Leita í fréttum mbl.is

GRAFIN LIFANDI...

 

..eða þannig, er það sem ég hef alltaf óttast svo skelfilega.  Hef fengið um það martraðir að vera útskurðuð látin, sett í kistu, hún negld aftur og mér gúffað ofaní jörðina og mokað yfir.  Hægfara dauðdagi.  Þess vegna mun ég láta kveikja í mér.  Það er á hreinu.

Kornabarn og eldri maður fundist lifandi í líkhúsum í Argentínu.  Úff eru þeir með sérstaklega hraðar hendur í úrskurðardeildinni í Argentínu?  Eins gott að þau voru ekki grafin sem sama.

Nú fæ ég martröð í nótt. Það er best að vaka.

Úje


mbl.is Fundust lifandi í líkhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ég er að spá í að láta grafa mig á 2 stöðum. Hausinn fyrir vestan og restina hérna fyrir sunnan. Þá er ég allaveganna laus við að lenda í þessu

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Birna Dís

Vinkona mín var alveg ákveðin í því þegar við vorum krakkar að þegar hún yrði jörðuð þyrfti að binda spotta við puttan á henni og hafa bjöllu á gröfinni. Svo hún gæti hringt bjölluni ef hún vaknaði í gröfinni  Held að við höfum lesið of margar draugasögur

Birna Dís , 3.8.2007 kl. 15:59

3 identicon

Úff Jenný, ég er svo hrikalega áhrifagjörn, að ég er í kasti yfir þessari færslu þinni. Nú mun mig dreyma þetta líka, og ekki nóg með það, ég fékk þessa hugsun á heilann.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:05

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hef fengið um það martraðir að vera útskurðuð látin, sett í kistu, hún negld aftur og mér gúffað ofaní jörðina og mokað yfir.  Hægfara dauðdagi. 

You are giving people some ideas

Jóna Á. Gísladóttir, 3.8.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef hrædd við það sama frá þvi að ég fattaði að ég myndi einhvern tímann deyja.............það verður kveikt í mér líka, það er alveg á hreinu. Hitt er svo óhugguleg hugsun að vakna svona upp niðri í jörðinni að ég get aldrei klárað þá hugsun almennilega til enda !

Sunna Dóra Möller, 3.8.2007 kl. 16:27

6 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Mjög svo sammála þessu, hef sjálf átt í miklum vandræðum með að samþykkja greftrun, vildi fyrst að ég yrði sett í grafhýsi - þ.e.a.s. grafhýsi ofanjarðar en hef svo ákveðið að láta brenna mig sem sérstaka varúðarráðstöfun gegn svona uppákomum.  Öskuna á síðan að geyma í krukku sem fer í hillu með glerrúðu svo ég sjái út.......svona portúgalskur grafreytur á mörgum hæðum, lítil ker sett í litla skápa með glerglugga og mynd af mér og ættingjarnir geta svo heimsótt mig og gefið mér blóm eða Frón-kex og sett upp litlar gardínur.....voða kósý, get samt ekki lofað að vera alltaf heima.

Gíslína Erlendsdóttir, 3.8.2007 kl. 16:28

7 identicon

Mér finnst þetta dálítið góð hugmynd með spottann og bjölluna sem Birna Dís talar um. Það gerir það kannski enn auðveldara að ef við förum að gera þetta eins og farið er að gera einhvers staðar annars staðar í heiminum til að spara pláss, að grafa kisturnar upside down, þá er kollurinn nánast rétt við yfirborðið og auðvelt að láta heyra bæði í bjöllunni og sjálfum sér. Pottþétt

Dugar þetta Jenný mín??? ertu ekki alveg hætt að vera hrædd???  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 16:40

8 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Smásaga eftir Stephen King fjallar um svipað efni, nema hvað að þar á að fara að kryfja mann, sem er lifandi en var bara bitinn af framandi snáki. Hann liggur því vakandi í líkhúsinu og hlustar á læknana sem eru að fara að kryfja hann. Kvenkyns læknir færir til það allra helgasta til að skoða ör í nára. Þá er þó enn líf í Sigmundi og ákveðin ósjálfráð viðbrögð segja henni að ekki er um lík að ræða.

Sagan endar frábærlega. Maðurinn segir frá því að hann deitaði þennan lækni í smá tíma, en hún sagði honum upp þegar í ljós kom að hann gat ekki náð fullri reisn nema að hún væri í latex hönskum.

Hjálpaði þetta eitthvað?

Ingi Geir Hreinsson, 3.8.2007 kl. 17:09

9 identicon

Þetta með bjölluna er þekkt aðferð frá viktoríutímanum í bretlandi. það sem fólk óttaðist allramest þá var að vera kviksett

doddi (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 17:53

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fór einu sinni í myndatöku, var rúllað inn í einhverja vél og þurfti að dúsa inni í henni í klukkutíma. Held að það sé meira pláss í líkkistu, 5 cm frá nebba í loftið á vélinni. Þetta var mesta martröð sem ég hef lent í, ég lokaði augunum og talaði mig niður, einmitt um að það væri ekki verið að grafa mig lifandi, þetta væri bara myndavél. Líðanin hefði verið miklu betri ef fæturnir hefðu farið inn í vélina á undan, þá vissi ég að ef ég myndi panikera þá tæki bara eina sekúndu að sleppa út, þegar hausinn væri kominn þá væri hitt aukaatriði. Konan sem myndaði mig sagði mér eftir þennan klukkutíma, þegar ég lýsti skelfingu minni, að fertugur karl hefði sturlast deginum áður og það þurfti að sprauta hann niður. Þá fannst mér ég hetja. Fór í Vestfjarðagöngin nokkru seinna og fékk innilokunarkennd í fyrsta sinn á ævinni. Ég veit sem sagt nokkurn veginn hvernig er að vera innilokaður "í kistu" í klukkutíma. Sorrí, ætlaði ekki að blogga á síðunni þinni ... heheheheh!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.8.2007 kl. 18:03

11 Smámynd: Ragnheiður

OMG hugmyndaflugið í ykkur er náttlega svakalegt. Mér líst samt best á hugmynd Gíslínu að vera á hillunni og allur sá pakki.

Ragnheiður , 3.8.2007 kl. 18:03

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt að það væru vinir mínir sem væru hér í kommentakerfinu, en nei það er gjörsamlega búið að fokka mér upp.  Anna pældu í því ef kistan er sett upp lóðrétt og hausinn látinn óvart niður á undan?  ARG nú er ég orðin alvarlega hrædd.  Jóna hvað meirarðu? OMG

Loveugays!

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2007 kl. 18:28

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þurfti einusinni að liggja með hausinn læstan inni í sneiðmyndatæki og mátti ekki hreyfa mig, bara alls ekki hreyfa mig i nokkrar mínutur, það var eins og að liggja fastur í kistu  

Dúa frábær færsla

Marta B Helgadóttir, 4.8.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband