Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Arg, hvað mér finnst erfitt að viðurkenna það...
..en Kiljan er að verða frábær þáttur. Ég er nefnilega svo oft pirruð út í Egil Helgason, bloggið hans sem ég les auðvitað ekki, nei, nei, bara finn á mér að það er pirrandi, smá hrokafullt og smásmugulegt í bland.
En Kiljan er flottur þáttur, hlýtur að vera þar sem ég sit límd yfir honum. Ég hef lúmskt gaman að pirraða parinu, Kolbrúnu og Páli, fyrir mér eru þau verðug áminning um mikilvægi ást og friðar í mannlegum samskiptum.
Bókaóskaistinn bara lengist og lengist. Hér verður unnið daga og nætur með þessu áframhaldi og aðhald í fjármálum heimilisins mun verða aðkallandi vandamál í janúar. Nei, nei, ég er að djóka.
Mig langar í Bíbbí,
og bókina hans Einars Más (hún er um alka, og er milljón sinnum betri en Bítlaávarpið (segir Egill) sem Bördí Jennýarson liggur á löngum stundum uppi á bókaskáp og hann hefur kúkað á nokkrum sinnum). Fuglinn er eins og ég, ber ekki virðingu fyrir selebum.
Ég er búin að fá Talað út eftir Jónínu Leósdóttur og hún er flott. Blogga um hana seinna.
Sobbeggi er auðvitað möstríd og verður keypt á næstu dögum.
Ég er að gleyma einhverju? Þær skila sér bækurnar "undan för undan" eins og Emil i Lunneberga sagði svo fallega.
Þess má geta að í Kiljunni í kvöld var ekki talað nema um einn isma - alkóhólisma.
Nú er ég farin að lesa blogg.
Nema hvað.
Later!
Úje
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Mjög reið kona, alveg bállill kona.
Ég veit ekki með ykkur en ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta!
óogæ
ææ
Ég er alfarið á móti ofbeldi, en það var allt að því kómískt að sjá þetta í fréttunum í kvöld, ekki að ég finni yfirleitt nokkuð skemmtanagildi í barsmíðum.
Mér varð nefnilega hugsað til sumra, sem eiga erfitt með að stilla sig í Kastljóssyfirheyrslum, svo ég taki dæmi, og svo fór ég að ímynda mér að einhver tæki Helga Seljan svona í bakaríið og þá fór ég að hlægja. Já ég gengst við því, skammast mín og held svo áfram að hlægja. Svona hlæ ég; hahahaha.
Nú að því sögðu og þar sem fjölmiðlar eru hér til umræðu, þá velti ég því fyrir mér hvort Ísland í dag á Stöð 2 sé að verða að fjölskylduþætti. Kannski á hann að vera það en ég er a.m.k. hætt að horfa.
Ég var farin að bíða eftir prjónauppskriftum og leirpottagerð.
Súmí.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Að lifa með alkahólisma
Í gær voru liðnir 13 mánuðir frá því ég kom heim af Vogi eftir tuttugu daga dvöl. Ég blogga ekki eins mörg snúrublogg og áður, en það þýðir ekki að ég sé ekki jafn upptekin við að halda mér í bata, vera ábyrg og heiðarleg gagnvart sjálfri mér og öðrum. Mér er alltaf að mistakast annað slagið, en með hægðinni hefst það.
Ég er fædd undir lukkustjörnu, því ekki í eitt einasta sinn hef ég fundið fyrir löngun í áfengi eða lyf, sem voru mín kjörefni, eftir að ég varð allsgáð. Dagarnir hafa verið mis góðir, mikið oftar góðir en slæmir reyndar og þegar verst hefur látið, þá hefur mig borið gæfu til að grípa til þeirra verkfæra sem tiltæk eru í viðhaldi batans.
Það var ekki hátt á mér risið þegar ég gekk inn á Vog, þ. 5. október 2006. Samt fylgdi því léttir, sá léttir sem gagntekur mann, þegar ekkert er eftir annað en að játa sig sigraðan. Ég sit uppi með afleiðingar minnar neyslu, eins og sykursýki og aðra hliðarsjúkdóma, en hvað? Tertubiti, segi ég. Nú er ég á insúlíninu, bláedrú og mínir verstu dagar komast ekki í námunda við þá skástu í neyslu.
Ég byði ekki í það hefði ég orðið virkur alki sem ung kona. Held að ég hefði ekki borið gæfu til að rísa upp úr þeim ósköpum.
Þess vegna verð ég hræð og full aðdáunar þegar ég les bloggið hennar Kleó, en þar fer ung kona sem er ótrúlega þroskuð og hughrökk. Hún er að vinna í sjálfri sér og jafnframt talar hún við unga krakka um sína reynslu. Lesið endilega bloggið hennar. Það er mannbætandi. Kleó lifir í lausninni, það reyni ég að gera líka og það mættu fleiri taka til eftirbreytni.
Njótið dagsins.
Ég fer edrú að sofa í kvöld.
Það er ekki spurning.
Þetta er sumsé snúra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Ein hópnauðgun hvað?
Búski og félagir eru þeir mestu tvöfeldnispostular sem gengur að grafa upp á byggðu bóli. Hræsni þeirra er algjör og mannréttindi eru þeim nauðsynleg skiptimynt.
Stúlkunni sem var nauðgað af hópi karlmanna í Sádí og var dæmd til 200 svipuhögga og fangelsisvistar fyrir að hafa verið ein í námunda við sér óskylda karlmenn, verður fátt til varnar og ekki ætla boðberar friðar og réttlætis að fordæma þetta skelfilega mannréttindabrot á henni. Þessir hálfvitar lýsa bara hneyklsan sinni og fordæmingu þegar það hentar þeim í græðgislegri valdafíkn sinni.
" Ég verð að segja það að líti maður á glæpinn og þá refsingu sem fórnarlambið hefur verið dæmt til þá vekur það vissa furðu og undrun, sagði Sean McCormack . Spurður um það hvort Bandaríkjastjórn veigri sér við því að gagnrýna dóminn vegna mikilvægis sambands Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu í baráttunni gegn hryðjuverkum sagði hann svo ekki vera."
Þeir lýsa furðu og undrun. Afsakið á meðan ég kasta upp.
Stundum fer trú mín á mannfólkinu niður fyrir stofuhita.
Bandaríkjastjórn gagnrýnir ekki refsingu fórnarlambs nauðgunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Ég fíflið
Ég krullast upp þegar Íslendingar apa upp asnalega siði frá Bandaríkjunum og það versta er að sjálf er ég örugglega með slatta á mínu siðaprógrammi sem ég hef tileinkað mér og er því að kasta steinum úr glerhúsi hérna. En það má.
Valentínusardagurinn sem fær Kanana til að missa sig í fleiri vikur fram að degi hjartanna (ásamt fleiri löndum auðvitað) er sá dagur sem ég hef mest ofnæmi fyrir. Hann er svo tilgerðarlegur og óíslenskur sem frekast getur. Þeir sem hafa hagsmuni af að hypa upp þennan dag eru blóma, korta- og konfektsalar.
Amerísku brúðkaupin eru annað fyrirbrigði sem kemur út á mér tárunum og það ekki af hrifningu. Það er eins og fólk sé búið að missa allt hugmyndaflug þegar kemur að því að halda brúðkaup. Marengskjólarnir, slaufurnar á bílunum (sem eru reyndar hámark plebbismans), hrísgrjónaregnið, ég má ekki byrja, ég enda í áfalli.
En af því ég er gjörsamlega óútreiknanleg mannvera (ekki kona, takið eftir því) þá er ég sjálfri mér gjörsamlega ósamkvæm.
Ég græt í brúðkaupum. Ég missi mig yfir fegurð brúðarinnar þrátt fyrir að það sjáist ekki í hana fyrir hvítu híalíni og bleikum blómum og ég fer á límingunum yfir konfektkössum, þrátt fyrir að geta ekki borðað það. En ég er ennþá með glerharðan brotavilja gagnvart þeim sem koma með blóm á konudag, væmin kort með hjörtum á Valentínusardag og ég verð eitruð ef einhver ætlast til að ég gefi blóm eða færi kaffi á kantinn, bara af því að almanakið segir það. Svoleiðis geri ég þegar ég er stemmd í það, ekki af því að Hið íslenska þjóðvinafélag hefur sett inn aðferðarleiðbeiningar ástarlífsins í almanakið.
En..
Að sama skapi er ég á því að taka upp þakkargjörðardaginn eftir Bandaríkjamönnum. Það er örugglega svo yndislegt að halda fjölskylduhátíð í byrjun aðventunnar. Ég beinlínis öfunda Kanana af þessu gullna tækifæri til huggulegrar samveru, þar sem allir njóta þess að vera til og borða góðan mat.
Af þessu má sjá,
að ég er algjör tækifærissinni og ég skammast mín ekki baun, gott ef ég er ekki rakið fífl bara.
Hver sagði að maður þyrfti alltaf að vera samkvæmur sjálfum sér?
Ekki ég og úje.
Milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti vegna þakkargjörðarhátíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Pirrings- og búhúblogg
Hvað ætli eftirfarandi gjörningur kallist?
Ég set mat á disk, ég set hann í örbylgjuofn, tylli mér og bíð eftir að hann hitni.
Ég hugsa á meðan (hef ekki hugsað svo lengi að ekki varð undan komist, stefndi í óefni).
Ég bíð og bíð og er að verða búin að leysa lífsgátuna, þegar mig fer að lengja eftir plinginu í örbylgjunni (svona er það að njúka mat, það heyrist).
Átta mig á því að tíminn hefur flogið áfram, geng að örbylgju og þar er hvorki diskur né matur.
Ég, skelfingu lostin, held að ég hafi orðið fyrir andlegri reynslu, eða það sem verra er, að maturinn hafi örbylgjast út í tómið.
Ég geng að ískáp til að ná mér í hressingu, meðan heilinn vinnur á fullu við lausn gátunnar.
Í ískáp blasir við mér matardiskur ásamt fæðu og grjótheldur kjafti. Þar liggja líka lyklarnir mínir og nýji ógeðslega flotti GSM-síminn minn.
Er eitthvað líkt með örbylgju og ískáp?
Er ég í síðhvörfum? Er ég komin á aldur eða er ég hreinlega meira utan við mig en góðu hófi gegnir?
Kona spyr sig...
að einhverju en man ekki alveg hver spurningin var.
Farin á Reykjalund,
Úje.
P.s. Ég vil bara taka fram, enn einu sinni, að ég er alls, alls, ekki femínisti, ég er sko jafnréttissinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Orðajöfnun
Ég legg til að titlinum "alþingismaður" verði breytt og í staðinn tekið upp orðið "alþingismaddamma".
Ef við vinnum hugmyndina út frá orðajöfnunarsjónarmiðinu (það hugtak varð til bara núna) þá er karlkyns alþingismönnum örugglega sama þó þeir heiti alþingismaddömmur næstu 150 ár eða svo. Þá jafnast þetta út og málið er dautt.
En í fullri alvöru þá finnst mér tillaga Steinunnar Valdísar flott, þ.e. að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra, sem bæði kynin geta borið.
Í fréttinni segir líka, "Ef orðin ráðherra og sendiherra væru t.d. ráðfrú og sendifrú hefði eflaust einnig þótt sjálfsagt að breyta starfsheitinu um leið og fyrsti karlmaðurinn tók að sér slíkt embætti. Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eiga ekki að vera eyrnamerkt körlum," segir í greinargerðinni."
Það er algjörlega í takt við breytta tíma, þar sem konur er nú að finna í velflestum störfum, að hin karlægu starfsheiti verði látin heyra sögunni til.
Steinunn Valdís verður varla öfundsverð fyrir að hafa lagt fram þingsályktunartillöguna, því kverúlantarnir eiga heldur betur eftir að velta sér upp úr þessu. En einhver verður að vinna djobbið og ég dáist að stelpunni fyrir að taka á málinu.
Tillögur einhver að nýju starfsheiti alþingismanns og sendiherra?
Ég feminísti? Nei, nei, ég er jafnréttissini
Úje!
Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (71)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Reykdólgsblogg
Ég fer fram á minnst 2ja ára fangelsi fyrir þennan reykdólg. Hann gerði tvær tilraunir til að reykja um borð í flugvél Iceland Express, þ.e. þegar hún fór á loft og þegar hún lenti. Róa sig, ég er að skopast, bara svo það sé á hreinu, en í heimi alls kyns óhamingju og afbrota, þá get ég ekki annað en orðið hissa þegar svona lagað birtist í fréttum eins og stórkostlegur glæpur hafi verið framinn.
Ég leyfi mér að halda því fram að það séu stundaðar ofsóknir á reykingamönnum út um víðan völl og fáir sjá neitt athugavert við það. Ekki bús-í-búðir-fólkið sem elskar frelsið, ekki stjórnvöld sem selja dópið eða nokkur kjaftur annar.
Og Guði sé lof fyrir farþega sem láta sig náungann varða.
"Flugfarþeginn, sem mbl.is ræddi, segist hafa veitt því eftirtekt að maðurinn hafi verið undir eftirliti lögreglumanna og öryggisvarða á flugstöðinni í Berlín þaðan sem flugvélin flaug í gærkvöldi. Hann sagði ennfremur að áhöfnin hafi komið af fjöllum er hann greindi henni frá þessu, en enginn öryggisvörður var með manninum í vélinni."
Gæti flugfarþeginn nokkuð lagst í frekari rannsóknarvinnu og látið íslensku þjóðina vita hvers vegna reykdólgurinn var í gæslu lögreglumanna? Vonandi var það ekkert ómerkilegra en stöðumælasektir sem maðurinn er ásakaður um, ef nokkuð. Ef níkótínkrimminn er ásakaður um alvarlegan glæp, þá væri hann ekki tæpast sendur á eiginn vegum í almennt farþegaflug og þá kemur það engum við, ekki nokkrum kjafti.
Hvað myndum við gera án allra "húsvarðanna" í lofti, á legi og á jörðu, sem fylgjast grannt með náunganum og gera svo viðvart ef eitthvað fer úrskeiðis?
Verð á svölunum heima hjá mér kl. 21,30 í kvöld og mun reykja eins og motherf...., áhugasamir hafi samband við lögregluna í síma sóandsó, andrúmsloftið er okkar allra og ég er að fara að menga það Big time.
Úje
Kveikti sér í sígarettu við flugtak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Samfarasögur af Sobbeggi afa
Langar mig að heyra nánar um kvennamál Þórbergs Þórðarsonar, einum af mínum uppáhalds rithöfundum?
Langar mig að komast að því að þessi yndislegi "naívisti" var ekki við eina fjölina felldur í ástarmálum og var að hilla stelpurnar á meðan hann var í föstu sambandi?
Já, já, auðvitað er ég til í það. Ég er mannleg og get endalaust lesið um Þórberg.
Ég bið hér með um þessa bók í jólagjöf, en hún heitir "Í fátæktarlandi: Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar" og er eftir Pétur Gunnarsson.
Nei annars ég kaupi hana sjálf.
Nenni ekki að bíða fram að jólum.
Annars segja sumir íslenskir bókmenntaveðurvitar að Þórbergur hafi ekki verið rithöfundur, hann hafi verið stílisti. Sumir segja líka að rass sé afturendi þegar allt eins má kalla þennan líkamspart rassgat, og þangað má líka benda ákveðnum veðurvitum að pilla sig.
En það myndi ég aldrei gera, ég er svo kurteis.
Úje.
Þórbergur ekki við eina fjölina felldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Hvenær á maður RÚV og hvenær á maður ekki RÚV?
Er þetta jólagjöfin frá RÚV sem við megum búast við einu sinni á ári héðan í frá?
Það er rétt um ár síðan afnotagjaldið hækkaði um 8% og nú hækkar það um önnur 4%.
Ég vildi ekki Oháeffa RÚV, sé ekkert að því að þjóðin eigi þennan fjölmiðil. Finnst það meira segja að það eigi klárlega að vera þannig.
En hvenær á maður RÚV og hvenær á maður ekki RÚV?
Af hverju var verið að Oháeffa, þegar almenningur finnur ekki fyrir því í buddunni?
Ég verð nú að játa að mér finnast fréttir af launum útvarpsstjórans og bílakaupum hans, frekar í takt við það sem tíðkast hjá einkafyrirtækjum þrátt fyrir að almenningur haldi áfram að borga brúsann.
Hvað breyttist við rekstrarformsbreytinguna?
Nei annars ekki svara, ég tékka á því sjálf.
En það er eins gott að borga gjaldið, annars lendir maður í tómu tjóni.
Trúið mér ég hef reynslu í því.
Ójá
og Páll Magnússon heldur áfram að brumma um á sínum fjallabíl.
ARG
P.s. Svo er líka einstaklega skemmtilegt að fá svona fréttir í jólastússinu, algjörlega fyrirvaralaust.
Afnotagjald RÚV hækkar um 4% 1. desember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 2987152
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr