Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

HINN VAFASAMA GULLMOLA..

1

..vikunnar hlýtur Jónína Ben fyrir að lýsa því yfir, enn einu sinni,  að hún sé hætt á Moggablogginu, en það er fastur liður hjá stelpunni.  Það sem gerir Jónínu enn frekar að kanditat fyrir molann er að stundum veit hún hreinlega ekki hvort hún er að koma eða fara.  Í gær kvaddi hún, eftir miðnættið skrifaði hún "bálreiða" færslu um að hún ætlaði ekki að blogga kauplaust á Moggabloggi.  Klukkutíma síðar var hún búin að breyta færslunni og í morgun var pistillinn horfinn með öllu.  Kona ákveða sig.  Annars er þetta í gríni gert.  Jónína er skeleggur bloggari og ég er stundum sammála henni.  Mér finnast skemmtilegastir pistlarnir þar sem hún er á skjön við mínar skoðanir því þar ber heila Kárahnjúkavirkjun á milli.

Jónína "keep on bloging".  Það er bara að ákveða sig stelpa.

Mig langar svo að flokka þessa færslu undir ferðalög, því það er svo mikil "mobilisering" á Jónínu.

Hm..


VI SER DET SNÖAR

 

Það snjóar í Svíþjóð.  Svo krúttlegt eitthvað.  Nú þegar Jónsmessan fer að ganga í garð en það er mikil hátíð hjá frændum okkar, get ég ímyndað mér að margir séu á taugum vegna þessarar niðurkomu á miðju sumri.  Í Härjedalen var jörð snævi þakin þegar fólk vaknaði í morgun.  Ji hvað ég vildi sjá upplitið á sumum núna!


mbl.is Snjókoma í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STATT´ UPP OG GAKK

1

Þessi frétt er grátbrosleg.  Kona frá Sri Lanka sem kom til landsins á laugardag á fölsuðu vegabréfi, kom illa upp um sig  þegar hún stóð upp úr hjólastólnum sem hún sat í þegar hún hélt að engin sæi til.

Leiðindi að detta úr karakter í miðju leikverki.  Konan hlýtur að hafa haft ærna ástæðu til að leggja þetta á sig til að komast inn í landið.  Ég myndi gjarnan vilja heyra forsöguna.

Nú situr "kraftaverkakonan" í 30 daga vatnsogbrauðvist í Kvennafangelsinu í Kópavogi.  Síðan verður hún send úr landi.  Ég vissi ekki að það kostaði svona langa fangelsisvist að REYNA að komast inn í landið.

Konan fær 9,5 fyrir að reyna en ekkert fyrir leikhæfileika.


mbl.is Kraftaverk kom upp um konuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMARRÓS; BRJÓTTU FÓT FYRIR MORGUNDAGINN

 1

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að hætta að skipta mér af minni eigin stjörnuspá sem er málfarslega misþyrmt nánast á hverjum einasta degi af Sumarrós, þeirri bölvaðri kjéddlingu.  Hún er örgla með enskupróf frá LANDBÚNAÐARHÁSKÓLANUM (já ég er með fordóma gagnvart smölum þessa heims).  Akkúrat núna er ég í draumi mínum segir kerla og ég er að velta fyrir mér í hvaða draum ég eigi að skella mér næst.  Hm.. velja, jú ég vel þennan með blúndunum, þessum hvítu, þær eru algjör draumur. 

 "Steingeit: Einmitt núna - hvort sem þér líkar betur eða verr - lifurðu í einum af draumum þínum, og þú ert upptekinn að pæla í hvað þíg eigi að dreyma næst. Er það það sem þú vilt?"

Já Sumarrós það er draumurinn með hvítu blúndunum sem ég vil. Ók??   Gangi þér vel á morgun elskan og brjóttu fót (hm eða báða)!

(Tek fram að púki Moggans gerði tvær leiðréttingar á þessum línum Sumarrósar, sem ég auðvitað hunsaði.  Vildi ekki taka karakterinn úr skrifunum).


ÉG LÉT MIG HAFA ÞAÐ..

1

..að horfa á Americas Next Top Model í kvöld sem ég hef reyndar gert annað slagið.  Það minnir mig á hversu hættulega langt útlitsþrældómur ungra kvenna gengur.  Þarna er safnað saman kornungum stúlkum sem eiga að keppa innbyrðis um að verða súpermódel allrar Ameríku.  Það er sorglegt að fylgjast með því hvernig metið er á yfirborðslegan hátt geta þeirra til að hljóta hnossið er og þeim er att saman til að fá spennandi sjónvarpsefni út úr pakkanum og ég get rétt ímyndað mér hvaða áhrif svona þættir hafa á unglingsstelpur sem dreymir um að verða frægar sýningarstúlkur.  Stelpurnar eru auðvitað eins og strá í laginu með tveimur undantekningum því nú er búið að skella inn tveimur módelum í yfirstærð, sennilega til að slá á raddir gagnrýnenda.

Ég las í dag um deilur milli stúlknanna í fegurðarkeppninni en ungfrú Ísland segir að hún hafi verið lögð í einelti af samkeppendum sínum (á alltaf jafn erfitt með að kalla stúlkurnar keppendur).   Það er líklegast það sama upp á teningnum þarna, það er ekki skrýtið að ungar stúlkur sem keppa um útlit, kikni undir álaginu og snúi sér hver að annarri með leiðindum.  Hvernig er hægt að keppa um útlit?  Er það ekki fyrirfram dæmt til að mislukkast?  Ein af keppendunum sagði að sér fyndist leiðinlegt ef þetta ósamkomulagt þeirra stallsystra kæmi óorði á KEPPNINA!  Ég hef meiri áhyggjur af því hvað svona fyrirkomulag gerir ungum og oft reynslulitlum stúlkum.

Læt þetta duga áður en ég hreinlega spring í loft upp af pirringi.


SÝKNAÐUR AUÐVITAÐ

 

Ég er ekki hissa þó einn af æðstu dómurum Bretlands hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa tvívegis flett sig klæðum fyrir framan sömu konuna í farþegalest,  þrátt fyrir að konan hafi fylgt karli eftir, náð af honum myndum og bent á hann í sakarröð.  Dómsi segist hafa orðið fórnarlamb misskilnings.

Perrar allsstaðar, svei mér þá.  Maðurinn verður að fara að keyra bíl í vinnuna.  Það hlýtur að vera hans einkamál að hafa lillevennen utanborðs í eigin bíl.


mbl.is Háttsettur dómari sýknaður af ásökunum um að hafa sýnt á sér kynfærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFTIRFARANDI HLÝTUR AÐ VERA GRÍN:

 

..að Morgunblaðið í greininni kalli Morgunblaðshúsið í Kringlunni "GAMLA MORGUNBLAÐSHÚSIÐ" en í mínum bókum er nýlega búið að byggja það og málningin varla þornuð miðað við líftíma húsa í hinum siðmenntaða heimi.

..ef rétt er að það séu uppi áform um að rífa Moggahúsið í Kringlunni  til að stækka verslunarrými á svæðinu.  Ef satt er þá er þetta þjóðfélagt firrt upp á þrjár hæðir og þurrkloft.

..ef þetta er ekki lélegur brandari eða misskilningur á ferðinni.  Að það sé hið forljóta Morgunblaðshús í Aðalstræti sem eigi að rífa og það þótt fyrir hefði verið.

Grump

 


mbl.is Morgunblaðshúsið í Kringlunni rifið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER GREINILEGA GOÐSÖGN..

1

..að allir bifhjólamenn séu ábyrgir í umferðinni.  Svei mér þá ég var farin að trúa því þar sem talsmenn t.d. Sniglana hafa alltaf verið svo ábyrgir í tali.  Nú var fyrrverandi stjórnarmaður í Sniglunum einn af þeim sem lentu í slysinu alvarlega í vikunni, þar sem hraðinn var ótrúlega mikill.  Ekki virðist það slys ætla að verða sumum bifhjólamönnum víti til varnaðar.  Í gærkvöld var hópur bifhjólamanna staðinn að ofsaakstri á Þingvallavegi en þeir óku á 174 km. hraða.

Helmingur þeirra virtu að vettugi stöðvunarmerki lögreglu og héldu áfram sinni dauðakeyrslu.  Látum vera ef fólk vill endilega leika sér með líf sitt, það er ekkert við því að gera. En vinsamlegast gerið það ekki á kostnað saklausra borgara sem á vegi ykkar verða, ökufantarnir ykkar.


mbl.is Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA BLOGG ER UM...

1

... skyrbjúg fyrir hana Jónu bloggvinkonu (www.jonaa.blog.is) en hún hefur gífurlegan áhuga á því vandamáli.

Jóna mín, skyrbjúgur getur orsakað þrútna fætur og tannmissi.  Kannastu eitthvað við það?

Hvar á ég að flokka þessa færslu?  Hm.. hugs, hugs, ég set hana undir enska boltann.


AUKAFLOKKAR

1

Ég er mikið fyrir aukaflokka á Moggablogginu.  Nota þá óspart.  Mér finnst sárlega vanta fleiri sollis.  Hér eru hugmyndir fyrir ritstjórnina:

Harðangur og Klaustur

Brauð og kökur

Saurgerlarannsóknir

Skautahlaup og vatnaballett

Migreni á Grænhöfðaeyjum

Vatnsbúskapur kaktusa

Danskt fjallaklifur

E-vítamín

Skyrbjúgur

Sjúkdómar og viðhald þeirra

Tímarit og krossgátur

Ég gæti nefnt fleiri flokka en tek þessa sérstaklega þar sem mig hefur svo lent í alvarlegum vandræðum þegar ég hef skrifað um ofangreind efni.  Plís gerið eitthvað strákar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.