Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Föstudagur, 3. ágúst 2007
GRAFIN LIFANDI...
..eða þannig, er það sem ég hef alltaf óttast svo skelfilega. Hef fengið um það martraðir að vera útskurðuð látin, sett í kistu, hún negld aftur og mér gúffað ofaní jörðina og mokað yfir. Hægfara dauðdagi. Þess vegna mun ég láta kveikja í mér. Það er á hreinu.
Kornabarn og eldri maður fundist lifandi í líkhúsum í Argentínu. Úff eru þeir með sérstaklega hraðar hendur í úrskurðardeildinni í Argentínu? Eins gott að þau voru ekki grafin sem sama.
Nú fæ ég martröð í nótt. Það er best að vaka.
Úje
![]() |
Fundust lifandi í líkhúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
ÉG ÆRI HÉR MEÐ ÓSTÖÐUGA..
..enda veit ég að það er ekki vinsælt að blogga um lokanir á nektardansstöðum. Það er ekki heldur vænlegt til visælda að vera á móti tilvist þeirra, né heldur að vera á móti klámi, vændi og mansali. En samt þetta:
Lögreglan hefur lokað klúbbnum "Strawberries" í Lækjargötu í Reykjavík. Starfsemin samrýmdist ekki starfsleyfinu.
"Grunur mun hafa leikið á að nektarsýningar færu fram á staðnum, sem aðeins hafði kráarleyfi. Samkvæmt nýjum lögum eru nektarsýningar bannaðar nema sérstakt leyfi sé fyrir hendi"
Það viðrar vel í baráttunni þessa dagana.
Já og ég er feministi.
Bætmíandsúmí!
![]() |
Lögregla lokaði skemmtistað í Lækjargötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
OG ENN ER DANSAÐ Á GOLDFINGER
Ég reyndist hafa rétt fyrir mér í gleðifærslunni minni í gær varðandi það að Goldfinger fær ekki leyfi til að sýna nektardans. Ég velti fyrir mér hvort það yrði ekki fundið leið til að komast fram hjá því. Það er auðvitað búið að redda málunum þar á bæ í bili, a.m.k.
Í Fréttablaðinu í morgun segir vertinn að það sé áfram dansað á Goldfinger. Það sé bara ekki nektardans sem er dansaður.
Hvað ætli hann láti þessar vesalings stúlkur klæðast í?
Laufblaði?
Geiri gerir í því að senda íslenskum yfirvöldum og almenningi, fokkmerkið.
Ðatsðetrúðh.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
STRÍÐSFRÉTTIR FRÁ EYJUM
Það er eins og að lesa fréttir frá vígvelli að lesa hana þessa. Eins og það sé eðlilegasti hlutur í heimi að:
"Fangageymslur lögreglunnar voru fullar í nótt. Mikil ölvun var í bænum og aðstoðaði lögregla marga við að komast heim eða í fangageymslur. Engin alvarleg slys eða ofbeldi átti sér stað að sögn lögreglunnar."
Sem sagt enginn alvarlega slasaður þrátt fyrir að fólk sé búið að drekka á sig óþrif.
Er þetta normal ástand eða hvað? Ég á ekki krónu. Spurningin er hvernig þessu vindur fram ef ástandið er orðið svona ÁÐUR en þjóðhátíðin er sett.
OMG
Súmí.
![]() |
Engin alvarleg slys eða skemmdir í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
ALLIR SEM HÉR KOMA..
..vita að ég tjái mig aldrei um drauma. Af því þeir eru tilfinning, fyrir nú utan að vera hundleiðinlegir að hlusta á. T.d. Ég var á gangi á Laugaveginum en það var samt ekki Laugavegurinn og ég var með systur minni en hún var samt Erla vinkona og við fórum til New York en vorum samt á Íslandi. Ok sófar?
Þess vegna ætla ég ekki að segja ykkur hvað mig dreymdi í morgun, þegar ég lagði mig aðeins aftur, eftir að hafa vaknað á óguðlegum tíma. Draumurinn innhélt:
Rán á veskinu mínu, óliðlegan leigubílstjóra, Hrönn bloggvinkonu, og mig með attitjúd við lögguna. Ég sagði löggunni að hún skyldi passa sig að vera ekki með stæla því annars myndi ég blogga um hana!
Ég held að sú staðreynd að ég sé í tekjublaði Mannlífs (með mínar auðmjúku tekjur að sjálfsögðu) hafi hreinlega stigið mér til höfuðs.
Að hugsa sér! Ég með kjaft og hótanir við lögguna.
Vottisðevorldkommingtú?
Úje...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 3. ágúst 2007
VERSLUNARMANNAHELGIN BROSTIN Á..
..og þegar ég vaknaði í morgun þá leist mér betur á að láta kjöldraga mig frekar en að æða í tjald úti á land.
Tilhugsunin um ísbað, göngutúr á glóandi kolum og fallhlífarstökk virkaði sjarmerandi í samanburði við útivist úti í hinni fögru náttúru Íslands í veðri dagsins. Hrollkuldi.
Halló, halló! Það er komið haust.
Súmí!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
MÖMMUSTRÁKAR
Mömmustrákar eru allsstaðar til, á öllum aldri og þeir eru ekki ófáir sem hafa búið heima hjá mömmu langt fram á fullorðinsár og jafnvel þar til mamman eða drengur gefa upp öndina. En á Ítalíu er þetta þjóðaríþrótt. Að búa hjá mömmu fram að fertugu er algengt og það er til ítalskt orð yfir þessa öldruðu smádrengi en því miður er ég búin að gleyma því.
Ég er að velta fyrir mér hverju um sé að kenna. Kannski er það "rúmsörvis" sem er svona svakalega 10-stjörnu. Það þarf þó ekki að vera.
Er þetta ofmæðrun?
Eða vanfeðrun?
Ædóntnó. Einhver?
Úje
![]() |
Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
EKKI TRAUSTSINS VERÐUR?
Þjóðhátíðarnefndin í Vestmannaeyjum, treystir Árna Johnsen ekki lengur til að vera kynnir á Brekkusviðinu. Þeir segjast ekki treysta sér lengur til að bera ábyrgð á honum.
Hvernig stendur á því? Meirihluti Sjálfstæðimanna í kjördæminu treystir manninum fullkomlega. Eru það ekki meðmæli?
Ævonder!
![]() |
Segjast ekki hafa treyst sér lengur til að bera ábyrgð á Árna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
BARA ILMKREM OG SNYRTIVÖRUR EÐA HVAÐ?
Flestar konur á aldur við mig muna örugglega eftir Avon ilmkremunum hérna í denn. Tópas ilmkremið var flottast, þar var með gervitópassteini á loki dósarinnar og vá hvað lyktin var góð. Ég átti annað líka sem hét því hástemmda nafni "Here´s my heart" og þessu makaði maður á sig, eftir að vera búin að meika sig með Innox-lituðu dagkremi, skella á sig eye-liner og maka "House-of Westmore" maskara á augnahárin á. Síðan var bleikum eða hvítum sanséruðum varalit skellt á varirnar. Guð hvað maður var fagur eða þannig. Ójá.
Ég hef aldrei sett Avon í samband við góðgerðarstarfsemi. En nú veit ég betur. Reese Witherspoon, leikona er að gerast heiðursforseti Avon-stofnunarinnar sem styður konur og fjölskyldur þeirra.
Flott hjá Reese!
Úje
![]() |
Reese Witherspoon gerist Avon-sendiherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
FLESTALLIR VIÐSKIPTAVINIR GOLDFINGERS....
...hafa, svei mér þá, velflestir, heimsótt kommentakerfið mitt vegna gleðifærslunnar hér fyrir neðan um að Goldfinger fái ekki endurnýjað leyfi fyrir nektardansi.
Það hafa þeir gert til að fagna með okkur konum.
Eða....?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr