Færsluflokkur: Spil og leikir
Sunnudagur, 10. júní 2007
HÁLFGERÐ SNÚRA
Eins og ég hef áður bloggað um þá grípur mig stundum einhver bölvuð játningaþörf sem erfitt er að láta eins og sé ekki til. Suma daga nota ég til að skoða brestina mína (þeir eru örfáir og ég snögg að því náttúrulega), sem er ekki auðvelt verk en bráðnauðsynlegt til viðhaldi góðs edrúlífs og almennrar geðheilsu. Í dag fór ég, að gefnu tilefni sem ekki verður látið uppi hér, að velta fyrir mér einum af mínum örfáu löstum (). Ég hef næstum allt mitt líf gert mér mannamun. Ekki lengur, að ég tel, a.m.k. ekki á hinum hæpnu forsendum sem ég gaf mér áður fyrr þegar ég mat hverjir væru þess virði að þekkja og hverjir ekki. Ég veit að það hljómar ekki fallega að maður meti fólk á þennan hátt en það gera allir, meira eða minna, þó það nú væri. Ég er ekki svo andlega þroskuð að ég þori að gefa það upp á mínum persónulega bloggmiðli hvað ég notaði sem mælistiku á fólk, svo hryllilega yfirborðskennt var það og enn má ég gæta mín stórlega. "Old habits are hard to break".
Hvað um það ég er að reyna að verða skömminni skárri manneskja en ég löngum var. En vó hvað ég hef fengið að gjalda (réttilega) fyrir mína afspyrnu hallærislegu fordóma gagnvart fólki. Það er svo mátulegt á mig en svo asskoti blóðugt að hafa misst af kynnum við fólk sem hefði verið vert að þekkja betur, og hafa á stundum setið uppi með fólk sem ég átti ekkert erindi við. Það getur verið fjári dýr skammtímalausn í mannlegum samskiptum að láta fordómana ráða. Ég hef verið svo heppin að hafa slumpast á einhverskonar pólitíska rétthugsun í lífinu og það hefur skilað mér eitthvað áfram. Innsæið sem ég hef svo oft hreykt mér af hefur hins vegar sjaldnast fengið að heyrast. Hefði svo verið væri ég ekki að baxa við þennan "krúttlega" brest orðin háöldruð (!) kona.
Nóg um það. Ég pjóna ekki (fannst það svo anti-femmó eitthvað), baka ekki (lýg því, er farin að baka), horfi ekki á hryllingsmyndir, er á móti fánalögunum, streðast við að skrifa Guð með stórum staf, setja tvö stafabil á eftir punkt (1.2.3. boðorð læknaritarans), sendi helst ekki gsm því ég þoli ekki skeytamál og kýs alltaf til vinstri vegna þess að hægri menn eru verri menn (íronía plís) Þetta eru mínir minnstu fordómar. Mínir verstu þola ekki dagsljósið.
Guð gefi mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt...
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 10. júní 2007
HALLÓ - HALLÓ!!
Hvernig stendur á því að enginn skrifar lengur í gestabókina mína? Bloggvinkona mín hún Anna (www.anno.blog.is) var með kurteisilega beiðni um að fólk skrifaði í gestabókina hennar því það á það til að gleymast að fólk kvitti svona af og til. Ég sjálf er arfalöt við gestabókarskrif, en af skiljanlegum og eigingjörnum orsökum mun ég taka mig á, hér með. SKRIFIÐ SVO Í GESTABÓKINA GOTT FÓLK (ARG) og þetta á líka við um þig Lundúnabúi, María Greta Einarsdóttir!!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 10. júní 2007
ÉG VAR AÐ DREPAST ÚR LEIÐINDUM...
..þar til ég rakst á skiltið fyrir utan sjoppuna mína en ég var að fara að kaupa mér síur. Þurfti að ganga 2 km. í næstu sjoppu og fór í gegnum almenningsgarð hvar ég rakst á þessar tvær konur í sólbaði..
..og þegar ég kom í sjoppuna ríkti þar umsátursástand vegna manns sem neitaði að yfirgefa staðinn nema að fá með sér peningakassann og hafði hann með sér alla fjölskylduna í ránsferðina og þar á meðal var þessi sonur hans sem hékk við gluggann viðbúinn árás...
..en ung dóttir ræningjans var á því að hún hefði verið svikin um laugardagsnammið og tók því traustataki þetta gúmmelaði...
..ræninginn afgreiddi mig síðan með mínar sígarettur og ég hélt heim reynslunni ríkari. Ég hringdi ekki á lögregluna.
Takk og ajö!
Sunnudagur, 10. júní 2007
STOLIÐ OG STÍLFÆRT
Ég er að drepast úr sunnudagsleti og ég áttaði mig á því að ég sakna pólitískrar umræðu. Ég sem ætlaði ekki að minnast á pólitík í allt sumar. Var í hávaða viðræðum við húsbandið áðan áður en hann fór í vinnuna. Það þýðir ekki að við værum að rífast því við erum ógeðissammála um stjórnmálin en við tölum okkur í ham. En nóg um það að sinni. Til að lengja í minni prívat og persónulegu hengingaról, vegna þrifanna á heimilinu sem ég þarf að takast á við, þá fór ég að lesa allskyns blogg. Á einu þeirra fann ég gamla færslu sem ég stal og stílfærði smá (þe sleppti úr og sollis) og ég skelli henni hér inn ykkur til gamans. Þetta er sumarlesningin í ár skilst mér. Gjöriðisvovel:
* Fölskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen
* Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson
* Framfarir í mannréttindamálum í Kína
* Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson
* Villtu árin - eftir Geir H. Haarde
* Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson
* Félagatal Framsóknarflokksins
* Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson (æl)
* Vinsælustu lögfræðingar landsins
* Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon
* Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson
* Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson
* Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon
Hauspokamyndin er af mér audda af því ég stal af blogginu.
Síjúgæs
Sunnudagur, 10. júní 2007
ANNAÐ Á LEIÐINNI
Núna á árinu fær hún Jenny Una Errrriksdóttirrr lítið systkini. Húrra! Ég fékk formlegt leyfi hjá Sörunni minni að segja bloggvinum mínum þessar miklu fréttir. Þarna er mamman á myndinni og sýnir hvað hún er með pínku-pínku-lítið lillabarn í maganum eins og Jenny segir. Á jóladag sjálfan næstkomandi kemur nýi fjölskyldumeðlimurinn í heiminn. Jenny segir að það sé bróðir en ég og mamman (en við teljum okkur sjá lengra en nef okkar nær) erum fullvissar um að þetta sé stelpa. Ég hef þá tilfinningu að Saran mín sjái um stelpuframleiðsluna en Maysan og Helgan um strákadeildina.
Það er stöðugur straumur af gestum frá Sverige í fjölskyldunni. Í dag koma "farmor" og "farfar" til landsins. Það er einfaldlega svo að maður kemur í manns stað.
Hér kemur sumarmynd af Jenny Unu Errriksdótturrrr í nýja kjólnum frá ömmu og Einarrrrrri
Þetta tilkynnist hér með á þessum sunnudegi þann 10. maí anno 2007!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 10. júní 2007
ÚTI AÐ AKA
Ég beinlínis elska Norræna húsið. Fyrir því eru margar ástæður en nýr forstjóri hússins hyggst gera róttækar breytingar á starfseminni og gera húsið að eftirsóttum alþjóðlegum vettvangi fyrir ráðstefnur, menningarumræður og miðlun af ýmsu tagi. Flott mál. Ég vil veg þess sem mestan.
Það stendur hins vegar ekkert um það í fréttinni að Norræna verði lokað í amk. heilan mánuð í sumar. Hún Jenny Una Errriksdóttir fer með pabba sínum um hverja helgi til að skoða og lána sænskar bækur og myndir. Hún horfir reglulega á Maddicken, Emil i Lunneberga, Pippi Långströmp, Lotta på Bullergatan og fleiri perlur gerðar af bókum Astrid Lindgren. Eins gott að tíminn líði fljótt svo Jenny geti haldið áfram að drekka í sig sænskar heimsbarnabókmenntir frá hinu landinu sínu.
Ástæðan fyrir myndinni af mér á bílnum sem fylgir færslunni er einfaldlega sú að á bílastæði Norræna hússins hef ég átt minn stærsta ósigur á stuttum ferli mínum sem bílstjóri. Inga-Lill var hér í heimsókn sem oftar sumarið 1986 og ég hafði látið til leiðast að taka bílpróf. Ég tók prófið til að fólk hætti að röfla í mér um hvað það væri BINDANDI að kona eins og ég með svo margt á könnunni hefði ekki getu til að keyra sjálf.Fljótlega eftir að ég fékk teinið, fór ég með minni sænsku vinkonu út í Norræna að drekka kaffi. Sólin skein, dagurinn var fallegur og hið flennistóra bílastæði við húsið var nánast autt. Það tók mig bara 20 mínútur að fá bílinn rammskakkan í stæði. Út fór ég og mikil fagnaðarlæti brutust út. Á þaki hússins var hópur af mönnum að gera við. Þeir voru í keng af hlátri. Þeir höfðu fylgst með mér bisa við að leggja í stæði þar sem engir bílar voru fyrir. Ég tók þessu sem ósigri, keyrði reyndar einu sinni enn eftir þetta en þá missti ég hjólið undan bílnum á ferð. Ég tók það sem skilaboð frá almættinu um að láta svona bílatæki eiga sig og.... fékk mér einkabílstjóra.
Ég elska Norræna húsið þrátt fyrir allt.
![]() |
Gerbreytt starfsemi Norræna hússins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 9. júní 2007
BÚHÚ-FÆRSLA II
Ég er komin heim úr flugvallartúrnum. Við grétum smá vinkonurnar af því við vitum aldrei hvenær sést er í síðasta sinn. Það var heill Títanikklútur sem fór í kveðjustundina. Neh annars, er að ljúga, I-L grét smá en konan er vel þekktur tilfinningavöndull. Nú er ég alein í kotinu, húsbandið að vinna og ég er búin að bretta upp ermar og ætla blogghringinn skemmtilega.
Síjúgæs
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 9. júní 2007
BÚHÚ-FÆRSLA
Inga-Lill fer í loftið áleiðis til Köben núna á eftir. Búhú! Ég er á leiðinni upp á flugvöll, hún er búin að ryksuga vænghafið, er klár í slaginn, og þegar ég kem heim á eftir þá verðið þið bloggvinkonur mínar auðvitað í startholunum við að hugga mig. Búhú!
Hér er svo mynd af þeirri alræmdu konu Ingu-Lill sem svo mikið hefur verið bloggað um undanfarnar 2 vikur. Barnið vill hins vegar ekki láta nafns síns getið.
Bless á meðan!
Laugardagur, 9. júní 2007
BARA HUGMYND SKO!
Hvernig væri að sumir tækju sig mig til fyrirmyndar? Datt það svona í hug þegar ég las þessa frétt. Ég tek samt fram að ég var aldrei ofbeldishneigð fyllibytta og notaði aldrei morðtæki og tól á mínum fylleríum. Nógu slæmt var það samt.
Annars er þetta bara sorglegt!
![]() |
Byssumaður var mjög ölvaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. júní 2007
7 BLOGGARAR VORU...
...reknir af mínum vináttulista í morgun og gátu ekki hamið sig af eintómri hamingju. Þeim var mikið í mun að fá að vera með á mynd á þessum stórkostlegu tímamótum en þeir ætluðu síðan að halda duglega upp á það að vera nú lausir við að þurfa að skarta sjálfum sér á minni alræmdu bloggsíðu. Þau ætluðu beint ofan í bæ á fyllerí um leið og ég sleppti af þeim hendinni.
Ég held áfram að henda út fólki af því það er svo skemmtilegt að fá pláss fyrir nýja vini. Ég held að ég sé búin að eignast suma bloggvini margoft. Annars er ég á því að bloggið mitt sé voða mikið stelpublogg af því að það eru ekki mjög margir karlar sem kommenta. Þeir sem gera það eru samt alveg yndislegir.
Við eitt snúrubloggið mitt fékk ég eftirfarandi athugasemd frá manni sem heitir Sveinn: "Ég-um mig-frá mér-til mín". Aljgör dúlla, Sveinki. Ég svara honum hér með: Hér er Sveinn leiðinlegi-um Svein leiðinlega-frá Sveini leiðinlega-til Sveins leiðinlega. Nananabúbú!
Þetta er ekki pistill - þetta er tilkynning og ekki gleyma pistlinum fyrir neðan þennan. Smjúts!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 155
- Frá upphafi: 2988326
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 152
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr