Færsluflokkur: Fjármál
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Úff
Ég var að blogga um það í gær að ég treysti engum á Alþingi Íslendinga.
Það gengur eiginlega ekki upp að treysta engum. Það er ávísun á læknisheimsóknir.
Bæði til meltingarlækna og andlegra hreingerningarmanna.
Ég hef því tekið ákvörðun.
Ég ætla að treysta Steingrími J. þar til annað kemur í ljós.
Reyna að minnsta kosti.
Nú ætla ég að fylgjast með þinginu og umfjölluninni um Icesave eins og líf mitt sé undir.
Lesa allt sem ég kemst yfir um málið.
Og mynda mér skoðun út frá því.
Mér líður strax betur eftir að hafa tekið þessa ákvörðun.
Það er auðvitað haugalygi en ég ætla að láta Steingrím J. njóta vafans.
Engir í stjórnarandstöðunni hafa komið með sannfærandi rök.
Borgarahreyfingin er eins og kallinn á kassanum í Hyde Park. Þ.e. spáir heimsenda með því að vísa í leyndarmál.
Fyrirgefið Sjálfstæðismenn og Framsókn eru með skoðanir eftir því hvar í þingsal Alþingis þeir sitja.
Treysti þeim ekki út í sjoppu með þúsundkall hvað þá að ég treysti þeim fyrir framtíð minni og annarra.
Úff.
![]() |
Erfitt en verður að leysast" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 20. júlí 2009
Leitað langt yfir skammt
Það er verið að leita ljósum logum af einhverjum krakkakjána sem stal bíl í Árnessýslu.
Engu til sparað að finna þrjótinn.
Ég bendi auðmjúklegast á að það eru stórþjófar á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem á ekki að vera erfitt að finna.
Ekki leita langt yfir skammt.
Stundum veit ég ekki hvort ég á að hlæja eða garga mig hása vegna forgangsröðunarinnar í réttarkerfinu.
Rændu heila þjóð og enginn snertir við þér.
Rændu bíl og það verður allt brjálað.
Ekki að ég sé að mæla bílaþjófnaði bót en kommon.
![]() |
Þjófa leitað í Árnessýslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 20. júlí 2009
Skamm!
Samkomulag hefur náðst um að Glitnir eignist Íslandsbanka.
Nú, hvernig á venjulegt fólk að skilja þetta?
Ég hélt að ríkið hefði eignast Glitni óviljugur og hafi síðan breytt nafninu í Íslandsbanka.
Hann er sem sagt að eignast sjálfan sig.
Skiptir ekki máli, ég ætla ekki að láta eins og ég skilji þetta.
Þegar ég sé og heyri orðið Icesave þá fer hjartað að slá á ógnarhraða og ég fæ öll einkenni yfirvofandi taugaáfalls.
Ég veit ekki með ykkur en Icesave hefur grafið um sig í maganum á mér og er orðið að risastórum hnút sem truflar mig alla daga, hverja stund, hverja sekúndu.
Réttlætiskennd minni er misboðið og það ekki í fyrsta skipti frá því í haust.
Hvernig getur þjóð borið ábyrgð á einkabanka?
Jú, ég veit, glæpamennirnir létu sér ekki muna um að halda áfram að hlaða inn peningum á Icesave þrátt fyrir að vita hvert stefndi.
Landráð hvað?
Ég vil ekki borga. Enginn vill það.
Ég vil fá að vita hvað það er sem er mögulega skelfilegra en það sem við þegar vitum.
Af hverju á ég blásaklaus (aldrei þessu vant) að borga eitthvað sem ég stofnaði ekki til?
Bara af því ég er af sama þjóðerni og einhverjir græðgifurstar sem nú hafa komið öllu sínu undan og lifa lífinu eins og lítið eða ekkert hafi í skorist?
Nebb, kaupi það ekki.
Nei, stjórnvöld verða að leggja spilin á borðið.
Og svona af gefnu tilefni þá ætla ég að koma því á framfæri að á milli stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa kemst vart hnífurinn á milli þegar kemur að klækjum og feluleikjum, hrossakaupum og sjálfumgleði.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að enginn, já enginn, sé að gæta minna hagsmuna á Alþingi Íslendinga í þessu máli.
Bara svo það sé á hreinu.
Ég er einfaldlega í einkastríði í bullandi kreppuástandi og vinnuheitið er "Fuck you all".
Skamm.
![]() |
Glitnir eignast Íslandsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Bjarni Ben í afleysingum, bankar og heyrúllur að eilfíu amen
Þjóð sem hefur húmor fyrir heyrúllum getur ekki annað en komið standandi niður úr öllum sínum hörmungum.Ég fékk veinandi krúttkast yfir fegurðarsamkeppni heyrúllna sem sagt er frá í viðtengdri frétt.
Svo íslenskt og dúllulegt.
I friggings love it.
Annars er ég komin með hálfgert ógeð á fréttum, hvort sem þær koma í formi sjónvarps- eða blaða.
Nú eru það bankarnir.
Búið að semja við kröfueigenda.
Nýr Íslandsbanki að verða til innan skammt.
Fyrirgefið hvað þýðir allt þetta tal um bankana?
Á ég að gleðjast yfir þessu?
Verður líf okkar borgaranna í þessu landi marktækt betra út af þessum breytingum eða erum við enn sem fyrr bara leikmunir sem engu skipta?
Eru þessir nýju bankar trygging fyrir því að innistæðueigendur verði ekki rændir einn ganginn enn eins og gerðist s.l. haust?
Og af hverju eru stjórnendur græðgisbankanna í skilanefndum hinna nýju?
Af hverju er þessi Birna í Íslandsbanka/Glitni enn bankastjóri?
Af hverju, af hverju, af hverju?
Og af því ég er byrjuð að spyrja:
Hvenær verður nýr formaður kosinn í Sjálfstæðisflokknum?
Bjarni Ben er bara afleysingarformaður, það sér hver maður.
Eða hvað?
Bjarni Ben er örugglega ágætis maður en er ekki best að þeir sem stjórna flokknum séu bara formenn flokksins?
Eins og þessi þarna Kjartan sem skammast út í Þorgerði Katrínu og tekur hana á teppið?
Æi ég er hætt að spyrja.
En ég fer ekki ofan að því að Bjarni Ben sé formaður í afleysingum.
![]() |
Vinningsrúllan valin í Kjós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 19. júlí 2009
Í matinn á Vísarað?
Merkilegt þegar maður hugsar um hversu öllu hefur fleygt fram hér á landi, upp á gott og vont auðvitað, að það skuli ekki vera bændamarkaðir út um allan bæ.
Svoleiðis er það í siðmenntuðum löndum og ósiðmenntuðum líka ef ég á að vera alveg nákvæm.
Þegar ég bjó í Gautaborg þá var Saluhallen t.d. staður sem ég heimsótti að minnsta kosti einu sinni í viku.
Þar var hægt að fá lambakjöt bæði íslenskt og svo háheilagt Mekkakjöt þar sem viðkomandi lambi hafði verið slátra upp á múslímsku með höfuð í átt til Mekka.
Ostar upp á Ítölsku og seladæmi og annað sem ég hef ekki geð á að nefna frá Grænlandi og kjötbolur með mör frá Færeyjum, ég gæti talið endalaust áfram en sleppi því.
Grænmeti og krydd út í það óendanlega.
Mín kynslóð var ekki alin upp á miklu grænmeti.
Tómatar, gúrkur, hvítkál og gulrætur.
Búið og bless.
Já og grænar baunir frá Ora með sunnudagssteikinni.
Niðursuðumatur er auðvitað ekki í alvörunni svona ef maður hugsar um það, ekki frekar en líkamspartur í formalíni er lifandi manneskja.
Löngu dautt í báðum tilfellum.
Þess vegna hoppa ég hæð mína af tilhugsuninni um að hér verði grænmetis- og kjötmarkaðir.
Að því tilskyldu að verðið verði þolanlegt.
Og ekki segja mér að það sé svo dýrt að vera Íslendingur, að forréttindin kosti.
Þá segi ég: Þá er betra að ganga í ESB.
Ég vil ekki þurfa að kaupa í matinn á raðgreiðslum, fjandinn hafi það.
Og góðan daginn, villingarnir ykkar.
![]() |
Þrír í undirbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Svo ljótt
Mér líst ágætlega á þennan hnapp á heimasíðu TR þar sem hægt er að tilkynna um bótasvik.
Ekkert skemmtilegt kannski, en nauðsynlegt ef það er rétt að fólk sé að stunda bótasvik eins og oft er haldið fram.
En ég er hins vegar ósátt og rúmlega það við formið á tilkynningunum.
Þú getur sett inn upplýsingar nafnlaust og án þess að skilja eftir þig nokkur spor.
Þar með eru ógeðum og illfyglum þessa lands gefið veiðileyfi á bótaþega sem gæti verið afskaplega freistandi að nota til að koma höggi á fólk án þess að nokkur innistæða sé fyrir tilkynningu.
Þetta er vel þekkt á Norðurlöndunum eins og til dæmis í barnaverndarmálum þar sem falskar tilkynningar hrúguðust inn þegar nafnleynd á kærum var afnumin.
Svo sat fólk með tilkynninguna á foreldra cívíinu án tillits til hvort grundvöllur væri fyrir kæru eða ekki.
Ég vil að Tryggingarstofnun láti fólk segja til sín þegar það leggur inn upplýsingar í þessa veru.
Svo má fara með þær sem trúnaðarmál, nema í þeim tilvikum auðvitað þar sem illkvittnin ein er að verki.
Mér finnst verið að höfða þarna til lágra hvata fólks.
Það rýrir svo sannarlega ánægju mína með þennan möguleika.
Mér finnst þetta alveg ferlega ljótt ef ég á að vera alveg hreinskilin.
Svo vil ég taka fram í blálokin að ég mun persónulega aldrei nota svona fídusa né á nokkurn annan hátt taka að mér persónunjósnir fyrir nokkurt batterí.
Bara svo það sé á hreinu.
En þeir sem vilja hafa þarna tækifæri til að láta til sín taka og ég vona að þeir geri það þar sem þar á við og stígi varlega til jarðar.
![]() |
Leita eftir ábendingum um tryggingasvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Hjálp - einhver!
Ef rétt reynist að einhver hafi viljað fela þessa skýrslu þá vil ég gjarnan fá að vita hverjir það eru sem hafa hagsmuni af því.
Mér sýnist hún nefnilega mjög hagstæð fyrir neytendur.
Sauðfjárbændur líka ef ég skil þetta rétt.
Og fleiri og fleiri.
Hvað er málið?
Ég hlýt að vera óvenju treg í dag og var ekki á það bætandi.
Hjálp - einhver!
![]() |
Kjúklingar myndu lækka um 70% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Málefnaleg gagnrýni og klækjastjórnmál Borgarahreyfingarinnar
Sérfræðingar með eða á móti koma í kippum þessa dagana.
Ég er löngu hætt að taka mark á þeim.
Af hverju?
Jú vegna þess að flestir þeirra eru með heita skoðun á málefninu sem þeir tjá sig um og því engan veginn hlutlausir.
Þór Saari hefur nú klætt sig í svona sérfræðingsbúning.
Fyrirgefið, ég ætla að orða þetta öðruvísi..
hann hefur klætt sig í dómaraskikkju sérfræðingsins og hann dúndrar hamrinum í borðið þannig að heyrist um fjöll og dali.
Svavar Gestsson hefur ekkert í samninganefndina að gera, er fullkomlega vanhæfur.
Til að klippa þetta út í pappa þá lýsir þingmaðurinn Svavari eins og heimóttalegum hálfvita sem ekkert skilur.
Og þar sem Þór Saari er tvítyngdur og talar ensku upp á innfæðslu þá er orðið "subrogation." sem hann hefur aldrei séð, merki um að íslenska samninganefndin vaði í villu og svima og skilji það örugglega ekki heldur.
Og þá varla nokkurt orð annað í samningi þessum.
Ég veit ekkert um hvort Svavar Gestsson er vel eða illa fallinn til að leiða samninganefndir yfir höfuð.
Sennilega er hann ágætlega fær til þess, maðurinn er nú ekki beinlínis þekktur fyrir að vera með mikið af hálfvitagenum og hann talar líka tungum.
Í öllu vantraustinu, óttanum og ringulreiðinni sem nú þegar ríkir, væri þá hægt að fara fram á að þjóðkjörnir fulltrúar okkar tónuðu sig niður í það sem kallað er málefnaleg gagnrýni (finnst líka í orðabókum fyrir þá sem ekki skilja hugtakið) þannig að það sé hægt að taka afstöðu og treysta því sem þeir segja.
Svona málflutningur er Þór Saari til minnkunar. Hm...
Vinsamlega vandið ykkur, það er svo mikið í húfi.
Viðbót:
Nú hafa þrír þingmenn Borgarahreyfingarinnar skilyrt stuðning sinn við Icesave.
Þetta er flokkurinn sem fyrir kosningar hafnaði klækjastjórnmálum og að um óskyld mál yrði samið á bak við tjöldin.
Þetta er svo sannarlega sorglegur dagur.
![]() |
Svavar fullkomlega vanhæfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 12. júlí 2009
Í fúlustu alvöru
Við vorum tekin í haust, svínbeygð til hlýðni af Hollendingum af því að þeir voru undirbúnir en við ekki.
Geir Haarde örugglega á "maby I should have" stiginu.
Málið er að hér voru yfirvöld í sjokki og því var látið undir höfuð leggjast að bjarga bæði einu og öðru.
Sko, yfirvöld, þ.e. það fólk sem ber ábyrgðina má ekki vera í sjokki eða á einhverju "látum okkur nú sjá, bíðið ég ætla aðeins að hugsa málið" stigi.
Það er einfaldlega harðbannað.
Hvað hélt þetta fólk að það ætti að gera í vinnunni í október síðast liðnum?
Ég velti því fyrir mér í fúlustu alvöru.
![]() |
Starfsmenn AGS mótmæltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Of litlar vogarskálar?
Það er gleðiefni að glæpamenn fái á baukinn í formi fangelsisdóma í formi skilorðs- eða óskilorðsbundinna.
Sérstaklega matarþjófarnir. Það er ófyrirgefanlegt að stela sér til matar, þannig hefur það alltaf verið á Íslandi.
Brimarhólmur næsta bara.
Látum okkur sjá. Maðurinn sem stal vodkapela og einum bjór úr Vínbúðinni á Akureyri fékk dóm afgreiddan á hraða ljóssins fyrir brot sitt.
30 daga skilorðsbundið.
Hann var búinn að borga vöruna en það bræddi ekki hjarta dómarans á Norðurlandi eystra.
Um að gera að taka stórglæpamennina og vera snöggir að því.
Enda fangelsi landsins yfirfull af stórglæpamönnum eða hvað?
Ég er að reyna að reikna hérna en sú iðja er ekki mín sterkast hlið.
Gefum okkur að pelinn og bjórinn kosti fimmþúsund kall.
30 dagar.
Ef við tökum Icesave, reikníreikní sexhundruð og áttatíu milljarðar eða eitthvað svoleiðis.
Hjálp!
Hvað eru það margir dagar innan rimla?
Ó, ég gleymdi mér hérna.
Það er öðruvísi glæpur.
Það eru hangikjötslærin, sláturkeppirnir og vodkapelarnir sem vigtast á vogarskálum réttlætisgyðjunnar.
Ég sé ekki þetta stærsta bankarán Íslandssögunnar komast fyrir á þeirri vog.
Ætli þeir séu kannski með stærri vigt í USA?
Gætum við fengið hana lánaða?
Nei, nei, segi svona.
![]() |
Stal vodkafleyg og einum bjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr