Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Að gera eitthvað úr engu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Og það er að bresta á..
..með jólunum. Í dag hafa starfsmenn Orkuveitunnar verið að setja upp jólaljósin í miðbænum. Úff, ég verð alveg mössí-mössí. Merkilegt hvað ég er jólavæmin alltaf.
Hér var Jenný Una Eriksdóttir í opinberri heimsókn í dag. Hún, eins og amman er svolítið jólaspennt. Það endaði með að við fórum í geymsluna og náðum í smá jóladót. Bara pínu-pínulítið, eins og hún sjálf sagði.
Í dag sagði barn eftirtalda hluti, m.a.:
Amma, syngdu kerrrti og spil og blessuð jólin. (Þetta er u.þ.b. eina mannveran sem biður mig að syngja fyrir sig, ég lýt höfði auðmjúklega til jarðar, djúpt snortin af þakklæti).
Amma, ég veit það ekki baun. (Sagt þegar amman spurði um skóna hennar)
Ér feimin, hættu Einarr! (Jenný Una hefur ruglast eitthvað og heldur að feimin þýði að vera í fýlu, hér fylgdi svipur þar sem barn setti í brýnnar).
Amma, ég verr a fá súkkula, ég mjög, mjög veik.
Aðspurð hvað hún vilji í jólagjöf stóð ekki á svari: É vil pakka.
Gleðileg jól, en það eru 43 dagar til jóla.
GMG!
Halelúja!
P.s. Á myndinni er fröken Jenný Una Eriksdóttir, Ásamt honum Franlíkn Mána Addnarsyni, sem nú um stundir er góður vinur hennar.
![]() |
Jólaljósin sett upp í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Laugardagar eru betri en sunnudagar..

..en samt eru þeir ansans, ári góðir góðir dagar.
Annars eru allir dagar mínir uppáhalds eftir að það rann af mér og ég hætti í víninu og læknadópinu.
Hver einasti dagur er óskrifað blað.
Mánudagur til margra hluta nytsamlegur.
Þriðjudagur til þrælskemmtilegra athafna.
Miðvikudagur til mikilla afreka.
Fimmtudagur til fantagóðra hugmynda.
Föstudagur til fjár og frama.
Laugardagur til leikja og lofgjörða (Djók þetta með lofgjörðina)
Sunnudagur til sjónvarpsþáttarins Silfur Egils
Okok, sunnudagur taka tvö,
Sunnudagur til sólar og sælu. Sól í sinni, eftir minni.
Sko, ég er að "síkrita" mig inn í vikuna.
Þetta reiknast sem viðleitni af minni hálfu við að breyta hugsunarhætti mínum.
Er farin að lúlla, aftur bönin góð.
Síjúgúddpípúl.
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Netlöggan
Ég las viðtal í 24 Stundum, við Gná Guðjónsdóttur, fulltrúa í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra þar sem fram kemur sú skoðun hennar á að lögreglan eigi að hefja leit að barnaníðingum á netinu.
Gná hefur kynnt sér rannsóknir FBI, og segir menn þar vera hættir að líta til hliðar þegar þennan málaflokk beri á góma, og að þeir gangi ótrauðir í þessi mál, sem öllum hryllir við.
Rannsókn meðal fanga í USA leiddi í ljós að 85% þeirra sem dæmdir hafa verið vegna vörslu barnakláms, viðurkenna að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Heil 85%, hvorki meira né minna.
Þar höfum við það.
Ég styð amk. stofnun netlöggu, sem vinnur þá eins og FBI.
Ég ímynda mér að allt venjulegt fólk vilji uppræta barnaklám og koma höndum yfir níðingana.
Allir sammála um það, er það ekki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Bara fyrir börn..
..með peninga vænti ég þá, þessi nýja verslun með leikföng í Garðabænum. NO?
Eða er tekið á móti foreldrum með kort? Hm...
Ég held að íslensk börn séu leikfangasvelt svo um munar. Að það hafi ekki sést dúkkudrusla, né brunabílshræ í barnaherbergjum landsins frá því fyrir stríð. Sko eitthvað stríð.
Við erum 300 þúsund hræður eða u.þ.b.
Leikfangaverslunarrýmið er fleiri þúsund fermetrar.
Það hljóta að vera margir munnar að metta í leikfangalegum skilningi.
Af hverju þurfum við alltaf að vera svona svakalega ýkt þegar kemur að því að kaupa?
Maður fer hjá sér og svo slæst fólkið bara um hvert sippuband þarna.
Eins og síðasti legókubburinn, síðasta dúkkan og síðasti leikfangabílinn hafi verið framleiddur.
Gerum eins og Magga Pála með Hjallastefnuna, höfum aðeins minna af hefðbundum leikföngum og látum börnin nýta frjóan hug sinn til leikja.
A.m.k. að einhverju leyti.
Gleðileg jól.
Úje
![]() |
Þrjár stórverslanir opnaðar í Garðabæ á tveimur dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.11.2007 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Hátt hreykir heimskur sér!
Stundum (oft) get ég ekki orða bundist.
Í Kastljósinu í gærkvöldi var skemmtiatriði mánaðarins/vikunnar/ársins og ég reikna fastlega með því að sjá það "endurtekið" í Áramótaskaupinu á gamlaárskvöld, svo stórkostlega fyndið var það. Að sjálfsögðu mættu þeir Bubbi og Þorgrímur Þráinsson í spjallið, til að auglýsa bækurnar sínar, Bubbi með veiðisögurnar og Þorgrímur með bókina fyrir karlmenn, um hvernig á að gera konur hamingjusamar.
Ég er hrifin af ýmsu sem Bubbi hefur gert og ég hreinlega elska Konuplötuna hans. En maðurinn er óstjórnlega montinn og sjálfhælinn. Skv. Bubba þá kemur bara einn "hann sjálfur" upp á sjónarsviðið á 100 ára fresti. Bubbi, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, hver myndi afbera fleiri eintök í einu?
Þorgrímur slær mig ekki sem sérfræðingur í kvenfólki. En ég dáist að því hversu klár hann er að finna sér matarholur. Hann er mjög upptekin á karla- og kvennakvöldum, sem skemmtiatriði, ég spyr; er hörgull á skemmtilegu fólki í bransanum?
En hvað um það. Þarna sátu þessir sjálfumglöðu monthanar í Kastljósinu og kepptust um að koma sjálfum sér á framfæri.
Það er landlægur andskoti á Íslandi að nota sama fólkið aftur og aftur til umfjöllunar. Bubbi er í fréttum í hverri viku og nú stefnir Þorgrímur í það sama.
Það skal þó segja fjölmiðlum til varnar að fólk virðist hafa alvöru áhuga á þessu sama fólki, aftur og aftur og aftur og aftur.
Hvað gerir maður í því?
Jú, maður horfir og skemmtir sér konunglega yfir vitleysisganginum.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Ég verð ekki söm..
..eftir að hafa horft á leiknu heimildarmyndina á RUV í kvöld (The Road to Guantanamo), um bresku múslimina sem sátu alsaklausir í Guantanamofangelsinu á Kúbu.
Trú mín á mannkyninu féll niður fyrir frostmark.
Fangarnir voru með poka yfir höfðinu og límt fyrir.
Þeir voru númeraðir.
Þeir voru vaktir af svefni með stuttu millibili.
Lokaðir í gámum eða einangrunarklefum.
Hlekkjaðir.
Sveltir.
Pyntaðir.
Og enginn kom þeim til hjálpar.
Í dag munu 500 hundruð manns vera í þessum nútíma útrýmingarbúðum. 10 manns hafa verið ákærðir, enginn hefur hlotið dóm.
Þarna er sagan að endurtaka sig heldur betur.
Og heimurinn grjótheldur kjafti.
Ég held að ég verði aldrei söm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Frá Londres í beinni eða nánast!
Amma-Brynja er búin að senda mér myndir frá London, útskriftinni og fleiru sem var að gerast í þessari merkisviku, þegar Maysa lenti á spjallinu við Simon Cowell og Robbi útskrifaðist.
Gjörsvovel!
Robbinn útskrifast og er hér í mastersdressinu, með Brynju og Maysunni.
Eintóm hamingja hjá Maysu og Robba annarsvegar og hjá ömmu-Brynju og Oliver hinsvegar.
Mays á leiðinni út að borða hvar hún hitti Simon og Oliver að hlusta, gagntekinn af spenningi.
Þessar myndir eru sum sé beint frá London, þ.e. rétt farnar að kólna.
Síjúgæs.
Úje.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Umferð og skapsmunir
Hvað er það sem kallar á verstu hliðar margra ökumanna, úti í umferðinni?
Nú keyri ég ekki sjálf (já, já, þið þakkið mér seinna bara) en ég er stöðugt að furða mig á hvernig umferðin getur kallað fram verstu hliðar fólks.
Ég á vinkonur, systur og dætur og "sumar" þeirra hafa orðið fyrir hamskiptum þar sem ég sit við hlið þeirra, í bíl. Hinar ljúfustu konur, bæði til orðs og æðis, hafa breyst í hegðun og orðum, þannig að myndin "The Exorcist" er eins og barnamynd í samanburði við hinar mögnuðu karakterbreytingar sem verða á þessum vinkonum mínum. Ég nefni engin nöfn.
Þegar á áfangastað er komið, hafa þessar konur orðið aftur að sömu ljúfu manneskjunum og þær láta eins og ekkert hafi í skorist.
Í fréttinni eru nefnd nokkur dæmi um umferðarhamskiptin ógurlegu, en allmörg mál hafa komið á borð lögreglu að undanförnu.
Það er ráð við þessu, börnin góð.
Hljóla eða taka strætó.
Þá verður allt í lukkunnar velstandi og engar alvarlegar persónuleikabreytingar á ökumönnum munu eiga sér stað.
Áfram veginn...
Úje
![]() |
Skapstyggir ökumenn grípa til ýmissa ráða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Ég verð "athafnakona"
Góðir hlutir eru að gerast hjá mér. Ég er á leið til heilbrigðis og eðlilegs lífs, því samkvæmt bloggklukkunni minni hef ég ekki bloggað síðan kl. 10 í morgun.
Vá, ég er að eignast líf.
Það inniber athafnir og lengra á milli bloggfærslna.
Sumum ætti að létta við það
Hvað er að vera "Athafnakona/maður"?
Ekki er það að aðstoða við athafnir, syngja í brúðkaupum eða vera veislustjóri er það?
Nei, en það þykir svo fínt að kalla sig athafnakonu.
Þá er maður í péningunum samkvæmt nútíma skilgreiningu á orðinu.
Á Íslandi þykir svo flott að vera á kafi í athöfnum, eiga aldrei lausa stund.
Mikið djö.. sem ég er ekki búin að vera "inn" á þessu ári áfalla og heilsufarslegra ósigra.
En ég er á uppleið og brátt sér ekki fyrir endann á minni athafnagleði.
Þá set ég athafnakona aftan við nafnið mitt í símaskránni.
Eins og húsbandið gerði um árið, þegar hann titlaði sig sendil í sömu skrá, af því honum fannst ég töluvert mikið í því að senda hann hingað og þangað, árans merðinum þeimaddna, en ég elska hann samt
Björgúlfur Guðmundsson kallast líka athafnamaður (meira að segja í dag á visi.is).
Björgúlfur athafnamaður, er sniðugt að vera með lúkurnar í ríksifjölmiðlum?
Þurfið þið peningamenn að vera allsstaðar með puttana?
Arg hvað ég set stórt spurningamerki við jöfnuna auðmenn og fjölmiðlar.
Ég er ekki baun glöð með þetta.
Ónei!
Farin að athafna mig með insúlínið enda komin í sykurfall eftir allan hamaganginn.
Getaælæf!
![]() |
Björgólfur Guðmundsson leggur fram fé til framleiðslu sjónvarpmynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr