Færsluflokkur: Spil og leikir
Laugardagur, 9. júní 2007
BLÁIR DAGAR
Dagurinn í gær var blár dagur. Ég var á víðtækum bömmer. Sumir dagar eru bara svona frá því að kona opnar augun á morgnanna og svo heldur dagurinn áfram að gefa manni á kjaftinn. Eða þannig. Sem betur fer eru fáir dagar verridagar. En það var sem sagt allt ómögulegt í gær:
1. Inga-Lill að fara og hvenær skyldi ég sjá hana næst? Kannski aldrei (hér var traumakennt ástand mitt orðið verulega slæmt)!
2. Ég var búin að leita í öllum Hagkaupsverslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu að ítölsku kryddbrauði, ekki agnarögn fannst en hvítlauksbrauðin voru jafn mörg og New-York búar. Skipulögð aðför Jóa Fel og kollega að mér prívat og persónulega.
3. Ég týndi lyfjaskírteininu mínu um daginn, þe þessu sem ég þarf að framvísa þegar ég næ í blóðhnífa, sprautunálar og fl. tengt minni sykursýki og ég lenti í veseni út af því. Ekkert minna en tilraun til morðs á minni eðlu persónu af hendi apótekarans sem vildi fá að vita nánar um afdrif skírteinis.
4. Við grilluðum nautavöðva og fleira góðgæti, kartöflurnar skruppu saman í Barbie-kartöflur vegna þess að ég gleymdi þeim á grillinu af því að ég átti svo bágt. Skipuleg aðför kartöflubænda að mér þarna á ferðinni auðvitað.
5. Ég velti fyrir mér af hverju suma daga gengi svona illa að vera Pollýanna og helvítið hún POLLÝANNA var á dagskrá sjónvarpsins. Skipulögð aðför RÚV að geðheilsu minni. OMG!
Eitt og annað fleira kom upp, mun alvarlega en þetta sem ég set niður á blað, en það er bannað börnum og bloggvinir mínar allir viðkvæmar kjéddlingar sem geta ekki horft á tveggja lófa myndir og ekki lesið um alvöru skítakaraktera eins og mig á bláum degi.
Ég er búin að ná mér. Grét heilan hafsjó af tárum, argaði hljóðlátlega og vorkenndi mér af öllum krafti, enda enginn annar tilbúinn til að skilja mína stóru harma.
Lofjúgæs
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 9. júní 2007
ZERO -ZERO - ZERO
Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) komst nýlega að þeirri niðurstöðu að nýafstaðin auglýsingaherferð Vífilfells á Coke Zero gosdrykknum bryti í bága við siðareglur sambandsins.
"Auglýsingastofan Vatikanið gerði auglýsingarnar sem voru að hluta byggðar á erlendri fyrirmynd. Kæra vegna meintrar kvenfyrirlitningar í herferðinni barst Siðanefndinni og komst hún að þeirri niðurstöðu að auglýsingar í herferðinni brytu fyrstu grein siðareglna SÍA sem fjallar og velsæmi og segir: "Auglýsingar skulu ekki innihalda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn almennri velsæmiskennd"."
Þessi úrskurður er fagnaðarefni og ég hefði orðið all verulega undrandi hefðu þeir úrskurðað á annan veg. Mig minnir að Sóley Tómasdóttir hafi lagt inn kæru vegna þessar hallærislegu herferðar. Ef rétt er munað hjá mér þá óska ég henni til hamingju með það. Verst er hvað Zero er ógisla gott kók. Í þau skipti sem ég fæ mér svarta gullið þá er það Zero en ég læt manninn minn kaupa það af því drykkurinn er jú upphaflega framleiddur fyrir zero konur.
Góðan dag ég vakna bráðum.
![]() |
Auglýsingaherferð fyrir Coke Zero í bága við siðareglur SÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. júní 2007
OG ÉG FÉKK VELGJU
(þarna má sjá mig græna í framan á meðal hreinsunarmanna)
Af því ég gerði það sem sumarstarfsmaðurinn sagði mér að ég ætti ekki að gera en ég fór og gerði tilraun til að hreinsa andrúmsloftið. Ég fór sem sagt, þvert ofan í ráðleggingar hans, með flokki manna að hreinsa í kringum Álverið og ætlaði síðan upp á Kárahnjúka en þar sem ég varð svona heiftarlega veik af andrúmsloftinu varð ég að snúa heim græn í framan. Hannes Már Kaldval er hinsvegar með meirapróf á andrúmsloftshreinsara og er samviskusamur með afbrigðum og hélt áfram án mín.
"Steingeit: Einhver er að reyna að hreinsa andrúmsloftið og er voða samviskusamur. Þú kemur ekki nálægt þessu! Þér yrði bara óglatt og liði mun verr eftir á."
Mér væri nær að hlýða Sumarrós ég geri það næst.
Eins og danirnir segja "vi vill ha lite mer mennskiligt andrumsluft".
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 8. júní 2007
ÁFANGASIGUR Í HÖFN
Þar sem vel flestir sem nálægt strippklúbbunum koma virðast haldnir málstoli með örfáum undantekningum þó (eins og karlinn á Goldfinger í sjónvarpinu s.l. föstudag) verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr könnun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um hvort lögreglusamþykkt Kópavogs sé framfylgt á skemmtistaðnum Goldfinger. Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi í gærkvöldi að vegna opinberrar umræðu verði þetta kannað. Það er í raun alveg stórmerkilegt í svona litlu samfélagi þar sem aðgengi að flestum upplýsingum er auðvelt, að þessi þagnarmúr hafi verið reistur umhverfis skammarlega starfsemi þessa "klúbbs". Nú vitum við að konurnar sem þarna "vinna" eru ekki frjálsar ferða sinna, að þarna hefur verið eitthvað vændi á ferðinni og fleira og fleira. Vonandi kemur þetta í ljós þegar farið verður ofan í málið. Þetta er áfangasigur en langt er í land.
Lokum búllunni og segjum nei við vændi og mansali.
![]() |
Samþykkt í bæjarráði Kópavogs að láta rannsaka starfsemi Goldfinger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 8. júní 2007
ÞETTA ER EKKI FÆRSLA..
....heldur tilkynning. Silfurmaðurinn Egill er kominn í "umræðuna" á forsíðu Moggabloggs. Er það nema von. Maðurinn er búinn að blogga í 2 daga og skrifa um 5 færslur. Hann hlýtur að eiga inni fyrir Nóbelnum.
Bendi á að nýjasta "færslan" mín er hér fyrir neðan.
Föstudagur, 8. júní 2007
GRÍMULAUS KVENFYRIRLITNING
Það er algjörlega óþarft að leita út fyrir landsteinana eftir kvenfyrirlitlegum hugsanahætti, nóg er af honum hér heima sem annars staðar. Stundum birtist hún manni þó án grímu, án orðskrúðs og henni er ekki pakkað í gjafapakkningar.
Þær konur sem hyggjast starfa við að afhenda verðlaunapeninga á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári verða að lúta ákveðnum reglum, og þar á meðal er það sett sem skilyrði, fyrir utan að vera ekki með húðflúr og áberandi eyrnalokka, er stór afturefndi á bannlista. Stór afturendi hm? Á að mæla hæð og lengd og fá út "bodymass index"? Eða verður gamla málbandinu skellt á þær í atvinnuviðtalinu. Nebb ég held að það verði fengnir einhver tugur manna til að glápa á þennan eðla líkamshluta og dæma um hvort þeim hugnist hann eða ekki. Í fréttinni stendur einnig eftirfarandi:
"Við viljum ekki konur sem líta óíþróttamannslega út því það hefur neikvæð áhrif á íþróttafólkið, sagði Li Ning sem hefur yfirumsjón með vali á konunum. Beinabygging og hæð kvennanna þarf að vera svipuð og við viljum ekki sjá neina breiða rassa, bætti hún við. "
Er ekki eðlilegt að valið sé frískt og hresst fólk til þessara starfa? Það hefði ég haldið. Þarf að taka sérstaklega fram hvaða líkamspartar á konum hafi neikvæð áhrif á íþróttafólkið (vá ekki smá öflugar konunar í Kína). Hvaða líkamspartar eru undir mælikerinu þegar karlmennirnir eru annarsvegar? Ætli þeir fái að hafa eignast börn? Eins og við vitum að þá rýra barneignir mjög gildi fegurðar.
Meiri ekkisens ruglið alltaf.
![]() |
Engin húðflúr eða stóra rassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 8. júní 2007
PRÓTÓTÝPA PLEBBISMANS...
..er íslensk glíma. Ég er ekki mjög þjóðernislega sinnuð kona og finnst svona tímaskekkjuíþrótt eins og þessi "hliðarsamanhliðar"dans fyrir karlmenn í sokkabuxum með höldum, með því plebbalegra sem ég sé. Ég gæti ekki orðið ástfangin af manni sem stundaði glímu, né heldur manni sem væri að læra gömludansana eða þá cha-cha-cha dæmið allt saman. Þessar fótamenntir eru svo mikið törnoff að viðkomandi maður gæti eins snýtt sér í hárið á mér.
Það eru fimmtudagskvöldgöngur þjóðgarðsins á Þingvöllum sem hófust fyrr í kvöld en þessar kvöldgöngur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Í dag var Konungskoman 1907 og konungsglíman sem háð var í tilefni af heimsókninni á Þingvöllum rifjuð upp.
Sumt af því gamla finnst mér að meinalausu geta fallið í gleymskunnar dá. Þar á meðal er glíma, spýtubakkar, ónýtur matur og gömlu dansarnir. Ég ætla svo sem ekki að stofna neinn þrýstihóp til höfuðs glímunni en mikið rosalega er hallærislegt að horfa á menn í BLÁUM og RAUÐUM sokkabuxum með tilbenhör, sveiflandi hvor öðrum í allar áttir. Það er klof-bragð að því svei mér þá.
Hm.. ég held ég segieggimeira en fari að sofa í hausinn á mér.
![]() |
Konungsglíman rifjuð upp á Þingvöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 8. júní 2007
ÞVOTTAHÚSBLOGG
Þegar ég fór í þvottahúsið í kvöld komst ég ekki inn í þvottavélina til að bjarga sjálfri mér frá dýralífinu ógurlega þar í neðra. Þar var köttur fyrir sem hafði verið á rottuveiðum en vegna fjölda allskyns kvikinda varð hann svo hræddur að hann hentist inn í vélina. Ég hitti ekki nokkurn lifandi mann í þvottahúsinu að þessu sinni nema konuna sem er á móti því að ég "koggi" og finnst ég í meira lagi athyglissjúk. Hún strunsaði fram hjá mér og vísaði öll uppávið og nefið var eins og eldflaug í skotstöðu, svei mér þá. Ég náði að þvo og þurrka minn þvott án mikilla raskana af völdum dýralífsins í þvottahúsinu. Þar voru nefnilega engar köngulær. Eðlurnar voru þrjár, tvær grænar og 1 í burberry. 2 beltisdýr sá ég grá að lit, 1 órangútan af óræðum farva og að lokum barði ég augum 4 rottur allar mjög fallegar á feldinn, sem var grár með svona kúkabrúnu ívafi. Mig grunar að rotturnar hafi verið náskyldar.
Ég er með barnalabbrabb um hálsinn núna ef vera skyldi að ég kæmist ekki upp úr þvottahúsinu. Húsbandið "mónitorar" öll mín hljóð á meðan ég þvæ. Svo heimilislegt og öruggt eitthvað.
Gúddnætgæs!
Fimmtudagur, 7. júní 2007
SNÚRUBLOGG
Þegar ég var í Bláa lóninu áðan og sólin skein (já ekki að segja ósatt, hún skein en BARA yfir lónskömminni) þá varð ég fyrir merkilegri reynslu. Allt í einu áttaði ég mig á að sumarið hef ég ekki upplifað í nokkur ár. Undanfarin þrjú sumur hef ég lítið minni af því sem gerðist og það litla sem ég man eru myrkar stundir sveipaðar þunglyndi og ofsahræðslu við lífið. Þar sem ég sat þarna í lóninu eins og fíbbl (segi sonna) þá varð ég svo glöð yfir að vera á lífi, vera allsgáð og fá tækifæri til að hafa gaman af lífinu aftur. Ég ætla ekki að gerast væmin en þetta var svona verulegur "eyeopener". Margir hafa lýst svona gleðiaugnablikum sem þeir upplifa, æ oftar eftir því sem edrúmennskan verður lengri og ég get vitnað um að svona smástund er milljóntrilljón sinnum meira virði en allt brennivín heimsins.
Þessu langaði mig að deila með ykkur dúllurnar mínar.
Allsgáð kona á besta aldri á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Fimmtudagur, 7. júní 2007
SILFURMAÐURINN MÆTTUR
Nú er Egill Helga kominn á Moggabloggið. Megi það verða honum til gæfu. Kíkti á bloggið hans og hann var búinn að skrifa tvær færslur. Þá fyrri um að hann væri kominn á Moggabloggið og hin um að hann þyrfti að læra á það fyrst. Einhvers staðar verður fólk að byrja. Það er að verða æsispennandi að fylgjast með eftirleiknum eftir að Egill ákvað að fara yfir á RÚV. Þeir eru ekki mjög þægilegir við að eiga þarna á 365. Ætli það sé rétt sem ég heyri að Egill hafi verið með milljón á mánuð á Stöð 2? Neh.. asskoti borga þeir vel ef það er rétt. Egill hvað varstu að hugsa? Ríkisfjölmiðlarnir geta varla toppað þetta. En mér er sama hvar Egill er ég mun horfa á hann þótt hann væri hjá færeyska sjónvarpinu.
Maðurinn er með lokað fyrir kommentakerfið. Enn einn karlinn sem ætlar að prédika yfir hausamótunum á okkur, algjörlega einhliða. Trúi því ekki, hann er að læra á bloggið.
Var annars að koma úr Bláa, meira um það seinna.
![]() |
Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 2988327
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 140
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr