Leita í fréttum mbl.is

Orðajöfnun

Ég legg til að titlinum "alþingismaður" verði breytt og í staðinn tekið upp orðið "alþingismaddamma".

Ef við vinnum hugmyndina út frá orðajöfnunarsjónarmiðinu (það hugtak varð til bara núna) þá er karlkyns alþingismönnum örugglega sama þó þeir heiti alþingismaddömmur næstu 150 ár eða svo.  Þá jafnast þetta út og málið er dautt.

En í fullri alvöru þá finnst mér tillaga Steinunnar Valdísar flott, þ.e. að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka megi upp nýtt starfsheiti ráðherra, sem bæði kynin geta borið.

Í fréttinni segir líka, "Ef orðin ráðherra og sendiherra væru t.d. „ráðfrú“ og „sendifrú“ hefði eflaust einnig þótt sjálfsagt að breyta starfsheitinu um leið og fyrsti karlmaðurinn tók að sér slíkt embætti. Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eiga ekki að vera eyrnamerkt körlum," segir í greinargerðinni."

Það er algjörlega í takt við breytta tíma, þar sem konur er nú að finna í velflestum störfum, að hin karlægu starfsheiti verði látin heyra sögunni til.

Steinunn Valdís verður varla öfundsverð fyrir að hafa lagt fram þingsályktunartillöguna, því kverúlantarnir eiga heldur betur eftir að velta sér upp úr þessu.  En einhver verður að vinna djobbið og ég dáist að stelpunni fyrir að taka á málinu.

Tillögur einhver að nýju starfsheiti alþingismanns og sendiherra?

Ég feminísti?  Nei, nei, ég er jafnréttissiniDevil

Úje!


mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Illa er komið fyrir okkur þegar þetta eru mál sem koma inn á þingið. Er orðið svona lítið að gera hjá þeim? Eða eru bara ekki nein mikilv´gari mál til að tala um?

Orðið ráðherra er gott og gilt orð. Og ef að það er svona slæmt, af hverju er forstjóri þá í lagi?

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Signý

Hvað kemur þetta jafnrétti við? Ráðherra og sendiherra og forsætisráðherra og hvað þetta kjaftæði allt heitir... skiptir það í ALVÖRUNNI máli að breyta heilli stjórnarskrá bara til að gera kvenfólki til hæfis? Get ég ekki bara verið ráðherra og sendiherra og forsætisráðherra þó ég sé kona? Get ekki séð að Þorgerður Katrín menntamálaráðherra eða Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra séu eitthvað sérstaklega að missa þvag yfir þessum starfsheitum sínum.

Er ekki komin tími til að menn...fyrirgefðu konur fari að berjast fyrir einhverju sem raunverulega skiptir máli og hætti þessu væli?

Friður á jörð! 

Signý, 20.11.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óli: Ef þú lest fréttina þá er orðið forstjóri líka nefnt til sögunnar.

Spurningin er hvort það sé eyðandi tíma í að breyta þjóðfélaginu í nútímalegt horf.  Það held ég að hljóti að vera.  Snúðu dæminu við.  Vildir þú vera titlaður forstýra t.d.?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Signý: Róleg bara, það er ekkert að fara rigni eldi og brennisteini held ég.  Ég held að enginn hafi talað um að breyta heilli stjórnarskrá, aðeins fá heimild til að breyta starfsheitum, svona eins og gert var t.d. þegar karlmenn fóru að fara í hjúkrunarnám og hjúkkurnar urðu hjúkrunarFRÆÐINGAR, eða þegar fóstrur urðu LEIKSKÓLAKENNARAR , en eins og þú eflaust veist að þá er slatti af karlmönnum kominn í þá stétt líka.

Þetta eru nú bara pælingar gott FÓLK.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:24

5 Smámynd: Signý

Er orðið forstjóri í lagi? Veit ekki annað en að konur séu farnar að nota orð eins og skólastýra ef þær stjórna skóla og forstjórastýra eða eitthvað álíka staðinn fyrir forstjóri og eitthvað svona rugl...

Þetta er orðið svo illa politískt rétt hugsandi samfélag að maður fær velgju...

friður á jörð! 

Signý, 20.11.2007 kl. 21:24

6 Smámynd: Signý

Slatti? Mundi nú ekki kalla það slatta, en þeir eru nokkrir... annars er ég alveg POLLróleg

Friður! Again!

Signý, 20.11.2007 kl. 21:25

7 identicon

Ég las fréttina og þar stóð "Steinunn Valdís segir, að það særi ekki málkennd manna þótt konur séu forsetar, kennarar eða forstjórar en öðru máli gegni um orðið „herra“."

Ég spyr því aftur, af hverju er forstjóri í lagi en ráðherra ekki?

Það gæti vel verið að ég hefði ekkert á móti því, ef það væri orðið sem maður væri vanur að nota. En á ekki bara líka að fara að breyta lögmaður og öllum fræðingum.

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er inni núna að vera á móti" pólitískri rétthugsun" sem ég veit satt að segja ekki hver er.  Hugtakið virðist notað þegar fólk kýs að vera ósammála því sem margir eru sammála og öfugt.  Ég sé ekkert að því að endurskoða gömul gildi og gamlar hugmyndir.  Þannig hafa hlutirnir breytst í heiminum, og alveg óþarfi að velgju yfir því.  Það er mun sniðugra að skapa umræðu á málefnalegum nótum og sjá hverju það skilar.

Ég var einu sinni læknaritari en það er kvennastarf og var löngum illa launað.  Eina reddingin var að fá titilbreytingu og heita LÆKNAFULLTRÚI til að ná upp laununum.  Segðu mér ekki að starfsheiti skipti ekki máli.

Meindýraeyðir er starf unnið að karlmönnum (enn sem komið er).  Ætli einn slíkur vildi heita meindýraeyða?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: ViceRoy

En konur verða yfirmenn?  Þó reyndar að maður sé orð yfir bæði kyn, þó svo að fáir telji það svo, þar sem upprunalega orðið er Karlmaður og Kvenmaður...  Svo er hægt að segja um kvenmenn sem harðir eru í viðskiptum, að þær séu hárkarlar :D á það þá að verða hákerlur?

En svona öllu gamni fjarri þá finnst mér þetta lítilræði miðað við að það er enn svolítið í land fyrir konur að ná sama stalli og karlar þegar kemur að mörgum efnum. Meiri og mikilvægari málefni sem konur eiga að vera að einbeita sér að, heldur svona liítilræði (ef svo má kalla þetta) , því lítilræðin eiga að koma þegar stórræðin eru horfin... ekki öfugt. 

ViceRoy, 20.11.2007 kl. 21:31

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alþingismaður er fínt orð sbr orðið starfsmaður á öðrum vinnustöðum. Konur eru líka menn kvenmenn ekki satt. 

Sendiherra er verra orð og algjörlega karllægt. Sting uppá orðinu sendimaðu til samræmis við alþingismaður starfsmaður ....

Ráherra er sömuleiðis algjörlega karllægt. Þyrfti t d að vera ráðmaður
þeir ráða jú einhverju ekki satt eða ráðsmaður ...hmmm það er nokkuð gott því ráðsmaður er ekki eignadi þar sem hann starfar hann er ráðinn til starfans ... í þessu tilviki af þjóðinni í frjálsum kosningum, stundum er eins og það sé ekki vanþörf á að minna menn á hvernig þeir eru í ríkisstjórn komnir.

Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 21:31

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óli, við byrjum á sendiherra og alþingismaður og sjáum hverju það skilar okkur, þ.e. ef stór hluti þjóðarinnar verður ekki lagstur í rúmið vegna andstyggðar sinnar á breytingum og pólitískri rétthugsun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:32

12 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Tíhíhí, mér dettur ekki í hug að taka þetta mál alvarlega.
Geir Haarde - forsætisráðherrafrú.
Árni Matthiesen - fjármálaráðherraynja.

Eru konur ekki menn? Þetta þótti gild spurning hér um árið.

Þetta sýnir enn og aftur hvernig þingmenn eru eingöngu að hugsa um sérhagsmuni afmarkaðra hópa OG ÞÁ SKIPTA ENGU HEILDARHAGSMUNIR ÞJÓÐARINNAR Í MÁLUM SEM ERU BRÝN OG MIKILVÆG.

Ég vona svo sannarlega að okkar þjóðfélag verði einhvern tíma komið á það stig að ráðamenn þessarar þjóðar hafa ekkert betra að tala um en svona hégóma.

Við erum langt frá þeim tíma í dag.

Ingi Geir Hreinsson, 20.11.2007 kl. 21:32

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Marta, Góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:32

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

... æ nenni ekki að leiðr innsláttarvillur sorry... ég er hálfsjónlaus.

Marta B Helgadóttir, 20.11.2007 kl. 21:33

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nokkuð sniðug leið til að auka jafnrétti. Kalla bara hlutina felunöfnum og þá lagast þetta allt af sjálfu sér. Mætti jafnvel láta alþingismaddömurnar mála sig, setja í þá strípur og líma á gervibrjóst. Orð eru til alls fyrst og kannski duga þau bara!

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2007 kl. 21:34

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingi Geir ég er ekki að missa mig yfir þessu og mér finnst þetta áhugaverð umræða og nokkuð spennandi pæling.  Af hverju er öllum svo umhugað um að fara svona vel með tímann á Alþingi?  Eru engin mál þar til umfjöllunar nema akútmál og ef svo er, er þá ekki eitthvað að?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:34

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó athugasemdirnar detta svo hratt inn, að ég verð að taka mér smá pásu áður en ég svara þeim sem ég á eftir.  Mér finnst þetta frábærlega skemmtilegur útgangspuktur í jafnréttisumræðu () og þó ekkert komi út úr þessu hjá Steinunni Valdísi í formi breytinga, að þessu sinni, þá kallar þetta á umræðu og mikið svakalega finnst mér það nauðsynlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:37

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æ, eins og ég hafði mikið álit á henni Steinunni. Þar fór það!

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2007 kl. 21:41

19 identicon

 

Mér þykir orðið ráðherra fallegt og gilt orð. Þetta er orð sem við erum vön að nota, yfir karla og konur. Það hefði átt að breyta þessu um leið og þær komu í stöðurnar, en núna er orðið búið að festast við bæði kynin, og er í einhverjum skilningi orðið hvorukyns. Þegar ég segi það, þá hugsar maður ekkert meira um karl heldur en konu þegar orðið ráðherra er nefnt.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:43

20 Smámynd: Signý

Breytingar eru fínar, en þetta er bara hlutur sem skiptir ekki nokkru einasta máli, þú ert að gegna sama hlutverkinu hvort sem þú hefur titilinn ráðherra eða ráðfrú, veit ekki betur en að kvenn-ráðherrar séu á sömu launum og aðrir karl-ráðherrar.

PR-hugsun er þegar ekkert má vera aðeins öðruvísi og allir eiga að vera eins. Þörfin fyrir að steypa allt í sama mótið. Án þess þó að styggja einn né neinn. Það má ekki segja "þroskaheftur" afþví að það er niðurlægjandi, afhverju er það niðurlægjandi? En maður á að segja "Barn með Downsheilkenni" eða eitthvað álíka. Það má ekki segja "maður" um konu afþví að þá er maður að gera lítið úr konum á einhvern hátt, eins og að kona sé ekki maður.. Það er líka mjög politískt rangt að segja hommi og lesbía, maður á að segja samkynheigð/ur, svo að maður særi nú als ekki neinn, en hvað er að orðinu hommi og lesbía? 

Hvað er að því að konur séu ráðherrar, sendiherrar, forsetar, forstjórar, skólastjórar, yfirmenn, stjórnmálamenn?  Sé bara ekkert að því. Hefur alveg virkað hingað til.

Annars er mér að detta í hug gríðarlegt baráttumál. Afhverju eru þeir sem skrifa með hægri sagðir rétthentir en ef maður notar vinstri þá er maður örvhentur? Afhverju er ekki barist fyrir að breyta þessu?  

Ég í göngu niður laugaveg á morgunn! "örvhentir eru líka fólk!"

Friður á jörð! 

Signý, 20.11.2007 kl. 21:44

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Signý: Gæti verið að sumum konum finnist það niðurlægjandi að vera karlkynstitlaðar og ef svo er, er þá eitthvað að því að skoða það?  Ert þú þess umkomin að dæma fyrir heila þjóð, hvað skipti ekki máli og hvað geri það?  Ekki voga ég mér það.  Þú getur auðvitað farið í göngu út af rétt og örv og það er þinn borgaralegi réttur  en af hverju skyldi fólk ekki ræða af hverju ein hönd tels rétt og hin ekki?  Mér finnst það bara mjög spennandi pæling.

Þorsteinn: Ekki er álit þitt á fólki byggt á traustum grunni, ef ekki þarf meira en þetta smáræði til að kollvarpa því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 21:49

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég sá nokkra ráðherra sem voru úti að borða þeir voru allir barnshafandi og þessir menn virtust alsælir með sína bumbu   ..    

(konur eru ráðherrar og konur eru líka menn)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2007 kl. 21:53

23 identicon

Get ekki sagt að það komi mér á óvart að sjá 20 komment komin á innan við klukkutíma - það er ekki að spyrja að því þegar rætt er um mál eins og þetta  Mér datt eitt í hug þegar ég sá vísað í starfsheiti sem hefðu breyst þegar karlar fóru að starfa í greininni. eitt dæmi var nefnt og það var flugfreyja en þar var farið að kalla karlkynsfreyjur flugþjóna. Ég þekki einn sem gegndi þessu starfi í mörg ár. Hann notaði annað starfsheiti allavega í kollegahópnum, pungfreyja.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:56

24 Smámynd: Signý

hehehehe nei enda dettur mér það ekki í hug að dæma fyrir heila þjóð, enda er ég ekki aðtala fyrir neinn nema sjálfa mig. Ég er bara svona illa upp alin þá eða eitthvað að steypast ekki í þetta sama mót og allir hinir.

En ef að konum finnst svona ofsalega niðurlægjandi að vera titlaðar karlyknstitlum afhverju breyta þær því þá ekki bara sjálfar? Ég veit að T.d hún Margrét Pála kallar sig aldrei annað en Skólastýra, Það á ekki að þurfa stjórnarskrár breytingar eða leiðréttingar eða lög eða neitt til þess að breyta þessu. Mér finnst það líka bara svo dæmalaust, eins og einhver var að nefna hérna (nenni ekki að skrolla upp til að gá hver það var) að þingmenn og ráðherrar hafi ekki um neitt merkilegra að tala en einhver svona pínöts, þegar allt annað í landinu er í rugli. Egóismi eins og einhver sagði.

Friður enn og aftur! ég lofa.. ég er hætt að ibba mig

Signý, 20.11.2007 kl. 21:57

25 identicon

Það er stór munur á að breyta orðum um leið og konan eða karlinn koma og þegar þau hafa starfað í því starfi í áraraðir. Ef orðið er svona rangt, þá átti að breyta því í upphafi.

mbk

Óli

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 22:00

26 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Gæti verið að sumum konum finnist það niðurlægjandi að vera karlkynstitlaðar...

Af hverju er það niðurlægjandi??? Ég var á sínum tíma trúnaðarMAÐUR (eins og það er reyndar enn kallað) í Verkakvennafélaginu Sókn! Ekki var það að trufla mig nokkurn skapaðan hlut að tilheyra þeim ágæta félagsskap.

Þetta er orðhengilsháttur og PC bullshit sem engu máli skiptir í raun. Ég er núna með nákvæmlega sama starfstitil og konan sem sinnti starfinu á undan mér. Og konan sem gæti fylgt á eftir mér myndi bera sama starfsheiti. Sem er eðlilegt.

En, jú, mér er mjög umhugað um að þingmenn verji tíma sínum af kostgæfni, ert þú ekki sammála því? Eru svona mál þau sem að við viljum að standi í vegi fyrir umræðu um stöðu aldraðra? Fatlaðra? Fátækra? Suðurlandsvegar? Leigumarkaðar? Bankaokurs?????

Á ég að halda áfram? Auðvitað er tími alþingiskjörinna (hvernig líst þér á það?) mikilvægur. En það er verið að gera lítið úr þinginu, alþingiskjörnum og þjóðinni með því að taka svona mál (rétt eins og þetta áfengissölumál) fram yfir önnur mál.

Ingi Geir Hreinsson, 20.11.2007 kl. 22:03

27 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gott að ekki eru stærri vandamál en þetta sem þarf að eyða tímanum í hér á klakanum. Ef ég man rétt var starfsheitið hjúkrunarfræðingur tekið upp meira vegna kjaramála en kynferðis þar sem fræðingar áttu rétt á hærri launum gæti verið að sama gilti um starfsheitið leikskolakennari. Störf voru fræðinga vædd hér áður fyrr eins og td vélfræðingur einfaldlega vegna röðunar i launaflokka en ekki kynferðis. Svo er ágætt orð sem má nota í þessu tilfelli það er hið gamla orð ráðskona.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.11.2007 kl. 22:10

28 Smámynd: Þröstur Unnar

Sýslumaðurinn á Akranesi hefur sótt um starf Ríkissaksóknara. True.

Verst ef það kemur kona í staðin fyrir Óla Sýsla.

Þá skrifar maður kannski á jólakortið til hennar.

Kæra Sýslukona.

Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár, með þökkum fyrir það liðna.

Þröstur og börn.

Skyldi svo Sýslukonan sækja um starf Ríkissaksónuru?

Bestu kveður úr sveitinni ÞUG

Þröstur Unnar, 20.11.2007 kl. 22:21

29 Smámynd: Einar Indriðason

Ráðpersóna

Sendipersóna

Forpersóna

fleiri persónur? 

Einar Indriðason, 20.11.2007 kl. 22:32

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. hér er fjör, gaman, gaman, áfram svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 22:38

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Signý, ég hef bara gaman að því þegar þú ibbir þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 22:39

32 Smámynd: Þröstur Unnar

Mjólurferna - Mjólkurfyrnir

Flugþerna = Flugþyrnir.

Þarfagreinir = Þarfagrein

Flugdólgur = Flugdylgja

Þröstur Unnar, 20.11.2007 kl. 22:46

33 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Var að kíkja inn eftir að hafa verið í subbi síðan 17.00 og vildi bara þakka fyrir hressandi og skemmtilegan lestur svona rétt fyrir svefninn !

Jenný mér finnst þú frábær og "orðajöfnun" er eitthvað það besta orð sem ég hef heyrt lengi! Hér á þessu bloggi eru svo sannarlega aldrei leiðindi !

Takk fyrir mig og góða nótt !

Sunna Dóra Möller, 20.11.2007 kl. 23:01

34 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Þú getur verið frábær drengur.

SD: Takk fyrir þessi orð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2007 kl. 23:10

35 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

vaá bara allt á fullu hérna - má ég hringja núna í þig?

Edda Agnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:18

36 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu kannski farin að sofa?

Edda Agnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:22

37 Smámynd: Guðjón Ó.

Langbest að tala um þingkarl og þingkonu fyrst að þingmaður dugar ekki, þvi í mínum huga eru konur menn (sbr. kvennmaður).

Guðjón Ó., 20.11.2007 kl. 23:25

38 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það væri kannski líka ágæt nafngiftin "fugl" þá væri það þingfugl - sendifugl, ráðsfugl og s.f.v

Edda Agnarsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:27

39 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessar nafngiftir eru börns síns tíma og ættu að vernda líkt og húsfriðunarnefnd vill vernda allt sem er eldra en 1940 þótt það sé byggt úr kassafjölum og einangrað með lopapeysum eða þangi..

annars er mér í raun skítsama um þetta.. ráðherra finnst mér td vera ljótt orð. þýðir í raun Herra sem situr í ráði "

ráðsmaður og ráðskona :D gæti komið í staðinn en erfitt er að brjóta upp hefðir og venjur.

Óskar Þorkelsson, 20.11.2007 kl. 23:36

40 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Eiginlega er fyndið að engin starfsheiti séu lengur til þar sem karlmaður þarf að ganga undir heiti sem vísar í kvk. T.d. fóstra eða hjúkrunarkona, eins og hefur komið fram hér. Karlar sætta sig ekki við það, finnst kannski skammarlegt að vera kvenkenndir, sbr. þegar þeir eru kallaðir dömur þegar t.d. þjálfarinn þeirra gerir lítið úr þeim. Mér hefur ekkert fundist að því að konur séu stjórar, kannski bara vani ... en það er samt í rauninni kolrangt að kona sé herra, þegar hugsað er út í það. Jamm, þetta var smá þátttaka í umræðunni þótt syfjuð sé.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:37

41 identicon

Mér verð nú að segja að mér finnst smá asnalegt að kalla konur herra.

Mér finnst samt konur alveg geta verið stjórar, setar(forsetar) menn eða arar(kennarar). Þetta eru allt góð nöfn yfir okkur mennina, karl og kven.

bjöggi (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:43

42 identicon

Ég þekki nokkrar hjúkkur, þær eru allar nema ein karlkyns. Þekki líka eina karlkyns fóstru. Þessir menn segjast vera hjúkkur og fóstra með stolti.

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 23:46

43 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brá mér af bæ Edda mín, hringdu bara á morgun, er ekki á leiðinni neitt.

Nú má ekki segja fóstra lengur, bara leikskólakennari.

Gurrí: Athyglisverðir punktar.

Takk öll fyrir frábærar umræður sem mega gjarnan halda áfram.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 00:09

44 identicon

En hvað með hina skynsömu og sjálfsögðu leið, að karlmaður sé ráðherra og kvenmaður ráðfrú?

Einar (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:21

45 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var þá ekkert að fólk gat tjáð sig um þessa saklausu færslu þína, ég segi nú bara eru "álfar kannski menn"?  og ég jarðskjálftaskjálfa.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 00:26

46 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Earthquake sorry var of snögg ætlaði að segja en ekki skelfir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 00:27

47 Smámynd: Signý

Sorry! Ég verð að ibba mig bara EIIIIINU sinni enn... ég lofa...

Leikskólakennarar eru ekki kallaðir leikskólakennarar afþví að karlkyns kennararnir vilji það, heldur er þetta orðið meira snobbið í leikskólakennurunum sjálfum, ég sjálf kallaði mína yfirmenn (leikskólakennarana á deildinni minni) aldrei annað en fóstrur, enda finnst mér orðið fóstra afskaplega fallegt orð, og sé ég aldrei fyrir mér annað en góða hjartahlýja konu sem gott er að kúra hjá, þegar ég heyri þetta orð en það bregst ekki að ef maður kallar leikskólakennara "fóstru" þá er maður (kona?) leiðrétt á stundinni..

ok hætt!...

Friður!  

Signý, 21.11.2007 kl. 00:37

48 identicon

Hva, er einhver hefndarhugur í bændum??(er það ekki ókyntengt starfsheiti?)

"þá er karlkyns alþingismönnum örugglega sama þó þeir heiti alþingismaddömmur næstu 150 ár eða svo.  Þá jafnast þetta út og málið er dautt."

og svo skrifar þú undir

"Ég feminísti?  Nei, nei, ég er jafnréttissini"

 Ég sé ekki alveg jafnréttið í ójöfnuði næstu 150 árin. (Þetta átti örugglega að vera smá grín hjá þér en svona öfga kvenréttindagrín fer bara svo svakalega í taugarnar á mér.)

Ég verð að hrósa þér fyrir fína umræðu sem þér hefur tekist að skapa hérna. Ég sem hef aldrei á ævinni commentað á þetta moggablogg, kem eins og skrattinn úr sauðaleggnum og finnst ég vera knúinn til að leggja orð í belg.

Mín pæling er sú að fyrst við erum byrjuð að breyta gömlum hefðum í stjórnarskránni, af hverju gerum við þetta þá ekki almennilega og tökum bara upp ensku. Þá eru öll nafnorð hvorugkyns þannig að enginn þarf að heyja neina orðjöfnunarbaráttu....?

Brynjar (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:04

49 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brynjar: Velkominn, þarna gafst þú mér hugmynd, enska, hm.. en yfir hverju á ég þá að kvarta?

Iss skellum enskunni á þetta og ég hef næg kvörtunarefni fram að dauðdaga, hvort sem er í öllu misréttinu

Þetta með kommentið um að ég væri ekki femínisti heldur jafnréttissinni, er til komið vegna þess að í höfundaboxinu hér efst á síðunni stendur að ég sé femínisti.  Það er eins og að varpa rauðri dulu framan í fólk, virðist vera og ég þarf stundum ekki að blogga nema "góðan daginn, hvað segist" til að allt verði brjálað.  Svo er pólitískt vinsamlegra að segjast vera jafnréttissini, þó ég skilji ekki hver munurinn er, ef ég á að vera alveg hreinskilin.

Og nú er ég orðin blá í framan af öllu þessu tali svona um hánótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 01:21

50 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Færa má rök fyrir að ráðherra sé harðvírað við karlkyn, þar sem herra er notað yfir karlmenn. Hinsvegar er ekkert að því að nota orð eins og forseti eða forstjóri, þar eð það á ekki endilega við karlmenn, heldur einungis menn. Maður er vissulega karlkynsorð, en á þó jafnt við um kvenmenn sem karlmenn.

Þó finnst mér bjánalegast við þetta allt að konur séu að sóa kröftum sínum, í sinni 'jafnréttirbáráttu' í svona bull, eins og hvaða nöfn eða orð eigi að nota hér eða þar. Er ekki vænlegra að gera eitthvað af viti? Eitthvað sem skiptir máli.

Brjánn Guðjónsson, 21.11.2007 kl. 03:04

51 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég er sammála því að það mætti breyta herranum, það er einhver derringur og hroki í því, ég er með tillögur...meira.

Benedikt Halldórsson, 21.11.2007 kl. 07:47

52 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Eigum við ekki bara að hafa þetta í dúr og moll - konur í dúr og menn í moll - eða öfugt. Bara e-ð allt annað en viðgengist hefur um áraraðir...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.11.2007 kl. 08:31

53 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér hefur virst Steinunn Valdís vera kona sem þorir, samanber þegar hún hækkaði laun láglaunafólks á vegum borgarinnar.  Hún er ekki hrædd við umtalið né lætin og það er vel.  Það eru fáir stjórnmálamenn sem þora því.  Hún fær því hrós í hnappagatið.  Ég er líka sammála því að þessi karllægu starfsheiti eru heilaþvottur sem lætur lítið yfir sér, en viðheldur á lúmskan hátt karlaveldi, þegar við viljum jafnrétti.  Það væri bara hið besta mál, ef það fyndust viðeigandi nöfn sem væru hlutlaus á kynin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 10:54

54 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sammála Ásthildi hér að ofan, enda er hún með réttsýnni konum (eða á ég að segja mönnum - þar sem konur eru líka menn?) ..

Förum ekki á límingunum við að hugsa út fyrir rammann. ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2007 kl. 11:53

55 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sonur minn fæddist í Svíþjóð. Áður en að því kom heimsóttum við hjónin reglulega mikinn ágætismann sem hét Örjan á heilsugæslustöðinni. Hann var "barnmorska" (ísl. ljósmóðir) og skammaðist sín ekkert fyrir það.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2007 kl. 12:38

56 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þorsteinn: Karlkyns starfsheiti er einfaldlega einn af aragrúa lítilla hluta sem við erum hætt að taka eftir.  Það þýðir ekki að það megi breyta í takt við tímann, án þess að nokkrum ætti að finna á sig ráðist.  Það hefur alltaf gengið mikið á þegar breytingar á gömlum gildum endurskoðast.  Mér dettur nú bara í hug barátta kvenna fyrir kosningarétti.  Minni á amerísku súfragetturnar, þær frönsku líka, svo ég nefni eitthvað.  Allt brjálað en nú er þetta orðinn sjálfsagður hlutur auðvitað. Ég dáist að fólki sem gengur gegn strauminum, þrátt fyrir að það sé óað og æjað úr öllum áttum.

Jóhanna: Sammála, hugsum út fyrir boxið.

Ásthildur: Flottust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 14:49

57 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég sé nú ekki karlmennskuna í orðinu stjóri annað en að orðið sem slíkt er karlkyns. Önnur karlkyns orð er t.d. bíll, hestur, munnur og svo mætti telja ansi lengi. Konur eru alveg eins miklir stjórar eins og karlmenn. Ég sé ekki tilganginn í að ganga svo langt að gera öll orð að hlutlausum.

Hvort ráðHERRA sé orðið úrelt meiga menn deila um mín vegna en ég myndi ekki vilja vera kallaður Ráðfreyja eða Ráðskona.

Steinn Hafliðason, 21.11.2007 kl. 16:42

58 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bárður Heiðar: Þú ert einn af mínum uppáhalds.og kannt svo sannarlega að koma orði að hlutunum.

Steinn: Takk fyrir þitt innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 17:33

59 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það mætti breyta "ráðherra" í þjálla og betra orð. Ekki bara til að þóknast femínistum heldur til umhugsunar um starfið sjálft, sem ég ætla hér eftir að kalla "bónda" þar til betra orð finnst.

Það er stundum sagt við bændaskipti/ráðherraskipti að nýi fjármálabóndinn/fjármálaráðherrann taki við góðu búi enda er hlutverk bóndans/ráðherrans að standa vörð um sameiginlega eign okkar. Hann stjórnar hvorki veðri  né vindum en tekur tillit til aðstæðna, hann stjórnar ekki uppskerunni en hann kíkir til veðurs, gerir áætlanir, vinnur skipulega og setur hag búsins/ráðuneytis í öndvegi. Hann er bóndi í eðli sínu en ekki einræðisherra.

Hugsið ykkur hvað það væri frábært að kalla umhverfisráðherran, umhverfisbónda!

Benedikt Halldórsson, 21.11.2007 kl. 18:27

60 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Benedikt:  Mér líst vel á umhverfisbóndann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 19:37

61 identicon

Merkilegt hvað margir verða æstir yfir þessu. Af hverju varð engin umræða þegar fyrsta karlkyns flugfreyjan varð flugþjónn? Kannski af því að það þótti sjálfsagt? Hefði átt að finna orð við hæfi strax þegar Auður Auðuns var ráðherra, en fyrst það var ekki gert, þá er þetta bara spurning um að drífa það af að leiðrétta eitthvað sem gleymdist hér í denn. Gera jafnvel skemmtilegan leik úr þessu - fá fjölmiðla um leikinn, búa til hugmyndakeppni (svona svipað og þegar var ákveðið hvað Kringlan ætti að heita).

Konur eru líka menn. En konur eru ekki herrar. Ekki frekar en karl er frú.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:03

62 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

uppruni orðsins ráðherra er RÁÐKVENHERRA svo þetta er ok...munið bara að hafa það í huga

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.11.2007 kl. 21:32

63 Smámynd: Fríða Eyland

Ráðarar- Útsendarar-eru það sem  ég tel eðlilegast   að verði notað í stað Ráðh. og sendih. Óþarfi að breyta orðinu þingmen, konur eru líka menn

Fríða Eyland, 21.11.2007 kl. 22:56

64 Smámynd: Magnús Unnar

Þér getur ekki verið alvara!?

Eigum við þá ekki bara að gera eins og þeir enskumælandi og breyta öllum nafnorðum í hvorugkyn??

Magnús Unnar, 21.11.2007 kl. 23:11

65 Smámynd: halkatla

mér finnst bara fyndið hvað margir hér virðast halda í þá rugluhugmynd að það sé yfirhöfuð alltaf verið að tala um eitthvað vitrænt á alþingi og að þetta mál sé eitthvað frekari tímaeyðsla en allt hitt sem er rætt um, það segir mér bara að það fólk fylgist ekkert með, lifir í einhverjum ímyndunarheimi (sem er svosem bara gott) og hefur aldrei haft fyrir því að kynna sér störf alþingis, ekki hlustað á ræður eða neitt slíkt en því miður elskurnar, þá er SJALDNAST verið að tala um eitthvað þarflegt í þess sölum, fólkið sem við kjósum er upptilhópa bara puntudúkkur (bæði kyn) og spjátrungar, allskonar mál eru rædd hægri vinstri (bókstaflega) og svo sett í nefnd til að deyja þar hægum dauða, nema það allra heimskulegasta sem fer fljótt í gegn (yfirleitt eitthvað sem BB setur á oddinn)

halkatla, 22.11.2007 kl. 16:51

66 Smámynd: halkatla

Ráðsdama, einfalt, klassí og laggott!

halkatla, 22.11.2007 kl. 16:57

67 Smámynd: halkatla

nei nú er ég komin með enn betri hugmynd: matróna, t.d landbúnaðarmatróna, það er svo skerí, svona einsog einhverskonar vélkvendi

halkatla, 22.11.2007 kl. 17:00

68 Smámynd: K Zeta

Konur eru líka menn

K Zeta, 23.11.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985735

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband