindi sem verður að hafa í heiðri.

Sá líka "The Sheriff" úr Árborg í fréttunum.  Honum fannst þetta auðvitað fullkomlega réttlætanleg gjörð.

Iss


JAMIE, JAMIE, JAMIE!

1

Stundum slær fólk í gegn.  Jamie Oliver er eitt dæmi um svona óvart "meik", þ.e. að það var alls ekki fyrirsjáanlegt í upphafi matreiðsluþáttanna hans í sjónvarpi, að þeir myndu slá svona algjörlega og fullkomlega í gegn.

En það gerðist og Jamie er að verða að stofnun með öllu tilheyrandi.

Fyrstu seríurnar voru teknar upp heima hjá honum og kannski einmitt þess vegna var stemmingin yfir þáttunum það sem greip mann, án tillits til hvað kraumaði í pottunum hverju sinni.  Svo eldar maðurinn af ástríðu, og ég hef tekið eitt og annað til handagagns frá þessum þmámælta gleðikokki.

Nú er hann allsstaðar.  Hann er í auglýsingum, hann er orðinn ferðakokkur sem hendist á milli landa og eldar mat í anda viðkomandi lands.  Asskoti skemmtilegt en mér finnst einlægninni hafa hrakað.  Enda örugglega erfitt að halda sér ferskum þegar þáttagerðin og allt lífið bókstaflega, snýst um að vera listakokkur og bara það.

Nú verður Jamie aðalpersónan í teiknimynd fyrir börn.  Maðurinn hefur líka mikinn áhuga á að kenna börnum að elda og beina þeim inn á brautir heilnæms mataræðis.  Ekkert nema gott eitt um það að segja.

Spurning er hvort hægt sé að halda út svona stofnun, nema að fá fullt af hjálparmönnum og fyrirkomulagi því sem einkennir stór þáttargerðarbatterí. 

Ég ætla að vona að hann verði ekki að Mörtu Stewart.  Guð forði okkur frá því.

Bon apitit

Újejejeje


mbl.is Teiknimyndahetjan Jamie Oliver skemmtir börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINKALEYFI Á ORÐ

 

Ég mun í dag setja mig í samband við Einkaleyfastofu og fá eftirfarandi orð skráð sem orðmerki:

Kerlingabók

Útlimagleði

Súmí - Bítmí - Bætmí

Áhyggjufrömuður

Það eru fleiri orð en þetta sem ég á í pússi mín og vill teljast höfundur að (og mér er alveg sama hvort einhver annars þykist eiga þau líka) og ég sé enga ástæðu til annars en að eyrnamerkja mér þessi orð og stofna svo til málaferla ef einhver annar vogar sér að nota þau án míns leyfis.

Nú er Húkkaraballið og Brekkusöngurinn  í tengslum við Þjóðhátið orðin orðmerki (sambærilegt við vörumerki).

Í framtíðinni má ekki ástunda Brekkusöng annars staðar en í Eyjum en það má ástunda söng í brekkum.  Þá verður að auglýsa fyrirbrigðið sem Söngbrekku, nema að fengnu leyfi hjá ÍBV.

Var einhver að segja að lífið væri flókið?

Ég hélt ekki.

Æmsúingevríbodí!

Úje


mbl.is Eyjamenn þeir einu sem mega halda Húkkaraball
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GERIST SVONA Á ÍSLANDI?

 

Kona kærði lögregluna á Selfossi til ríkissaksóknara í maí s.l. fyrir kynferðislegt ofbeldi þegar þvagsýni var tekið með þvaglegg á hennar samþykkis.

Það kemur fram að tveir karlkyns lögregluþjónar hafi haldið konunni á meðan læknir og hjúkrunarfræðingur settu upp í hana þvaglegg til að ná úr henni þvagsýni.

Ekki ætla ég að túlka það hvers kyns ofbeldi konan hefur upplifað, en ofbeldi er það klárlega.  Það fer um mig. 

Getur verið að sú staðreynd að ekki eru til neinar starfsreglur hjá lögreglu þegar þvagsýni er tekið gegn vilja fólks, innifeli aðgerðir að þessu tagi?

Er hægt að kippa manni úr umferðinni eftir geðþótta lögreglunnar og með valdi sem þessu seta upp þvaglegg, sem er frekar óþægilegt inngrip, líka þegar það er gert með vilja viðkomandi?

Nú þarf hinn almenni borgari tölur.  Hversu oft er þetta gert?  Eru öll lögregluumdæmin að ganga svona langt?

Þetta er hreinn viðbjóður, það segi ég satt. 

 


mbl.is Konu haldið niðri og þvagsýni tekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAMFRARABLOGGARAR

 28

"Bloggarar eru meðal þeirra sem farið hafa hamförum í neikvæðri umfjöllun um frammistöðu Stuðmanna þetta umrædda kvöld, en sveitin lék mörg af sínum þekktustu lögum í nýjum og heldur rafrænni útfærslum." Stendur í viðtengdri frétt.

Merkilegt hvað það er illa liðið ef bloggarar tjá sig um suma hluti.  Ég hef reyndar engan bloggara lesið sem farið hefur hamförum í "Stuðmannamálinu". Það er eins og þeir sem blogga séu óskilgreindur massi af hálfvitum sem hafa ekki getu til að tjá sig um mál og þar af leiðandi eru þeir afgreiddir sem hamfarabloggarar.

Ég minni á að hamfarabloggararnir voru áheyrendur á hljómleikunum og í fullum rétti til að tjá sig um þá.

Stuðmenn áskilja sér rétt til að koma á óvart, segir Jakob Frímann. 

Ætli áheyrendur og þar á meðal þeir sem blogga séu ekki í fullum rétti til að hafa um það skoðun, þegar reynt er að drepa þá úr leiðindum?

Ég hefði haldið það.

Fruuuuussss og úje!

 


mbl.is Stuðmenn vilja stuða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VON FYRIR MIG OG MÍNA

Dómstóll á Englandi hefur bannað kántrýáhugamanni að spila sum lög með Dolly Parton Tammy Wynette.  Lagið Divorce með Tammy spilaði maðurinn stundum þrjátíu sinnum á dag, segja nágrannarnir sem enduðu með að fara í mál við manninn.

Nágranni minn með borinn er með afspyrnulega leiðinlegan smekk á tónlist (fyrirgefið ég meina samræmdum hljóðum).

Hann spilar til skiptis "Ég er frjáls eins og fuglinn" og "Komdu í Kántrýbæ".  allan sólarhringinn, þ.e. þegar hann er ekki að bora eins og vitlaus maður.

Get ég látið setja nálgunarbann á músíkina?

Eða á manninn til að vernda músíkina?

Eða bara eitthvað til að hann steinþagni?

Einhverjar uppástungur um leiðinlegustu lög ever?  Ekki að ég haldi það.

Æmgonnasúðefokker.

Arg og Úje


mbl.is Kántrý áhugamanni sett takmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband