Leita í fréttum mbl.is

Pirrings- og búhúblogg

 

28

Hvað ætli eftirfarandi gjörningur kallist?

Ég set mat á disk, ég set hann í örbylgjuofn, tylli mér og bíð eftir að hann hitni.

Ég hugsa á meðan (hef ekki hugsað svo lengi að ekki varð undan komist, stefndi í óefni).

Ég bíð og bíð og er að verða búin að leysa lífsgátuna, þegar mig fer að lengja eftir plinginu í örbylgjunni (svona er það að njúka mat, það heyrist).

Átta mig á því að tíminn hefur flogið áfram, geng að örbylgju  og þar er hvorki diskur né matur.

Ég, skelfingu lostin, held að ég hafi orðið fyrir andlegri reynsluW00t, eða það sem verra er, að maturinn hafi örbylgjast út í tómið.

Ég geng að ískáp til að ná mér í hressingu, meðan heilinn vinnur á fullu við lausn gátunnar.

Í ískáp blasir við mér matardiskur ásamt fæðu og grjótheldur kjafti. Þar liggja líka lyklarnir mínir og nýji ógeðslega flotti GSM-síminn minn.

Er eitthvað líkt með örbylgju og ískáp?

Er ég í síðhvörfum?  Er ég komin á aldur eða er ég hreinlega meira utan við mig en góðu hófi gegnir?

Kona spyr sig...

að einhverju en man ekki alveg hver spurningin var.

Farin á Reykjalund,

Úje.

P.s. Ég vil bara taka fram, enn einu sinni, að ég er alls, alls, ekki femínisti, ég er sko jafnréttissinni.Police


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Spurning um að panta pláss á deild fyrir heilabilaða..ja svona meðan þú manst eftir því...múhahaha

Oj skamm...ég er ljót, ég sem var í kirkju, farin að hrekkja kallinn

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Þetta hafa aldeilis verið þungir þankar. Góða nótt og knús.

Bjarndís Helena Mitchell, 21.11.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfurður???

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 00:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það er slæmt stelpur mínar þegar kona tekur upp á því að hugsa.  Kann EKKI góðri lukku að stýra.

Kíki á þig Ragga mín og ef þú heyrir ekki í mér á næstunni, hringdu þá í Einar og biddu hann að tékka í ísskápinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já það virðist hvort eð er allt enda þar hehehe

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 00:55

6 Smámynd: Einar Indriðason

"Vinur minn" lenti í því að setja óhreinan disk undan ristuðu brauði í ísskápinn.  Ekkert vandamál með það.  Það varð verra þegar mjólkurfernan átti að tolla lóðrétt í efri grindinni í bévítans uppþvottavélinni... Það var eitthvað skrítið, og þá fór é... Ég meina... "vinur minn" að athuga málið.

Einar Indriðason, 21.11.2007 kl. 01:03

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ARGGHHH ertu ekki að djóka?!!

hahaha örbylgjast út í tómið. Þessi allavega örbylgjaðist í ísskápinn. Ég er í kasti.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 01:06

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já en...  þú sagðist hafa byrjað að hugsa EFTIR að þú settir diskinn í örbylgjuofninn. Hvað varstu þá að pæla ÁÐUR en þú settist og byrjaðir að hugsa?

Ég held að þetta kallist að vera "annars hugar". Það er ég oft og hef lent í ýmsu skrautlegu undir þeim kringumstæðum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 01:28

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er enginn helvítis jafnréttissinni, ég er femínisti

...og kannast við þessi hvörf. Ég smelli mér með þér á Reykjalund. Mér tókst áðan að brenna við spagettí. Það eldaðist ekki út í tómið heldur bjó til vonda lykt og eyðilagði pottinn minn.  

Ísskápurinn er góður staður fyrir lykla. Skárri en einhversstaðar. Það er vondur staður.

Laufey Ólafsdóttir, 21.11.2007 kl. 01:52

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef lent í því að finna svakalega vonda lykt úr niðursuðuskápnum, ég setti alveg óvart einn pepperóni pakka og skinku pakka þangað. Ég ætla ekki að segja hvað annað ég hef sett á ranga staði, en það er ýmislegt  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2007 kl. 02:16

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

"Prófessor" Jenný Anna...... þetta voru án efa afskaplega merkilegar heimspekilegar hugleiðingar.... 

Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 07:55

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Þið eruð bara fjórðungsjafnaðar pottréttsinnaðar konur.

Einhverstaðar, muhahahahah Laufey. Manstu eftir þegar Einhver var í markinu hjá Fram?

Þröstur Unnar, 21.11.2007 kl. 08:11

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jóna Kolbrún, hvað er niðursuðuskápur?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.11.2007 kl. 08:45

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þröstur! Þú kemur yfirleitt að galtómum kofa þegar þú spyrð mig um íþróttir en þetta hljómar eins og ég hefði lýst þessu

Mér er líka sagt að einhversstaðar verði vondir að vera. Hef aldrei verið sammála því. 

Laufey Ólafsdóttir, 21.11.2007 kl. 09:07

15 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

það er gaman að lesa hjá þér Jenny og er farin að gera oftar og oftar og alltaf læsðist framm bors á vör....takk fyrir mig

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.11.2007 kl. 09:40

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar I: Góður, við erum skiljum hvort annað.

Jóna: Djóka? Moi? Aldrei og alls ekki um svona grafalvarlegt mál

Lára Hanna: Fram að ískápsinnsetningu matar var ég EKKI að hugsa, eða var ég að hugsa, æi man það ekki

Laufey: Ég er helvítis femínisti og alls enginn jafrnéttissini

Jóna Kolbrún: Hvernig hef ég getað lifað heilt líf án þess að rekast á "niðursuðuskáp" hvað er?

Hallgerður:  Þetta er að fæðast, flott mynd og nú bíð ég spennt eftir að bloggsíða verði opnuð

Takk öll fyrir athugasemdirnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 09:46

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þegar ég var ný búin að eiga mína minnstu var ég að fara ð hita pela handa henni! Set í örbylgjuna og bíð smá stund. Síðan verður mér litið á borðið, einmitt eftir að hafa hugsað djúpt....ekki meira en svona 20 sek..en mjög gott hux og þá sé ég pelann á borðinu....var alveg skelfingu lostin því að það var kveikt á örbylgjuofninum! Ég leit þá snarlega inn í ofninn og þar var heimasíminn að snúast í hringi og eldglæringar stöfuðu af honum.

Síminn hafði verið á borðinu hjá pelanum og ég tók hann bara án þess að fatta það (hugsa svo mikið) og hann dó þennan dag !

Það getur verið ansi dýrkeypt að huxa of mikið hahahah....!

Njótið dagsins

Sunna Dóra Möller, 21.11.2007 kl. 09:52

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SD: Við erum systur.  Örgla.  Rosalega skil ég þig vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 09:54

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta kennir þér bara að það er ekki hægt að fá sér að borða og leysa lífsgátuna á einum og sama tímanum.

Annars get ég sagt þér að ég má passa mig á að setja ekki mjólkina inn í kóstaskápinn sem stendur við hliðina á kæliskápnum.  En það getur gerst, þegar ég hugsa of mikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 10:46

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einu sinni týndi ég bankabókinni minni og var skítblönk þar til ég fann hana í frystihólfinu gaddfreðna ...það var ekki gjörningur sem gerði mig neitt ríkari nema af reynslunni. Ég segi bara að þetta hafi verið heiðarleg tilraun húsmóður til að frysta vexti og verðbætur af því sem þessir peningar áttu að borga. Bankastjórinn var sem gaddfreðin ýsa í framan þegar ég sagðist hafa fryst vextina og ætti því ekki að borga neina..hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 13:12

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það sem þú ert frábært eintak af manneskju ég hef alltaf jafn gaman af því að heyra um annarra manna vitleysur, finnst ég ekki vera eins vitlaus fyrir vikið.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.11.2007 kl. 17:25

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ji þið eruð svo skemmtilegar stelpur

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 19:36

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur þú keyrt niður á granda og svo bæinn langsum heim aftur, og munað þá eftir að þú ætlaðir að stökkva út í bíl og ná í sígaretturnar þínar, sem þú gleymdir þar?

Þekki einn kolruglaðan gaur, sem gerði þetta. Hann er líka þekktur af því að setja sykurkarið í ískápinn og mjólkina í bollaskápinn.  Hann er skyldur mér kannski, en ég sver hann algerlega af mér.  Ég er þó feginn að hann man að hann er hættur að drekka.  Það vill enginn svoleiðis rugludall í glasi.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 19:48

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Súkdómurinn heitir Alslæmr diet.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 19:50

25 Smámynd: Einar Indriðason

Raunar.... þá var verið að fjalla um akkúrat svona hluti fyrr í sumar... kom í ljós að þetta kallast "The Homer Simpson syndrome".  Heyrði meira segja viðtal í útvarpinu við einhvern sálfræðing eða félagsfræðing eða eitthvað-fræðing, sem sagði að þetta kæmi fyrir flesta í daglegu lífi, kannski ekki alveg á þessum skala, Jenný.... en, samt :-)

Einar Indriðason, 21.11.2007 kl. 20:20

26 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jón Steinar: Hahhahaha.

Einar: Mér líður snöggtum betur að það skuli vera til díagnósa yfir þetta ástand.  Alzheimer light eða Homper Simpson.  Það er von.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.11.2007 kl. 20:38

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Al-slæmr diet var díagnósan á örbylgjuafbrigðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.